Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. nóvember 1993 Tíminn 5 Bubbi Morthens með nýja plötu, Lífið er Ijúft: Þaö er svo gott að elska Fyrir 13 árum sagðist hann „aldr- ei, aldrei ætla að vinna ísbirninum í,“ sem frægt varð um land allt. Þrátt fyrir það hefur líf og vinna fískverinmarfólks verið Bubba Morthens afar hugstætt og ófá yrk- isefni hefur hann sótt til þess fólks sem vinnur hörðum höndum við að skapa landsmönnum dýrmætan gjaldeyri, þótt laun þess og kjör séu ekki í neinu samræmi við mik- ilvægi starfsins. Það kom því ekki svo mjög á óvart þegar nýja platan, Lífíð var ljúft, var kynnt opinber- lega í frostlausum frystiklefa í fyrrum húsnæði Bæjarútgerðar Hafnarfíarðar í vikunni. Þar göptu við berar og þurrar ammoníaks-leiðslumar sem áður mögnuðu upp margra gráðu kulda til vamar dýrmætum sjávarafúrð- um, á meðan þær biðu útskipunar í næsta skip sem flutti þær á erlenda markaði. í stað kulda og frosthljóða fry- stiklefans hljómuðu þar ljúfir tónar nýjustu afurðar Bubba Morthens, Lífið er ljúft, og gestir gæddu sér á mat og drykk. Jákvæður „Lífið er ljúft, það er engin spum- ing. Eftir að ég gifti mig og eignað- ist böm og varð meira heimiliskær en áður þá hef ég uppgötvað það, á gamals aldri, að lífið er alveg meiri- háttar ljúft.“ - Hvemig getur lífið verið ljúft á tímum atvinnuleysis, minnkandi kaupmáttar og annarra þrenginga sem venjulegur launamaður þarf að búa við? „Það skapar hver maður sinn hug- arheim sjálfúr. Eftir að hafa verið búinn að syngja í mörg ár um erfið- ar aðstæður fólks í þjóðfélaginu þá hugsaði ég með mér, af hveiju ekki að snúa blaðinu við og gera eitt- hvað sem enginn býst við af mér; gera heila plötu þar sem ekkert er nema jákvæðni." Bubbi segir að ástæðan fyrir þess- ari jákvæðu afstöðu sé m.a. að sýna fólki fram á að það sé í sjálfu sér já- kvætt að reýna að vera jákvæður og kannski ekki vanþörf á. Hann segir að þótt Matthías, ritstjóri Mogga, sé að skamma forsætisráðherra þá sé það gert með jákvæðu hugarfari. Hvemig hafa viðtökumar verið út um landið við þessum jákvæða boð- skap þar sem sífellt er verið að skerða kvótann og taka lífsbjörgina frá fólkinu sem býr við sjávarsíð- una? „Fólk tekur alveg ótrúlega vel í þennan jákvæða boðskap sem ég Brynja Gunnarsdóttir og Bubbi Morthens ásamt barni þeirra. predika á tónleikum vítt og breitt um landið. En auðvitað tala ég líka um ástandið og stór hluti af minni tónleikadagskrá fjallar einmitt um þessa hluti sem fólkið býr við og á við að etja í sínu daglega lífi. Mín skilaboð til fólksins em jafnframt þau að gefast aldrei upp og reyna með öllum tiltækum ráðum að vera jákvæður. Við þolum áföllin í lífinu betur ef við reynum að sjá t.d. bros- legu hliðarnar, jafnvel þótt það sé varla glæta framundan." Bubbi segir að þetta skipti mjög miklu máli, enda sé hann ekki sam- mála því að það sé hamrað enda- laust á bölmóðnum. Hann óttast heldur ekki að þverrandi ráðstöfun- artekjur fólks muni koma niður á sölu plötunnar. „Platan mín er umhverfis- og manneskjuvæn og heilsubætandi. Ég hef þá staðfestu trú að platan muni létta fólki stundimar í skammdeginu og einnig í erfiðleik- um dagslegs lífs. Ég trúi því líka að ég færi jafnvel fólk saman sem hef- ur kannski verið að reisa veggi sín í rnilli." - Eitt lag á plötunni heitir Þeir hafa trúðinn en vantar trúbador. Hvað er þama á ferðinni? „Þetta er minn boðskapur og yfir- lýsing til íslenskra stjórnmála- manna og stjómmála almennt hér- lendis. Um leið er ég að segja við fólk að það leggi við hlustir sína eigin rödd og fari eftir sínu innsæi. Að fara ekki eftir því sem aðrir segja og öðmm finnst. Það er boðskapur lagsins." Ástaróður til Brynju - Lífið er ljúft fjallar um ástina, fjölskylduna, hjónabandið o.s.frv. Var það eitthvað öðru fremur sem rak þig til að gera þessa plötu eða er hún sjálfsprottin, ef svo má segja? „Hún er sjálfsprottin, þannig séð. Sem listamaður þá sest ég aldrei niður og velti því fyrir mér hvað muni seljast og hvað ekki, heldur reyni að fara eftir mínu eigin inn- sæi. En málið er að ég hef aldrei áð- ur gert svona plötu, um þessar til- finningar sem ég þekki nú en þekkti ekki áður. En síðast en ekki síst þá langaði mig til að votta eig- inkonu minni ást mína á þennan máta.“ - Það ættu kannski fleira að gera? „Hvers vegna ekki? En það er að vísu dálítið dýrt,“ segir Bubbi og hlær. - Þegar hlustað er á nýju plötuna fer ekki hjá því að þar gæti veru- legra áhrifa frá bandarískri sveita- tónlist? ,ýVmerísk áhrif. Það er rétt og verður að viðurkennast, hreint út sagt. Menn halda kannski að ég hati Ameríkana af því að ég vil herinn úr Tlmamynd, Pjetur. landi. En það er nú ekki þannig. Margt af því allra besta í tónlistinni hefúr komið frá Bandaríkjunum og sérstaklega hefur bandaríska þjóð- lagatónlistin haft sterk ítök í mér og það má rekja langt aftur í tím- ann,“ segir Bubbi Morthens. -GRH Brynja Gunnarsdóttir: 011 hiónabönd eru erfið en petta er voða Ijúft „Þetta er auðvitað alveg yndisleg til- finning þegar hann opinberar svona ást sína til mín. Þetta mættu fleiri eig- inmenn gera við sínar konur," segir Brynja Gunnarsdóttir, eiginkona Bubba Morthens. En nýja platan, Lífið er ljúft, er tileinkuð henni, ást þeirra, hjónabandinu og fjölskyldunni. Hún segir að það sé engum vand- kvæðum bundið fýrir sig að bera heila plötu á bakinu ef svo má að orði kom- ast. „Það er mjög auðvelt. Við erum búin að búa saman í átta ár og höfum upp- lifað ýmislegt á þeim tírna." Brynja segir að það sem eiginmaður- inn geri komi alltaf á óvart. En í þessu tilviki ekki svo mjög þar sem hún var meira og minna viðstödd þegar hann var að semja lögin á nýju plötuna á heimili þeirra hjóna. „Hann vinnur heima og því hefur það pínulítil áhrif á heimilislífið.“ Hún neitar því ekki að það geti á stundum verið dálítið erfitt að vera gift þekktum tónlistarmanni. Hins vegar reyna þau eftir megni að vemda fjölskylduna og einkalífið frá fjölmiðl- umog öðrum. „Öll hjónabönd eru erfið og því þarf að leggja rækt við þau. En þetta er voða ljúft og ég þekki raunar ekkert annað. Þetta er mitt fyrsta hjóna- band.“ Brynja segist ekki eiga neitt sérstakt óskalag á plötunni en það séu nokkur lög á henni sem henni finnst vera öðr- um betri. „Ég syng meira með þessari heldur en Kúbu-plötunni." Það hefur verið haft á orði að nýjan platan sé nokkurs konar B-hlið Konu- plötunnar, en sú plata fjallaði m.a. um skilnað Bubba ffá fýrri konu hans og þeim tilfinningum sem því fýlgir. ,Jriér finnst Konu-platan ofsalega góð, en mér finnst þær ekkert líkar. Eins og Bubbi hefur sjálfur sagt, þá var Konu-platan um skilnað og bömmer, en þessi er um ástina.“ -CRH FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ Umsókn um framlög úr framkvæmdasjóði fatlaðra 1994 Stjórn Framkvæmdasjóðs fatlaðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum árið 1994. Um hlutverk sjóðsins vísast til 40. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra. Umsóknum skal skila til hlutaðeigandi Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra sem veita nánari upp- lýsingar. Svæðisskrifstofa Reykjavíkur, Nóatúni 17, Reykja- vík Svæðisskrifstofa Reykjaness, Digranesvegi 5, Kópavogi Svæðisskrifstofa Vesturlands, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi Svæðisskrifstofa Vestfjarða, Mjallargötu 1, (safirði Svæðisskrifstofa Norðurlands vestra, Ártorgi 1, Sauðárkróki Svæðisskrifstofa Norðurlands eystra, Stórholti 1, Akureyri Svæðisskrifstofa Austuriands, Tjarnarbraut 39 e, Egilsstöðum Svæðisskrifstofa Suðuriands, Eyrarvegi 37, Sel- fossi Umsóknum skal skila til svæðisskrifstofa fyrir 1. desember 1993. Félagsmálaráðuneytið, 3. nóvember 1993.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.