Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 19
Laugardagur 6. nóvember 1993 Tíminn 19 Guðný Guðrún Jónsdóttir Fædd 31. desember 1905 Dáin 17. október 1993 Suðursveit og Öræfi einkennast af byggðakjömum: nokkur býli þétt saman, en alllangur vegur milli kjarnanna. Einn byggðakjamanna í Suðursveit er Borgarhöfn. Þegar ég var að alast þar upp á 5. áratug þess- arar aldar stóðu þar fimm bæir sam- an í hvammi undir fjöllum, en tveir nokkm fjær, nær sjónum. í Lækjar- húsum bjuggu þá sæmdarhjónin Guðný Jónsdóttir og Sigurður Magnússon. Guðný var frænka mín, móðir hennar hálfsystir ömmu minnar. Milli Lækjarhúsa og Gamlagarðs, þar sem ég átti heima, vom vart meira en 100 metrar. Það var því margt sem olli þvf að sam- gangur var mikill milli þessara bæja: lítil fjarlægð, frændsemi og vinátta mikil. Á þessum ámm hugs- aði bamið ekki mjög um frænd- semi, laðaðist miídu fremur að þeirri hlýju sem einkenndi allt fas húsfreyjunnar og raunar heima- manna allra. Ávallt var mér vel tekið í Lækjarhúsum og minnist ég þess ekki að nokkm sinni hafi styggðar- yrði fallið í minn garð. Er mér óhætt að fullyrða að aldrei hafi orð- ið ágreiningseíni út af búskapar- háttum milli þessara heimila, sem þó hefði ekki verið óeðlilegt í slíku nábýli. Nágrannakrytur var mér þá óþekkt hugtak. Með breyttum þjóðfélagsháttum hurfu þessar tvær fjölskyldur úr Suðursveit með stuttu millibili: for- eldrar mínir fluttust á Höfn 1948, en Guðný og Sigurður með börn sín tvö, Rögnvald og Jóhönnu, til Reykjavíkur árið 1951. Áður hafði elsta dóttirin, Sigurborg, flust þang- að og gengið að eiga Jóhann Krist- mundsson, múrara. Þótt nú væri vík milli vina hélst þó ávallt gott samband milli þessara tveggja fjölskyldna. Guðný og Sig- urður bjuggu í 6 ár ásamt bömun- um tveimur á efri hæð húss Þor- steins bróður Sigurðar að Hjallavegi 40, en festu árið 1955 kaup á neðri hæð í húsinu við Skipasund 34 þar sem þau áttu heima síðan. Þar var gott að eiga innhlaup þegar viðdvöl var höfð í Reykjavík, hvort sem um lengri eða skemmri tíma var að ræða. Þarna var fastur áfangastaður minn á ferðum milli heimilis og skóla í a.m.k. 10 ár. Og ég var ekki sá eini, því að vinahópur hjónanna var stór og húsið opið öllum sem þurftu á mat og húsaskjóli að halda meðan dvalist var í höfuðborginni. Var oft þröngt setinn bekkurinn, því að auk hjónanna og bamanna vom unn- usta og síðar eiginkona Rögnvaldar, Kristín Þórhallsdóttir, sem og Lúð- vík, bróðir Sigurðar, þar lengi vel heimilisföst. Húsið þykir ekki stórt á nútíma mælikvarða, stofugólfið ekki stærra en svo að þegar búið var að reiða þar upp þrjár flatsængur var vart hægt að koma fleimm fyrir. Svo vom það kvöldgestimir. Á þessum ámm held ég ekkert kvöld hafi liðið svo að ekki hafi a.m.k. einn burtfluttur Suðursveitungur, oftast margir, lagt leið sína í Skipa- sund, einnig aðrir vinir og vensla- menn. Þá var margt skrafað, hús- bóndinn gekk um gólf með vasaúrið sitt og húsfreyjan brást ekki með kaffið. Eins var þéttsetið kaffiborðið á sunnudögum. Þegar hugsað er til baka virðist sem Skipasund 34 hafi verið félagsheimili brottfluttra Suð- ursveitunga. Sigurður dó úr krabbameini langt um aldur fram árið 1959. Guðný hélt þó ótrauð sínu striki og risna hennar minnkaði ekki. Aldrei var þreytumerki á henni að sjá, heldur virtist hún því ánægðari sem hún hafði fleiri að annast. Hin síðari ár hrakaði heilsu Guð- nýjar mjög. Tengdadóttur sína og son missti hún með fárra ára milli- bili. Það var undravert hve henni tókst, þrátt fyrir þessi áföll, að halda æðmleysi sínu og glaðværð til hinstu stundar. Bilbug var ekki á henni að finna. Þótt hún væri oft illa haldin af þjáningum var lund hennar síst þyngri en þeirra sem heimsóttu hana. Og með dyggri að- stoð og umhyggju Jóhönnu dóttur sinnar, sem átti heimili með henni alla tíð, hélt hún áfram að veita gestum og gangandi húsaskjól og beina, þótt þörfin fyrir slíkt færi vissulega minnkandi eftir því sem fleiri Suðursveitungar fluttust á mölina. Meðan Guðný hélt sæmilegri heilsu var hún sívinnandi. Hún tók virkan þátt og með mikilli ánægju í starfi aldraðra og hreif fólk til starfa með áhuga sínum og atorku. Púðar og myndir sem hún saumaði skipta mörgum tugum og em með afar fal- legu handbragði. Og varla komum við hjónin svo í heimsókn með börn okkar að hún Ieysti þau ekki út með ávöxtum þessarar iðju sinnar. Guðný var mannblendin með af- brigðum og lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Hún hafði afar gaman af að segja frá og gerði það af ná- kvæmni og innileika. Hún lét sér annt um velferð annarra. Hún var dáð af öllum sem þekktu hana. Vin- ir hennar í Borgarhöfn og á Höfn sýndu aðdáun sína í verki er þeir fjölmenntu til útfarar hennar þ. 25. okt. og fylltu, ásamt vinum hennar og kunningjum hér syðra, Áskirkju. I lok þessara fátæklegu orða send- um við Aldís og bömin Jóhönnu, Sigurborgu og öðmm aðstandend- um Guðnýjar innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Guð- nýjar Jónsdóttur. Eysteinn Pétursson Austanvérar við sama heygarðshomið? Nýlega komst Andreas Pap- andreou til valda í Grikklandi, en hann hafði áður hrökklast þar frá völdum á árinu 1989. Eins og bent hefur verið á, hafði hin fyrri stjóm Papandreous leikið efnahag Grikk- lands grátt og hefur gengið erfið- lega að rétta við fjárhag þjóðarinn- ar síðan. Á fyrri valdaferli sínum var Pap- andreou andvígur Evrópubanda- laginu og Atlantshafsbandalaginu og dró mjög taum Moskvuvalds- ins. Nú hefur Papandreou söðlað um: hann styður NATO og mælir fagurlega til EB, enda sækir hann um ríflega fjárstyrki þaðan. Hann minnist nú ekki á fomvini sína á Volgubökkum. Því er þetta rifjað upp hér, að þeg- ar Papandreou komst til valda í fyrra skiptið, sendi þáverandi for- maður Alþýðubandalagsins, Svav- ar Gestsson, heillaskeyti til Grikkj- ans (sem samherja í andanum). Lesendur skrifa V_________________________> Fróðlegt væri að vita, hvort hér- lendir kommar hafa sama hátt á nú, þegar Papandreou er orðinn hlynntur NATO og EB og hættur tengslum við Moskvumenn. Það leikur nefhilega mikill vafi á því, hvort þeir Alþýðubandalags- menn hafi nokkru sinni bilað í sinni sælu trú, sem þeir tóku forð- um; þeir SÍA-menn m.a. við nám sitt í Austur-Þýskalandi. Svo mikið er víst, að aldrei hafa sést eftir þá Svavar, Hjörleif og félaga ritverk á borð við bók Baldurs von Schir- ach, Ich glaubte an Hitler (Ég trúði á Hitler), en Baldur þessi var æskulýðsfulltrúi Hitlers á Ólymp- íuleikunum í Berlín 1936. Ritverk þeirra, sem lærðu fræðin í Austur- Þýskalandi forðum, hefði t.d. get- að borið heitið: Ich glaubte an Stalin. Gallinn er bara sá, að þeir austanvérar og SÍA-menn hafa ekki tekið sinnaskiptum, svo vitað sé. Guðný Jónsdóttir Bömin læknuð Bókaútgáfan Iðunn hefur gefið út bókina Bamalæknirinn, handbók um bamasjúkdóma og umönnun veikra bama eftir breska lækninn Miriam Stoppard, en áður hafa m.a. komið út eftir hana bækumar Stelpnafræðar- inn, Stóri kvennafræðarinn og For- eldrahandbókin. Bamalæknirinn er handbók fyrir all- ar bamafjölskyldur. Þar er sagt frá hátt á annað hundrað bamasjúkdóm- um, kvillum og vandamálum, ein- kennum þeirra, meðferð og bata. Hverjum kafla fylgja leiðbeiningar um hvenær ástæða sé til að leita læknis og hvað foreldrar geta sjálfir gert til að hjúkra barni sínu og bæta heilsu þess. Mjög auðvelt er að fletta upp í bók- inni og finna í skyndi umfjöllun um hvers kyns sjúkleika sem hrjáð getur böm á öllum aldri, frá fæðingu til unglingsára. Mikill fjöldi skýringar- BÆKBB ) teikninga auðveldar greiningu sjúk- dómseinkenna og hjálpar foreldmm að átta sig á veikindum bama sinna og veita þeim hjúkmn og rétta umönn- un. Sérstakur kafli er í bókinni um skyndihjálp í neyðartilvikum. Einnig er ítarlega fjallað um hjúkmn veikra bama og um öryggi bama á heimilum og utan þeirra. I formála bókarinnar segir höfundur meðal annars: „Meginmarkmiðið með bókinni er að veita foreldmm nægar upplýsingar til að þeir geti metið af heilbrigðri skynsemi hvenær þeim er sjálfum kleift að veita bömum sínum þá hjúkrun og umönnun sem þau þurfa og hvenær rétt er eða nauðsyn- legt að leita læknishjálpar." Bókin er 318 bls. (Fréttatilkynning) Félagsvist Þriggja kvölda félagsvist Framsóknarfélags Amessýslu veröur i Þingborg, Hraun- geröishreppi. föstudagskvöldin 5., 12. og 19. nóvember klukkan 21. Aöalvinningur Utanlandsferö aö eigin vali að verömæti kr. 70.000. Góö kvöld- verölaun. SpómJn Framsóknarkonur Kópavogi Fundurveröur I Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi, aö Digranesvegi 12 fimmtudaginn 11. nóv. kl. 20.30. Fundarefrii: Konur og stjómmál, framsöguerindi Siv Friöleifsdóttir. Félagskonur fjölmenniö og takið með ykkur gesti. Stjómin Mosfellsbær — Félagsvist — 3ja kvölda keppni Framsóknarfélag Kjósarsýslu heldur félagsvist I samkomusal félagsins að Háholti 14, Mosfellsbæ, föstudagana 29. okt., 5. nóv. og 12. nóv. kl. 20.30 hvert kvöld. Verölaun veitt eftir hvert kvöld. Heildarverölaun: Irlandsferö. Spilastjóri: Ágúst Óskarsson. Sljómln Akranes — Bæjarmál Bæjarmálafundur veröur haldinn laugardaginn 6. nóvember næstkomandi I Framsóknarhúsinu. Fariö verður yfir þau mál sem efst eru á baugi I bæjarstjóm. Allir velkomnir. Bæjarfulbúamir Framsóknarvist Framsóknarvist veröur spiluð sunnudaginn 7. nóvember I Hótel Lind kl. 14. Veitt veröa þrenn verölaun karia og kvenna. Sigrún Magnúsdótb'r borgarfulltrúi flytur stutt ávarp I kaffi- hléi. Aögangseyrir kr. 500 (kaffiveitingar inn'ifaldar). Framsóknarféiag Reykjavikur Fulltrúaráð framsóknarfélag- anna í Rvík Fundur veröur haldinn á Hótel Lind, Rauöarárstig 18, mánudaginn 8. nóvember n.k. og hefst kl. 20.30. ' Dagskrá: 1. Akvöröun um hvemig verður staöið að framboösmálum Framsóknarflokksins I Reykjavik viö borgarstjómarkosningamar [ mai 1994. 2. Onnur mál. Stjóm fulltrúaróðsins Sigrún Ráðstefna um samræmda slysaskráningu Föstudaginn 12. nóvember n.k. kl. 9.30-15.00 heldur Slysa- vamafélag íslands ráöstefnu um Samræmda slysaskrán- ingu I ráðstefnusal ríkisins að Borgartúni 6, Reykjavtk. Dagskrá: Kl. 9.30 Setnlng. Einar Sigurjónsson, forseti Slysavamafélags Islands. Ávarp. Fulltrúi heilbrigðisráöherra. Slysaskránlng — staöan I dag. Hvemig er hægt að bæta hana. - Sigurður Helgason, upplýsingafulltrúi Umferöarráös. - Brynjólfur Mogensen, yfiriæknir Slysa- og sjúkravakt Borgar spitalans. - Júlíus Valsson, læknirTryggingastofnun rikisins. - Daniel Hafsteinsson deildarstjóri SÍT/Vátryggingafélögin. - Friörik G. Gunnarsson, aöstoöaryfirlögregluþjónn Lögreglunnar I Reykjavlk. - Kristinn Ingólfsson, fulltrúi Siglingamálastofnunar rikisins. - Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftiriits ríkisins. Öflun upplýslnga um slys. Reynslusaga. Kristján Þorvaldsson, dagskrargerðarmaöur. Kl. 12.00 Léttur hádegisveröur. Kl. 13.00 Viöhorf landlæknis, Ólafs Ólafssonar. Samræmd slysaskránlng—forsenda markvissra slysavama. Ólafur Hergill Oddsson, héraöslæknir. Aö ná árangri meö upplýsingatækninni/uppbygging og rekstur slysaskráningakerfis. Gunnar Páll Þórisson, rekstrarhagfræöingur. Viðhorf alþinglsmanns, Lám Margrétar Ragnarsdóttur. Umræður og raðstefnuslit Ráöstefnustjóri: Ingi Hans Jónsson, Grundarfirði. Þeir, sem hafa áhuga á að sækja ráðstefnuna, vlnsamlegast tilkynni þátttöku á skrífstofu SVFl, síml 91- 627000,1 síðasta lagi miðvikudaglnn 10. nóvember n.k. Slysavarnafélag íslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.