Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 6. nóvember 1993 Texti og myndir: Þórgnýr Dýrfjörð Helgarviðtal við Viðar Eggertsson, leikhús- stjóra hjá Leikfélagi Akureyrar „Gerðist leikhúsrotta í öllum látunum“ Þaö var nú í vor að auglýst var staða leikhússtjóra fyrir Leikfélag Akureyrar. Einn af þeim sem sótti um var Viðar Eggertsson leikari og sem kunnugt er hreppti hann hnossið. Hann hefur komið víða við og leikið í um eða yfír 40 hlutverkum, leikstýrt fjöl- mörgum sýningum á sviði, í útvarpi og sjónvarpi, auk þess að skrifa um leiklist í blöð og tímarit. Nú er starfsárið komið vel af stað hjá leikfélaginu en það á tuttugu ára afmæli sem atvinnuleikhús á þessu ári. Blaðamaður Tímans heimsótti Viðar og kom að máli við hann um þetta og fleira. Viðar kom til starfa í maí og segir að ekki hafi mátt seinna vera: „Þegar ég kom þá voru hin at- vinnuleikhúsin fyrir löngu komin af stað með að tryggja sér leikverk, mannskap og fleira fyrir starfsárið svo að ég varð að láta hendur standa fram úr ermum og var reyndar rogg- inn yfir því að mér skyldi takast að ljúka mínum undirbúningi um það leyti sem hinir voru að Ijúka sínum. • Þannig að þú hefur ekki komið of seint? „Nei, ekki þannig, en þetta er svo sem ekkert eftirsóknarvert að vera í svona þröngri aðstöðu, en það hafði sínar skemmtilegu og spennandi hliðar. Þetta var kannski svolítið sér- kennilegt fyrir mig því ég hef ekki verið mikið í því að velja verkefni fyrir aðra, þar sem ég var leikhús- stjóri í mjög sérstöku leikhúsi þar sem ég valdi nær einungis verk handa sjálfum mér. En í vor var ég að velja eingöngu handa öðrum, því

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.