Tíminn - 04.09.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.09.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 4. september 1993 Tíminn MÁLSVARI FBJÁLSLYHPIS, SAMVINHU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdasljóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Skrtfstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Sfml: 686300. Auglýslngasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vaxtarsvæði Byggðastoftiun hefur sent frá sér skýrslu með tillögum um stefhumótandi áætlun í byggðamálum. Skýrslan er unnin í tilefhi af bréfi sem Davíð Oddsson forsætisráð- herra skrifaði stjóm stofnunarinnar þann 28. febrúar 1992 um þessa áætlunargerð. í bréfínu segir meðal ann- ars um áherslur ríkisstjórnarinnar í byggðamálum að „ríkisstjómin leggur áherslu á eflingu svonefndra vaxtar- svæða í landsbyggðinni. í áætluninni verður að koma fram greinargóð skilgreining á því hugtaki." Einnig seg- ir að í áætluninni skuli koma fram mat stofriunarinnar á því hvaða svæði landsbyggðarinnar teljist til „vaxtar- svæða“ samkvæmt þeim skilyrðum sem stofnunin setur og þeim viðmiðunum sem hún telur eðlilegar". Það er ljóst að þessi stefhumörkun, sem forsætisráðu- neytið sendir Byggðastofnun, þýðir þá stefnubreytingu í byggðamálum að það á að flokka sauðina frá höfrunum og gera greinarmun á byggðarlögum. Vaxtarsvæði hlýtur að þýða byggðarlag sem á að vaxa umfram önnur. Hingað til hefur sú stefha verið uppi að byggja landið allt og rík- isvaldið stuðli ekki að byggðaröskun. Þessar umræður um vaxtarsvæði eru ættaðar úr flokks- samþykktum Sjálfstæðisflokksins og hafa að Iíkindum komið fyrst á prent í landsfundarsamþykktum flokksins. Þama er um að ræða forræðishyggju og miðstýringu í ríkara mæli heldur en áður hefur verið og það er undar- legt að flokkur, sem kennir sig við einstaklingsfrelsi, skuli taka slíkt upp á stefnuskrá sína. Byggð í Iandinu hefur breyst á undanfömum ámm. Landsbyggðin hefur breyst og jaðarbyggðir farið í eyði. Straumurinn til Reykjavíkursvæðisins hefur verið mikill og hlutverk stjómvalda á hverjum tíma er að búa þannig að undirstöðuatvinnuvegum landsbyggðarinnar að þeir geti gengið. Einnig er það hlutverk þeirra að dreifa þjón- ustu ríkisvaldsins meira en raun ber vitni með auknum möguleikum og bættum samgöngum. Raunverulegur árangur í byggðamálum fæst ekki með því að merkja ein- stök byggðarlög stöðnun og samþykkja þingsályktanir um að þau eigi ekki að vaxa. Það er spor aftur á bak í um- ræðum um byggðamál í landinu og flýtir fyrir fólksflótta úr viðkomandi byggðum. Stjóm Byggðastofnunar er því í vissum vanda með sína skýrslugerð með þeirri forskrift sem hún fær frá forsæt- isráðuneytinu. Eigi að síður er skýrsla stofnunarinnar og tillögur athyglisverðar fyrir margra hluta sakir og þar er nokkum fróðleik að finna. Stefna stjómvalda er ekki uppörvandi fyrir landsbyggð- ina. Stefria Sjálfstæðisflokksins er mjög greinilega sú að draga byggðina saman úti á landi og allir þekkja stefnu- mið Alþýðuflokksins varðandi þá atvinnuvegi sem em undirstaðan á Iandsbyggðinni. Þeir telja þjóðþrifamál að brjóta upp og brjóta þar með þá samninga sem gerðir hafa verið við bændur og hefja óheftan innflutning á landbúnaðarvömm án nokkurrar aðlögunar. Tákmark þeirra í sjávarútvegi er að leggja auknar álögur á atvinnu- greinina fyrir réttinn til þess að fá að veiða. Nái þessi stefna fram að ganga og haldi almennt af- skiptaleysi af atvinnulífinu áfram, fær Byggðastofnun engu áorkað með skýrslugerð eða áætlunum um vaxtar- svæði. Þar að auki er búið að hefta möguleika stofnunar- innar til átaka í byggðamálum, takmarka athafnafrelsi hennar með nýrri reglugerð og skera niður fjármagn til hennar. Skýrsla um breyttar áherslur í byggðamálum er um margt athyglisverð, en stjómarstefnan skiptir sköp- um um framgang mála á landsbyggðinni. Sú stefna er ekki landsbyggðinni til framdráttar. Birgir Guðmundsson skrifar Pólitísk töffaratíska Bjöm Bjamason, alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar, er einn þeirra manna sem undirritaður hefur oftar en ekki verið ósammála í þjóðfélagsumræðunni. Bjöm er hins vegar rökfastur maður og vandaður þannig að erfitt getur reynst að leiða alveg hjá sér það sem hann segir og skrifar. Fyrir nokkr- um dögum kvaddi Bjöm sér hljóðs út af Smugumálinu svokallaða og varaði mjög eindregið við vanhugs- uðum málflutningi í því máli, sem gert gæti fslendinga ótrúverðuga á alþjóðavettvangi. Hann benti á að það væri ekki trúverðugt að halda fram rökum og stefnu strandríkja á ráðstefnunni í New York en snúa síðan við blaðinu og beita fyrir sig málflutningi úthafsveiðiríkja þegar kemur að veiðum í Barentshafi. En það sem sérstaklega vekur athygli í málflutningi Bjöms er sú afstaða hans að „glæpurinn" sé nánast tvö- faldur, vegna þess að ekki einvörð- ungu sé stefhubreytingin (ef ein- hver) ótrúverðug, heldur sé líka ver- ið að breyta um stefnu varðandi grundvallaratriði í íslenkri utanrík- isstefnu án þess að réttkjömir pólit- ískir aðilar hafi fjallað um málið og tekið um það pólitíska ákvörðun. Hér snertir Bjöm Bjamason á atriði sem virðist vera orðið að nokkuð út- breiddu vandamáli í hinni íslensku útgáfú af vestrænu lýðræði. Þetta er vandamál sem lýtur að stjómsýslu ríkisins og pólitískri yfirstjóm og snertir samþjöppun valds, eftirlit með pólitísku valdi og jafnvægi í þrískiptingu ríkisvaldsins. Vandi lýðræðis Bjöm Bjamason er að gagnrýna að framkvæmdavaldið hafi í þessu Smugumáli gengið framhjá löggjaf arsamkomunni, eða fulltrúum hennar í utanríkismálanefnd, og tekið upp pólitíska stefnumörkun sem þingræðisreglur kveða á um að hefði átt að taka, eða í það minnsta ræða í þinginu eða af þingnefndum. Nákvæmlega þessi tilhneiging virð- ist nú síðustu misseri gera vart við sig aftur og aftur, að framkvæmda- valdið tekur ákvarðanir um fleiri og fleiri mál án þess að slík mál hafi fengið eðlilega meðferð á pólitísk- um vettvangi fyrst. Vanda lýðræðisins hefur stundum verið stilít upp þannig, að í því tog- ist á tveir kraftar, annars vegar þörf- in á skilvirkni í ákvarðanatöku og hins vegar krafan um lýðræðislega umfjöllun og ígrundun. Þingræðið hefur verið talið góð leið til að tryggja hvort tveggja, að gefa fram- kvæmdavaldinu nauðsynlegt svig- rúm á sama tíma og það verður að sækja umboð sitt til þingsins sem veitir aðhald og tryggir eðlileg skoð- anaskipti. Hallist á í þessum línu- dansi er komið upp vandamál og það er nákvæmlega slíkt vandamál sem virðist hafa komið upp hér á landi. E.Lv. er það kaldhæðni örlaganna að það er einmitt þingmaður úr hópi stjómarliðsins, meira að segja einn af nánustu ráðgjöfum forsætisráð- herra, sem verður til þess að gera þetta ójafnvægi að umtalsefhi og gagnrýna að framkvæmdavaldið skuli taka ákvarðanir um breytingar á pólitískri grundvallarstefnu. Tæplega þarf að hafa um það langt mál til að rifja upp þær áhyggjur sem ýmsir stjómarandstæðingar og raunar miklu fleiri hafa viðrað vegna þess hversu „skilvirk" núver- andi ríkisstjóm hefur viljað vera í hinum ýmsu málum. „Ofurskilvirkni" Sannleikurinn er nefnilega sá að ráðherrar og stjómarliðið em ein- faldlega að reyna að skapa sér pólit- ískan stíl með allri þessari „skil- virkni", en ekki að bregðast við af einhverri brýnni nauðsyn svo skjótra ákvarðana að ekki gefist ráð- rúm til undangenginnar umfjöllun- ar á eðlilegum pólitískum vettvangi. Þessi stfll og þessi ímynd, þar sem stjómmálamaðurinn og ráðamað- urinn baðar sig í sviðsljósi fjölmiðla sem maðurinn sem „lætur verkin tala“, er í rauninni stórhættuleg stjómmálatíska. Glæsilegustu „sýn- ingarstúlkur" þessarar tísku hafa verið tveir æðstu menn fram- kvæmdavaldsins og formenn stjóm- arflokkanna, þeir Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Á báðum þessum mönnum hefur það sannast að skilvirknin er ágæt í réttu sam- hengi, en í röngu samengi getur hún orðið óþolandi stjómlynd. Á þeirri tískusýningu, sem þessir menn hafa staðið fyrir á undanföm- um missemm hefur skilvirknin í ákvarðanatöku vissulega verið í röngu samhengi. TVúlega em þeir fáir fomstumenn- imir í stjómmálum, sem hafa sýnt Alþingi eins mikla lítilsvirðingu í orði og æði og þeir Jón Baldvin og Davíð. Ekki nóg með að þeir hafi nánast keppst við að líkja því við tal- æfingu í gagnfræðaskóla heldur hafa þeir, með mjög afgerandi hætti, sýnt í verki að þeir telja enga sér- staka nauðsyn bera til að mál fái þinglega meðferð ef mögulega er hægt að komast hjá því. Það em í gildi nýleg þingskaparlög þar sem svo er um hnúta búið að auðvelt er að kalla Alþingi saman hvenær sem er ef svo ber undir, en tilgangurinn með þessu er að eyða þörfinni fyrir setningu bráðabirgðalaga. Þeir fé- lagar Davíð og Jón Baldvin hafa engu að síður í tvö sumur talið það allt of mikið vesen að kalla þingið saman til að fjalla um mikilvæg mál og í anda skilvirkninnar sett bráða- birgðalög til að forðast „þreytandi og langdregnar umræður." Fjöl- mörg önnur svipuð mál hafa komið upp, þar sem löggjafarvaldið hefur átt undir högg að sækja gagnvart framkvæmdavaldinu. Og þótt eitt- hvert brotabrot þeirra dæma megi rekja til þingsins sjálfs og stjómar- andstöðunnar, þá er slíkt smámunir á móti hinni „pólitísku töffaratísku" sem forsætis- og utanríkisráðherra em talsmenn fyrir. Of útbreidd tíska Það er því í rauninni sérstakt fagn- aðarefni að stjómarþingmaður, og jafh náinn samstarfsmaður forsæt- issráðherra og Bjöm Bjamason er, skuli vekja máls á því að þörf sé að staldra við og gæta þess að fara ekki offari í skilvirkni í ákvarðanatöku. Slíkt gæti hugsanlega haft jákvæð áhrif á stjómmálatískuna meðal al- þýðuflokks- og sjálfstæðismanna. Staðreyndin er neftiilega sú að for- menn þessara flokka virðast endur- spegla allt of útbreidda skoðun flokksmanna sinna að það sé eftir- sóknarvert eða eins konar pólitísk skynsemi í því að vera töff og eyða ekki tímanum í umræðu og ígmnd- un á réttum pólitískum vettvangi. Þessi tíska birtist okkur víða. Hana er Ld. að finna í Reykjavík, þar sem sjálfstæðismeirihlutinn telur sér ekki fært að nota venjulegar pólit- ískar stofnanir borgarinnar til að undirbúa einkavæðingu strætis- vagna, en undirbýr þess í stað með „skilvirkum" hætti slíka einkavæð- ingu í þröngum hópi pólitískt rétt- trúaðra. Það er líka stutt leiðin frá hinni pólitísku töffaratísku yfir í einkavinavæðinguna og embætta- spillinguna, því hvort tveggja nærist á endanum á „ofurskilvirkni" í ákvörðunartöku, þar sem eðlileg ígmndun, umræða og efi eiga ekki hljómgmnn. Þótt vamaðarorð Bjöms Bjama- sonar séu sett fram af varkámi er greinilegt að í herbúðum stjómar- liða em menn að átta sig á að uppi er vond stjómmálatíska. Þetta em ekki nýjar fréttir þeim sem talist hafa til stjómarandstöðunnar, en málið er nú komið á það stig að menn eins og Bjöm láta sig það varða. Bragð er að þá bamið finnur. - BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.