Tíminn - 14.08.1993, Side 19

Tíminn - 14.08.1993, Side 19
Laugardagur 14. ágúst 1993 Tíminn 19 Skákað í skjóli laga Það hljóta að hafa átt sér stað einhver mis- tök,“ sagði Marilyn Davis við lögreglu- manninn sem var hinum megin á línunni. Maður- inn í símanum, sem kynnti sig John Fuller, full- trúa í Roswell New Mexico deild lögreglunnar, fullvissaði Davis um að engin mistök hefðu átt sér stað. Hann sagðist neyddur til að handtaka hinn 17 ára gamla Steve Farley, fyrir líkamsárás nóttina áður, fimmtudagsnóttina 26. september, 1991. Fuller sagði konunni að lokum að ef hún vildi hafa tal af frænda sínum þá yrði hún að hafa samband við höfuðstöðvar lögreglunnar. Marilyn Davis komst í mikið upp- nám. Farley, sem hafði dvalið hjá henni síðasta árið hans í mennta- skóla, var einn sá fullkomnasti ung- lingur sem hún þekkti. Það var næst- um útilokað að hann lenti í ein- hverju klandri eða kæmi sér í kast við lögin. Steve Farley, aðeins 17 ára gamall, virtist hafa miklu meiri þroska en aldur hans sagði um og lífssýn hans var að mörgu leyti þroskaðri en al- mennt hjá unglingum á þessum aldri. Hann gekk reglulega til kirkju, var algjörlega reglusamur og eyddi oftar en ekki frístundum sínum í að styðja lítilmagnann á einhvem hátt. Hann þótti af vinum og skyldfólki al- veg sérstaklega góður í sér. Farley var fæddur og alinn upp í Roswell, New Mexico sem er 46.000 manna bær á olíusvæði í suðaustur- hluta ríkisins. Eftir að foreldrar hans skildu og faðir hans flutti í burtu, settist hann að hjá móður sinni ná- lægt Albuquerque en lagði mikla áherslu á að fá að ljúka menntaskóla- náminu í Roswell, og móðir hans lét það eftir honum. Steve var því ný- fluttur til móðursystur sinnar sem ætlaði að fóstra hann síðasta skólaár- ið hans. Sjónarspil Hvað var það sem gat valdið því að hinn allt að því fullkomni unglingur var nú skyndilega handtekinn og færður í fangelsi? Eftir því sem Mari- lyn Davis, frænka hans, hugsaði meira um málið komst hún að þeirri niðurstöðu að eitthvað væri athuga- vert við þetta allt saman. U.þ.b klukkustundu eftir símtalið var Marilyn mætt í höfuðstöðvar lög- reglunnar þar sem hún spurðist fyrir í móttökunni um John Fuller full- trúa. Enginn á stöðinni kannaðist við það nafn. Eftir að hafa reynt að sannfæra starfsmenn lögreglunnar um að hún hefði rétt áður verið boð- uð niður á stöð af þessum Fuller, grennslaðist starfsmaður lögregl- unnar fyrir á nálægum stöðvum en allt kom fyrir ekki. Það var enginn John Fuller í lögreglunni í New Mex- ico. Marilyn vissi hvorki upp né niður og ekki brá henni minna þegar hún var fullvissuð um að nafnið Steve Farley hefði aldrei komið upp hjá afbrota- deildum lögreglunnar. Enginn kann- aðist við meinta Iíkamsárás og eng- inn hafði yfirleitt heyrt hans getið. Marilyn fór að gruna allt hið versta og hraðaði sér til Roswell mennta- skólans. Þar staðfestu skólastjóri og nemendur að hár og þéttvaxinn mað- ur, embættislegur og mikill á velli, hefði komið í skólann um kl. 10.45, klæddur í svört jakkaföt með dökk sólgleraugu. Hann hafði sagst vera í lögreglunni, án þess að sanna það með lögregluskildinum, og enginn hafði ástæðu til að ætla annað en hann segði sannleikann. Hann fór á fund skólastjóra og sagðist neyðast til að handtaka Steve Farley. Farley var kallaður úr tíma og þegar hann mætti á fund „Iögreglumannsins" brá maðurinn handjámum um úlnið hans og las honum rétt sinn. Þetta sjónarspil var allt svo sannfærandi að engan grunaði að maðurinn væri með óhreint mjöl í pokahominu. Reglur skólans banna að nemandi hverfi á brot frá skólanum á miðjum kennsludegi, nema að fengnu sam- þykki hjá foreldrum eða forsvars- mönnum nemandans. Þess vegna hafði maðurinn, sem þóttist vera lögga, orðið að hringja í frænku Far- leys. Það hefði getað breytt sögunni ef skólastjóranum hefði hugkvæmst að hringja á lögreglustöðina og kanna málið betur. En eins og áður segir þótti aðkomumaðurinn mjög sann- færandi, hann virtist mjög sjálfsör- uggur eins og hann hefði margra ára reynslu í meðferð glæpamála. Steve Farley hafði verið rænt á fá- heyrðan máta en hvers vegna? Nú var „alvöru" lögreglan kölluð til og hóf- ust menn þegar handa við að grafast fyrir um ástæður þess. Ásamt frænku Farleys kom brott- nám hans sérstaklega illa við skóla- systur hans, Jackie Moon. Hún og Farley höfðu átt í ástarsambandi um tveggja ára skeið og hún var megin- ástæðan fyrir því að Farley vildi verja síðasta menntaskólaárinu í Roswell skólanum. Þegar lögreglan yfir- heyrði Jackie sagði hún að þau hefðu ætlað sér að fara á ruðningsboltaleik um kvöldið og hún hefði talað við hann aðeins 20 mín. áður en hann var numinn á brott úr skólanum og þá hefði allt virst vera í lagi. Þá vissi Jackie ekki til að nein vandamál hefðu komið upp nýverið hjá Farley og var því jafn agndofa yfir atburðun- um og aðrir. „Hugrakkur en heilalaus“ Daginn eftir tók FBI þátt í rannsókn málsins, en hefð er fyrir því að í mannránum er kallað á Alríkislög- regluna. Svo virtist sem mannræn- inginn hefði enga reynslu í lögreglu- störfum, sennilega hafði hann sinn vísdóm úr bíómyndum. Hann hafði brotið ýmis boðorð við „handtök- una“, t.d. minntist hann ekkert á handtökuheimild. En leikur hans var nógu góður og eftir því sem klukku- stundimar liðu, minnkuðu líkumar á að Farley væri heiil á húfi. Ólíklegt þótti að mannræninginn væri að fal- ast eftir Iausnargjaldi þar sem að- standendur Farleys vom litlum efn- um búnir. Eins og einn FBI-mann- annna sagði: „Þessi náungi hlýtur að vera hugrakkur og með mikið sjálfs- traust en að sama skapi heilalaus. Samt hefur aðferð hans heppnast!" Eftir útlitslýsingu vitna og starfs- manna skólans vom gerðar myndir af mannræningjanum og þeim var síðan dreift. Samkvæmt frásögn vitna var hann allt að 130 kg og ca 185 á hæð. Hann var með kringlu- laga andlit og þykkt, svart hár. Vinir og vandamenn Farleys hristu allir höfuðið er þeim var sýnd myndin. Þeir könnuðust ekki við manninn. Bræöurnir Það var hins vegar Jackie, kærasta Farleys, sem gaf fyrstu vísbending- una um hver maðurinn gæti hugsan- lega verið. Hún sagði myndina líkjast nágranna hennar, Mike Clark, sem byggi við hliðina á henni. Clark var ekki heima þegar lögregl- an ætlaði að heimsækja hann. Það vom þó góðar fréttir fyrir FBI- mennina þegar þeim var sagt að Clark ætti ljósbláan Pontiac, ekki ósvipaðan bflnum sem vitni í skólan- um sögðust hafa séð mannræningj- ann leiða Farley upp í. Um kvöldið hringdi Clark í lögregluna og sagðist hafa frétt af því að yfirvöld vildu hafa tal af honum. Hann hafnaði rétti sín- um; að þegja og hafa samráð við lög- fræðing, og mætti á fund John Frosch sem stjórnaði rannsókninni af hálfu FBI. Frosch spurði hreint út en Clark sagðist ekki hafa komið nálægt mannráninu á Steve Farley. Þegar lögreglumaðurinn sagðist hafa vitni sem staðfesti að Farley hefði verið leiddur upp í ljósbláan bfl, sömu teg- undar og Clark ætti, fór svitinn að spretta fram á hinum gmnaða. Jack svaraði eftir umhugsun: „Það var ekki ég, ég hef ekki komið nálægt Farley, en það gæti hafa verið hálf- bróðir minn, Jerry Kersey." Frosch hafði á tilfinningunni að ekki væri nema hálfur sannleikurinn sagður og spurði hreint út: „Hvar er Farley? Það getur ekki annað en borgað sig fyrir þig úr þessu að segja okkur það, efþú veist það.“ Snemma morguninn eftir fór lög- reglan á veitingahús í bænum sem ekki hafði verið starfrækt um hríð. í stórri frvstikistu, baka til í eldhús- Steve Farley var leiddur til slátrunar eins og lamb. inu, fundu þeir hinn 17 ára gamla Steve Farley. Hann hafði verið stung- inn í hálsinn og kyrktur með vír sem enn var vafinn um háls hans. Fyrsta læknisskoðun sannaði að Farley hafði látist af völdum köfnun- ar fyrir 12-16 klst. síðan. Bræðumir vom báðir handteknir Mike Clark var haldinn þráhyggju vegna ástar sinnar á Jackie, vinkonu Steve. Jerry Kelsey, hálfbróöir Clarks, komst upp með að .handtaka" Steve í skjóli laganna. og fangelsaðir án þess að hægt væri að láta þá lausa gegn tryggingu. Morðið á Farley var auðsjáanlega engin tilviljun og íbúar smábæjarins vom felmtri slegnir. Eftir stóð spur- ingin hvers vegna Farley, sá fyrir- myndarpiltur sem hann var, hefði verið fómarlambið? Mál þetta vakti svo mikla athygli að 3000 manns fylgdu menntaskóla- nemanum til grafar, 1. október, 1991. Eins og áður segir hafði Farley verið virkur í æskulýðs- og trúarmálum. Stórt skarð hafði verið hoggvið í rað- ir samfélagsins. Að sama skapi og íbúamir vom slegnir yfir fráfalli Far- leys, beindist heift þeirra jafn sterk- lega að bræðmnum tveimur sem ásökuðu hvor annan um að bera ábyrgð á morðinu. Ósamstæöar sögur Clark sagði lögreglunni að Kersey hefði beðið um bflinn á föstudags- morgninum og mælt sér síðan mót við hann við kirkjugarð bæjarins. Þegar hann kom aftur á bflnum klukkustundu síðar, sat ungur mað- ur í baksæti bflsins, handjámaður og keflaður. Clark sagðist hafe spurt hálfbróður sinn hvað hann hygðist gera við strákinn en Kersey hafði sagt að allt yrði í lagi með hann, hann ætlaði einungis að skjóta hon- um skelk í bringu. Kersey sagði hins vegar að morgun- inn áður hefði Clark bankað upp hjá honum og beðið hann að hjálpa sér við að vinna „ákveðið verk“. Fyrst hafði Clark keypt stóra dós af eter og síðan handjám. „Bróðir minn vildi að ég lumbraði á stráknum vegna þess að hann hefði barið Jackie og nauðgað henni. Ég þekkti Jackie vel og vissi ekki að hann væri að ljúga." Planið var að annar þættist vera lög- reglumaður á meðan hinn biði úti í bfl. Kersey sagði að hann hefði verið til í að þykjast vera löggan vegna þess að honum væri ekki vel til manna sem legðu hendur á kvenfólk. Kersey vann sitt verk með prýði og eftir að Farley var kominn í bflinn, rotuðu þeir hann og svæfðu með etemum. Kersey sagði að bróðir hans hefði sagt honum að keyra til veitinga- hússins sem hafði staðið autt nokkra hríð og þar fór Jack inn með dreng- inn á meðan Kersey beið úti í bfl. „Ég hélt að hann ætlaði bara að berja hann svolítið og kenna honum að koma ekki svona fram aftur,“ sagði Kersey. Eftir 5 mínútna bið í bflnum heyrði Kersey skyndilega neyðaröskur frá Farley. Hann fór inn til að athuga hvað væri að gerast og sá þá bróður- inn standa yfir Farley sem lá í frysti- kistunni og þar stakk Clark Farley aftur og aftur með ísnál í hálsinn. Þegar það virtist ekki nóg til að murka lífið úr fómarlambinu, bað Jack bróður sinn að ná í vír, sem hann gerði. „Eftir að ég færði honum vírinn tók allt fljótt af,“ sagði Kersey að lokum. Þráhyggja Það var erfitt fyrir lögregluna að finna orsakirnar fyrir hinu svívirði- lega morði sem bræðumir höfðu framið. Þeir höfðu hlotið ágætt upp- eldi og aldrei átt í útistöðum við lög- regluna. Hins vegar höfðu þeir sýnt ýmis merki um erfitt skap og þeim hefði haldist illa á atvinnu. Það kom á daginn að Jack hafði ver- ið sjúklega ástfanginn af Jackie, vin- konu fómarlambsins, og hafði verið það í mörg ár. Hann hafði búið í sömu götu og hún, í næsta húsi um 10 ára skeið, var haldinn þráhyggju og svo virtist sem hann hefði ekki þolað þegar hún og Farley fóm að draga sig saman. Bróðir hans virtist hafa átt minni þátt í morðinu og ekki varð í upphafi séð að hann væri jafnsekur. Hins veg- ar fóm svo leikar um síðar að þeir fengu sama dóm. 15. september 1992 hófust réttar- höld yfir bræðmnum tveimur. í ljós kom við vitnaleiðslur að Kelsey hafði í raun verið fullkunnugt um ásetn- ing bróður síns og eins og sækjandi kallaði það: „Hann leiddi unga manninn eins og lamb til slátmnar hjá bróður sínum.“ Þar sem glæpur- inn var þaulskipulagður var ekki annars að vænta en að bræðumir fengju þungan dóm. Það var svo 19. nóvember 1992 sem bræðumir vom dæmdir í ævilangt fangelsi án möguleika á skilorði næstu 40 árin. Eftir sitja aðstandend- ur og vinir Farleys með sárt ennið. Skólastjóri menntaskólans tók málið mjög nærri sér og sagði upp störfum nokkm síðar. Það er þó erfitt að álasa honum fremur en öðmm því erfitt er að sjá við glæpamönnum sem skáka í skjóli réttvísinnar. Það treysta jú flestir lögreglunni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.