Tíminn - 14.08.1993, Síða 24

Tíminn - 14.08.1993, Síða 24
Áskriftarsími Tímans er 686300 NYTT OG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELU 13-SlMI 73655 labriel HÖGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum Q\varahlutir Hamarshöfða 1 V Iíniinn LAUGARDAGUR 14 ÁGÚST 1993 Kaupfélag Austur-Skaftfellinga hyggur á landvinninga: íslenskt kindakjöt í neytenda- pakkningum til EB-landa „Viö erum að athuga möguleika á að flytja út dilkakjöt í neytenda- pakkningum til landa í Efnahagsbandalaginu enda höfum við EB- ieyfi til að flytja út kjöt í heilum skrokkum, annað tveggja slátur- húsa í landinu. Við viljum leggja okkar af mörkum til að skapa markað fyrir umsýslu- kjöt og umframbirgðir í landinu,“ segir Pálmi Guðmundsson, kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Austur-Skaft- fellinga. „í haust eigum við von á fulltrúa frá EB sem ætlar að yfirfara aðstöðu Sláturhússins og Kjöt- vinnslunnar og gerum við okkur vonir um að fá leyfi til útflutnings á kindakjöti í neytendaumbúðum. Þegar kaupandi finnst sem vill greiða viðunandi verð er okkur ekk- ert að vanbúnaði að hefja sölu.“ Pálmi segir að búið sé að leggja mikið fjármagn í að bæta slátur- húsaðstöðu kaupfélagsins og því sé mikilvægt að nýta það. „Við höfum nýlega sótt um styrk úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins í þetta þróunarverkefni. Einnig höf- um við kynnt málið fyrir landbún- aðamefnd Alþingis og fleiri hags- munaaðilum og hefur það vakið at- hygli,“ segir Pálmi. „Áður fluttum við út kjöt í heilum skrokkum sem var niðurgreitt af stjórnvöldum en nú hafa þær greiðslur lagst af. Ef við ætlum að fá hærra verð fyrir kindakjötið verðum við að selja það niðurhlutað í neytendapakkning- um.“ Bændum í héraðinu var kynnt þróunarverkefnið á deildarfúndi kaupfélagsins í vor og lýstu þeir al- mennt yfir stuðningi við það. Þeir eru jafnvel tilbúnir til að gefa nokkra skrokka til að leggja sitt af mörkum til verkefnisins. -GKG. Alþjóðleg þingmannaráðstefna um málefni Norðurheimskautssvæð- anna í Reykjavík: Noröurheimskautið verður í brennidepli Nýting náttúruauðlinda og réttur þeirra þjóða sem búa á norðurslóð- um til að nýta þær með skynsam- legum hætti verður meginefni al- þjóðlegrar þingmannaráðstefnu sem hefst í Reykjavík í næstu viku. Það er Norðurlandaráð sem boðar til ráðstefnunnar og sækja hana full- trúar þjóðþinga Norðurlanda, Kan- ada og Rússlands auk Evrópuþings- ins og fleiri alþjóðasamtaka en alls sitja 60 manns ráðstefnuna. Auk áðumefnds umræðuefnis er ætlunin að fjalla um umhverfismál, þróun atvinnulífs, vamarmál og um málefni frumbyggja. Halldór Ásgrímsson segir að hval- veiðar sem slíkar verði ekki sérstakt málefni ráðstefnunnar. „Inn á nýt- ingu hvala- og selastofna verður samt áreiðanlega komið," segir Hall- dór. Auk Halldórs sátu þau Eiður Guðnason, fyrrverandi umhverfis- ráðherra, og Kristín Á Einarsdóttir alþingismaður fyrir svörum. í máli þeirra kom fram gremja yfir því að Bandaríkjamenn skyldu ekki sitja ráðstefnuna og sagði Eiður Guðna- son að þeir væm oft mjög þungir í taumi í sambandi við umhverfismál. Halldór sagði að sérstaklega hefði verið óskað eftir nærvem þeirra. „Einhverra hluta vegna hefúr það ekki getað orðið í þetta skipti en ég vænti þess að þeir muni sýna því áhuga þegar fram líða stundir," seg- ir Halldór en vill samt ekki leggja neina merkingu í það hvers vegna þeir hafi ekki getað séð sér fært að taka þátt í ráðstefnunni. -Hþ KRINGLAN hélt upp á sex ára afmæli sitt í gær meðal annars með myndlistarsýningu eftir Tolla. Hanga myndimar uppi í göngugötu verslunarmiðstöðvarínnar. Yngsta kynslóð- in fékk að teikna og lita og danssýning fór fram. ...ERLENDAR FRÉTTIR... BANGKOK — Yfir 20 manns létu llfið og hundruö slösuöust og/eöa lokuöust inni I rústum þegar ný hótelbygging I Tælandi hmndi til gmnna. Hóteliö sem nefndist Royal Plaza Hotel var i Nakt- on Ratchasima, 250 km norö- austan viö Bangkok. Veriö var aö lagfæra þaö þegar þaö hmndi. SARAJEVO — Einn af herforingjum SÞ athugar nú ásamt yfirmönnum herja Serba hvort þeir slöamefndu hafi dregiö herstyrk sinn á nægjanlega sannfærandi hátt frá fjallatoppum um- hverfis Sarajevo. Niöurstaöa athugun- arinnar veröur ráöandi um þaö hvort friöarviöræöur hefjast á ný. WASHINGTON — Bandarlsk stjóm- völd halda áfram viöræöum viö bandamenn slna I NATO um hugsan- legar loftárásir á Serba I Bosnlu. Þau neita aö hemaöaraögeröir á jöröu niöri séu I bígerö. SÞ — Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri SÞ, segir aö undirbún- ingur á jöröu niöri undir loftárásir á stöövar Serba I Bosnfu sé á lokastigi og aö þær geti þvi senn hafist, veröi þaö nauösynlegt. GENF — Radovan Karadic, leiötogi Bosniuserba, neitar fullyröingu aust- urrlskra dagblaöa um aö hann hafi hótaö þvl aö gera kjamorkuárás á V- Evrópu ef Vesturveldin geröu loftárásir á sveitir hans f Bosnlu. LONDON — Bretar em byrjaöir á aö- geröum til aö bjarga fleiri veikum og særöum bömum úr strlösvltinu I Sarajevo. Irma litla fimm ára sem nú er á sjúkrahúsi I London var á bata- vegi f gær. PETROZAVODSK, RUSSLANDI — Boris Jeltsin, forseti Rússlands, sagöi I gær leiötogum hálfsjálfstæöra rlkja I Austurvegi aö hann teldi ekki rétt aö þau yfirgæfu bandalagiö viö Rússland. Rlkin ásamt Rússlandi yröu aö vera áfram sterkt sameinaö herveldi. WASHINGTON — Bandarikin og Rússland hafa boöiö fulltrúum Israels, Sýriands, Llbanons, Jórdanlu og Pal- estlnu aö taka upp á ný friöarviöræöur slnar I Washington I lok þessa mán- aöar. Utanríkisráöuneyti Bandaríkj- anna segist reiöubúiö til aö leggja mik- iö á sig til aö mjaka viöræöunum i átt til varanlegs árangurs, sentimetra fyrir sentlmetra. TUNIS — Kreppan sem skapaöist vegna afsagnar samningamanna Pal- estlnumanna frá vesturbakka Jórdan- ar og Gaza-svæöinu I viöræöunum um friö I Miö- Austuriöndum leystist þegar Yassir Arafat fór eftir ákvöröun æöstaráös PLO um aö taka afeögn þeirra ekki til greina. Israelar kváöust ekki hafa neitt viö þaö aö athuga aö semja þannig á óbeinan hátt við PLO. Þetta þykir benda til að Itrekaöar yfir- lýsingar Israelsmanna um aö þeir ræöi ekki við PLO, séu I raun oröin tóm. DENVER — Þegar Jóhannes Páll páfi kom til Bandaríkjanna til viöræöna viö Clinton forseta itrekaöi hann enn af- stööu kaþólsku kirkjunnar um bann viö fóstureyöingum og hvatti Bandarikja- menn til aö standa vörö um llfiö. MOGADISHU — Bandarískar sveitir skutu á hóp óvinveittra Sómala I Mog- adishu og talsmenn SÞ segja aö þeir hafi hegöaö sér rétt og skotiö yfir höf- uö uppreisnarmannanna. BOURNEMOUTH, ENGLANDI — Lögregla opnaöi aftur I gær sólar- strendumar viö Boumemouth. Þeim var lokaö eftir fkveikjusprengjuárásir á þrjár verslanir og sprengingu á hafnar- garöi. Irski lýöveldisherinn er talinn hafa staöiö fyrir þessum tilræöum. JAKARTA — Suharto, forseti Ind- óneslu, hefur stytt ævilangan fangels- isdóm yfir skæruliöaforingjanum Xanana Gusman frá Austur Timor niö- ur i 20 ár. Mannréttindasamtök for- dæmdu réttarhöldin yfir Gusman á sinum tlma og sögöu þau skopleg. Gusman var leiötogi Fretilin skæruliöa sem berjast gegn yfirráöum Indóneslu I þessari fyrrverandi nýlendu Pcrtú- gala. DENNI DÆMALAUSI \j-\ »Hér er tíkall. Hann er greiðsla fyrir bakvakt sem þú tekur heima hjáþér."

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.