Tíminn - 04.09.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.09.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 4. september 1993 A bakvið upplausn gjaldmiðlasamflots: Alvarlegt babb er komið í bátinn með fyrirhugaðan samruna gjaldmiðla Evrópubandalagsríkja. Þar með hefur dregið úr líkun- um á vaxandi samruna ríkja bandalagsins. Sumra mál er að lítið sé orðið eftir af Maastrichtsáttmála; samkomulagið um gjald- miðlasamrunann var áþreifanlegasti liður hans. Fréttaskýrendur láta svo um mælt að horfur séu á að með upp- lausn gjaldmiðlasamflotsins sé að Ijúka því tímabili í Evrópu- sögu, sem hófst með stofnun Kola- og stálbandalags Frakk- lands, Vestur-Þýskalands, Ítalíu og Beneluxlanda 1952. Þar með var fyrsta skrefið stigið að Evrópusamrunanum. (Kola- og stál- bandalagið rann formlega saman við Efnahagsbandalag Evrópu og Kjarnorkubandalag Evrópu 1967 og er gjarnan látið svo heita að þar með hafi Evrópubandalagið formlega orðið til.) Schuman- áætlunin Frakkar áttu öðrum fremur frum- kvæði að Evrópusamrunanum. Kola- og stálbandalagið var stofn- að samkvæmt áætlun sem Robert Schuman, utanríkisráðherra þeirra, lagði fram 1950 og er við hann kennd. Hún var kynnt sem göfugmannleg viðleitni til að sam- eina Evrópu og sérstaklega til þess að gera tvær öflugustu þjóðir meginlands álfunnar vestan Rúss- lands, Frakka og Þjóðverja, sem oft höfðu ást illt við, að vinum og samverkamönnum til frambúðar. Ekki er fyrir það að synja að hugs- un í þessa átt hafi verið þama með, með hliðsjón af því sem á undan var gengið og að vegur Evrópu vestanverðrar var þá í samanburði við aðra heimshluta minni en ver- ið hafði frá síðmiðöldum. En bandarískur sagnfræðingur, Walter LaFeber, heldur því fram í endurskoðaðri útgáfu af bók sinni um kalda stríðið (America, Russia and the Cold War 1945-1992) að Schumanáætlunin hafi fyrst og fremst verið tilraun Frakiá til að ná drottnunarstöðu yfir megin- landi Evrópu vestan járntjalds, og þá Vestur-Þýskalandi sérstaklega, og jafnframt að bægja þaðan bandarískum og breskum ítökum. Áætlun þessi, skrifar LaFeber, var mótleikur Frakka gegn Nató og líklegri hervæðingu Vestur- Þýska- lands. í Nató voru Bandaríkin þá svo að segja allsráðandi og Frakkar hneigðust að því að líta á það bandalag sem tæki til tryggingar því að Bandaríkin hefðu öll tök á Vestur-Evrópu. Bandaríkjamenn litu svo á, að efnahag þeirra sjálfra væri voði búinn nema því aðeins að heimurinn allur eða a.m.k. mestur hluti hans yrði eitt mark- aðssvæði og lykilatriði í fyrirætl- ununum þeirra um það var að Vestur-Evrópa væri á því svæði. Það töldu Frakkar að myndi þýða að Vestur-Evrópa, þar á meðal Frakkland, yrði til frambúðar í vasanum á Bandaríkjunum. Eftir að Sovétríkin höfðu sprengt sína fyrstu kjamasprengju haustið 1949 komust yfirhershöfðingjar Bandaríkjanna, sem höfðu tak- markað álit á Vestur- Evrópuveld- unum, að þeirri niðurstöðu að hið nýstofnaða vesturþýska ríki yrði að vopnast, enda ljóst að fyrsti sam- bandskanslari þess, Konrad Ad- enauer, hafði náið samstarf við Bandaríkin sem meginatriði í stefnu sinni í utanríkismálum. Eins og kringumstæðurnar voru er raunar erfitt að sjá að hann hafi átt annarra kosta völ. Beint gegn Nató? LaFeber telur að Frakkar hafi gert sér vonir um að í gegnum Kola- og stálbandalagið gætu þeir náð tök- um á þungaiðnaði Vestur-Þýska- lands, sérstaklega Ruhrhéraði, og þar með komið í veg fyrir hervæð- ingu þess og gert það að fylgiríki Kohl—ekki lengur tilleiöanlegur að borga kostnaöinn viö aö halda uppi þjóðarstolti Frakka. um Nató.“ Samkvæmt þessu við- horfi komu Frakkar Evrópubanda- laginu á sporið beinlínis til þess að það yrði mótvægi við Nató. Þessi tvö viðhorf til Evrópumála, heldur LaFeber áfram, það bandaríska og það franska, voru í andstöðu hvort við annað framundir miðjan átt- unda áratug og beiskjan í sam- keppni Bandaríkjanna og Frakk- lands þar út af náði hámarki með því að de Gaulle sagði Frakkland úr hermálasamstarfi Nató 1966. „Sárbáðu Gorbatsjov..." Við upphaf Evrópusamruna er lík- legt að Frakkar, líkt og Bandaríkja- menn, hafi vænst sér góðs af Ad- enauer. Eftir fyrri heimsstyrjöld hafði Frökkum leikið hugur á að skilja Rínarlönd frá Þýskalandi og gera úr þeim franskt leppríki. Sá Þjóðverji sem hvað helst ljáði máls á stuðningi við þessa viðleitni Frakka var einmitt andprússneski Rínlendingurinn Adenauer. Hafi fyrirætlanir Frakka um Evr- ópusamrunann verið þær, sem hér hefur verið lýst, urðu þær ekki að öllu leyti að veruleika. En þeir urðu eigi að síður að nokkru leið- andi í þeim samruna, vegna þess að Vestur-Þýskaland hafði hægt um sig í alþjóðastjómmálum. Mikinn og vaxandi styrk þess í efnahagsmálum Efnahagsbanda- lags/Evrópubandalags jafnaði Frakkland upp með meiri áhrifum í stjóm- og hermálum. Úr þessu varð snurðulítil samstaða Frakk- lands og Vestur-Þýskalands og sínu. Sennilegt er að franska for- ustan hafi gert ráð fyrir að til þess fengi hún fulltingi Beneluxríkj- anna, sem eins og Frakkland ótt- uðust Þýskaland. Kann að vera að vonir Frakka hafi staðið til þess að þeir yrðu með þessu móti alvöru- stórveldi á ný og gætu þá haldið sig í Evrópu- og heimsstjómmál- um til jafns við Bandaríkin og Sov- étríkin. Eftir heimsstyrjöldina fyrri höfðu Frakkar einnig reynt að vera for- ustuveldi meginlands Evrópu með því að halda Þýskalandi niðri, m.a. með því að hafa hið efnahagslega mikilvæga Saarland undir sinni stjóm til 1935 og hertaka Ruhrhérað 1923. Saarland tóku þeir raunar aftur eftir síðari heimsstyrjöld og slepptu því ekki við Þjóðverja að því sinni fyrr en 1957. „Frakkar stefndu að því að binda Þýskaland niður og móta Vestur- Evrópu (eftir sínu höfði) með að- ferðum á sviði efnahagsmála," skrifar LaFeber. „Bandaríkin fyrir- huguðu hinsvegar að hafa áhrif á Þýskaland og Vestur-Evrópu gegn- Rocard, fyrrum forsætisráöherra Frakka (í miöiö) og Gonzalez forsætisráöherra Spánar (til hægri) — suðurevrópskt efnahagsbandaiag á döfinni? Vaxandi ágrein- ingur Frakka og Þjóðverja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.