Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 6. nóvember 1993 MYNDASOGUR A JAPONSKU í Japan eru á hverju ári seldir meira en 1,7 milljarðar mynda- blaða; um það bil 15 blöð á hvern Japana. Teiknimyndasögur, „manga", er dæmigert fyrirbæri í þjóðlífi Japana nú á dögum, en til- tölulega óþekkt utan landsins, þrátt fyrir óskapleg yfirgrip þess. Hvergi annars staðar í veröldinni eru framleiddar eins margar myndasögur og í Japan. Á hverju ári nota Japanir meiri pappír til framleiðslu myndablaða en sal- ernispappírs. Myndablöð eru svo mikið sem 27% af heildarútgáfu japanskra bókaforlaga á ári. Til eru myndablöð fyrir smábörn, unglingsdrengi, unglingstelpur, kaupsýslumenn, húsmæður, karl- menn á tvítugsaldri og jafnaldra vinkonur þeirra. Þau geta fjallað um hvað sem er; ekkert svið er of virðulegt eða of lágkúrulegt. Til eru grínblöð, hryllingsblöð, raunsæisblöð, vísindaskáldsögur og blöð um sagnfræðileg efni. Til eru myndasögur um ást, íþróttir, hasar, klám, ijiatargerð, stang- veiði, golf, kúluspil o.s.frv. Höf- undar og teiknarar gera auk þess að leik sínum, að blanda misjöfn- um efnisflokkum saman. í myndablöðum sínum bregða Japanir upþ mynd af sjálfum sér eins og þeir vildu að þeir væru. Frásagnir um hetjur, sem treysta á mátt sinn og megin og brjóta öll lögmál, eru afar vinsælar. Banda- rískur gagnrýnandi álítur, að myndasögur Japana lýsi undir- meðvitund þjóðarinnar. Sögurnar fjalla mikið um harm, gleði, rómantík og ekki síst við- kvæmni. Japanskar myndasögur eru yfirleitt yfirlætislausar og „einungis" til afþreyingar. Teiknimyndablöð f Japan eru aldrei minna en 100 blaðsíður. Að jafnaði eru blöðin þykk eins og EFTIR OLOF LJUNGSTROM/TT ,Manga“, sem þýðir myndasögur á japönsku, er samsett úr rittáknunum „óábyrgt" og „mynd", þ.e.a.s. óá- byrgar myndir. Listamaðurinn Hok- usai Katsushika (1760-1849) notaði oröið fyrstur árið 1814; hann nefndi skopmyndir sínar svo. Japanir eiga fleiri orð yfir myndasögur. „Gekiga“ eru hinar alvarlegri og raunsæislegri myndasögur. En sumir Japanir sletta ensku og segja „kommikkusu “ (com- ics). símaskrár með 400 til 500 síður og sumar sérstakar útgáfur eru tröllauknar með allt að 900 blað- síðum. Blöðin koma út annað hvort á viku eða mánaðar fresti. Hvert tölublað hefur að geyma nokkrar mismunandi framhaldssögur á 20 til 30 blaðsíðum hver. Vinsælar sögur eru gefnar út í ^00 blaðsíðna kiljubókum á gæða- þappír, - - blöðin eru aftur á móti prentuð á endurunninn pappír í ýmsum daufum litum. Úr því að heil teiknimyndasaga ósjaldan er 9000 blaðsíður að lengd, eru prentaðar margar kilju- bækur. Utgáfufyrirtækin gefa einnig út sögurnar í heild, sér- staklega innbundnar fýrir for- fallna áhugamenn. Vegna hins mikla upplags eru myndasögurnar ódýrar. Fimm „H/ no Tori“ (Eldfuglinn/Fönix) eftir Osamu Tezuka, sem lést árið 1989. Hann er stundum nefndur Walt Disn- ey Japans og er mikill áhrifavaldur í myndasögugerð í Japan. Dæmið er tekiö úr persónulegustu sögu Tez- uka, hinni 9000 síðna löngu og búd- dísku Hi no Tori, sem spannar allt frá þjóðllfi I Japan á 8. öld til geimflauga og samfélags snigla, sem velta fyrir sér tilgangi lífsins. Sagan byggist á hugmyndum Búddatrúarinnar um sálfarir. I þessu dæmi hefur mynd- höggvarinn Akanemaru, sem uppi var á 8. öld, drukknað og endur- fæðst I llki raekju. Rækjan Akanemaru: Nei! Ég er maður. Ég vil vera maður! Það er engin von til þess, að ég fallist á svona lltils verðan llkama. „Kaze to Ki no Uta" (Söngur um vind og tré) eftir Keiko Takemiya. Fegurð- arskyn í japönskum myndasögum fyrir stúlkur er einstakt I sinni röð. All- ar persónur eru dásamlega fagrar með stór stjörnublikandi augu. Algengt minni er vingl á sviði kyn- ferðisins. Söguhetjan er yfirleitt stúlka, sem dulbýr sig sem karlmann og lendir I ævintýrum. Annað minni nefnist „binanshi", fallegur drengur, og fjallar um unga homma. Kaze to Ki no Uta er slík saga. Hún á sér stað í franskri heimavist um slö- ustu aldamót. í dæminu hér rlður sá, sem alla dregur á tátar, Gilbert Coct- eau, út I skóg með vini slnum Serge. Ræðan er dæmigerð: Gilbert: Að bera merki Kains ... það er að skilja til fullnustu niðurlægingu sína. Vertu ekki hræddur... við erum öll af Kain komin. „Ninja Bugeicho" (Hernaðarleg afrek ninja) eftir Sampei Shirato. Slgild sam- úræjasaga frá árinu 1959. Shirato var brautryöjandi I þvl að sýna raunverulegt ofbeldi, en Ninja Bugeicho er engin ofbeldissaga leiginlegri merkingu, heldur skáldsaga um llf almúgafólks f borgarastrlöinu I Japan á 16. öld. Þegar vinstri bylgjan reiö yfir, lásu margir ungir róttæklingar I Japan heldur Ninja Bugeicho en Marx. Á myndunum má sjá höfuð söguhetju myndasögunnar, bændateiötogans og ninjans Kagemarus, tilkynna sjálft komu slna til herforingjans Oda Nobunaga. „Oishinbo", texti eftir Kariya Tetsu og myndir teiknaöar af Hanasaki Akira, ermyndasaga um matargerð. Aðal- söguhetjumar eru tveir blaöamenn, sem skrifa um mat, Kurita og Yamaoka, en þeir eiga að gera hinn fullkomna matseðil. Myndasagan er öðrum þræði krossferö gegn skyndifæði og lélegu hráefni. Til að mynda er gamalt brugghús gagnrýnt. Hinsvegar er stuðningur við hvalveiðar augijós; hvalur er lostæti og veiðarnar hafa menningarlega þýð- ingu. Fimm þættir I Oishinbo fjölluöu um þetta efni. I myndadæminu hafa veðjað rfgmontinn og kjaftfor súshlkokkur, sem leggur mesta áherslu á að maturinn líti vel út, og lltillátur Bandarlkjamaður að nafni Jeff Larson (Ijóshærður og með gleraugu), sem komið hefur til Japans til að læra til súshíkokks, itamae. Að sjálfsögðu sigrar hinn síðarnefndi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.