Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. nóvember 1993 Tíminn 7 það var aldrei inni í myndinni að ég myndi sjálfur leika eða leikstýra hér, a.m.k. ekki fyrsta veturinn. - Þú segir fyrsta veturinn. Ertu kominn til að vera? „Já, ég hef sagt það í gamni að öllu gamni fygi einhver alvara og fyrir mér er þetta stórt skref að taka að mér svona starf og ég vona að það verði til einhvers tíma. Vegna bak- grunnar míns í leiklistinni er það óskaplega mikil tilbreyting fyrir mig að vera kominn til að vera. Ég hef alltaf verið að Ieita, ekki á neinum flótta heldur hefur leitin verið yfir- lýst stefna." Hélt til í Samkomu- húsinu - Nú ertu tengdur Akureyri og Ieik- félaginu hér frá fyrri tíð með sér- stökum hætti? „Ég bjó hér sem unglingur vegna þess að allt móðurfólkið er héðan. Það var mikill uppgangur í leikhús- lífi á Akureyri á þessum árum í kringum 1970 og jafnvel settar upp 6-7 sýningar á ári. Þá var sú hug- mynd að kvikna sem varð síðar að hér yrði stofnað atvinnuleikhús. Þá var fenginn hér til starfa, sem eins- konar framkvæmdastjóri leikfélags- ins, Sigmundur örn Arngrímsson, leikari og leikstjóri. Hann kom á fót og skipulagði Ieiklistarnámskeið og fékk til liðs við sig Arnar Jónsson og Þórhildi Þórleifs. Það er skemmst frá því að segja að ég hélt til í Sam- komuhúsinu og gerðist leikhúsrotta í öllum látunum og bjargaði þannig lífi mínu og sálarheill." - Lentirðu í einhverjum sálarháska á unglingsárunum? „Nei, nei, þetta var þessi venjulegi tilvistarvandi sem svo margir ung- lingar lenda í og leggjast í flakk um nætur og prófa jafnvel að drekka brennivín. Þetta var mitt brennivín, eins og Tóta trunta segir í Sölku Völku og ég drakk mig fullan af leik- húsandanum. Og þegar þetta leik- hús stóð á krossgötum um hvað það ætlaði sér að verða þá stóð ég á krossgötum í mínu lífi um hvað ég ætlaði að gera. Það varð ekki aftur snúið með Ieikhúsið hér og það varð að stíga skrefið til fulls, verða at- vinnuleikhús. Það var hin rökrétta þróun mála. Þannig varð það með mig og ekki varð aftur snúið, ég varð að fara í leiklistarskóla." - Hvar lærðir þú til leikara? „Ég var fyrst í leiklistarskóla S.Á.L. en það var skóli sem þessi samtök áhugafólks um leiklistarnám kom á laggirnar og sneið m.a. eftir leiklist- arskólum á Norðurlöndum. Þessi skóli varð svo Leiklistarskóli íslands áður en ég kláraði árið 1976. Það var unnið mikið frumkvöðlastarf þarna og þeir kennarar sem við réðum, urðu seinna aðalkennarar skólans. Þetta er sennilega eini ríkisskólinn sem hefur risið svona neðan frá. Minn bakgrunnur í námi er frum- kvöðlastarf og það hefur e.t.v. ein- kennt starfsferilinn síðan." Einn í næðingnum að loknu námi - Hvað tók þá við þegar náminu lauk? „Það er stundum sagt að það sé erf- itt að komast inn í leiklistarskóla en ég held að það sé ekkert eins erfitt og að koma út úr leklistarskóla. Það er voðaleg skelfing sem grípur fólk þegar dyrnar Iokast að baki þess. Það kemur úr ákaflega vernduðu um- hverfi þar sem það hefur nóg að gera, alltaf einhver til að rétta því verkefnin upp í hendurnar og horfa á þá af áhuga alla daga. Svo gerist það skyndilega að enginn hefur áhuga á manni og maður stendur einn í næðingnum. En það rætist venjulega úr hjá fólki.“ - Og það hefur ræst vandræðalaust úr hjá þér? Já, það gerðist smátt og smátt. Ég var alltaf að gera eitthvað en svo réðst ég hingað til Leikfélags Akur- eyrar tveimur árum eftir að ég út- skrifaðist og var hér í tvö ár. Lokin á því tímabili voru mjög skemmtileg. Þá lék ég Lucky í Beðið eftir Godot, en sú sýning er nokkuð fræg í sögu Leikfélags Akureyrar. Hún fékk m.a. menningarverðlaun Dagblaðsins og okkur var boðið til írlands á Beckett hátíð. Þetta er í eina skiptið sem ég hef æft oftar eftir frumsýninguna en leikið. Venjulega er hætt að æfa leik- rit eftir frumsýningu en við höfðum svo gaman að vinnunni við þetta verk að við héldum áfram að snurf- usa hana. Orðinn sérhæfður í viðkvæmum lista- mönnum Ég lék hér síðast fyrir tíu árum og þá hinn sértæða listamann Vincent Van Gogh. Hann fór ekki troðnar slóðir og skar af sér eyrað eins og frægt er. Verkið sem heitir Bréfber- inn frá Arles, er ákaflega fallegt og fjallar um tvö síðustu árin í lífi Vans Gogh og samband hans við alþýðu- manninn Roulin bréfbera og fjöl- skyldu hans í smábænum Arles. Síð- ast þegar ég var á Akureyri var ég sem sagt Van Gogh. Ég er annars að verða sérhæfður í að leika viðkvæma listamenn á barmi taugaáfalls." - Hefurðu leikið marga btjálæð- inga? Já, a.m.k. listamenn sem eru alveg á mörkunum. Síðasti listamaðurinn sem ég lék var Carlo Gesualdo í Und- irleikur við morð, en Carlo þessi vann það sér helst til frægðar að semja undurfagra madrígala og svo drap hann konu sína og lógaði ást- manni hennar. Nú, svo var T.S. Elli- ot í ákveðinni sálarkreppu en hann Iék ég í Tom og Viv með Alþýðuleik- húsinu. Tom sendi Viv á geðveikra- hæli og það er verið að gera mynd um það mál núna.“ - Nú ertu e.t.v. þekktastur fyrir EGG-leikhúsið og sérstaklega verk- ið Ekki ég heldur, en þú hefur sem sagt alltaf verið að gera eitthvað ásamt því. „Já, ég hef aldrei lifað af Egg-leik- húsinu, ég hef bara borgað með því. Ég hef unnið fyrir leikhús, fjölmiðla, haldið námskeið o.s.frv. til að hafa lifibrauð af. EGG-leikhúsið var bara einskonar heimur fyrir draumana." Leikstjóri á eigin leik- gerð eftir áramót - Þú sagðir áðan að þú ætlaðir ekki að leikstýra eða leika hér. Þýðir það að þú komir ekki nálægt sviðinu í vetur nema sem leikhússtjóri? „Nei, ég mun reyndar leikstýra verki í Þjóðleikhúsinu eftir áramót. Þetta er mín eigin leikgerð á þremur sögum eftir Guðberg Bergsson. Þjóðleikhúsið hafði þegar fengið mig til samstafs þegar ég sótti um starfið hér og ég gat ekki breytt því og réði mig með því skilyrði að ég æti sinnt þessu fyrir Þjóðleikhúsið. g hafði að vísu ekki lokið við að skrifa verkið þegar ég kom hingað til að undirbúa veturinn. Og það var ekki mikill tími til þess þar sem ég stóð í eilífum bréfaskriftum til út- landa að fá handrit, lesa þau, senda þau til baka, ganga frá höfundarrétt- armálum og útvega mannskap. Þetta skildi Stefán Baldursson vel, þar sem hann er leikhússtjóri sjálfur, og það varð því úr að ég lauk við undir- búninginn áður en ég fór til Spánar, en ég hafði ákveðið að fara þangað til að læra spænsku. Þar lauk ég svo við leikgerðina, lærði svolitla spænsku og lá pínulítið í sólbaði. Þetta verk verður frumsýnt í lok mars og það er að vísu óheppilegur tími til að vera í Reykjavík því það verða tvær sýningar í fullum gangi hér og sú þriðja í æfingu." - Eru fleiri tímar í sólarhringnum á Spáni en íslandi? „Já, ef til vill. Þetta tókst allavega en mér lætur ákaflega vel að vinna í skorpum en það besta sem ég veit er að gera ekki neitt." Nýjungar á Akureyri - Nú hefur þú fortíð sem ein- kenndist af nýstárlegum hlutum í leikhúsi. Hvað kemur nýtt með þér til Akureyrar? (Viðtalið hefur gengið vel fram að þessu en Viðari finnst spurningin tilgerðarleg. Hann gerir grín að blaðamanni og spyr á móti: „Það er ekkert nýtt undir sólinni. Ég get svarað þessu með klisju ef þú vilt?“ Ég reyni aftur) - Var eitthvað sem þú sást að þú vildir strax breyta þegar þú komst hingað I vor? „Já mig langaði t.d. að búa til ann- að svið fyrir leikhúsið, finna annað rými en það sem við erum bundin við í gamla góða Samkomuhúsinu, sem þó er eitt yndislegasta leikhús landsins. Ég vildi hafa aðstöðu fyrir leikfélagið, þar sem hægt yrði að setja upp annarskonar sýningar. Það er ekkert sem segir að leiksýningar eigi endilega að fara fram í öðrum enda á sal og áhorfendun sé stillt upp á pöllum í hinum. Þessi upp- stilling var bara tískubylgja sem átti sér stað einu sinni og við höfum svo haldið í. Og það er af þessum ástæð- um sem ein sýningin verður ekki í Samkomuhúsinu og það er sýningin Bar par, sem Þráinn Karlsson og Sunna Borg, máttarstólpar leikfé- lagsins til margra ára, leika engar venjulegar rullur. Þau leika eigend- ur bars og nokkra gesti sem koma til þeirra dag einn. Eg vildi líka gefa Sunnu og Þráni tækifæri til að reyna sig í nýju rými í frábæru verki og gefa áhorfendum sem þekkja þau tækifæri til að sjá þau spreyta sig á nýjum stað. Nýr hláturvænn gleðileikur Annað sem ég vildi gera var að láta skrifa nýtt verk fyrir leikfélagið, sem yrði skrifað með alveg sértaká Ieik- ara í huga. Á næstu dögum hefjast æfingar á þessu verki og ég fékk ungan og ferskan höfund, sem enn hvflir leynd yfir, til að skrifa splunkunýjan gamanleik. Það gerist í litlu þorpi sem kallst Gjaldeyri og snýst um söfnunarátak sem Lóðarís- og Dívansklúbbur bæjarins standa að ásamt kvenfélaginu Sverðliljum. Og ef ég fer í grobbdeildina þá er ég mjög stoltur af verkefnavalinu. Verkefnin eru öll verulega góð og spennandi. Það er ekkert þeirra sem ég blygðast mín fyrir, ekki einu sinni í einrúmi með besta vini mínum. Við endum á söngleiknum Óperu- draugnum sem Þórhildur Þórleifs- dóttir leikstýrir, en hún hefur ekki leikstýrt hér síðan hún setti upp My Fair Lady.“ Lítill björn og tígrisdýr - Er gott að vera kominn aftur? „Já, ég hef farið nokkuð Iangan veg síðan fyrir 20 árum þegar leikhúsið hér fór að verða atrinnuleikhús og ég varð atvinnuleikari. Þetta er svona eins og litli björninn og tígris- dýrið í Ferðinni ti Panama, sem við erum að sýna núna. Þeir leggja af stað í ferðalag sem endar að sjálf- sögðu heima hjá þeim, en þar sem þeir höfðu verið í svo langri og mik- illi ferð þá höfðu þeir breyst og allt hafði eitthvað breyst heima. Hver vegur að heiman er vegurinn heim.“ - Og þá ertu kominn heim? „Mér skilst á ágætum vini mínum, Guðbergi Bergssyni, að menn á fertugsaldri lendi í einhverri kreppu með sjálfa sig, svona svipað og kon- ur sem ganga í gegnum breytingar- skeið. Eg er að vísu ekki orðinn fertugur, en svona fer að nálgast það, og ég hef verið að hugsa undan- farin misseri að gera eitthvað annað en ég hef verið að gera; hætta að vera leikari og leikstjóri. Mig lang- aði helst til að skipta um nafn, tungumál, land og starf. En af því að ég er nú svo lítið hugmyndaríkur varð ekkert úr því. En hjá mér kom upp þessi staða að gerast leikhús- stjóri hér og það kom einhvern veg- inn á hárréttu augnabliki. Það eru þessi tuttugu ár síðan leik- húsið varð atvinnuleikhús og tutt- ugu ár síðan ég stóð á krossgötum um hvað ég ætlaði að gera í lífinu og það er í sjálfu sér nokkuð mikil breyting á högum mínum að koma hingað. Og ég hef lent í ýmsum æv- intýrum á leiðinni og reynt ýmislegt sem væntanlega á eftir að koma mér til góða hér.“ Bfélag bókagerðar manna Félagsfundur í Félagi bókagerðarmanna verður haldinn fimmtudaginn 11. nóvember 1993 kl. 17.15 að Hótel Holiday Inn við Sigtún. Dagskrá: 1. Félagsmál a) Breytingar i stjóm b) Fjármál c) Útgáfúmál 2. Lífeyrissjóður bókagerðarmanna 3. Önnur mál V_____________________________2 Félagsmenn eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Reykjavík, 25. október 1993 Stjóm Félags bókagerðarmanna MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til há- skólanáms í Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð 1. Dönsk stjómvöld bjóða fram fjóra styrki handa (s- lendingum til háskólanáms I Danmörku námsáríö 1994-95. Styrkimir em aetlaöir þeim sem komnir em nokkuö áleiöis I háskólanámi og em miöaöir viö 9 mánaða námsdvöl, en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir. Styrkfjárhæöin er áætluö um 4.000 d.kr. á mánuði. 2. Norsk stjómvöld bjóða fram styrk handa íslenskum stúdent eöa kandídat til háskólanáms I Noregi náms- árið 1994-95. Styrktímabilið er níu mánuöir frá haust- misseri 1994. Til greina kemur að skipta styrknum ef henta þykir. Styrkurinn nemur um 5.700 n.kr. á mán- uöi. Umsækjendur skulu vera yngri en 35 ára og hafa stundaö háskólanám I a.m.k. 2 ár. 3. Ennfremur hafa norsk stjómvöld tilkynnt að þau bjóöi fram í löndum sem aöild eiga að Evrópuráöinu fimm styrki til framhaldsnáms viö háskóla í Noregi skólaáriö 1994-95. Ekki er vitað fyrirfram, hvort ein- hver þessara styrkja muni koma i hlut íslendinga. Um- sóknir skal senda til Norges almennvitenskapelige forskningsrád, Sandakerveien 99, N- 0483 Oslo 4, fyr- ir 15. mars n.k., og lætur sú stofriun i té umsókna- reyöublöö og frekari upplýsingar. 4. Sænsk satjómvöld bjóöa fram nokkra styrki handa eriendum námsmönnum til aö stunda nám í Sviþjóö námsárið 1994-95. Styrkir þessir eru boðnir fram I mörgum löndum og eru öðru fremur ætlaöir til náms sem eingöngu er unnt að leggja stund á i Svíþjóö. Sér- stök athygli er vakin á þvi aö umsækjendur þurfa aö hafa tryggt sér námsvist viö sænska stofnun áöur en þeir senda inn umsókn. Styrkfjárhæöin er 6.700 s.kr. á mánuöi námsáriö, þ.e. í 9 mánuði. Styrkir til skemmri tíma koma einnig til greina. Umsóknir um styrkina skulu sendar til Svenska Institutet, Gáststipendier, Box 7434, S-103 91 Stockholm, og lætur sú stofnun í té tilskilin umsóknareyðublöð fram til 1. desember n.k. Umsóknum um styrki skv. liöum 1. og 2. skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykja- vík, fyrir 20. desember n.k. á sérstökum eyöublöðum sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit próf- skírteina ásamt meðmælum. Menntamálaráöuneytiö, 5. nóvember 1993.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.