Tíminn - 06.11.1993, Qupperneq 13

Tíminn - 06.11.1993, Qupperneq 13
Laugardagur 6. nóvember 1993 Tíminn 13 „Kannomushi‘ (Æöiskastið) eftir Kazuichi Hanawa. I Japan er ekki gerður hefðbundinn greinarmunur á góðum og slæmum bókmenntum, en jafnhliöa sölublöðunum eru gerðar tilraunir með m.a. listrænar sögur. I þeim er oft að finna tilvísanir til vestrænna bókmennta og menningar. Frægasta framúrstefnublaðið er Garo, sem birti sögu Kazuichi Hanawas, Kannomushi, um æskuár hans. Hanawa er með hringhugasýki. í þessu dæmi hefur móðir hans látið hann I hendur nálastungulækni, sem á að lækna hann af æðiskastinu. Hanawa: Slðasta nálin, sú f hnakkanum, var verst. Ég hataöi þetta virkilega. hundruð síðna blað kostar 250 krónur og kiljubók á bilinu 200 til 300 krónur. Bestum árangri á myndablaða- markaði Japans hefur 400 síðna blaðið Shukan Shonen Janpu náð, sem þýðir u.þ.b. „Stökk — viku- blað fyrir drengi", en það er selt í 5 milljónum eintaka. Auður og frami f Japan eru meira en 3 þúsund starfandi myndasöguteiknarar. Höfundarétturinn í Japan felur þeim full og ótakmörkuð ráð í hendur um sköpun sagna sinna. Unnt er að afla ógrynnis fjár á svo stórum markaði. Stóru stjörnurn- ar verða milljónamæringar og standa jafnfætis popp- og kvik- myndastjörnum í augum táning- anna. Margir japanskir unglingar láta sig dreyma um að verða mynda- söguteiknarar til þess að verða ríkir og frægir, rétt eins og aðrir láta sig dreyma um að verða kvik- myndastjörnur. Nokkrum heppn- ast það. Sér í lagi kvenfólk, sem ræðst í starfið, hefur feril sinn á unglingsárunum. Þess eru einnig mörg dæmi, að teiknarar búi einungis til eina at- hyglisverða sögu, en hverfi síðan af sjónarsviðinu, þegar þeir kikna undan kröfum lesenda um afköst og nýsköpun. „Chinmoku no Kantai“ (Hinn þögli floti) eftir Kawaguchi Kaiji. Myndasagan hefur hlotiö mikla athygli I Japan og meira aö segja valdið deilum á þinginu. Um er að ræða pólitíska spennusögu um uppreisn á fyrsta kjarnorku- vopnaöa kafbát Japans, og þegar hann beinir vopnum slnum gegn öörum stórveldum heims. Myndasagan gerir Iftið úr japönskum stjórnmálamönnum. Hún vekur spurningar um hernaðarlegt hlutverk Jap- ans og Bandaríkjanna og er sérstaklega vinsæl meðal hermanna og — því miður — ungra hægrisinnaðra öfga- manna. Dæmið er framtíðarspá Lloyds tryggingafélagsins, sem telur að Atlantshafsflota Bandaríkjanna verði sökkt og Hudsonfljót umbreytist I eldsvlti. Sumir halda... En rétt er... ...að mikil veisla bíði íslendinga ef óheftur innflutningur á erlendum landbúnaðarafurðum verður heimilaður. ...að þúsundir íslendinga sem starfa við landbúnað og þjónustu í tengslum við hann munu missa atvinnu sína og erlendar landbúnaðarafurðir munu kosta þjóðina milljarða króna í erlendum gjaldeyri - höfum við ráð á því? ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.