Tíminn - 04.09.1993, Blaðsíða 15
Laugardagur 4. september 1993
Tíminn 15
Hann fylgdi
fórnarlamb-
inu til grafar
Sunnudagsmorguninn 17. nóvember 1991 var heiður og
biár, dæmigerður haustmorgunn í Suður-Karólínu. Tveir
hjartarbanar voru á ferð í skógarþykkninu, höfðu farið
snemma á fætur í von um feng. Veiðimennirnir voru bræð-
ur og þeir höfðu ekki gengið lengi þegar annar þeirra kom
auga á nokkuð sem vakti athygli hans.
„Blóð,“ sagði hann, „sennilega úr
særðu dýri.“ En svo reyndist ekki
vera. Er þeir höfðu fylgt blóðslóðinni
nokkra tugi metra eins og þaulæfðir
sporhundar, sáu þeir kvenmannsfót
standa upp úr grunnri tjöm. Þegar
bræðumir veltu líkinu við blasti við
þeim hræðileg sjón.
Bræðumir áttu frænda sem bjó í
grenndinni og þeir höfðu umsvifa-
laust samband við hann og báðu
hann að kalla til lögregluna.
Bill Knowles var vaktstjóri hjá lög-
reglunni þegar kallið kom. Þennan
morgun vom nákvæmlega 6 ár frá
því að hann hafði hafið störf sem yf-
irmaður morðdeildar lögreglunnar
en áður hafði hann varið 12 ámm
ævi sinnar í bestu lögregluskólum
Bandaríkjanna. Hann var með fyrstu
mönnum á vettvang og var ekki
lengi að draga þá ályktun að auk
morðs væri einnig um kynferðis-
glæp að ræða. Skyrta stúlkunnar var
rifin niður hálsmálið og gallabux-
umar togaðar niður að hnjám. Það
var erfitt að meta aldurinn vegna
þess hve hrikalega útleikin hún var
(síðar fundust 57 hnífstungur víðs
vegar á líkama hennar, þar af 12 í
andliti). Af fallegu hári hennar og
spengilegum línum líkamans álykt-
aði Bill að um stúlku á tvítugsaldri
væri að ræða.
Ken Register.
Crystai Faye Todd.
Bill Forbes.
þess að lögreglunni yrði nokkuð
ágengt.
Þegar dagur jarðarfararinnar rann
upp, ákvað Bill að grípa til óhefð-
bundinna aðferða, í ljósi þess að
e.t.v. myndi morðinginn vera það
kunnugur fómarlambinu að hann
myndi sjálfur mæta til athafnarinn-
ar. Hann setti upp net af földum
kvikmyndavélum og myndaði at-
höfnina frá ýmsum sjónarhomum ef
ske kynni að gmnsamlegt atferli ein-
hvers yrði til þess að varpa ljósi á
málið. Það voru um 1.000 manns
sem fylgdu hinni vinmörgu Crystal
til grafar, og eftir að hafa skoðað
þann mikla fjölda, á myndböndum
næstu daga, sá lögreglan engan
Þegar dagur jaröarfararinnar rann upp, ákvað Bill að grípa
til óhefðbundinna aðferða f Ijósi þess að e.t.v. myndi morð-
inginn vera það kunnugur fómaríambinu að hann myndi
sjálfur mæta til athafnarinnar. Hann setti upp net af földum
kvikmyndavélum og myndaði athöfnina frá ýmsum sjónar-
hornum ef ske kynni að grunsamlegt atferíi einhvers yrði til
þess að varpa Ijósi á málið. Það voru um 1.000 manns sem
fylgdu hinni vinmörgu Crystal til grafar, og eftir að hafa
skoðað þann mikla fjölda, á myndböndum næstu daga, sá
lögreglan engan grunsamlegan í þeim stóra hópi. Hins veg-
ar, nokkrum mánuðum seinna, kom í Ijós að það höfðu
vissulega náðst myndir af morðingjanum. Hann hafði ekki
aðeins komið í kirkjugarðinn til að fýlgja eigin fómaríambi
til grafar heldur kom síðar í Ijós að hann var einn af þeim
sem bar kistuna!
Aöeins 17 ára
Bill fékk fljótlega hugboð um hver
stúlkan kynni að vera. Þrátt fyrir að
öll skilríki vantaði minntist hann
símtals nokkrum klukkustundum
fyrr um morguninn, þar sem kona
hafði hringt og lýst eftir dóttur sinni
sem ekki hafði skilað sér heim um
nóttina. Móðir hennar hafði miklar
áhyggjur, sagði þetta vera ólíkt
henni og var viss um að eitthvað al-
varlegt hefði komið fyrir. Síðast
hafði sést til stúlkunnar, sem hét
Crystal Faye Todd, aðeins 17 ára
gömul, kvöldið áður í afmælissam-
kvæmi hjá frændfólki hennar. Eftir
það hafði meiningin verið, að sögn
móður hennar, að fara í bæinn með
jafnöldrunum. Ekkert hafði til
hennar spurst síðan.
Þá tilkynnti móðir Crystal að bfls-
ins hennar væri einnig saknað, en
Crystal hafði hlotið glænýja Toyota
Celica í útskriftargjöf, nokkrum vik-
um áður. Skömmu eftir símtalið
fannst Celican á skólalóð mennta-
skólans sem Crystal stundaði nám í
og ekki var það til að minnka áhyggj-
ur ættingja hennar. Engar vísbend-
ingar fundust við rannsókn á bfln-
um.
Svo vildi til að sendill einn í starfs-
liði lögreglunnar var kunnugur
Crystal og er hann heyrði hvað mál-
ið snerist um, bauðst hann til að
bera á hana kennsl. Það varð honum
næstum um megn. Hann hrökklað-
ist frá líkinu og kastaði upp. En vitn-
isburðurinn var auðsær. Þetta var
Crystal Todd.
Kunnugur fórnar-
lambinu?
Það var ekki auðvelt hlutverk fyrir
Bill að skýra foreldrum Crystal frá
því að grunur þeirra hefði verið á
rökum reistur. Fjölmiðlar sýndu
málinu mikinn áhuga og vildu fá að
vita hvaða vísbendingar hefðu fúnd-
ist. Satt best að segja var ekki margt
að segja um það. Þó var hægt að
greina dekkjaför í sandinum þar sem
líkið fannst og Bill þótti líklegast að
sá sem myrti Crystal hefði verið
henni kunnugur. Hann gat þó ekki
rökstutt það að neinu leyti á þessu
stigi málsins en hið rétta átti eftir að
koma í ljós.
Samkvæmt vinum Crystal, hafði
enginn séð hana eftir kl. 23.15
kvöldið áður. Hins vegar gaf kona sig
fram sem bjó í grennd við skólann
og hún sagðist hafa tekið eftir bláu
Celicunni hennar Crystal kl. 23.30
sem þýddi að hún hafði verið numin
á brott eða myrt á milli kl. 23.15 og
23.30. Samkvæmt rannsóknum
morðdeildarmanna á vettvangi þótti
lfldegast að Crystal hefði verið myrt
á þeim stað sem líkið fannst.
Óhugnanlegt
morö
Krufning leiddi í ljós að morðið var
eitt það óhugnanlegasta sem um
getur. Það var ekki aðeins hinn mikli
fjöldi af hnífstungum sem á líkinu
fannst, heldur einnig hvemig lagt
hafði verið til hinnar 17 ára gömlu
unglingsstúlku. Hún hafði beinlínis
verið rist sundur og auk þess verið
slegin með einhverju þungu, hvað
eftir annað í brjóstkassa og höfúð.
Læknirinn sem sá um krufninguna
útskýrði fyrir lögreglunni að sá sem
hefði framið glæpinn hefði varla
komist hjá því að verða blóðugur frá
hvirfli til ilja á meðan og bfllinn
hans væri að öllum líkindum þakinn
ummerkjum sem erfitt væri að af-
má. Því var það von yfirvalda að
sönnunargögnin væri að finna í per-
sónulegum eigum morðingjans, en
fyrst þurfti að finna hinn grunaða.
Þá sannaði krufningin það sem lík-
ur voru á, að Crystal hafði verið
nauðgað og jafnvel oftar en einu
sinni.
Skólafélagar Crystal voru beðnir
um að aðstoða lögregluna ef þeir
gætu gefið einhverjar vísbendingar
og lögreglan þaulskoðaði herbergi
hinnar látnu ef ske kynni að eitthvað
bitastætt fyndist þar. Á meðal þess
sem rannsakað var, var dagbók með
nöfnum helstu kunningja og vina
Crystal, símanúmer og annað slíkt
og var það allt tekið og rannsakað.
Atferlisfræðingar töldu að morðing-
inn væri ofsafenginn ungur maður,
sennilega undir tvítugu, og þeir voru
sammála Bill um að allt benti til þess
að hann hefði þekkt fórnarlambið.
Þetta var það sem rannsókn málsins
beindist að.
Moröinginn bar
kistuna
10.000 dala verðlaunum var heitið
þeim sem gæti gefið upplýsingar
sem myndu Ieiða til handtöku
glæpamannsins en dagar liðu án
grunsamlegan í þeim stóra hópi.
Hins vegar, nokkrum mánuðum
seinna, kom í Ijós að það höfðu
vissulaga náðst myndir af morðingj-
anum. Hann hafði ekki aðeins kom-
ið í kirkjugarðinn til að fylgja eigin
fómarlambi til grafar heldur kom
síðar fljós að hann var einn af þeim
sem bar kistuna!
Mánuðir liðu og lítið þokaðist í
rannsókn málsins. Um jólaleytið
sama ár var myndbandsupptökuvél-
um enn komið upp við gröf Crystal
en án árangurs.
Handtakan
Fimmtudaginn 23. janúar 1992 var
lögreglan á eftirlitsferð á þjóðvegi
17, í grennd við morðstaðinn, þegar
gulur Mustang beygði út af aðalveg-
inum og inn á vegarslóðann þar sem
líkið fannst. Lögreglan veitti því at-
hygli og gaf ökumanninum stöðvun-
armerki. Hann sinnti því ekki heldur
keyrði jafn langt og hann komst á
bflnum inn í skógarþykknið og síðan
stökk hann út úr bflnum og lagði á
flótta. Lögreglan veitti honum eftir-
för inn í skóglendið en það var ekki
fyrr en 6 kflómetrum seinna sem
ökumaðurinn gafst upp og hneig
uppgefinn til jarðar. Hann var um-
svifalaust handtekinn fyrir að hafa
ekki sinnt stöðvunarmerki lögregl-
unnar en grunur beindist strax að
öðrum og veigameiri atriðum,
morðinu á Crystal. Maðurinn var um
tvítugt, hét Ken Register, og var á
skilorði fyrir rán í Alabama. Það var
ekki einungis að hann passaði inn í
„sálfræðipróffl" atferlisfræðinga lög-
reglunnar, heldur kom einnig á dag-
inn að hann hafði verið f nánum
tygjum við Crystal Todd. Þau voru í
föstu sambandi um það leyti sem
hún var myrt og hann var einn af
þeim sem bar kistuna þegar útförin
fór fram.
Nýtt blóö
Strax voru tekin sýni úr hinum
grunaða, sem send voru til DNA-
rannsóknar. Það virtist þó vera tví-
verknaður þvf Bill og menn hans
höfðu mörgum mánuðum áður tek-
ið blóðsýni úr Ken Register ásamt
mörgum öðrum nánustu „vinum"
Crystal. Það reyndist hins vegar ekki
sama blóðið sem rann f æðum Ken
nú og hafði verið nokkrum mánuð-
um áður. Hvers vegna? Jú, vegna
þess að Ken Register hafði aldeilis
ekki sent prufu af sínu eigin blóði
heldur kunningja síns sem hann
borgaði nokkra dollara fyrir. Vegna
þess mikla fjölda sem Iögreglan hafði
látið blóðgreina af vinum og kunn-
ingjum Crystal, var erfitt að halda
100% reiðu á sýnatökunni og það
hafði Ken nýtt sér til fullnustu.
Á meðan rannsóknir fóru fram var
Ken sleppt úr vörslu lögreglunnar að
sinni en 17. febrúar bárust niður-
stöður sérfræðinga sem sönnuðu að
DNA-próf Kens var jákvætt. DNA-
prófin þykja 100% nákvæm og nú
hafði lögreglan loksins nóg í hönd-
unum til að handtaka Ken og ákæra
fyrir nauðgun til að byrja með. Við
handtökuna streittist Ken á móti og
sagðist vera saklaus. Hann bar því
við að eins og hann hefði áður sagt,
hefði hann ekki verið á staðnum og
vildi ekkert viðurkenna til að byrja
með en það átti eftir að breytasL
Játningin
Þegar Bill og menn hans beittu Ken
auknum þrýstingi við yfirheyrslum-
ar vildi Ken fá að hitta móður sína.
Hún kom skömmu seinna og skilaði
miða til hans þar sem á stóð að hann
ætti að segja sannleikann. Það eitt
gæti bjargað sálu hans úr þessu.
Loks brotnaði hinn ungi ógæfu-
maður saman. Hann féll í grát í 10
mínútur eða svo en síðan tók hann á
sig rögg og sagði sólarsöguna og það
var ljót saga.
Það hafði verið með vilja Crystal að
þau fóru síðla kvölds á þann af-
skekkta stað þar sem líkið fannst.
Þau byrjuðu að kyssast í bflnum og
eitt leiddi af öðru. Crystal lagði ríka
áherslu á að Ken notaði verju en í
þetta skiptið var ekkert slíkt með í
för. Þegar öllu var lokið fylltist Crys-
tal skyndilega miklu þunglyndi og
sagðist ætla að ásaka Ken um að að
hafa nauðgað sér ef hún yrði ófrísk.
Það var meir en hann þoldi.
Ken bar við „black-out“ (minnis-
leysi) þegar hann var beðinn að gefa
skýringar á því hvað gerðist á næstu
mínútum. Hann sagðist muna það
eitt að hafa teygt sig í hníf föður síns,
eitthvað hafði hann einnig notað
skiptilykil og svo hafði hann endað
verkið á að varpa Crystal í síkið
(seinni tíma rannsókn sýndi fram á
að enn voru blóðblettir í bfl Kens).
Eftir það hófst tímabil þar sem all-
nokkuð reyndi á slægð morðingjans.
Hann hafði sett á svið mikla hlut-
tekningu hvað foreldra og ættingja
Crystal varðaði, hringt á sjúkrahús
til að spyrjast fýrir um hana og eftir
að hún fannst, fór hann fram á að
vera einn af þeim sem bæri kistuna
hennar til grafar. Bill og lögmönn-
um hans hnykkti við er þeir áttuðu
sig á því að morðinginn hafði borið
eigið fórnarlamb til grafar.
Dómurinn
Glæpur Kens var stór og ekkert sem
benti til þess að hann gerði sér grein
fyrir hversu stór. Eftir að hafa játað,
virtist hann hafa mestar áhyggjur af
því hvort þáverandi kærasta myndi
segja honum upp eða hvort hann
yrði að sitja inni í 5 eða 10 ár.
Þegar upp var staðið frá réttarhöld-
unum reyndist refsing hins 19 ára
gamla Kens, vera lífstíðarfangelsi
fyrir morð af ásettu ráði auk 35 ára
fangelsisvistar fyrir nauðgun. Ken
hefur lokið kistuburði sínum í þessu
lífi.