Tíminn - 04.09.1993, Blaðsíða 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48...Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48...Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48.
Laugardagur
4. september 1993
166. tbl. 77. árg.
VERÐí LAUSASÖLU
KR. 125.-
Ýmsar hugmyndir ræddar til að ná saman Ijárlögum:
Kaupa launþegar sér rétt
til atvinnuleysisbóta?
„Ef það er einhvers staðar á borði einhvers sú hugmynd að ætla
íaunafólki að kaupa sér aðild að réttinum til atvinnuleysisbóta með
því að skattleggja iaunafólk, þá held ég að hinn sami ætti að
kveikja ( skrífborðinu sínu,“ segir Pétur Sigurðsson, stjómarfor-
maður Atvinnuleysistryggingasjóðs."
J»eir sem þurfa á Atvinnuleysis-
tryggingasjóðnum að halda eru fólk
sem býr við ótryggt atvinnuástand og
lág laun. Þetta fólk mun varla hafa
efni á að kaupa sér þennan rétt. Mér
finnst miklu eðlilegra, ef menn vilja
auka tekjur sjóðsins, að hækka trygg-
ingagjaldið um helming, eða úr
0,15% f 0,30%. Við það aukast tekjur
sjóðsins um helming, eða í þrjá mil-
jarða, 500- 600 miljónir frá sveitarfé-
lögunum og þá er fjármögnuninni
borgið. Hvað ætla menn sér með
þann einstakling sem ekki kaupir sér
rétt til atvinnuleysisbóta? Verður
kannski sagt við hann að éta það sem
úti frýs? Það er ekki það jafnaðar-
mannaþjóðfélag sem flestir stjóm-
málaflokkar hafa verið að leita að.“
Óstaðfestar heimildir herma að í
tengslum við gerð fjárlaga, hafi þeirri
hugmynd verið varpað fram innan
heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis-
ins, að skattleggja launafólk uppá tvo
miljarða króna vegna Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs.
Að sögn stjómarformanns Atvinnu-
leysistryggingasjóðs hefur þessi
skattahugmynd ekki komið til tals
innan stjómarinnar, enda ekki á
verksviði stjómarinnar að sjá um
fjármögnun sjóðsins, heldur ríksins.
„Við í stjóminni höfum ekkert verið
spurð, enda emm við ekki í fjárlaga-
gerðinni. Atvinnurekendur borga
tryggingagjaldið af öllu launafólki og
sjálfstæðir atvinnurekendur af sjálf-
um sér.“
Pétur segir að 0,15% af stofni trygg-
ingagjaldsins fari til Atvinnuleysis-
tryggingasjóðsins. Hann segir að
þegar atvinna dregst saman þá aukist
geiðslubyrði sjóðsins og tekjur hans
lækki. Hinsvegar þegar atvinnuleysið
er lítið séu útgjöld hans minni og þá
aukist tekjur hans. ,Af þeim sökum
verður þetta gjald að vera hreyfan-
legt. Þessvegna sýnist mér ekkert
óeðlilegt að hluti af stofngjaldi trygg-
ingagjaldsins eigi að hækka þegar lít-
ið er um atvinnu og lækka þegar at-
vinna er mikil og lítið atvinnuleysi."
-grh
Valur Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Svínaræktar-
félaas íslands, um innflutning Hagkaups á svínakjöti:
Aróðursbragð
hjá Hagkaup
Valur Þorvaldsson, framkvæmda-
stjóri Svínaræktarfélags íslands,
segir að ekki hvarfli að honum að
óheftur innflutningur á danskri
skinku og hamborgarahryggjum
verði leyfður hingað til lands. Hann
segir þetta mál vera áróðursbragð
hjá Hagkaup gegn innlendum fram-
leiðendum.
„Hagkaup tekur þrjú til fjögur
hundmð krónur af kílóverðinu í
álagningu fyrir að selja íslenska
skinku og það er spurning af hverju
þeir vilja selja dönsku skinkuna
gegn lægri álagningu og jafnvel
greiða niður verðjöfnunargjaldið.
Hvað gengur þeim til? Þeir hafa
aldrei boðið íslenskum svínakjöts-
framleiðendum upp á slíka þjón-
ustu,“ sagði Valur í samtali við Tím-
upp á betra verð.
„Það hvarflar ekki að okkur að nú
fari í gang óheftur innflutningur á
svínaafurðum á þessu verði sem
nefnt er, vegna þess að í fyrsta lagi
þarf að athuga ýmis lög. Málið er til
skoðunar hjá ýmsum aðilum. Ef
innflutningur verður leyfður á kjöt-
inu, án verðjöfnunargjalda og það
færi að keppa við innlenda fram-
leiðslu sem greiðir ýmis gjöld, þá er
augljóst að innlenda framleiðslan
lifir það ekki af.“
Vaíur sagði enga niðurstöðu vera
komna í málinu og það væri enn í
athugun hjá fjármálaráðuneytinu.
Gámamir væm innsiglaðir og ekk-
ert yrði gert fyrr en eftir helgina.
ÁG/PS
MÝRARHÚSASKÓLI hóf starfsemi sína í gær eftir sumaríeyfi. Viö það tækifærí
bauð skólastjórí hans nemendur og kennara velkomna til starfa. Tímamynd Ami Bjama
Umdæmanefnd Norðurlands eystra leggurtil að Eyjatjörður verði eitt sveitarfélag,
en Þingeyjarsýslur tjögur:
30 sveitarfélög
sameinuð í fimm?
Umdæmanefnd um sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra
leggur til að sveitarfélögum í kjördæminu verði fækkað úr 30 í
fimm. Nefndin leggur til að Eyjafjörður veröi eitt sveitarfélag, Suð-
ur-Þingeyjarsýsla austan Hálsahrepps verði eitt sveitarfélag, og
Norður-Þingeyjarsýsla verði þrjú sveitarfélög.
ann.
Hann segist aðeins sjá tvo kosti i
málinu. Annað hvort verði innflutn-
ingurinn ekki heimilaður, eða að
lagt verði jöfnunargjald á vömna.
Það væri alveg ljóst að innlend
framleiðsla gæti verið mun ódýrari
ef ekki væri lagt kjamfóðurgjald á
fóður og sjóðagjöld á afurðimar. Ef
innlendum framleiðendum væm
skapaðar hliðstæðar aðstæður til
framleiðslunnar, þá gætu þeir boðið
Övissa um skólaakstur á
vegum Reykjavíkurborgar:
Tvær rútur
á uppboö
Tvær rútur, sem Magnús G.
Kjaríansson hópferðabílstjóri á,
verða boðnar upp á morgun vegna
vangoldinna gjalda. Reykjavíkur-
borg hefur samið við Magnús um
að annast skðlaakstur lyrir borg-
ina í vetur. Magnús gerði ráð fyrir
að nota þrjár rútur við aksturinn.
Óvíst er hvort hann getur annast
þessá flutninga ef rútumar verða
boðnar upp á uppboðinu í dag.
Magnús á að hefja skólaakstur eft-
ir helgina. -EO
Aðstæður til að sameina sveitarfé-
lög í Norðurlandi eystra em mis-
munandi. Annars vegar er Eyjafjörð-
ur, sem er þéttbýll með stóran kaup-
stað, og hins vegar em Þingeyjarsýsl-
umar sem em tiltölulega fámennar
miðað við stærð. Skiptar skoðanir
em milli sveitarstjómarmanna um
hvemig best sé að standa að samein-
ingu sveitarfélaga í kjördæminu.
Umdæmanefndin leggur til að
fimmtán sveitarfélög í Eyjafirði verði
sameinuð í eitt sveitarfélag. Gert er
ráð fyrir að Grímsey verði innan
þessa sveitarfélags, en hún er sjálf-
stætt sveitarfélag nú. Verði Eyja-
fjörður sameinaður f eitt sveitarfélag
verða í því um 21 þúsund íbúar.
Gert er ráð fyrir að átta sveitarfélög
í Suður-Þingeyjarsýslu austan Hálsa-
hrepps verði sameinuð í eitt. í þessu
sveitarfélagi yrðu um 4.200 íbúar
verði sameining samþykkt. Gert er
ráð fyrir að Norður-Þingeyjarsýsla
verði þrjú sveitarfélög, Öxarfiörður,
Þistilfjörður og Raufarhöfn. I öxar-
firði, sem hefði um 500 íbúa, yrðu
Fjallahreppur, Kelduneshreppur og
öxarfjarðarhreppur að hluta. I Þistil-
firði, sem hefði um 600 íbúa, yrðu
Sauðaneshreppur, Svalbarðshreppur
að hluta og Þórshafnarhreppur. Á
Raufarhöfn, sem hefði um 400 íbúa,
yrðu Raufarhafnahreppur, Svalbarðs-
hreppur að hluta og Öxarfjarðar-
hreppur að hluta.
í greinargerð umdæmanefndarinn-
ar með tillögu sinni er bent á ýmsa
þætti sem þurfi að vinna að eigi sam-
einingin að ganga upp. Bæta þurfi
samgöngur, ekki síst snjóþunga vegi.
Byggja þurfi upp nýtt stjórnkerfi í
stærstu sveitarfélögunum og gæta
þess að rödd allra byggða innan sveit-
arfélagsins nái að heyrast. Gera þurfi
samninga um margvísleg staðbundin
mál s.s. fjallskil, nýtingu hlunninda,
mannvirki og stofnanir, snjómokstur
o.fl.
Sameiningartillögumar vom
kynntar á umdæmaþingi Eyþings
sem lauk á Akureyri í dag. -EÓ