Tíminn - 04.09.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.09.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 4. september 1993 Tíminn 7 Atvinnuleysingjar t Bertín — efnahagsöröugleikar Þýskalands þeir mestu íyfir 40 ár. ■ ... ..... -■ meiri vinátta með Frökkum og Þjóðverjum en líklega nokkru sinni fyrr. Öxullinn Bonn-París var sú samstaða kölluð. Sameiginlega urðu þessi tvö ríki, þau tvö efna- hagslega sterkustu í Evrópu- bandalagi, burðarás þess banda- lags og Evrópusamrunans. Góð sambönd milli ráðamanna, de Gaulle og Adenauers og síðar Kohls og Mitterrands, stuðluðu að þessari traustvekjandi samstöðu fyrrverandi óvina. En með falli Berlínarmúrs og sameiningu Þýskalands hófust breytingar sem nú er sýnt að hafa haft afleiðingar, sem enginn veit hve afdrifaríkar kunna að verða, fyrir samstöðu Frakka og Þjóð- veija og þar með Evrópusamrun- ann. Varla var Berlínarmúr fyrr fallinn haustið 1989 en Mitterrand brá sér í ofboðskennda heimsókn til Austur- Berlínar og reyndi að stappa stálinu í eftirmenn Honec- kers, í von um að fá með því móti dregið sameiningu Þýskalands á langinn. „Leiðtogar Frakklands og Bretlands sárbáðu Gorbatsjov á laun að leyfa ekki“ endursamein- ingu Þýskalands, skrifar LaFeber. Hendur þeirra sjálfra voru bundn- ar í því máli, þar eð í orði kveðnu höfðu ríki þessi lengi verið hlynnt sameiningu Þýskalands, í þeirri sælu trú að engar líkur væru á að sú sameining kæmist á dagskrá um fyrirsjáanlega framtíð. Riddarinn missir taumhaldiö Með endursameiningunni kom til sögunnar þýskt ríki með um 80 milljónir íbúa og næstum fjórð- ung samanlagðrar vergrar þjóðar- framleiðslu EB-ríkja. Þar með urðu yfirburðir Þýskalands í efna- hagsmálum innan EB ekki ein- ungis meiri en fyrr, heldur og var ljóst að þetta nýja Þýskaland yrði umsvifameira og sjálfráðara í al- þjóðastjómmálum en Vestur- Þýskaland hafði verið, vegna vax- andi sjálfstrausts Þjóðverja eftir sameininguna og mjög breyttra kringumstæðna í Evrópu- og heimsstjómmálum. Þar með fóm að sjást brestir í öxlinum Bonn- París. Úr þeim brestum varð meiriháttar glufa er horfið var ffá gjaldmiðlasamflotinu, sem átti að leiða til sameiginlegs gjaldmiðils fyrir EB. „Þar með hafa menn í París neyðst til að horfast í augu við það, hver það er sem tekur ákvarðan- imar í Evrópu,“ skrifar Tomas Lundin í Svenska Dagbladet. Gjaldmiðlasamflotið komst á kald- an klaka vegna þess að Bundes- bank f Frankfurt, þýski seðlabank- inn, neitaði að styrkja franska frankann og tiltölulega veika gjaldmiðla fleiri EB-ríkja með því að lækka vexti. Sterkur franki hef- ur lengi verið einn af burðarstólp- um fransks þjóðarstolts, en styrk- ur frankans hefúr byggst á nánum tengslum við efnahagslíf Þýska- lands og þýska markið. „Slagorðið um að Frakkland tæki ákvarðan- irnar í EB og að Þýskaland borgaði reikninga þess var í áratugi stefnu- markandi í frönskum stjómmál- um,“ skrifar nýneftidur Lundin. Nigel Lawson, fjármálaráðherra Bretlands á Thatchertíma, lýsti öxlinum Bonn- París nýlega tákn- rænt sem „ffönskum riddara á þýskum hesti." Nú má kannski segja að hesturinn hafi tekið taumhaldið af riddaran- um. Lundin skrifar um það: „Nú verða Frakkar að venjast nýju Þýskalandi, sem er sjálfsömggara en hið fyrra og örðugra viðfangs." :: „Norður“ og „Suður“ í Evrópu? Viðeigandi er að benda á að það er ekki einungis aukið sjálfstraust Þýskalands sem gerir að verkum að það er farið að þreytast á að hlíta að vissu marki franskri for- ustu í EB. Hér vega ekki síður þungt vandamál sem Þýskaland á við að stríða í kjölfar sameiningar landsins og upplausnar austur- blakkar, feiknakostnaður við að aðlaga austurfylkin o.fl. Efnahags- örðugleikar Þjóðverja em nú lík- lega meiri en nokkm sinni frá því á fyrstu ámnum eftir seinni heimsstyrjöld. f Þýskalandi hækka nú skattar, félagsleg aðstoð minnkar og atvinnuleysi vex. Fjár- festingar vegna austurfylkjanna hafa valdið vaxandi halla á fjárlög- um og Bundesbank telur sig neyddan til að halda vöxtunum há- um til að draga úr þeim halla. Svo virðist sem að nú fari það saman að Þjóðverjar sjái ekki lengur ástæðu til og telji sig ekki hafa efni á að borga það sem kostar að halda uppi þjóðarstolti Frakka. Ágreiningur í viðskiptamálum kemur hér einnig við sögu. Þýska- land er fríverslunarsinnað og f þeim efnum á líkum nótum og Bandaríkin og Bretland, Frakk- land með stóran landbúnaðargeira og bændastétt með mikil áhrif í stjómmálum vill hinsvegar ekki hverfa frá vemdarstefnu í við- skiptamálum. Niðurstaðan af þessu öllu gæti orðið vaxandi samstaða Þýska- Iands og engilsaxnesku stórveld- anna og samfara því meiri eða minni klofriingur f EB milli norð- urs og suðurs. Jacques Delors, sem lengi hefur verið fram- kvæmdastjóri EB (og sem mikill áhrifamaður í frönskum stjóm- málum um leið tákn franskrar for- ustu í bandalaginu), segir að ef fleiri ríkjum verði hleypt inn í bandalagið sé hætta á því að það leysist upp. Hann bergmálar þar með áhyggjur Frakka út af því að Austurríki, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Tékkland, Ungverjaland o.fl. ríki muni ef þau gangi í EB samfylkja fremur með Þýskalandi en Frakklandi. Til mótvægis við þetta bandalag, sem Frakka gmnar að sé að rísa í norðri og austri em þeir eitthvað að bollaleggja um að koma upp einhverskonar efna- hags- og viðskiptabandalagi ríkja við Miðjarðarhaf vestanvert og gera ráð fyrir að í því samfloti verði auk Frakklands ítalfa, Spánn, Portúgal og jafnvel einhver Norður-Afríkuríkja, einna helst Marokkó. Er svo að heyra á Frökk- um, sem á þessu tæpa, að þeir telji sjálfgefið að Frakkland eitt komi til greina sem fomsturíki slíks bandalags. í fjölmiðlum er gjaman sagt að þrátt fyrir allt sé umræddur ágreiningur Frakklands og Þýska- lands ekki mjög alvarlegur og að samstarf ríkja þessara tveggja muni áfram verða mikið og náið. Er í því sambandi bent á að við- skipti landanna hvort við annað em meiri en við nokkur önnur ríki og að á undangengnum áratugum hefur efnahagslíf þeirra og margir aðrir þættir þjóðlífs þeirra ofist mjög saman. Þýska Zúddeutsche Zeitung líkir þessu fransk-þýska samlífi við hjónaband, sem stofnað hafi verið til fyrir svo löngu að ást- in sé farin að kulna. En böm og sameiginlegar eignir muni halda því saman eigi að síður, þótt trún- aðurinn í því kunni að verða minni en verið hefúr. Hvað sem því líður virðist ljóst að allnokkm tvísýnna er orðið um Evrópusammnann en flestum þótti vera fyrir fáeinum ámm. Og þótt sá sammni haldi áfram, gæti hann tekið á sig aðrar myndir en hingað til hefur verið áætlað. W Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 7. september 1993 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykja- vík, og víðar. 1 stk. Nissan Pathfinder 4x4 bensln 1988 1 stk. Ford F-250 pick up 4x4 diesel 1988 2 stk. Nissan Patrol 4x4 diesel 1985-86 1 stk. Dodge pick up 4x4 bensín 1988 2 stk. Toyota Hi Lux DC 4x4 diesel 1986 1 stk. Mitsubishi L-300 4x4 bensín (ógangfær) 1986 1 stk. Nissan Sunny 4x4 bensín (skemmdur) 1990 2 stk. Subaru 1800 station 4x4 bensfn 1988-89 1 stk. Toyota Tercel station 4x4 bensln 1985 1 stk. Subaru Justy 4x4 bensín 1986 1 stk. Volvo 240 Gl bensín 1991 1 stk. Volvo 245 bensín 1988 1 stk. Saab 900 bensín 1989 1 stk. Toyota Camry bensln 1988 2 stk. Toyota Corolla bensin 1988 1 stk. M. Benz 608 fólks- og vörubifr. m/krana diesel 1983 1 stk. Ford Econoline E-150 bensin 1989 4 stk. Mazda E-2000 sendibifreiöar bensfn 1986-87 1 stk. Mitsubishi L-300 bensin 1987 1 stk. Suzuki Carry sendibifreið bensfn 1987 1 stk. tengivagn Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, birgðastöð í Grafarvogi: 1 stk. Intemational F-2300D 6x6 diesel dráttarbifreið 1965 1 stk. Massey-Ferguson 699 4x4 diesel dráttarvél 1985 2 stk. tengivagnar til jámaflutninga 1968 1 stk. Caterpillar 12F 6x4 diesel veghefill 1966 1 stk. dieselrafstöö 30 kW, i skúr á hjólum 1972 1 stk. dieselrafstöð 30 kW, f skúr 1972 1 stk. færiband Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði: 1 stk. Mitsubishi Pajero Turbo 4x4 diesel (ógangfær) 1986 1 stk. vatnstankur 10.000 Itr án dælu 1980 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði: 1 stk. Mitsubishi L-300 sendibifr. 4x4 bensin 1986 1 stk. Champion 740-A 6x4 diesel veghefill 1982 Til sýnis hjá Pósti og síma, Egilsstöðum: 1 stk. Track Master bensín snjóbíll 1975 ril sýnis hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Egilsstöðum: 1 stk. Snow Trac bensín beltabifreið 1976 Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30 aö viðstödd- um bjóöendum. Réttur er áskilinn til aö hafna tilboðum sem ekki teljast viöunandi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVIK M EN NTAMÁI_ARÁÐ U N EYTIÐ Vakin er athygli á styrkjum sem Norræna ráð- herranefndin (Nordisk ministerrád) veitir til efl- ingar menningarsamstarfs milli Eystrasaltsríkj- anna og Norðurianda. Tilgangur styrkveiting- anna er að stuðla að mennta- og menningar- samstarfi landanna til að efla áframhaldandi ffamfarir á því sviði í Eystrasaltsríkjunum. Áhersla er lögð á viðfangsefni þar sem reynsla og sérstaða Norðurlanda kemur að sérstökum notum. Um er að ræða styrki til eftirtalinna viðfangsefna: 1. Styrki handa náms- og fræðimönnum frá Eystrasaltsríkjunum til náms og rannsóknadval- ar á Norðuriöndum. 2. Styrki handa náms- og fræðimönnum frá Norðurlöndum til 1-8 vikna kynnisferða til Eystra- saltslandanna. 3.Styrki til handa ffæðimönnum frá Eystrasaits- ríkjunum til rannsóknadvalar við vísindastofnanir sem styrktar eru af Norðuriandaráði. Nánari upplýsingar og eyðublöð fást í mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja- vík, sem tekur á móti umsóknum. Umsóknar- ffestir eru tveir á ári, miðaðir við 1. október og 1. mars. Menntamálaráðuneytið 3. september 1993 Sjúkraliðar óskast Sjúkraliða vantar að Dvalar- og hjúkrunarrými Hom- brekku Ólafsfirði. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 96-62482. Skriflegar umsóknir berist fyrir 15. september nk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.