Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 1
Laugardagur 6. nóvember 1993 211. tbl. 77. árg. VERÐf LAUSASÖLU KR. 125.- Skýríngin á vitsmunum ístendlnga? Frystikistur landsmanna fullar af heimsins besta „gáfnafóðri" Slátur gerir menn gáfaða Forsvarsmenn Sorpu saka Kópavogsbæ um allt sorpið í Leirdal DeiH um sorpmál Kópavogsbæjar Ásmundur Reykdal, stöðvarstjóri Sorpu, segir að Kópavogsbær hafi átt frumkvæði að því að losa sorp í Leirdal. „Þetta er ekki rétt,“ segir Stefán L. Stefánsson, bæjartæknifræðingur í Kópa- Eins og kunnugt er af fréttum vakti sorphaugur í Leirdal, sem er í eigu Kópavogsbæjar, athygli fjöl- miðla fyrir skömmu. Þar hafði verið fleygt ýmsum úrgangi m.a. raf- geymum o.fl. í fréttum var látið að því liggja að ýmsir freistuðust til að losa sig við þennan úrgang þar sem þeim væri að öðrum sökum gert að greiða hátt gjald fyrir að koma hon- um fyrir kattamef. Stefán segir að sorp á vegum bæj- arins sé flokkað í fjóra gáma. „Við flokkum þetta í jarðveg, timbur, jámarusl sem fer f jámbræðsluna og í fjórða gáminn fer almennt rusl og sá gámur fer upp í Sorpu. Timbur og jarðvegur fer upp í Leirdal," segir Stefán. „Þeir sem segja að við séum að aka sorpi þarna upp eftir fara því með rangt mál.“ Framkvæmdastjóri Sorpu hefur látið hafa það eftir sér að allt sorpið í Leirdal sé á vegum bæjarins. Þetta segir Stefán vera misskilning. „Hann spurði verktak- ann sem hreinsar gámana hjá okkur og ætli hann hafi ekki misskilið hann eitthvað,“ segir Stefán og er ef- ins um að framkvæmdastjóra Sorpu sé kunnugt um að bæjaryfirvöld í Kópavogi flokki sorp. „Það er að sjálfsögðu gert til þess að minnka þann kostnað sem við þurf- um að greiða til Sorpu. Með því að flokka þetta frá, minnkum við það magn sem fer þangað," segir Stefán. Hann segir að eftir fjölmiðlaum- fjöllun á dögunum hafi eftirlit með Leirdal verið hert. „Það eru samt alltaf menn að læðast þama uppeftir og þá bæði einstaklingar og fyrir- tæki,“ segir Stefán og telur að þar halli frekar á fyrirtæki en hann á þó erfitt með að fullyrða nokkuð í þeim eftium. -HÞ „Þeir sem eru með mikið af B12 vítamíni í blóðinu eiga auð- veldara en aðrir með að leysa flókin verkefni.“ Það er ritið Heilbrigðismál sem færir þess- ar fréttir og vitnar þar til full- yrðinga lækna við háskóla- sjúkrahúsið í Maastricht. Hollensku læknamir skoðuðu blóðsýni úr áttatíu manns sem spreyttu sig jafnframt á gáfnaprófi. Af þessu vítamíni, sem einnig er nefnt kóbalamín, finnst óvíða meira en í innmat, en einnig í feitum fiski, kjöti og mjólk. Dilkalifur inniheldur t.d. kringum 100 sinnum meira af B12 vítamíni en nautakjöt og ostur og um 10 sinnum meira en sardínur og þorskur. Og dilkaným em um 6 sinnum B12 auðugri en sardínumar og svipað mun uppi á teningnum með blóðið. Má því ljóst vera að lifrin og lifrar- pylsan er eitthvert það Iangbesta „gáfnafóður" sem almennt finnst á borðum íslendinga. Þeir sem dug- legastir hafa verið í sláturgerðinni undanfarnar vikur eiga nú mikinn og góðan vetrarforða af „frosnum gáfum“ í frystikistum sínum. - HEI Hátt í 50 þúsund fullorðnir íslendingar neyta ekki áfengis Annar hver maður edrú eftir meðferð Um fjórðungur uppkominna ís- lendinga, eða hátt í 50.000 manns, neytir ekki áfengis. Lang- samlega flestir, um 95%, hafa val- ið sér þessa lífsstefnu án þess að hafa áður farið í áfengismeðferð. En hinir, um 2.500 manns, hafa farið í meðferð. Það þýðir að helmingur þeirra 5 þúsund ís- lendinga sem farið hafa í áfengis- meðferð, höfðu hætt að drekka, eða gerðu það a.m.k. ekki á fyrri helmingi þessa árs, samkvæmt könnunum sem Hagvangur gerði á fyrri hluta þessa árs, fyrir Bind- indisfélag ökumanna og Áfengis- vamarráð. Frá þessu er sagt í rit- inu Heilbrigðismál. Utivera og hollusta voru boðorð nýliðlnnar hellsuviku I Laligamesskóla og þessl brosmildu böm vom f gær f gönguför f Laugardalnum. Timamynd Aml Bjama Heilsuvika í Laugarnesskóla Utivist og hreyfing Það má segja að nemendur Laugames- skóla í Reykjavík hafi haft holla lífshætti í heiðri síðustu viku en þar hefúr staðið yfir heilsuvika. „Nú kalla nemendur vatnið hollustudrykk," segir Vilborg Sig- urðardóttir aðstoðarskólastjóri sem er ánægð með vikuna. Hún segir að allir nemendur hafi tekið þátt í verkefninu um holla lífshætti sem tók til mataræð- is, hreinlætis, hreyfingar og útivistar. Nemendur gátu valið á milli ýmissa verkefna að sögn Vilborgar eins og Borgarstjóri hætti leigumiðlun Fulltrúar minnihlutaflokkana í borgarstjórp Reykjavíkur hafa lagt fram tillögu um að afnumið verði það fyrirkomulag að skrifstofa borg- arstjóra og borgarverkfræðings leigi út íbúðir í eigu borgarinnar. Borgar- stjórinn í Reykjavík hefur 22 íbúðir til leigu. Sigrún Magnúsdóttir borg- arfulltrúi segir óeðlilegt að borgar- stjóri sé að útdeila þessum íbúðum. Það eigi að vera hlutverk Félags- málastofnunar borgarinnar. Sigrún sagðist í störfúm sínum hafa glöggt orðið vör við þann mikla húsnæðisvanda sem efnalítið fólk í borginni eigi við að stríða. Hún sagðist ekki eiga annan kost en að vísa fólki, sem leitaði til sín í neyð, til Félagsmálastofnunar. Hún sagði að það sama ætti að gilda um borg- arstjóra. Það væri óeðlilegt að hann gæti tekið á málum nokkurra ein- staklinga í húsnæðisvandræðum þegar mörg hundruð manns séu í sömu stöðu. Eðlilegast væri að öll- um þessum málum væri vísað til Fé- lagsmálastofnunar og allir umsækj- endur fengju sömu meðferð. Borgarstjóm vísaði tillögu um að öllum leiguíbúðum í eigu borgar- innar yrði ráðstafað af Félagsmála- stofnun til borgarráðs. Borgarstjóri segir að þær íbúðir sem hans embætti ráðstafi hafi upp- haflega ekki verið keyptar sem leiguíbúðir heldur hafi borgin verið að kaupa hús sem nauðsynlegt hafi verið fýrir borgina að eignast vegna skipulagsmála. Sigrún sagði þetta ekki eiga við í nærri öllum tilvikum. Stór hluti af íbúðunum sé í gamal- grónum íbúðarhverfum sem engar breytingar væru fyrirhugaðar á. -EÓ skyndihjálpar, ratleiks, hjólaþrauta, matreiðslu, leikfimi, útileikja og dans. Hún segir að vinnubrögð nemenda hafi verið með ýmsum hætti. „Við gerðum kannanir á tómstundum og mataræði. Þá útbjuggu nemendur ávaxtarétti og við hvöttum til aukinnar vatnsneyslu," segir Vilborg. Það er greinilegt að nemendur sem og kennarar eru ekki grámyglulegir eftir inniveru alla vikuna því að sögn Vilborg- ar var lögð sérstök áhersla á útivist og hreyfingu. „Nemendur tóku þátt í ýms- um útileikjum sem kennarar skipulögðu á skólavellinum," segir Vilborg. í gær lauk þessum frísku heilsudögum með því að allir sem einn héldu í skrúð- göngu um Laugardalinn. Þar mátti sjá slagorð eins og: „Gulrætur að smakka, hressir alla krakka. Bananar, perur og epli í maga bæta líðan í marga daga.“ -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.