Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 3
Laugardagur 6. nóvember 1993
Tfminn 3
Smábátar og LÍÚ:
Þorsteinn í hafvillu
Formaður LÍÚ og framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjó-
manna undrast stórtega þau ummæli sjávarútvegsráðherra á
Fiskiþingi aö hagsmunaaðilar séu að veikja atvinnugreinina með
innbyrðis átökum þar sem hver höndin sé upp á móti annarri. Að
mati ráðherra hefur þetta m.a. veikt stöðu sjávarútvegaríns í þjóð-
málaumræðunni, grafíð undan trúverðugleika greinarínnar og
veikt stöðu hennar í samfélaginu.
„Ráðherra þarf ekki að undrast
þótt skiptar skoðanir séu um
fiskveiðistefnuna í grein sem
þessari. Hinu átta ég mig ekki á,
hví samstaða og eindrægni með-
al útgerðarinnar hefur sjaldan
eða aldrei verið meiri. En ef
menn láta sér það koma á óvart
að einhver ágreiningur sé meðal
manna, þá hafa þeir verið ein-
hvers staðar fjarri því sem hefur
gerst í þessari atvinnugrein á
undanfömum árum," segir
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ.
„Ég vísa þessari gagnrýni sjáv-
arútvegsráðherra beint til föður-
húsanna. Mér finnst það helvíti
hart ef menn mega ekki orðið
bera hönd fyrir höfuð sér þegar
verið er að murka úr þeim lífið.
Að öðru leyti er gott samstarf
meðal hagsmunahópa í sjávarút-
vegi um sameiginleg hagsmuna-
mál á félagslegum vettvangi,
þótt ráðherra virðist ekki hafa
orðið var við það,“ segir Öm
Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátasjó-
manna.
„Við höfum ekki heldur orðið
varir við það að tillögur hans
hefðu það í för með sér að verið
væri að leita sátta. Hann hefur
Yfir 30% fleiri útlendingar til
landsins í september og októ-
ber en áríð áður:
Ferðamenn
5.300 fleiri
í sept./okt.
en í fyrra
Um 31% fleiri erlendir ferðamenn
komu til landsins í október en í
sama mánuði í fyrra. Þetta var annar
mánuðurinn í röð, því það sama átti
sér stað í september. í ágústlok var
fjölgun ferðamanna milli ára aðeins
rúmlega 4%, en 31% fjölgun í sept-
ember og október hefur tvöfaldað
það hlutfall. Samtals 22.400 útlend-
ingar komu nú til landsins þessa tvo
haustmánuði, sem er fjölgun um
5.300 manns frá sömu mánuðum
fyrir ári. Meginskýring þessarar
geysimiklu fjölgunar í október felst í
því að nú komu hingað tvöfalt fleiri
Þjóðverjar og tvöfalt fleiri Danir en í
sama mánuði í fyrra og Bandaríkja-
menn voru nú um þriðjungi fleiri en
þá. Alls lögðu tæplega 30.000 Þjóð-
verjar leið sína hingað til lands
fyrstu 10 mánuði þessa árs, sem er
24% fjölgun milli ára. Enda hefur
meira en 5. hver ferðamaður á þessu
ári komið frá Þýskalandi.
í októberlok voru erlendir ferða-
menn orðnir rúmlega 144 þúsund
frá áramótum. Það er fjölgun um
11.000 (rúmlega 8%) miðað við
sama tímabil í fyrra. Um helmingur
allrar þeirrar fjölgunar hefur því átt
sér stað s.l. tvo haustmánuði, sem
vænta má að hafi orðið ferðaþjón-
ustumönnum tilefni aukinnar bjart-
sýni og kannski bættrar afkomu.
- HEI
t.d. hvorki leitað samráðs hjá
okkur né kallað okkur á fund í
sambandi við frumvarpsdrögin
um stjóm fiskveiða. Þetta em
fremur einhliða tilkynningar af
hálfu ráðherrans og allt önnur
vinnnubrögð en fyrirrennari
hans viðhafði í ráðuneytinu,"
segir Öm Pálsson.
Formaður LÍÚ segist ekki kann-
ast við meintan ágreining innan
útgerðarinnar heldur þvert á
móti. Hann segir að helsti
ágreiningur innan atvinnu-
greinarinnar hafi löngum snúist
um verðlagsmál en það sé liðin
tíð og allt mun friðsamlegra en
áður var.
„Þannig að mér hefur virst
þetta allt vera að færast til betri
vegar og því átta ég mig ekki á
allri þessari óeiningu. Þá þarf
ráðherra ekki að kvarta undan
afstöðu samtakanna til þess sem
hið opinbera er að gera að öðm
leyti en því að við emm í gmnd-
vallaratriðum ósammála þessum
nýju hugmyndum hans.“
-GRH
—Illili
Ný bilastæði
í nágrenni við Laugaveginn
223 bílastæði
undir Vitatorgi
Vitatorg
tæða bílaeevnislu unrnrV
Við kynnum
- nýja 223 stæða bílageymslu uncíir Vitatorgi.
P
Göngusvæði
innan þriggja
mínútna frá Vitatorgi
Eyddu ekki tímanum í óþarfa leit að bílastæði.
Þú ert steinsnar frá Laugaveginum og það tekur
aðeins þrjár mínútur að ganga frá Vitatorgi
að Grettisgötu, Barónsstíg eða Vatnsstíg.
Innakstur í Vitatorg er bæði frá Vitastíg
og Skúlagötu. Útakstur við Skúlagötu.
Vitatorg verður opið frá kl. 7:30 til 19:00 alla virka
daga en á laugardögum verður opið í samræmi við
afgreiðslutíma verslana.
Kynningarverð á mánaðarkortum kr. 2500.
Tímagjald sama og í öðrum bílageymslum, 30 kr.
fyrsti klukkutími og síðan 10 kr. fyrir hverjar
byrjaðar 12 mínútur.
BILASTÆÐASJOÐUR
Bílastœö
Þjúnustuíbúðir aldraðra. Norður, séð frá Skúlagötu.