Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 18

Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 6. nóvember 1993 Auglýsing Foreldrar barna í tann- réttingum athugið Foreldrar barna í tannréttingum athugið að Tryggingastofnun tekur ekki þátt í greiðslu tann- réttingakostnaðar bama ykkar eftir 31. desem- ber n.k. nema meðferðin falli undir alvarleg tilvik (flokk I). Kostnaður, sem til fellur eftir næstu ára- mót, verður því aðeins greiddur að Trygginga- stofnun hafi áður samþykkt 65%-100% endur- greiðslu. Aðrir þurfa að bera kostnað af tannrétt- ingum bama sinna sjálfir. Reikningar, sem heimilt verður að endurgreiða, verða áfram afgreiddir hjá sjúkratryggingadeild Tryggingastofnunar að Tryggvagötu 28 í Reykjavík og hjá umboðum hennar utan Reykja- víkur. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS UTBOÐ Ásvegur um Háfshverfi Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboöum I lagningu 2,6 km kafla á Ásvegi um Háfshverfi i Rangár- vallasýslu. Helstu magntölur: Fyllingar og neöra buröartag 22.000 m3 og fláafleygar 3.000 m1. Verki skal lokiö 17. mai 1994. Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerö rfkisins á Selfossi og I Borgartúni 5, Reykjavfk (aðal- gjaldkera), frá og meö 9. þ.m. Skila skal tilboöum á sömu stööum fyrir kl. 14:00 þann 22. nóvember 1993. Vegamálastjóri MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkur til hand- ritarannsókna í Kaupmannahöfn I framhaldi af lyktum handritamálsins ákváöu dönsk stjómvöld aö ve'ita íslenskum fræöimanni styrk til handrítarannsókna við Stofnun Áma Magnússonar (Det amamagnæanske Institut) í Kaupmannahöfn. Styrkurinn veitist til allt aö tólf mánaöa dvalar og nem- ur nú um 16.400 dönskum krónum á mánuöi, auk ferðakostnaðar. Styrkur Áma Magnússonar (Det Amamagnæanske Legat). Með sameiningu eftirtalinna sjóöa, Det Amamagnæ- anske Legat (frá 1760), Konrad Gíslasons Fond (ffá 1891) og Bogi Th. Melsteds Historikerfond (frá 1926) hefur verið stofnaöur einn sjóöur, Det Amamagnæ- anske Legat. Verkefni hins nýja sjóðs er að veita ís- lenskum ríkisborgurum styrki til rannsókna í Ámasafni eöa I öömm söfnum í Kaupmannahöfn. Styrkir veröa veittir námsmönnum og kandidötum, sem hafa sýnt svo mikla þekkingu á sviöi norrænnar eða íslenskrar tungu, sögu eða bókmenntum, að vænta megi að þeir muni inna af hendi verk I þessum greinum, sem þættu skara fram úr. Umsóknarfrestur um ofangreinda styrki er til 25. nóv- ember n.k., en umsóknir ber að stila til Ámanefndar (Den Amamagnæanske Kommission) i Kaupmanna- höfn. Nánari upplýsingar um styrkina og tilhögun um- sókna fást í menntamálaráðuneytinu, Stofnun Áma Magnússonar á (slandi og skrifstofu heimspekideildar Háskóla fslands. Menntamálaráöuneytið, 5. nóvember 1993. \ RAUfTT fafoin RAUTT \ uos r2Zl uos/ L, lÍRÁD _______J Gefin voru saman þann 21. ágúst s.l. í Háteigskirkju þau Fjóla Jónsdóttir og Sigmar Metúsalemsson af séra Amgrími Jónssyni. Þau eru til heimilis að Hvanna- lundi 2, Garðabæ. Ijósmjt. MYND, Hafnarfíröi Gefin voru saman þann 21. ágúst s.l. í Askirkju þau Krístjana Hermannsdóttir og Jóhannes Ólafsson af séra Áma Bergi Sigurbjömssyni. Þau eru til heimilis að Veghúsum 7, Rvík. IjósmM. MYND, Hafnarfíröi Bridge UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Þraut42 Austur gefun allir á hættu ♦ NORÐUR V D9764 ♦ ÁKT3 * 6432 ♦ SUÐUR ÁKDGT96 V - ♦ 72 * K875 Vestur Norður Austur Suður !♦ 4A pass pass pass Útspil: laufdrottning Vestur drepur útspilið með ás og spilar níunni til baka. Hvemig er best að spila í sveitakeppni? Þegar spilið spilaðist fyrir nokkr- um árum í sveitakeppni í Dan- mörku fóru báðir spilarar upp með kóng. Vestur trompaði og skilaði hjarta til baka. Suður trompaði og dældi trompunum en austur átti ekki í neinum erfiðleikum með af- köst og spilið var einn niður á báð- um borðum og féll. Það átti vissu- lega að falla en alltaf að vinnast slétt. í tvímenningi er verjandi að teygja sig í yfirslaginn ef laufið liggur 3-2 en fatalt í sveitakeppni þar sem laufútspilið er líklega ein- spil. Allt spilið: NORÐUR ♦ - V D9764 ♦ ÁKT3 + 6432 VESTUR AUSTUR ♦ 7543 * 82 V KT8532 V ÁG ♦ 96 ♦ DG854 ♦ D Jf. ÁGT9 SUÐUR A ÁKDGT96 V - ♦ 72 ♦ K875 Suður á að leyfa níunni að eiga slaginn en þegar laufinu er spilað í þriðja skiptið er rétti tíminn til að leggja kónginn á. Vestur trompar en það skiptir engu máli hverju hann spilar til baka. Með því að dúkka í öðrum slag er sagnhafi bú- inn að setja sviðið fyrir kastþröng- ina því þegar síðasta trompinu er spilað neyðist austur annað hvort til að kasta laufgosanum eða sleppa valdinu á litlu hjónunum í tígli. Eftir opnun austurs á tígli gat sagnhafi því verið viss um að kast- þröngin gengi upp. íslandsmót yngri spilara: Sigur landsbyggðar- innar Um síðustu helgi fór fram íslands- mót yngri spilara í tvímenningi. Úrslit urðu nokkuð óvænt en þegar upp var staðið urðu Stefán Stefáns- son og Skúli Skúlason sigurvegar- ar. Þeir náðu fljótlega góðri forustu og ekkert par veitti þeim keppni eftir það. Baráttan um næstu sæti var hins vegar hörð og spennandi allt til lokaumferðarinnar. Lokastaðan varð þessi: 1. Stefán Stefánsson-Skúli Skúlason 229 2. Ragnar T. Jónsson-TVyggvi Ingason 146 3. Kjartan Ásmundsson-Karl Olgeir Garðarsson 142 4. Ólafur Jónsson-Steinar Jónsson 149 5. Jón Ingþórsson-Ljósbrá Baldurs- dóttir 133 6. Ingi Agnarsson-Stefán Jóhannsson 95 7. Magnús Magnússon-Aron Þorfinns- son 68. Það má segja að úrslit mótsins hafi verið sigur fyrir landsbyggðina því 3 af fjórum efstu sætunum féllu spilurum utan af landi í skaut. Stef- án og Skúli eru Akureyringar, Ragnar og Tryggvi koma frá ísafirði og Siglfirðingana Ólaf og Steinar Jónssyni er óþarft að kynna fyrir landsmönnum, en þeir urðu ís- landsmeistarar í þessari keppni í fyrra. Spilaður var barómeter og tóku 24 pör þátt í keppninni, þar af tveir kvenspilarar. Keppnisstjóri og reiknimeistari var Kristján Hauks- son. Philip Morris lands- tvímenningurinn Philip Morris landstvímenningur- inn er á dagskrá föstudagskvöldið 19. nóvember. Eins og áður, verður reiknað út á landsvísu og einnig verða íslendingar með í Evróputví- menningnum. Félögin sem ætla að vera með verða að tilkynna það fyr- ir 10. nóvember til skrifstofu Bridgesambandsins. Helstu mót fram- undan í dag og á morgun fer fram í Sig- túni 9 íslandsmót kvenna í tví- menningi. Einnig er í dag Guð- mundarmótið á Hvammstanga sem er eins dags tvímennings- keppni. Um næstu helgi er aðaltví- menningur Bridgesambands Aust- urlands og undankeppni íslands- mótsins í sveitakeppni á Norður- landi vestra. Þá verður um næstu helgi Norðurlandsmót eystra í tví- menningi að ógleymdu stórmótinu í Sandgerði sem er Hip Hop tví- menningur, þar sem veitt verða góð peningaverðlaun. Æfíngar fyrir yngri spilara Ákveðið hefur verið að halda æf- ingar fyrir yngri spilara. Fyrsta æf- ingin verður haldin 10. nóvember að Sigtúni 9 og hefst kl. 16.30. Áætlað er síðan að hafa æfingar alla miðvikudaga fram að jólum. Eftir áramót verða síðan æfingar um tvær helgar. Allir yngri spilarar eru velkomnir og þeir sem ekki sjá sér fært að mæta, hvort sem það er vegna bú- setu eða anna, geta gefið sig fram við leibeinendur eða BSÍ. Við val á landsliði yngri spilara verður tekið tillit til frammistöðu og ástundun- ar á æfingum. Umsjónarmaður æfinganna er Jón Baldursson og Sveinn R. Eiríksson verður honum til aðstoðar. Gullvæg fóm Um síðustu helgi fór fram hjá Bridgefélagi Kópavogs barómeter með forgjöf. Nokkur hávaði varð í upphafi móts um hversu mikil forgjöfin skyldi vera fyrir stigalægstu spilarana og hótuðu sumir að fara heim. Allt leystist þó um síðir og mótið fór fram með þátttöku þeirra 36 para sem höfðu skráð sig til leiks. Hjördís Eyþórs- dóttir og Ásmundur Pálsson urðu sigurvegarar en í öðru sæti lenti Þorsteinn Berg og ísak Öm Sigurðsson og Sigurður B. þorsteinsson náðuþriðja sæti. Reykjavíkurmeistaramir 1992 í tvímenningi, nafnamir Helgi Jóns- son og Sigurðsson, sátu í AV í spili 25 og fengu þar heldur slæma út- reið að tilefnislitlu. Spil 25, Norður gefur; AV á hættu NORÐUR ♦ ÁGT973 ♦ D53 ♦ T VESTUR AUSTUR 48 A D642 V T987 V ÁKG42 ♦ K87632 ♦ Á94 + T5 * K SUÐUR ♦ K5 V 6 ♦ DG5 ♦ DG98743 Yfir fjórum hjörtum AV „fóm- uðu“ NS í fimm lauf sem vom do- bluð í austur. Vestur spilaði úr hjarta, drottning í blindum og austur drap með ás. Helgi spilaði aftur hjarta sem sagnhafi trompaði heima með þristi. Þá var það lauf- íferðin. Sagnhafi spilaði drottning- unni í þriðja slag, vestur setti fimmuna og eftir langa umhugsun kallaði suður á ásinn. Kóngurinn féll blankur í og sagnhafi spilaði nú trompi heim á gosann. Þá kom spaðakóngur, lftill spaði á ás og drottningunni var síðan tromp- svínað af austri. Þegar austur lagði á, trompaði sagnhafi hátt og síðan trítlaði lauffjarkinn undir sexuna í blindum og sagnhafi lagði upp, 12 slagir og hreinn toppur. f sjálfú sér er ekki meir um spilið að segja en þó gerir það sagnhafa erfiðara fyrir ef vestur setur tíuna á laufdrottningu suðurs. Á dauða sínum átti sagnhafi von í upphafi spils en ekki því að slagimir yrðu 12 í fóminni gullvægu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.