Tíminn - 04.09.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Laugardagur 4. september 1993
Hugmyndir reifaðar um samvinnu, samstarf og sameiningu skóla á háskóiastigi:
Verða fjórir skólar að
einum uppeldishá-
skóla?
Það hefur ekki verið skipuð sérstök
nefnd til þess að fjalla um og vinna
að rammalöggjöf um háskólastigið.
Hins vegar hefur verið skipuð nefnd
til þess að vinna að rammalöggjöf
um uppeldismenntun.
Hún tengist enn einni nefndinni
sem Þórir er formaður fyrir, sam-
starfsnefnd um uppeldismenntun
skóla á háskólastigi. í henni eiga
fulltrúa Háskóli íslands, Kennarahá-
skólinn, Tónlistarskólinn, Myndlist-
arskólinn, íþróttakennaraskólinn,
Þroskaþjálfaskólinn og Fósturskól-
inn. Áheyrnarfulltrúa eiga Háskól-
inn á Akureyri og Leiklistarskólinn.
Þessi nefnd vinnur að svipuðum
málum og samstarfsnefnd háskóla-
stigsins, en hún fjallar f.o.f. um
kennara- og uppeldismenntun.
Markmiðið er að tryggja aukið sam-
starf og samvinnu á milli þessara
skóla, en þar er m.a. lögð áhersla á
samnýtingu kennslukrafta og tækja-
búnaðar, bæði í sambandi við
kennslu, rannsóknir og þjónustu.
Þessi vinna hefur m.a. leitt til þess
að Þroskaþjálfaskólinn og Kennara-
háskólinn hafa tekið upp formlega
samvinnu.
Reyndar hafa verið settar fram hug-
myndir um róttæka samvinnu. Til
að mynda hefur það verið lagt til að
stofnaður verði sérstakur uppeldis-
háskóli, sem aðild ættu að til að
byrja með Þroskaþjálfaskólinn,
Kennaraháskólinn, íþróttakennara-
skólinn og Fósturskólinn. Þessi mál
eru enn til athugunar innan við-
komandi skóla og eins í samstarfs-
nefndinni.
-ÁG
Veröur háskólunum
breytt í háskóla?
Undanfarín misseri hefur faríð fram umfangsmikil hugmynda-
vinna um framtíð kennslu á háskólastigi á Islandi. Að þessarí
vinnu hafa komið fulltrúar allra skóla á háskólastigi og
menntamálaráðuneytis. Markmiðið er að setja háskólastiginu
vinnureglur, sameina skóla og stofnanir, auka samvinnu, sam-
ræma námsmat, ná fram hagræðingu og um leið einfalda kerf-
ið. Róttækasta hugmyndin er að hafa einn háskóla á landinu, en
líklegasta niðurstaðan er að þeir verði þrír til fjórír.
Þórir Ólafsson, rektor Kennaraháskóla Islands. Tímamynd Arni Bjarna
Fulltrúa í svonefndri samstarfs-
nefnd háskólastigsins eiga allir þeir
skólar sem að einhverju leyti geta
talist á háskólastigi. Nefndin er skip-
uð af ráðherra, en hún hefur fundað
nokkuð ört s.l. ár. Fulltrúi Kennara-
háskólans og varaformaður nefndar-
innar er Þórir Ólafsson, rektor
Kennaraháskóla íslands.
„Þama hefur verið unnin heilmikil
vinna," segir Þórir, „og stjórnendur
þessara skóla hafa ekki síst lagt
mikla áherslu á að kynnast því starfi
sem fram fer hver hjá öðrum. Við
höfum t.d. haldið þessa fundi til
skiptis í skólunum og viðkomandi
stofnanir þá um leið kynntar fyrir
öllum."
En sjá menn fyrir sér að þetta leiði
til fækkunar, sameiningar og sam-
vinnu skóla á háskólastigi í framtíð-
inni?
„Jú, það er það sem við erum að
reyna að tala fyrir," segir Þórir. „Ef
við nefnum sem dæmi Þroskaþjálfa-
skólann, Fóstruskólann og íþrótta-
kennaraskólann. Þetta eru litlir
skólar. Meira að segja á okkar mæli-
kvarða. Það er fráleitt að ímynda sér
að þeir geti orðið sjálfstæðir háskól-
ar. Það er stefnan víða um heim að
reyna að sameina skóla á háskóla-
stigi og samnýta aðstöðu, tækjabún-
að, bókasöfn og sem mest af þeirri
þjónustu, sem svona skólar þurfa að
veita. Við erum að verða nokkuð
sammála um að þetta muni gerast,
en það er bara spuming hvernig það
verður gert og hvenær. Þetta verður
að gerast fyrr eða síðar.“
skoða og reyndar mjög margir und-
irhópar í þessari samstarfsnefnd há-
skólastigsins," segir Þórir. „Eitt af
því er samnýting kennara, sem hefur
m.a. leitt til þess að við höfum gert
samstarfssamning sem gildir um
þessa formlegu háskóla þrjá: Há-
skólann á Akureyri, Kennaraháskól-
ann og H.í. Þar hefur þegar verið
undirritaður samningur á milli
skóla um samnýtingu kennara, sem
ráðuneytið á reyndar eftir að stað-
festa."
Annað verkefni samstarfsnefndar-
innar hefur verið að skoða eininga-
mat og námsmat, til þess að tryggja
að nemendur eigi sem greiðasta leið
milli skólanna, skipti þeir um skóla
Líklegt að háskólamir
verði þrír til fjórir
„Það lengsta, sem hægt væri að
ganga, væri að stofna bara einn Há-
skóla Islands, þar sem hinir skólarn-
ir væru deildir innan hans. Það er
auðvitað ekkert útilokað að deildir
úr Háskóla íslands gætu verið úti
um land. Háskólinn á Akureyri gæti
sem best verið deild innan H.í. sem
gegndi ákveðnu hlutverki. Þetta
þekkjum við vel bæði frá Noregi og
Finnlandi. Háskólinn í Helsinki er
með útibú um allt Finnland.
Þegar búið er að stofna sjálfstæða
skóla er oft erfitt að stíga skrefið til
baka, en það hlýtur að verða gert að
einhverju leyti á næstunni. Mér
finnst líklegt að hér verði kannski
þrfr til fjórir háskólar. Margt bendir
til þess að Háskólinn á Akureyri sé
kominn til að vera sem sjálfstæð
stofnun. Síðan eru það Háskóli ís-
lands, Uppeldisháskóli og Listahá-
skóli sem eru í burðarliðnum. En
þama þurfa stjórnvöld að marka
heildarstefnu. Mér sýnist reyndar
allt vera að þokast í þá átt og fullur
vilji hjá ráðuneytinu í þá veru.“
Samstarfssamningur
H.Í., H.A. og Kennara-
háskólans
„Það er mjög margt sem verið er að
á meðan á námi stendur. Þórir segir
að þessi vinna hafi vissulega skilað
árangri. Þar hafi fulltrúar skólanna
farið yfir málin í sameiningu, en enn
sem komið er liggi ekki fyrir sam-
eiginleg ályktun.
„Stærsta málið, sem við höfum ver-
ið að skoða, er undirbúningur að
rammalöggjöf um háskólastigið,"
segir Þórir. „Það hefur verið mikil
umræða, m.a. á fundum með
menntamálaráðherra, um hvort
setja eigi háskólastiginu heildar-
rammalöggjöf, ekki síst vegna hinna
mörgu skóla sem eru núna á þessu
svonefnda „gráa svæði", þ.e.a.s. á
mörkum háskólastigs og framhalds-
skólastigs. Þar má nefna skóla eins
og Fósturskólann, Þroskaþjálfaskól-
ann, íþróttakennaraskólann, Versl-
unarháskólann, Tækniskólann og
fleiri."
Háskólinn, Kennaraháskól-
inn og Háskólinn á Akur-
eyri hafa þegar gert með sér
samning um samnýtingu
kennara, sem ráðuneytið á
reyndar eftir að staðfesta.