Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 6. nóvember 1993 Tímiim MÁLSVABI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Ritstjóri: Þór Jónsson ábm. Aöstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Stefán Asgrímsson Útgefandi: Mótvægi hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Auglýsingastjóri: Guöni Geir Einarsson Rltstjóm og skrifstofur: Hverfisgötu 33, Reykjavik. Póstfang: Pósthólf 5210,125 Reykjavlk. Aöalslmi: 618300. Auglýslngaslml: 618322. Auglýslngafax: 618321. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1400- , verö I lausasölu kr. 125,- Grunnverö auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 61-83-03 Með skarðan hlut frá borði f gærkvöld var settur landsfundur Kvennalistans að Löngu- mýri í Skagafirði. Fundinn sitja um 80 konur víðsvegar að af landinu og umræðuefnin eru margvísleg: T.d. staða landbúnað- ar og sjávarútvegs, atvinnumál og ríkisfjármál, sameining sveitarfélaga, kjaramál kvenna og hlutverk þeirra í verkalýðs- hreyfingunni. Fyrir rétt rúmri viku kom út bók Sigríðar Th. Eriendsdóttur um sögu Kvenréttindafélags íslands í 85 ár og ber nafnið „Ver- öld sem ég vil“. í bókinni er fjallað um sögu kvenfrelsisbaráttu heillar aldar á íslandi. Þótt um tvo óskylda atburði á sviði kven- réttindamála sé áð ræða leiðir landsfundurinn og útgáfa bókar- innar hugann að því hver staðan sé í málefnum kvenna á íslandi í dag, hvort eitthvað hafí áunnist í réttindamálum kvenna á þeirri tæpu öld sem liðin er frá því að baráttan hófst hér á landi. Þegar Bríet Bjamhéðinsdóttir og stallsystur hennar hófu bar- áttuna upp úr aldamótum var megináherslan að krefjast þess að konur nytu grundvallarmannréttinda á borð við kosningarétt, rétt til mennta og starfa og til félagslegra réttinda til jafns við karla. Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og bar- áttan hefur aðrar áherslur þótt enn sé hlutur kvenna víða fyrir borð borinn. Þrátt fyrir löggjöf um sömu laun fyrir sömu vinnu er launamunur kynjanna enn staðreynd sem ekki verður skýrð með öðru en kynferði. Lengi vel trúðu konur því að launamun- urinn stafaði að miklu leyti af því að karlar hefðu að jafnaði betri menntun en konur. Kannanir sýna þó að launabilið er minnst í þeim starfsgreinum sem krefjast minnstu menntunar- innar og sem dæmi má nefna að samkvæmt könnun sem kjara- rannsóknamefnd lét gera árið 1992 er launabilið minnst í fisk- vinnslu, eða aðeins um 1%. Aftur á móti skiptir það tugum pró- senta í sumum greinum í röðum háskólamenntaðra. Enn eru konur í miklum minnihluta á við karla í stjómunarstöðum. Enn em konur á Alþingi aðeins lítill hluti þingmanna, ráðherr- ar em í yfirgnæfandi meirihluta karlar og hafa verið í áranna rás og svona mætti lengi telja. Þegar hinir hefðbundnu stjómmálaflokkar em skoðaðir, ber ekki mikið á konum í fremstu röðum meðal stjómmálamanna. Tilraunir með kvótaskiptingu kynjanna hafa ekki skilað mikl- um árangri og veldi karla virðist enn mikið á vettvangi stjóm- málanna. Ástæður þessa em ekki auðfundnar en gefa tilefni til vangaveltna um hina raunvemlegu stöðu kvenna í þjóðfélaginu og hvort jafnréttisbaráttan sé á réttri leið. Eitt af því sem er mikið áhyggjuefni innan kvennahreyfinga hér á landi í nútímanum er umfjöllun fjölmiðla um konur í stjómmálum. Er þar skemmst að minnast umfjöllunar í tengsl- um við ráðherraskipti í Alþýðuflokknum fyrr á þessu ári og af- sagnar varaformanns í kjölfarið. Tvær konur innan flokksins vom mikið til umræðu og samskipti þeirra innbyrðis og við for- mann flokksins. Þótti mörgum sem konumar fengju ekki sann- gjama meðferð fjölmiðla í tengslum við málið og að þeir beindu frekar sjónum sínum að skapferli þeirra eða annari lyndiseinkunn en málstað þeirra. Aðrar konur í stjómmálum hafa þótt búa við það sama í fjölmiðlum og því hefur verið hald- ið fram að hlutur þeirra í umræðunni sé miklum mun rýrari en karla. Sem dæmi um þetta má nefna umræðuþætti ríkissjón- varpsins í vetur. Algeng uppstilling í slíkum þáttum er þrír til fjórir karlar og ein kona. Það mætti ætla að með því að hafa allt- af eina konu í þáttunum, teldu stjómendur þeirra sig hafa upp- fyllt kröfur um að sjónarmið kvenna fengju að komast að í um- ræðunni. Gagnrýni sem þessi er alvarlegt mál og er full ástæða fyrir fjöl- miðla að skoða þátt sinn rækilega í þessum efnum. Er þetta sú veröld sem við viljum? Gúrkufréttir Ami Gunnarsson skrifar Þegar lítið er í fréttum tala fjöl- miðlamenn sín á milli um að nú sé gúrkutíð. í daglegu máli er tíðinni venjulega sleppt og gúrkan ein lát- in duga. Frétt sem er ómerkileg, en fær að fljóta með vegna fréttaeídu, er gjaman nefnd gúrkufrétt. Það ríkti engin gúrka í þeim skiln- ingi í fréttaöflun vikunnar. Hæsti- réttur dæmdi sólbaðsstofúræn- ingjann og ákvað að taka fyrir skinkumálið. Viðræðunefnd utan- ríkisráðherra hélt til Bandaríkj- anna og hélt áfram þar sem frá var horfið við að pukrast með vamar- samninginn, sem er svo vel geymt leyndarmál að ekki einu sinni ut- anríkismálanefnd fær að vita efni hans. Það var fjallað um milljarða gjaldþrot Miklagarðs, vaxtalækk- unaraðgerðir ríkisstjómarinnar, heimsókn Sam Nujoma Namibíu- forseta, útgerðarmenn sátu á Fiski- þingi og hafi's hamlaði veiðum í Smugunni. Svo mætti áfram telja. Sú frétt sem hæst bar var þó tví- mælalaust innflutnigur á græn- meti og þá sér í lagi fréttin um gúrkugáminn góða, sem beið toll- afgreiðslu frá mánudegi til mið- vikudags. Þessi óvenjulega gúrku- frétt lifði í heila fimm daga, eða frá sunnudegi til fimmtudags. Deilt um prínsipp Málið snerist þó að minnstu leyti um gúrkur heldur túlkun á þess hluta tvíhliða samnings íslands og Evrópubandalagsins, sem fjallar um innflutning á grænmeti. Samningurinn er fylgisamningur EES-samningsins, samþykktur á lokasprettinum til þess að við fs- lendingar gætum fengið „allt fyrir ekkert" eins og frægt er orðið. Samkvæmt þessum grænmetis- samningi er frjáls innflutningur á ýmsum tegundum grænmetis heimill frá 1. nóvember og fram á vor, mislengi eftir tegundum. Menn deildu um hvort þessi milli- ríkjasamningur væri rétthærri bú- vörulögunum? Hvort EES- samn- ingamir hefðu yfir höfúð tekið gildi hér á Iandi þó að búið væri að samþykkja þá? Og hvort tvíhliða grænmetissamningurinn þyrfti samþykki Alþingis eða ekki og gilti þannig frá dagsetningu? Á hið síðastnefnda féllust íslensk stjómvöld. Grænmetissamningur- inn er í fullu gildi. Það hefur verið viðurkennt með því að afgreiða innflutt grænmeti tollfrjálst, það sem af er mánuðinum. Landbún- aðarráðuneytið hefur einnig lýst því yfir að það geri allt sem í þess valdi stendur til að uppfylla þennan samning, brjóti það ekki í bága við íslensk lög. Stjómvöld hafa lofað að hraðað yrði sem unnt væri að samræma íslensk lög þessum samningi til þess að hægt verði að standa við hann. Endir gúrkumáls- ins varð sá að landbúnaðarráðherra heimilaði tollafgreiðslu eftir að í ljós kom að það vantaði gúrkur á markaðinn. Og neytendur fengu ódýrt grænmeti. Grænmeti hefur um langt skeið verið flutt inn. Það eitt og sér er ekki frétt. Einhliða afnám tolla og ftjáls innflutningur grænmetis er frétt og það að íslensk stjómvöld standa ekki við samninga vegna innbyrðis deilna um landbúnaðar- mál er einnig frétt Fyrir það var landbúnaðarráðherra gagnrýndur í Tímanum. Réttilega. Ráðherrann gleymdi Fréttin sem gleymdist og gagn- rýnin sem hvergi kom fram, er sú hlið sem snýr að innlendum fram- leiðendum. Utanríkisráðherra samndi um tollfríðindi fyrir ís- lenskan fisk í Evrópubandalag- slöndum. Til þess að fá >rallt fyrir ekkert" fómaði hann meðal annars hagsmunum grænmetisframleið- enda fyrir hagsmuni fiskútflytj- enda. Með því að segja já þegar greidd voru atkvæði um EES á þingi í vor, féllst fjandvinur hans, landbúnaðarráðherra, á þennan ráðahag. Hver verður afkoma grænmetisframleiðenda og fjöl- skyldna þeirra frá nóvember og fram á vor? Hvað hefur landbúnað- arráðherra gert til þess að létta þeim róðurinn? Hefúr hann til að mynda beitt sér fyrir lækkun raf- orkuverðs til grænmetisbænda yfir þá vetrarmánuði sem þeir þurfa að keppa við ríkisstyrkta kollega sína á meginlandi Evrópu? Nóg er til af rafmagni sem ekki selst. Landbúnaðarráðherra gleymdi umbjóðendum sínum í stælunum við utanríkisráðherra. Nýbúinn að minna hann á, að menn ættu að tala um störf og lífsafkomu ann- arra í virðingartóni. Innlent græn- meti er reyndar selt of dýrt, en lifa bændur samkeppnina af? Grænmetissamningurinn er ein- ungis lftill hluti EES-samning- anna. Það verður ærið verk íyrir al- þingismenn að breyta íslenskum lögum til samræmis við pakkann frá Brussel sem þeir samþykktu í vor og afleiðingarnar eru án efa langt frá þvf að vera þeim öllum kunnar. Hvemig er heldur hægt að ætlast til þess af láglaunafólki við Austurvöll, að það stauti sig í gegn- um ellefú binda samningastagl með endalausum tilvitnunum í lög, reglugerðir og staðla? Senni- lega hafa fæstir þingmanna nennt því. Ekki treysti meirihluti þing- manna þó þjóðinni fyrir málinu. Þingmenn verða því eins og utan- ríkisráðherrann að setja traust sitt á embættismennina sem stóðu í samningaþófinu. Samið um fisk Það eru gömul sannindi og ný að efnahagslífið byggist að of miklu leyti upp á sjávarfangi. Árum sam- an hafa vitrir menn bent á þessa staðreynd og vitnað í fræðin lærð, máli sínu til stuðnings. Þegar sömu menn setjast niður til að semja um milliríkjaviðskipti Ieggja þeir allt kapp á tollafríðindi fyrir fiskafúrðir og láta allt annað sitja á hakanum. Þannig var þegar við gengum í EFTA. Fiskurinn var hafður í fyrir- rúmi og í staðinn var íslenskur iðn- aður látinn blæða. Nú eru allir sammála um að inngangan í EFTA hafi verið stórt skref í rétta átt og það næsta var stigið með samþykkt EES á þessu ári. Enn þurfti að rjúfa tollmúra fyrir fiskinn og það á eftir að koma í íjós að hversu miklu leyti það er á kostnað annarra greina at- vinnulífsins. Þó er öruggt að land- búnaður og atvinnulíf tengt hon- um þarf að blæða, enda er með samningnum opnað fyrir innflutn- ing landbúnaðarafurða en ekki út- flutning. Menn munu eflaust halda áfram að klóra sér í höfðinu og spekúlera í af hverju ekki tekst að auka fjöl- breytni íslensks atvinnulífs. Næsti mótleikur okkar við þessum ör- lagaglettum felst í því að við sækj- um um beina aðild að Evrópu- bandalaginu innan fárra ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.