Tíminn - 04.09.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.09.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. september 1993 Tíminn 5 Verkaskipting ríkis og sveitar- félaga - sameiningarmálin Jón Kristjánsson skrifar Hlutverk stjómsýslunnar í landinu er það að skapa ramma utan um samfélagið, sjá til þess að reglum sé framfylgt og veita fólkinu þjónustu. Stjómsýslustigin á Islandi eru tvö, ríkisvaldið og sveitarfélögin. Það er einnig hlutverk þeirra að sjá til þess að mynda ör- yggisnet um einstaklinginn, þannig að hon- um verði ekki kastað á guð og gaddinn er hann verður fyrir áföllum, og sjá til þess að grundvallarþáttum í velferð þegnanna sé fullnægt. Við íslendingar eigum okkur háleit mark- mið um gott skólakerfi, fullkomna heil- brigðisþjónustu, hreint umhverfi og félags- legt öryggi. Ríkið og sveitarfélögin sjá fyrir þessum þáttum í því skipulagi stjómsýsl- unnar sem hér er. Ríkið ræður Hlutur ríkisins í samneyslu hér á landi er hærri en á Norðurlöndunum eða 14,35% á móti 9,59% í Danmörku, sem er með næst- hæsta hlutfali árið 1990, en þessar tölur em miðaðar við það ár. Hlutur sveitarfélaga hér- lendis er að sama skapi lítill, eða aðeins 4,29% hérlendis móti 21,77% í Svíþjóð þar sem hlutfall sveitarfélaganna í samneysl- unni er hæst. Þessi sterka staða ríkisvaldsins hér á landi skapast ekki síst af því hvað sveit- arstjómarstigið er sundurleitt, sveitarfélög mörg og hafa ólíkar aðstæður. Árið 1991 vom 137 sveitarfélög með undir 400 íbúum meðan það stærsta, Reykjavík, er með um 100 þúsund íbúa og tvö nágrannasveitarfé- lög og nær samvaxin með yfir 15 þúsund íbúa. Minni miðstýring Pólitísk umræða undanferinna ára hefúr hnigið að því að minnka miðstýringu og færa vald nær fólkinu. Margar leiðir hafa verið ræddar. Þær raddir vom mjög háværar fyrir nokkmm ámm að til þess þyrfti að koma upp nýju stjómsýslustigi, milli ríkis- ins og sveitarfélaganna. Þau rök vom færð gegn því að þetta væri of mikil yfirbygging í stjómsýslunni fyrir svo litla þjóð. önnur leið til þess að auka valdsvið sveitarfélaga og verkefni er að auka samstarf þeirra. Slíkt getur vel gengið ákveðinn tíma, en viss vandkvæði hafe komið upp þar sem þetta samstarf hefur þróast um áraraðir og er far- ið að spanna hin margvíslegustu verkefni. Þá verður þessi stjómsýsla flókin og erfið. Þá er þriðja leiðin eftir, að efla sveitarstjómar- stigið með því að sameina sveitarfélög, þannig að stærri sveitarfélög geti haft með höndum verkefni, sem litlum em um megn, og glímt við þau með skilvirkri stjómsýslu. Kosningar um sameiningu sveitarfélaga þann 20. nóvember næstkomandi snúast um hvort almenningur er tilbúinn að ganga til þeirra breytinga. Flókíð mál Flutningur verkefha frá ríkinu til sveitarfé- laganna er ekki einfalt verkefni. Flóknir málaflokkar eins og heilbrigðismál, málefni fatlaðra, öldmn- armál, kennara- laun við gmnn- skóla verða ekki fluttir eins og ekkert sé. Ákveðið hefur verið að sam- ráðsnefnd fé- lagsmálaráðu- neytis, Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og Kennara- samtakanna vinni að tillögugerð um það með hverjum hætti laun kennara við gmnn- skóla verði flutt til sveitarfélaganna árið 1995. Önnur verkefnatilfærsla er ekki á hreinu, utan það er stefna stjórnvalda að flytja fleiri verkefni og þar með vald yfir þeim til sveitarfélaganna. Markmiðin óljós í umræðunni um sveitarstjórnarmálin nú ber nokkuð á að almenningi finnst óljóst hvaða verkefni verða á hendi hinna nýju sveitarfélaga, ef þau verða samþykkt. Ekki liggi heldur fyrir hvemig málum verði stjómað í hinum nýju sveitarfélögum, til dæmis skólamálum sem em afar viðkvæmur málaflokkur. Hætt er við að þessi umræða verði þrándur í götu sameiningar. Einnig ber nokkuð á þeim rökum að fólk segir, látið okkur fá verkefnin og við leysum þau með samstarfi fyrst í stað og sameinumst þegar við springum á því að vinna þau með sam- starfi. í sveitarstjómarlögum, sem samþykkt vom á síðasta vori um kosningar um sameiningu sveitarfélaga, em ákvæði þar sem umdæma- nefndum er heimilt að leggja fram nýjar til- lögur um sameiningar fyrir 15. janúar, verði þær tillögur, sem kosið er um 20. nóvember, felldar. Hætt er við að spumingar um verkaskipt- inguna, hver hún verður og hvernig hún verður framkvæmd, brenni á áfram og kjós- endur krefjist þess að vita meira um það hvaða málaflokkum hið nýja samfélag á að vinna að. Mikill samruni eða lítill Ég hef undanfarið hitt fjölda fólks þar sem þessi mál hefur borið á góma og það em þessar spurningar sem brenna á. Almennur kjósandi gerir sér.að fullu Ijóst að með breyttum að- stæðum í þjóðfé- laginu verða breytingar í sveitarstjórnar- stiginu og sveit- arfélög stækka. Hins vegar em umræður um sameiningarmál- in tiltölulega skammt á veg komnar utan raða sveitar- stjómarmannanna sem rætt hafe þessi mál um langt skeið. Víða heyrast þær raddir að til einskis sé að sameina fámenn sveitarfélög í eitt eilítið fjölmennara. Betra sé að sameina í tiltölulega stórar einingar, ef sameining á að fara fram á annað borð. Hins vegar er áberandi að upplýsingu og hlutlægar um- ræður vantar um málið og þá einkum þann þátt hver verði í framtíðinni verkefni hinna stækkuðu sveitarfélaga og hvemig þau verða af hendi leyst. Því verður að halda umræðu um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga áfram og reyna að komast að frekari niður- stöðu um hvemig tillögugerð í þeim efnum verði háttað. Tvenns konar sveitarfélög — flókin stjórnsýsla Stærstu sveitarfélögin í landinu geta bætt á sig nýjum verkefnum án nokkurra samein- inga og hafa krafist aukinna verkefna. Sá þrýstingur mun halda áfram og vaxa. Það er mjög varhugavert ef látið verður undan þessum þrýstingi og tvenns konar sveitarfé- lög myndast í landinu, með tvenns konar verkefni. Slík staða má ekki koma upp. Hún getur flækt stjómsýsluna enn meira en nú er, en takmarkið á að vera að skipulag henn- ar sé skilvirkt og öllum skiljanlegt. Hljótt um verka- skiptinguna 1989 Síðasti tilflutningur verkefna til sveitarfé- laganna tókst vel. Við stjómmálamennimir heyrum engar kvartanir um að sveitar- stjómarmenn hafi svelt tónlistarskólana í landinu, eða dregið úr vægi dagheimila og Ieikskóla, eða vanrækt rekstur grunnskól- anna. Það væri þó ólíklegt að við mundum ekki verða slíks áskynja ef mikil brögð væru að því. Hins vegar er flutningur heilbrigðis- málanna yfir á sveitarfélögin flókið málefni. Flestir em sammála um að rekstur sjúkra- húsa sé eðlilegt verkefni ríkisvaldsins, vegna þess hve dýrt og sérhæft verkefni þar er um að ræða. Hins vegar em sjúkrahúsin víða samrekin með heilsugæslunni og mörg þeirra hafa stórar og sífellt stækkandi lang- legudeildir fyrir aldraða. Hin hreina verka- skipting er því mjög erfið í þessum mála- flokki. Skuldastaðan og jöfnunarsjóðurinn Þegar rætt er um sameiningarmálin sér- staklega berst talið fljótt að mjög mismun- andi skuldastöðu sveitarfélaga. Yfirlýsingar hafa komið fram, m.a. frá félagsmálaráð- herra, um að jöfnunarsjóður sveitarfélaga myndi koma inn í þau mál og jafna þessa skuldastöðu að einhverju marki. Eitt af því, sem er mikilvægt, er að það liggi fyrir ljósar upplýsingar um áform í þessum efhum. Jöfnunarsjóðurinn hefur ærin verkefni nú þegar og hann mun ekki ráða neitt við þessa skuldajöfnun án þess að tekjustofnar hans séu endurskoðaðir. Þessi fjármál eru eitt af þeim atriðum sem skipta sköpum í samein- ingarmálunum og hvort íbúar í vel stæðu sveitarfélagi hafa löngun til að samþykkja sameiningu við skuldugt sveitarfélag. Umræðu er þörf Það er því ljóst að mörgum spumingum er ósvarað varðandi þessi mál og tíminn, sem til stefnu er til umræðunnar, er ekki langur. Því er nauðsyn á því að hann verði vel nýttur til skoðanaskipta og upplýsingar í þessu flókna og viðkvæma máli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.