Tíminn - 04.09.1993, Blaðsíða 16
16Tíminn
Laugardagur 4. september 1993
Guðmundur Pálsson
bóndi, Guðlaugsstöðum
Fsddur 19. janúar 1907
Diinn 29. igúst 1993
Guðmundur á Guðlaugsstöðum er
farinn af þessum heimi eftir langa
og starfsama ævi.
Hann er fæddur að Snæringsstöð-
um í Svínadal í Austur-Húnavatns-
sýslu, en þaðan fluttu foreldrar
hans, Guðrún Björnsdóttir Ey-
steinssonar og Páll Hannesson, vor-
ið eftir að hann fæddist, að Guð-
laugsstöðum f Blöndudal í sömu
sveit, sem var ættaróðal Páls. Einn-
ig fluttu foreldrar Páls, sem höfðu
búið á Eiðsstöðum, að Guðlaugs-
stöðum þetta sama vor.
Þama ólst Guðmundur upp í stór-
um systkinahópi á mannmörgu
heimili. Afi hans, Hannes Guð-
mundsson, var þjóðhagasmiður.
Guðmundur hafði strax barn að
aldri gaman af að bera sig til við að
smíða og sótti fljótt f smíðaáhöld
afa síns, sem var nú ekki beinlínis
hrifinn af þvf, þar sem hann var
hinn mesti hirðumaður og hafði allt
í röð og reglu og hver hlutur átti
sinn stað. Þó þótti honum gaman
hve drengurinn var handlaginn,
sem sást á þvf að hann smfðaði
stundum smáhluti sérstaklega
handa honum.
Undirrituð var eina systirin í
drengjahópnum næstu átta ár og í
talsverðu dálæti. Við lékum okkur
ótrúlega mikið. Guðmundur var
kátur og fjörugur og honum datt f
hug að hagnýta ótrúlegustu hluti og
smíða úr barnagull. Við byggðum
snjóhús og bjuggum til skápa með
smá tréhurðum fyrir og húsgögn-
um. Á sumrin gerðum við tún og
vegi og svo var mikið um látastleiki.
Farskóli bama var alltaf á Guð-
laugsstöðum á þessu tfmabili að
vetrinum, tvo til þrjá mánuði og
hinn tfmann oft f Stóradal. Þangað
komu því öll börn úr sveitinni sem
voru á skólaaldri, svo það var gaman
og líf f tuskunum. Kennarinn var
Bjami Jónasson fræðimaður, sem
sfðar bjó f Blöndudalshólum. Hann
sagði löngu sfðar við mig að hann
hefði aldrei haft betri barnahóp fyr-
ir nemendur en þarna í Svínavatns-
Fæddur 3. april 1899
í Hvallátrum
Dáinn 21. ágúst 1993
að Hjúkrunarfaeimilinu í Sunnuhlíð
Foreldrar Skúli Bergsveinsson bóndi
lengst f Skáleyjum og kona hans
Kristín Einarsdóttir húsfreyja.
Búfræðingur frá Hvanneyri 1921.
Nám við Askov-lýðháskóla einn vetur,
störf á dönskum búgarði eitt sumar.
Bóndi í Skáleyjum 1928-31, Skálmar-
nes-Múla 1931-40, Ögri 1940-47.
Verkamaður Garðahreppi 1947-50.
Bústjóri Breiðuvfk 1953-55. Verka-
maður Reykjavík frá 1955.
Giftur 9.6. 1928 Ingveldi Jóhannes-
dóttur frá Skáleyjum. Kjördóttir
þeirra er Hrafnhildur Bergsveinsdótt-
ir. Fóstursonur þeirra var Kristján
Valdimarsson, sem látinn er fýrir
mörgum ámm.
Nú er Bergsveinn fluttur, blessaður
karlinn, og blessuð sé minning hans.
Kannski er hann að lesa þetta yfir öxl-
ina á mér.
Eftir þessa þurru upptalningu verð
ég að geta þess að hann skammaði
mig fyrir mælgi í minningargreinum,
en hvatti mig jafnframt til meiri rit-
starfa. Þar var hann sjálfur.
Bergsveinn Skúlason var vænn með-
almaður á hæð, þrekvaxinn og búldu-
leitur. Sópaði að honum þar sem hann
fór. Virkur í félagsmálum. Hann var í
forystu um stofnun Búnaðarfélags
Flateyjarhrepps á 3. áratug aldarinnar
og fýrsti formaður þess. Tímamir
hreppnum fýrir og um 1920. Sér-
staklega man ég hvað Guðmundur
bróðir var fær í reikningi. Annað
uppáhaldsfag hans var náttúrufræði
og svo síðar jarðfræði og sem há-
aldraður maður vélritaði hann ýms-
ar athugasemdir um veðurfar og
gróður allt frá aldamótum. Ekki veit
ég hvað menn með prófgráður
segðu um það. Hann byggði lfka á
frásögnum föður okkar, sem var
mikill landverndarmaður og bann-
aði okkur að rífa þó ekki væri nema
eina hríslu af hrísi.
Guðmundur átti skógarlund sem
hann girti um 1935 og byrjaði þá að
planta. Hann átti þar marga yndis-
stund og var bæði glaður og svolítið
stoltur þegar trén fóru að vaxa.
Svo kynlega vildi til að Guðmund-
ur fór aldrei í annan skóla en barna-
skólann. Þó var ekki fátækt um að
kenna, en hann var mjög heilsutæp-
ur á árunum milli fermingar og tví-
tugs og mun það hafa dregið að
nokkru úr honum kjarkinn. Þá var
heldur ekki til siðs að menn væru á
öllum aldri f skóla. Síðar fékk hann
mænusótt (lömunarveiki), þá var
hann á fullri ferð með að byggja stór
beitarhús og rækta þar tún. Hann
beið þessa sjúkdóms aldrei bætur.
Þó lamaðist hann ekki.
Þetta slæma heilsufar hafði djúp
áhrif á Guðmund. Hann varð al-
vörugefnari og innilokaðri. En alla
tíð hafði hann verið djúphyggju-
maður eins og sumir forfeður hans.
Að eðlisfari var hann skapmikill og
stirðgerður nokkuð.
Hann var strax barn ákaflega mikið
fýrir að rannsaka alla hluti og brjóta
til mergjar, einnig skoðanir og
stefnur. Hefði hann verið f skóla á
sfnum bestu árum, er ég ekki viss
um nema hann hefði staðið upp í
hárinu á kennara sínum og talið sig
vita betur ef svo vildi til. Það hefði
ekki verið heppilegt. Samt var það
svo að þegar hann var barn, héldu
ýmsir og þar á meðal ég að hann
ætti eftir að verða vísindamaður. Og
aftur hefur mér fundist það hans
ólán að hafa ekki drifið sig í lang-
skólanám fljótlega eftir fermingu,
breytast í byggðum og félagsmálum
bændanna. Það er að vísu tilviljun,
eða hvað? En þó tímanna tákn að
núna á sama ári og forsprakkinn deyr,
lýstu hinir fjórir félagar, sem eftir
stóðu á aðalfundi, yfir að félagið væri f
raun dautt, yfirsöng lokið og moldun-
in ein eftir.
Bergsveinn var hreppsnefndarmaður
og sýslunefndarfulltrúi fýrir Múla-
sveit, svo eitthvað sé nefnt félagslegra
starfa hans. Snemma hóf hann grúsk
sitt og sparðatíning um menn, mál-
efni og landshagi. Flutti erindi á
mannamótum og safnaðist hirð við-
mælenda og lærisveina að fræða-
brunninum þess utan. Þegar út voru
komnar nokkrar bækur hans, var
hann opinberlega sæmdur fýrir rit-
störf sía Viðurkenningin var honum
veitt fýrir fagurlega ritað og flutt fs-
lenskt mál um þjóðlegan fróðleik.
Bækur hans geyma mynd af störfum
og hag genginna kynslóða f Breiða-
fiarðareyjum og umhverft Breiðafjarð-
ar.
J=að var blessað bjargrceði
Breiðafjarðareyja,
að Skarfakletts í skorirmi
skyldir þú ekki deyja. “
Svo kvað Jón frá Skáleyjum, æskufé-
lagi hans, eftir útvarpserindið um
strandið í Skarfakletti.
þrátt fyrir heilsufarið. En allt orkar
tvímælis. „Hver er hér smár og hver
er stór?“ Hver vinnur þjóð sinni og
landi mest gagn? Það var kannski
ekki meiri þörf fýrir einn vísinda-
mann f viðbót f okkar litla landi
heldur en duglegan bónda sem tek-
ur við óðali ættar sinnar, kvongast
ágætri konu og býr við rausn, veit-
ull við gesti og gangandi, vel virtur
af öllum sem honum kynntust,
leggjandi öllum góðum málum lið-
sinni sitt, traustur og vinsæll og að
lokum kvaddur með virðingu og eft-
irsjá. Það er hægt að vera sannur
maður, skyldurækinn, landvarnar-
maður, þjóðhollur og trúr, þótt
hann sé ekki í hæstu tröppu þjóðfé-
Iagsstigans.
Það kemur sér vel fýrir bónda að
vera smiður og hagleiksmaður.
Guðmundur smíðaði mikið á fýrri
árum, einkum úr járni. Allt sem
hann fékkst við var vel og haglega
gert og af smekkvísi. Ekki fór hjá þvf
að heimilið bæri þess merki.
Að sumu leyti er skemmtilegt að
búa á Guðlaugsstöðum. Túnstæðið
er sérlega fallegt og staðarlegt.
Byggingar eru reisulegar, en dálítið
er þarna innilokað. Það er eins og
lítill heimur út af fýrir sig. Ég held
að fólk hafi alltaf átt erfitt með að
flytja frá Guðlaugsstöðum, hvernig
sem á þvf stendur.
Guðmundur var orðinn nokkuð
fullorðinn er hann kvongaðist. Ás-
gerður Stefánsdóttir, kona hans, er
væn kona og góðum gáfum gædd,
dugleg og vel skapi farin, ættuð frá
Merki á Jökuldal. Hún var barna-
kennari að mennt og starfi. Tvær
dætur eignuðust þau hjón, Guðnýju
sem er vanheil og Guðrúnu, sem býr
nú á Guðlaugsstöðum ásamt manni
sínum, Sigurði Ingva Björnssyni frá
Fremri-Torfustöðum í Núpsdal í
Miðfirði. Guðrún er stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík. Þau
hjón búa við rausn og eiga fjögur
Bækumar eru sá bautasteinn sem
Bergsveinn reisti sér sjálfúr og óbrot-
gjam mun standa, meðan nokkur
hræða þessarar þjóðar nennir að fræð-
ast um slíkt efni og það náttúmfár
sem áar okkar byggðu afkomu sína á.
Pennasnilld hans geymist á þessum
blöðum og þá ekki sfður pennagleðin.
Þessi sama hvöt og magnaði Snorra
Sturluson og Ara fróða Þorgilsson.
Það var ómaksins vert að fara til hans
og eiga með honum rabbstund. Hann
lét ekki alltaf líklega og var enginn já
og amen maður við öllu sem uppá
borðið kom. Sama hvort viðmæland-
inn vildi fjalla um íslenskan landbún-
að eða alþjóðapólitík. Jafnan var hann
mannvænleg börn.
Nú er skarð fýrir skildi, góður og
umhyggjusamur heimilisfaðir og
ástríkur afi er horfinn. Þau eru ekki
ein um að þykja tómiegt í dalnum
eftir brottför hans, en liðna tímann
eiga menn, hann verður ekki frá
þeim tekinn og vel er það. Ég votta
þessum góðu grönnum samúð mfna
og óska þeim velfarnaðar.
Hulda Pálsdóttir
Látinn er að Iokinni starfsamri og
að flestu leyti hamingjuríkri ævi
Guðmundur Pálsson bóndi á Guð-
laugsstöðum. Hann var nær allt sitt
líf búsettur á þessu óðali feðra
sinna, sem Bjöm Þorleifsson lög-
sagnari settist á árið 1685. Eldri
bræður Guðmundar, þeir Hannes á
Undirfelli og Bjöm á Löngumýri,
hófu sinn búskap, eða réttara sagt
komu sér upp bústofni, á Guðlaugs-
stöðum. En Hannes fékk Undirfell
með konunni og fluttist þangað.
Búrekstur þeirra feðga Bjöms og
Páls komst ekki fyrir á einni jörð,
svo Bjöm keypti Löngumýrina og
fluttist þangað, konulaus með sinn
fjárflota. Frá þessu hafa þeir Bjöm
og Hannes báðir sagt í ævisögum
sfnum. Það kom því í hlut Guð-
mundar að taka við jörðinni.
Litlu hefur Ifklega munað að hann
yrði bóndi í Ási í Vatnsdal. Þeir voru
systkinasynir Páll á Guðlaugsstöð-
um og Guðmundur alþingismaður í
Ási. Áshjónin voru barnlaus. Þau
buðu Guðmundi Pálssyni f vist með
sér. Þar var hann eitt ár. Þeir reynd-
ust ekki eiga skap saman nafnarnir,
töldu sig báðir hafa réttu úrræðin,
málsvari þeirra sem minna máttu sín
og fús til vamar ef honum þótti hallað
á.
Ritstörfin munu geyma hans nafn.
önnur störf hans báru vott ráðdeildar
og samviskusemi þeirrar kynslóðar
sem ekki aðeins þurfti á öllu sínu að
halda, heldur vildi einnig sækja fram
og skapa betri tíma. Búskaparsaga
hans er ekki saga festu og umsvifa
með mannvirkjum sem mölur og ryð
fá grandað, en í túninu heima má enn
sjá handaverk búfræðingsins unga
sem ætlaði að bæta ábýlið.
Hann sagðist vera kommi, sem er nú
kannski teygjanlegt hugtak. Gagnrýn-
inn var hann, oft hvassyrtur og lítt
beygður inn f kirkjulega auðmýkt
Þessi ergi magnaðist er líkamsburðir
tóku að þverra og varð erfið hans nán-
ustu, sem honum sjálfum. Sólargeisl-
inn, sem þítt gat geðið, voru dóttur-
dætur hans, dætur Hrafnhildar og
Bjöms Guðmundssonar.
Svo fór þó að gamli harðjaxlinn fann
helst fró frá erfiðleikum sfnum f að
rifia upp bænir bemsku sinnar. Síð-
ustu orðin, sem konan hans skildi af
hans vörum, vom ósk um prestsfúnd
og kirkjulega útför.
Ingu frænku minni bið ég Guðs
blessunar og votta henni virðingu
mfna. Sömuleiðis hjúkrunarfólkinu f
Sunnuhlíð.
Fjölskylda hans öll þiggi mfna loka-
kveðju.
Lifið heill
Jóhannes Gefar Gíshson
sem fóru ekki alltaf saman, svo Guð-
mundur kom aftur í Cuðlaugsstaði,
enda var yngsti bróðirinn, Halldór
sfðar búnaðarmálastjóri, þá kominn
f langskólanám og sýnt að hann
tæki ekki við.
Guðmundur hafði þá aðferð til þess
að geta búið á móti föður sfnum,
sem ekki gat hugsað sér að fækka
sfnum 700 kindum og 80 hrossum,
að hann byggði sér, rúmlega tvítug-
ur, mikil og vönduð beitarhús all-
langt frá heimatúni, sem enn
standa. Þar ræktaði hann upp á fá-
um árum stór tún, þótt þá yrði að
grafa skurði með höndum og plægja
og herfa með hestum. Þannig gátu
feðgamir báðir setið jörðina, hvor
eftir sínu höfði og báðir með mikla
áhöfn, án þess að Guðlaugsstaða-
brekkumar færu endanlega í flag
undan beitinni. Um tíma var Hall-
dór í félagi við Guðmund um þenn-
an búskap.
Ekki veit ég hvers vegna Guð-
mundur fór ekki í langskólanám,
sem lfklega hefði legið best fýrir
honum. Hann var t.d. nokkru eftir
fermingu einn vetur í Reykjavík hjá
föðurbróður sínum, Guðmundi pró-
fessor og alþingismanni Hannes-
syni, en þó undarlegt kunni að virð-
ast við nám á trésmfðaverkstæði, en
ekki í bóknámsskóla.
Guðmundur móðurbróðir minn
var mér alla tíð góður. Ég held að
hann hafi metið það við mig að ég er
fæddur í norðurhúsinu inni af bað-
stofunni á Guðlaugsstöðum og átti
heima þar fjögur mín fýrstu æviár,
svo og það að ég hafði alla tíð
ánægju og gaman af að fræðast af
honum, en svo var ekki um alla.
Guðmundur átti það nefnilega til að
vera einnar bókar maður í dálítið
óvenjulegri merkingu. Auðvitað las
hann alltaf mikið um hin margvís-
legustu efni, en þegar það gerðist að
hann fékk bók f hendur sem honum
þótti veita svör við spumingum,
sem áleitnar höfðu verið f huga
hans, var ekki að sökum að spyrja.
Þá var hann ekki viðmælandi um
annað efni. Aflaði sér viðbótarlesn-
ingar. Þrauthugsaði efnið og dró
ályktanir. Þetta gat staðið allt upp í
ár og jafnvel lengur með hvert efn-
issvið. Þetta gerðist t.d. þegar Nfels
Dungal gaf út bókina Blekking og
þekking, sem er ádeila á hinn lút-
herska rétttrúnað og raunar fjöl-
margt annað í sögu kristinnar
kirkju eftir frumkristni. Þetta gerð-
ist lfka þegar Guðmundur las Veda-
bækurnar, sem eru 3000 ára gamalt
grundvallarrit indverskrar heim-
speki og Hindúatrúar. Þetta gerðist
enn þegar Guðmundur fór að lesa
hagfræðirit Magna Guðmundssonar.
Og auðvitað varð Guðmundur að
ræða þessi efni. Þá tók hann ekki
alltaf tillit til þess hvort viðmæland-
inn hafði hundsvit á efninu eða
minnsta áhuga á því. Þeim, sem svo
stóð á um, voru þessir fýrirlestrar
hreinasta kvalræði, þótt þeir hefðu
getað vakið fjöruga umræðu á fundi
f áhugamannfélagi sérfræðinga, eða
haft mikið gildi fluttir yfir háskóla-
deild.
Gárungarnir lugu þvf upp að árið
sem Guðmundur var í kirkjusög-
unni hefði hann boðið nýjum presti,
sem kom að húsvitja, tií stofu, læst
að þeim og stungið lyklinum í vas-
ann. Presturinn hefði ekki húsvitjað
á fleiri bæjum í þeirri vikunni og
aldrei komið aftur í Guðlaugsstaði.
Betur farnaðist þegar Guðmundur
fékk í hendur bók um jarðfræði,
sem ég man ekki hver var. Þá tók
hann að bjóða gestum sfnum með
sér að skoða klettana við Blöndu eða
berglögin f hinu 100 metra djúpa
Gilsárgili. Las þeim svo jarðsöguna
úr berglögum. Líka þegar Sigurjón
Rist réð hann til vatnamælinga f
Blöndu og tók að veita honum
munnlegar upplýsingar og útvega
honum rit um það efni, svo og afl-
fræði og nýtingarmöguleika ís-
lenskra fallvatna. Það þótti flestum
auðskildara efni en trúfræðin,
heimspekin og hagfræðin.
Ekki vil ég gleyma þvf, að þau árin
voru líka mörg sem Guðmundur var
ekki í fræðahamnum. Þá þótti öllum
mönnum hann sérlega skemmtinn í
viðræðu. Sjófróður um fjölmargt,
sagði skemmtisögur hverjum
Bergsveinn Skúlason
frá Skáleyjum