Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 6. nóvember 1993 Menntamálaráðherra lýsir efasemdum um ágæti fyrirkomulags við úthlutun starfslauna til rithöfunda: Rithöfundar úthluta sjálfum sér launum Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra lýsti á Alþingi vissum efasemdum um ágæti núgildandi fyrirkomulags við úthlutun starfslauna til rithöfunda. Hann á þar viö það fyrirkomulag að út- hlutunamefnd starfslauna til ríthöfunda er skipuð af stjóm Rithöf- undasambands íslands. „Þriggja manna úthlutunamefnd er öll tilnefnd af stjóm Rithöfunda- sambands íslands. Það kemur eng- inn annar þar nærri. Það getur svo verið verkefni fyrir siðavanda al- þingismenn og rannsóknarblaða- menn að athuga hvort stjómar- Frjálslyndir riftu strax á fyrsta degi margra milljarða dollara samningum fyrri stjómar um herþyrlukaup og krefjast endurskoðunar á NAFTA-samn- ingum við Bandaríkin og Mexíkó. Tuttugu og tveir ráðherrar sitja undir forsæti Jean Chrétiens forsætisráð- herra og hafa ekki verið færri í tvo ára- tugi. Þetta gerir þvf einn ráðherra á um það bil 1.300.000 þegna og mætti vera ýmsum til eftirbreytni. íslendingar geta dundað við að reikna út hve marga ráð- menn Rithöfundasambandsins eða frambjóðendur til stjómar hafi feng- ið betri afgreiðslu hjá úthlutunar- nefnd, sem þeir sjálfir hafa valið. Komi það í ljós þá er sjálfsagt að at- huga með breytingar á lögunum, en um það hefúr Alþingi síðasta orðið." herra þyrfti samkvæmt þessu á Islandi. Hins vegar bjó Chrétien til átta hálfráð- herra, sem ganga til ýmissa verka án þess að sitja beinlínis í stjóminni. Eitt af kosningaloforðum Chrétiens og flokks hans var að banna fiskveiðar utan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar. Á Stórabanka út af austurströnd Kanada hefur þorskstofninn hrunið - hrapað á norðursvæðunum úr 100.000 tonnum í 18.000 tonn og í kjölfarið hefur kanad- ískum fiskimönnum verið bannað að Þetta sagði Ólafur G. í umræðum um skýrslu Ríkisendurskoðunar um fjármálaleg samskipti Hrafns Gunn- laugssonar og nokkurra ríkisstofn- ana. Hrafn hefur verið ásakaður um hagsmunaárekstra með setu sinni í stjóm ýmissa nefnda á vegum kvik- myndagerðamanna. Ólafur sagði að víðar væri ástæða til grunsemda um hagsmunaárekstra og benti á Rit- höfundasambandið í því sambandi. Þráinn Bertelsson, formaður Rit- höfundasambandsins, sagði að það veiða þorsk. Chrétien hefúr nú skipað Brian Tobin í sæti sjávarútvegsráðherra. Brjánn þessi er þingmaður frá Nýfundnalandi og er þekktur sem hörkukarl, sem lætur ekki hvem sem er segja sér fyrir verkum. Hann er einn fárra þingmanna, sem rekinn hefur verið af þingi fyrir að rífa kjaft, - þótt ekki væri útlegðin lengri en hálfur dagur. Hann hefur gefið yfirlýs- ingar að loknum fyrsta stjómarfundin- um um að við kosningaloforðin verði staðið. Kanadastjóm muni ekki þola út- lendum veiðiskipum að rífa úr þorsk- stofninum rétt utan við fiskveiðilögsög- una. Brian Tobin kveðst munu grípa til allra tiltækra ráða til að koma í veg fyr- ir að þeir, sem hann kallar nútíma sjó- ræningja undir þægindafánum, gereyði kynni að vera rétt að stjóm Rithöf- undasambandsins væri ekki heppi- legasti aðilinn til að finna menn í stjóm úthlutunamefndar starfs- launa. Fyrrverandi stjórn Rithöf- undasambandsins hafi valið að skipa sjálf í nefndina. Þráinn sagði að nú- verandi stjórn mundi taka til alvar- legrar skoðunar að fela einhverjum öðrum aðilum að finna menn í út- hlutunamefndina, en búist er við að ný nefnd verði skipuð á næstu mán- uðum. -EÓ þorskinum, áður en unnt verði að byggja upp stofninn að nýju. Hann býst við skýrslu frá kanadísku Hafrannsókn- arstofnuninni innan skamms og kveðst síðan reyna fyrst með góðu að sannfæra aðrar fiskveiðiþjóðir (einkum Portúgali og Spánveija) um réttmæti þorskveiði- banns. Tákist honum það ekki, mun Kanadastjóm banna veiðar á þessum svæðum með einhliða löggjöf til að varðveita hrygningarsvæði og þorsk- stofn, jafnvel þótt utan 200 mílna lög- sögunnar sé. Brian Tobin bendir á að fiskveiðar fyrir austurströnd Kanada séu mikilvægar frá sögulegu, menning- arlegu og þjóðhagslegu sjónarmiði. E. Hanson, Sask., Canada Sjá bls. 8 og 9 Lífið er Ijúft: Aftur til upprunans Þeir sem gerst þekkja, telja að með nýju plötunni, Lífið er Ijúft, sé Bubbi Morthens að ferðast aftur í tímann, aftur til upprunans og þeirrar tónlistar sem hvað mest hefur mótað hann gegnum tíöina. Það er töluverð breyting frá Kúbu- plötunni sem var kannski sú sér- stæðasta sem hann hefur gert á ferl- inum, fram til þessa. Þótt Bubbi hafi selt um 130 þúsund plötur á 13 ára ferli og plötur hans hafi einatt fengið mjög góðar viðtök- ur, virðist hann hafa gert enn betur með þeirri nýjustu. Samkvæmt því sem Jón Ólafsson, forstjóri Skífunn- ar, segir þá seldust fyrstu 2500 ein- tökin af Ljúfú lífi upp á fjórum dög- um. AIls eru ellefu lög á nýju plötunni, en frumdrög að henni voru lögð í ársbyrjun. Með þursabit í baki um páskana gafst næði til að liggja yfir textagerðinni og upptökur fóru svo fram á ellefú dögum í sumar sem leið í stúdíó Sýrlandi. Eins og áður er einvalalið tónlistar- manna sem aðstoðar Bubba á plöt- unni og þar er fremstur meðal jafn- ingja, Eyþór Gunnarsson. Auk spila- mennskunnar annaðist hann stjórn upptöku og sá um útsetningar ásamt höfundi, en þeir unnu einnig saman við gerð Kúbu-plötunnar. Upptökustjórn og hljóðblöndun var í höndum Óskars Páls Sveinssonar. Aðrir tónlistarmenn eru þeir Gunn- laugur Briem trommuleikari, Jakob Magnússon bassaleikari SSSól og Guðmundur Pétursson blúsgítaristi. Þá syngur Ellen Kristjánsdóttir með Bubba í einu lagi og raddar ásamt Sævari Sverrissyni. Þess má geta að kvikmyndafélagið Út í hött - inn í mynd er að gera heimildarmynd um Bubba og gerð plötunnar. -GRH Sjá einnig blaðsíðu 5 Tryggingastofnun: Hætt að end- urgreiða tannréttinga- kostnað TVyggingastofnun hættir að end- urgreiða kostnað vegna tann- réttinga baraa eftir 31. des. nk. nema að meðferðin falli undir skilgreiningu um alvarieg tilvik og stofnunin hafi áður samþykkt að endurgreiða kostnaðinn að 65-100% hluta. Eftir næstu áramót verður tannréttinga- kostnaður almennt ekki greidd- ur og hlutaðeigandi verða að bera hann sjálfir. TVyggingastofnun hefur greitt tannréttingakostnað bama að hluta eða að fullu eftir ákveðnum reglum síðan á árinu 1989. Þeim reglum hefur verið breytt nokkr- um sinnum. Með breytingum á Almanna- tryggingum í janúar 1992 var felld úr gildi heimild TVygginga- stofnunar til að endurgreiða tannréttingakostnað. í nýju lög- unum var þó bráðabirgðaákvæði sem heimilaði þessar greiðslur til 31. desember 1993 til þeirra sem rétt áttu á endurgreiðslu á árinu 1991. Einnig var með breyting- unni 1991 heimilað að greiða styrk til aðgerða hjá tannlækn- um vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa eða sjúk- dóma. Reikningar sem heimilt verður að endurgreiða, verða áfram af- greiddir hjá sjúkratryggingadeild Tryggingastofnunar að Tryggva- götu 28 í Reykjavík og hjá um- boðum stofnunarinnar utan Reykjavíkur. £ Jólafrímerki Ný jólafrímerki koma út mánudaginn 8. nóvember. Fyrstadagsumslög fást stimpluö á pósthúsum um land allt. Einnig fást þau með pöntun frá Frimerkjasölunni. - FRIMERKJASAIAN PÓSTUR OG SÍMI Pósthólf 8445, 128 Reykjavik, Sími 63 60 51 Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur eða fólk með uppeldismenntun óskast til starfa á neðangreinda leikskóla: Leikgarður v/Eggertsgötu, s. 19619 Ægisborg v/Ægissíðu, s. 14810 Eingöngu í 50% starf e.h. á leikskólana: Álftaborg v/Safamýri, s. 812488 Grandaborg v/Boðagranda, s. 621855 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskóla- stjórar. Dagvist bama Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277 Ný tónlistarrás Aflvakinn hf, rekstrarfélag útvarps- stöðvarinnar Aðalstöðin, hóf í gær að útvarpa á nýrri útvarpsrás, FM 97,7. Nýja rásin nefnist X-ið. X-ið verður einkanlega tónlistar- útvarp þar sem klassísk rokktónlist verður í fyrirrúmi auk frétta úr hljómlistarheiminum. Að sögn talsmanna Aflvakans hf. verður áfram útvarpað á Aðalstöð- inni vönduðu dagskrárefni með aukinni áherslu á margslungna þætti hins sígilda mannlega samfé- lags. Stjómendur nýju útvarpsrásar- innar X-lö, era f.v. Sigmar Guö- mundsson og Bjöm Baldvinsson stjómendur dagskrár og Þormóö- ur Jónsson framkvæmdastjóri Aflvakans hf. Þorskastríð í aðsigi við Kanada: Frjálslyndir munu láta verkin tala Nýir ráðherrar hafa svarið Elfsabetu II drottningu hollustueiöa f Ottawa, Kanada. Frjálslyndir láta nú verkin tala eftir stórsigur sinn í kosningunum 25. október sl., þegar fyrri stjómarflokkur nær þvf gereyddist, sem haföi setið við stjómvölinn f níu ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.