Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 6. nóvember 1993 Tíminn 9 Gegn atvinnuleysi Frjálslyndi flokkurinn beitti sér í kosningabaráttunni fyrir einingu Kanada áfram, eins og hinir tveir „kerfisflokkamir". Að öðru leyti lögðu frjálslyndir í kosningaáróðri sínum mesta áherslu á efnahags- og kjaramál, sérstaklega ráðstafanir gegn miklu og vaxandi atvinnuleysi (sem nú er 11.2%). Flokkurinn hét endurskoðun á vissum atriðum fri- verslunarsamningsins við Bandarík- in og Mexíkó (NAFTA), sem almenn óánægja er með vegna þess að óttast er að hann dragi störf frá Kanada til láglaunalandsins Mexíkó og auki tök risans í suðri, Bandaríkjanna, á efnahagslífi Iandsins, sem mörgum þykja fullmikil fyrir (um 80% út- flutnings Kanada fara til Bandarikj- anna). Frjálslyndir láta og f Ijós um- hyggju fyrir velferðarkerfinu, sem þykir komið á undanhald fyrir hægrifrjálshyggju sem verið hefur nokkuð í tísku í níu ára valdatíð íhaldsflokksins. Nýi lýðræðisflokkurinn, jafnaðar- menn Kanada, hafa átt góðu gengi að fagna í kosningum til fylkisþinga síðustu ár og stjóma nú þremur fylkjum (þar á meðal Ontario, því þeir séu til þess að gera trúverðugar ímyndir flokka sinna. Preston Manning, leiðtogi Reform, er upprunninn í olíufylkinu Alberta, hann er rúmlega fimmtugur hag- fræðingur og kaupsýslumaður og trúaður mótmælandi með „útgeisl- un“ (eins og skandinavískur blaða- maður orðar það). Með því er átt að hann sé laginn við að ná til almenn- ings. Lucien Bouchard, leiðtogi BQ, er hálfsextugur lögfræðingur og einn forkólfa um alþjóðlega samstöðu frönskumælandi manna „gegn ofur- valdi enskunnar og þeirra sem hana tala“. Hann hefur jafriframt þjónað landi sínu sem sendiherra þess f París og sem ráðherra í „sambands- sinnuðum“ stjómum. Ýmsir hafa og þóst lesa úr ummælum hans að hann sé ekki alveg eindregið á bandi skilnaðarsinna í Québec. En flokkur hans er líklegur til að vinna fylkis- þingkosningar þar næsta ár og hefur lofað að fylgja sigri í þeim eftir með því að láta árið þar á eftir fara fram almenna atkvæðagreiðslu um hvort Quebéc verði áfram í Kanada eður ei. Kim (skírð Avril Phaedra) Camp- bell, Ieiðtogi íhaldsflokksins og frá- Maður gærdagsins Jafnframt því sem íhaldsflokkurinn auglýsti Kim sem manneskju nútíð- ar og ffamtíðar, reyndu hann og aðr- ir andstæðingar Frjálslynda flokks- ins að klekkja á Chrétien með því að lýsa hann „mann gærdagsins". Það má að nokkru til sanns vegar færa, en gagnstætt því sem margir munu hafa búist við virðist sá stimpill hafa dregið fylgi að Chrétien og flokki hans. Hann er þar að auki andstæða Campbells að því leyti að erfitt er að búa til úr honum velheppnaða aug- lýsingaglansmynd, sem mikill siður er orðinn að gera af stjómmála- mönnum, en einnig það virðist hafa dregið að honum fylgi fremur en hitt Jean Chrétien, sem nú tekur for- ustuna fyrir Kanadamönnum, er tæplega sextugur franskættaður og kaþólskur lögfræðingur frá Shawin- igan, borg í Québec þar sem at- vinnulífið snerist í bemsku hans mest um pappírsiðjuver. Faðir hans var vélamaður þar. Foreldrar Jeans áttu 19 böm og er hann það átjánda í röðinni. Hann reykir ekki, drekkur Iítið og hefur síðan 1957 verið kvæntur æskuvinkonu sinni. Sem Chrétien: vonlaus sem auglýsingaglansmynd. fjölmennasta), þar sem um helm- ingur af 27 milljónum landsmanna býr. Flokkurinn hefur haldið því fram að hann beri meiri umhyggju fyrir þeim efinaminni en íhaldsmenn og frjálslyndir og sé að nokkm f uppreisn gegn þeim. En honum hef- ur þótt takast miður vel til með stjómun fylkjanna þriggja, sem hann ræður, með þeim afleiðingum að almennt er farið að.líta svo á að hann sé sama tóbakið og hinir „kerf- isflokkamir" tveir. Þar sem frjáls- lyndir hafa verið aðalstjómarand- stöðuflokkurinn síðan 1984, em þeir ekki orðnir eins mikill „kerfis- flokkur" í augum margra kjósenda og þar að auki var kosningabarátta þeirra (gegn atvinnuleysi, með vel- ferðarkerfi) þesskonar að þeir gátu sótt að jafnaðarmönnum frá vinstri. Um hmn íhaldsflokksins má segja að þar virðist margt hafa borið að sama bmnni. Lífskjör margra hafa versnað á stjómarámm hans, sér- staklega vegna vaxandi atvinnuleys- is, og þar við bætist víðtæk óánægja með NAFTA-samning, af fyrrgreind- um ástæðum. í augum hægrisinn- aðra kjósenda varð flokkurinn stefnulítill og tvístfgandi miðju- flokkur og ofan á annað mistókst honum gersamlega — þrátt fyrir miklar tilraunir — að leiða til Iykta „eilífðarvandamál" kanadískra stjómmála, sem er nánast jafngam- alt byggð hvítra manna þar, þ.e.a.s. deilur ensku- og frönskumælandi landsmanna. ímyndir flokka, manneskja framtíðar Að sjálfsögðu hefiir athyglin í þessu samhengi mjög beinst að leiðtogum kanadísku stjómmálaflokkanna. Á leiðtogum „óánægjuflokkanna" tveggja er helst að sjá og heyra að farandi forsætisráðherra, sem með kosningunum komst á blað sem ein- hver mesti hrakfallabálkurinn í sögu þingræðisins, var ólíkt þeim Mann- ing og Bouchard einna helst tilraun flokks síns til að koma sér upp nýju andliti. Hún er rúmlega hálffimm- tugur lögfræðingur frá Vancouver með sæmilegan árangur að baki, galvösk og dugnaðarleg, tvífráskilin. Hún var kynnt sem þróttmikil manneskja nýs tíma, er áttaði sig á framtíðinni og væri líkleg til að láta hana skila árangri. Ekki síst mun flokkur hennar hafa gert sér vonir um að hún drægi að honum atkvæði hægrifrjálshyggjusinna og kvenna. En sjaldan ef nokkumtíma hefiir einum stjómmálaflokki mistekist jafn herfilega að snúa vöm í sókn. Kim þótti, þegar á reyndi, bráðlynd og hrokafull og svör hennar við spumingum um stefnu hennar í fjárlaga- og velferðarmálum virtust tvíræð og óljós. Flokkur hennar hæddist þar á ofan að Jean Chrétien, leiðtoga frjálslyndra, fyrir andlitslýti hans og málhelti sem stafa af andlit- slömun í frumbemsku. Fjölmörg- um ofbauð svo subbulegt athæfi og er einhverra fréttamanna mál að með þri hafi Kim og flokkur hennar endanlega skotið sig sjálf í kaf. stjómmálamaður hefur hann að baki drjúga reynslu, þar eð hann var fyrst kosinn á þing fyrir 30 ámm og var í 20 ár ráðherra í hinum ýmsu ráðuneytum frjálslyndra. M.a. hefur hann verið fjármála-, orku-, dóms- og indíánamálaráðherra og að sögn fróðra manna gegnt 19 ráðherra- embættum alls. Best tókst Chrétien að ná til kjós- enda í Ontario, sem hefur öðmm fylkjum fremur verið fomstufylki Kanada sem sambandsríkis, og í austurstrandarfylkjunum fjórum (Nýja Skotlandi, Nýju Brúnsvík, Ný- frindnalandi, Játvarðsey), þar sem atvinnuástand er með verra móti og allþungar áhyggjur um hvað verða muni um fylki þessi ef Québec klýf- ur sig frá. Áfallalaust slapp Chrétien þó ekki úr kosningunum. Vegna þess að hann er eindregið á móti skilnaðartilhneigingum Québec- manna er hann miðlungi vinsæll í heimafylki sínu og beið þar lægri hlut fyrir BQ. Nokkrar líkur em á að kanadísku kosningaúrslitin verði byrjunin á því að Kanada klofni í tvö ríki (ef ekki fleiri) ensku- og frönskumæl- andi manna. Úrslit þessi em líka síð- asta hættumerkið af mörgum — og líklega það ískyggilegasta til þessa — fyrir gamalgróna flokka í stjóm- málum Vesturlanda. Nefna má til dæmis að í síðustu þingkosningum í Frakklandi kaus aðeins um helm- ingur kjósenda „gömlu og virðu- legu" flokkana, hinir annaðhvort kusu nýrri og „óábyrgari" flokka eða sátu heima. Og fyrst svona fór fyrir kanadíska íhaldsflokknum, hvað tryggir þá t.d. bróðurflokk hans í Bretlandi, sem hingað til hefur talið sig ömggan í skjóli svipaðs flokka- og kosningakerfis og Kanada hefur, fyrir sömu örlögum? IVIeð sínii nefi í þættinum í dag verður enn einu sinni farið í smiðju til Savanna TVíós- ins og gefnir hljómar við lag sem þeir hafa sungið inn á plötu. Að þessu sinni verður fyrra lag þáttarins lagið „Svona er lífið — hvað um það“, en það er höfðinginn á Kópareykjum, Jónas Ámason, sem gert hefrir texta við hið heimskunna lag Bobs Dylan „Don’t think twice". Eflaust em ein- hverjir sem vilja halda sig við ensku útgáfuna og verða þeir þá bara að finna textann í söngbókum. Seinna lag þáttarins er ekki síður þekkt meðal söngelskra íslendinga, en það er hið sívinsæla Iag „Gunna var í sinni sveit". Góða söngskemmtunl SVONA ER LÍFIÐ — HVAÐ UM ÞAÐ C G Am Það tjóar ekki að sitja og gmfla gæskan, F G — útí hvemig komið er. C G Am Það tjóar ekki að sitja og gmfla gæskan, F G — upp frá þessu fer sem fer. C C7 Mig varðar ei lengur um tryggð né trú F C og ástæðan til þess er einfaldlega sú, C Am F að ég er eins og ég er, og þú eins og þú, C G C en svona er lífið — hvað um það. Það tjóar ekki að hrópa á mig, elskan, ég hef heyrt þig hrópa nóg. Það tjóar ekki að hrópa á mig, elskan, mín er heill í hosiló. Á öxl mér hangir aftur gamli sjópokinn, í vestur út til strandar liggur vegur minn. Þú vildir ekki gefa mér kveðjukoss á kinn. En svona er lífið — hvað um það. GUNNA VAR í SINNI SVEIT C G Gunna var í sinni sveit Am F saklaus, prúð og undirleit, C G hláturmild, en helst til feit, i C G C en hvað er að fóst um það. Svo eitt haust kom mærin með mjólkurbíl um leið og féð, henni var það hálft um geð, en hvað er að fóst um það. E Svo ieigði hún sér kvistherbergi Am upp við Óðinstorg D7 og úti fyrir blasti við G G7 hin syndumspillta borg. c o o < » X 2 0 1 0 G < » o o 2 0 0 0 3 Am iT ! brr-j- X 0 2 3 1 0 F i > o i < » 4 > X 3 4 2 1 1 E n n i i > 4 L i J 0 2 3 10 0 D7 G7 3 2 0 0 0 1 Engum bauð hún upp til sín og aldrei hafði hún bragðað vín, horfði bara á heimsins grín, en hvað er að fóst um það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.