Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.11.1993, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 6. nóvember 1993 Italski boltinn, 11. umferó íiimbbiiim^ Nágrannaslagur í Mílanó Á morgun fer fram 11. umferð í ítalska boltanum. Stórleikur umferðarinnar fer fram á San Siro þar sem að Inter og AC Milan mætast í beinni útsendingu á Stöð 2, en einnig er stór- leikur í Parma þar sem heimamenn taka á móti Juventus. Sl. þriðjudag opnaði markaðurinn fyrir leikmannaskipti að nýju á Italíu og eru miklar breytingar í vændum hjá flestum liðun- um, sérstaklega þeim sem hefur gengið illa það sem af er tímabilinu. Inter getur þakkað Fontolan fyrlr áframhaldandi veru f Evrópukeppninnl, en hann átti stórieik þegar Inter náöl jafntefii gegn Pollon Limassol f vlkunni. Hvað gerir hann gegn grönnunum f AC Milan á morgun. SJónvarpsleikur INTER - AC MILAN Intemazionale átti í miklum erfiðleikum með Pollon Limassol frá Kýpur á miðvikudaginn og náði aðeins 3-3 jafntefli. Liðið komst þó áfram í næstu umferð þar sem liðið sigraði í fyrri leiknum San Siro, 1- 0. Liðið getur þakkað Davide Fontolan fyrir jafnteflið en hann átti stórleik, lagði upp fyrsta markið og skoraði það þriðja. Hann hefur leikið ýmist sem vinstri bakvörður eða sem framherji á þessu tímabili og ávallt verið meðal bestu manna liðsins. Ekki er búist við að það verði gerðar miklar breytingar á leikmannahóp Inter en þó er næsta víst að framherjinn Darko Pancev verði lánaður til Marseille til loka tímabilsins. Lfldegt byrjunarlið: Zenga, Bergomi, Orlando, Jonk, APaganin, Batt- istini, Bianchi, Manicone, Fontolan, Bergkamp, Sosa. AC Milan fékk FC Kaupmannahöfn í heimsókn á miðvikudaginn og sigraði 1-0 í slökum leik þar sem margir fastamenn voru hvíldir. Markvörðurinn Sebastiano Rossi, var á bekknum og fyrirliðinn Franco Baresi, var hvíldur ásamt Roberto Donadoni sem á við smá- vægileg meiðsli að stríða. Þá var Króatinn Zvonomir Boban, einnig hvfldur en hann hefur átt fast sæti í liðinu á þessu tímabili og er næsta víst að hann og Jean-Pierre Papin taki tvö að þremur sætum fyrir út- lendinga í liðinu. Daninn Brian Laudrup, og Svartíjöllungurinn Dejan Savicevic, léku báðir á miðvikudaginn og þótti Savicevic eiga skínandi leik á meðan Laudrup hafði hægt um sig. Miðvörðurinn sterki, Aless- andro Costacurta, missir af leiknum á morgun vegna leikbanns. Líklegt byrjunarlið: Rossi, Panucci, Maldini, Albertini, Nava, Baresi, Eranio, Boban, Papin, Savicevic, Simone. ATALANTA - PIACENZA Mikill órói hefur verið í herbúðum Atalanta að undanfömu. Eftir 1-5 tap gegn neðsta liðinu, Lecce, um síðustu helgi var þjálfarinn, Franc- esco Giudolin, rekinn. Cesare Prandelli og Andrea Valdinoci hafa tekið við liðinu en Prandelli hefur stjómað unglingaliði félagsins með miklum ágætum síðustu ár. Talið er ömggt að Brasilíumaðurinn Ri- cardo Alemao sé á förum frá liðinu en ósætti er milli hans og nýrra stjómenda liðsins. Hann æfir ekki lengur með aðalliðinu og hefúr nú beðið samtök leikmanna að aðstoða sig í deilunni. f hans stað kemur Argentínumaðurinn Leo Rodriguez, inn í liðið á morgun. Liðið hefur áhuga á nokkmm leikmönnum til að styrkja hópinn og efstur á óska- listanum er Luciano De Paola frá Lazio. Einnig hafa þeir áhuga á Andrea Poggi, 27 ára bakverði frá Venezia, Stefano Nava frá AC Milan, Matteo Villa frá Cagliari, Fabio Ros- sitto frá Udinese og Silvano Bene- detti frá Roma. Lfldegt byrjunarlið: Ferron, Valent- ini, Minaudo, Pavan, Montero, Mag- oni, Orlandini, Sauzée, Ganz, Perr- one, Rodriguez. Piacenza gerði jafntefli við Napoli um síðustu helgi og virðist nú vera að komast í gang. Óvíst er hvort framherjinn Marco Ferrante, verði með á morgun en hann er meiddur á vinstra hné og hefur verið á séræf- ingum í vikunni. Félagið hyggur ekki á miklar breytingar en Fulvio Simonini, 32 ára framherji, er sennilega á fömm. Lfldegt byijunarlið: Táibi, Polonia, Brioschi, Suppa, Chiti, Lucci, Turr- ini, Papais, Iacobelli, Moretti, Pio- vani. CREMONESE - LECCE Cremonese leikur á morgun án arg- entíska framherjans Gustavo Dez- otti, en hann meiddist á hné á æf- ingu á miðvikudaginn. Andrea Ten- toni sem var meiddur um síðustu helgi kemur inn í liðið í hans stað. Líklegt byrjunarlið: Turci, Gualco, Pedroni, De Agostini, Colonnese, Verdelli, Giandebiaggi, Nicolini, Tentoni, Maspero, Florjancic. Lecce virðist loksins vera komið í gang og um síðustu helgi vann liðið stórsigur, 5-1, á Atalanta. Liðið hef- ur nú keypt framherjann Kwame Ayew, frá Metz sem átti samning hans að hálfu á móti bróður hans, Abedi Ayew (sem betur er þekktur undir nafninu Abedi Pelé). Liðið hefur einnig áhuga á að fá bakvörð- inn Gabriele Grossi, frá Roma en hann var hjá Lecce á síðasta tímabili sem lánsmaður og stóð sig mjög vel. í staðinn hefur liðið látið Alessandro Morello fara til Acireale og leyst Brasilíumanninn Claudio Toffoli, SÆVAR HREKMRSSON SKRIFAR UM ÍTALSKA BOLTANN undan samningi. Lfldegt byrjunarlið: Gatta, Biondo, TVichera, Padalino, Verga, Notari- stefano, Gazzani, Melchiori, Russo, Gerson, Baldieri. NAPOLI - LAZIO Diego Maradona mætir sennilega sínum gömlu félögum í Napoli und- ir lok ársins en félag hans, Newell’s Old Boys, hefur boðið Napoli til Arg- entínu í desember til að leika tvo æf- ingaleiki. Á morgun leikur liðið án fríherjans sterka, Giovanni Bia, sem skoraði mark liðsins gegn Piacenza um síðustu helgi, en hann er í leik- banni. Liðið hyggur ekki á miklar breytingar á markaðnum en er þó tilbúið að láta miðjumennina Luca Altomare, Mario Massimo Caruso og Fausto Pari af hendi og vitað er að Genua hefur mikinn áhuga á Car- uso. Lfldegt byrjunarlið: Táglialatela, Ferrara, Francini, Gambaro, Canna- varo, Nela, Di Canio, Bordin, Fonseca, Buso, Pecchia. Lazio teflir fram Króatanum Alen Boksic, í fyrsta skipti á morgun en hann var keyptur frá Marseille fyrir skömmu. Liðinu hefur gengið vel í deiidinni að undanfömu en á fimmtudag tapaði liðið fyrir Boa- vista í Portúgal, 2-0, og er þar með úr leik í Evrópukeppni félagsliða. Paul Gascoigne hefur ekki leikið með liðinu að undanfömu og er nú í Englandi að láta huga að meiðslum sínum. Áhugavert verður að sjá hvaða stöðu Alen Boksic tekur í lið- inu og óvíst er hvort honum verður stillt upp í fremstu víglínu eða að- eins fyrir aftan fremstu menn. Lfldegt byrjunarlið: Marchegiani, Bergodi, Favalli, Winter, Luzardi, Di Matteo, Fuser, Doll, Casiraghi, Boksic, Signori. PARMA - JUVENTUS Parma varð fyrir mikilli blóðtöku um síðustu helgi þegar belgíski landsliðsmaðurinn Georges Gmn, meiddist í leik gegn Inter. Hann leikur ekkert næstu fjóra mánuði og Parma hefur áhuga á að fá annað- hvort Basile Boli eða Marcel Desailly frá Marseille til að fylla í skarð hans. Á miðvikudaginn lék Parma gegn ísraelska liðinu Maccabi Haifa í Evr- ópukeppni bikarhafa og náði að merja sigur eftir vítaspymukeppni. Markvörðurinn Luca Bucci, var hetja liðsins þegar hann varði tvær vítaspyrnur. Arrigo Sacchi landsliðs- þjálfari íhugar nú að velja hann í landsliðshóp sinn. Lfldegt byrjunarlið: Bucci, Benarri- vo, Di Chiara, Minotti, Apolloni, Matrecano, Brolin, Zoratto, Crippa, Zola, Asprilla. Juventus lék á þriðjudaginn gegn norska liðinu Kongsvinger, á Delle Alpi og sigraði 2-0. Liðið varð þó fyr- ir því áfalli að brasilíski miðvörður- inn Julio Cesar, meiddist og verður ekki með liðinu næstu tvo mánuði en auk hans em Angelo Peruzzi, Massimo Carrera og Gianluca Vialli á sjúkralista. Juventus hefur selt vamarmanninn Antonio De Marchi, til Bologna og Roberto Galia er sennilega á fömm einnig. Lfldegt byrjunarlið: Rampulla, Torricelli, A.Fortunato, D.Baggio, Kohler, Porrini, Di Livio, Conte, Ra- vanelli, R.Baggio, Möller. ROMA - FOGGIA Roma hefur keypt Massimiliano Cappioli frá Cagliari til að styrkja liðið á miðjunni og ekki er ólíklegt að hann leiki fyrsta leik sinn fyrir liðið á morgun þar sem bæði Gius- eppe Giannini og Sinisa Mihajlovic em í leikbanni. Nokkrir leikmanna liðsins hafa verið orðaðir við önnur félög og ber þar hæst að markvörð- urinn, Fabrizio Lorieri, er hugsan- lega á fömm til Udinese. Hann hefur staðið sig mjög vel á tímabilinu en var tekinn úr liðinu um síðustu helgi vegna ósættis við Carlo Mazz- one þjálfara. Þá er Alessio Scarchilli einnig orðaður við Udinese, Roberto Muzzi við Lecce, Antonio Comi við Reggiana og Silvano Benedetti við Atalanta. Lfldegt byrjunarlið: Cervone, Garzya, Benedetti, Bonacina, Lanna, Carboni, Hassler, Piacentini, Balbo, Cappioli, Rizzitelli. Ekki er gert ráð fyrir að Foggia geri miklar breytingar á leikmannahóp sínum. Félagið hefur selt varnar- manninn Gianluca Grassadonia, til Salernitana og Giuseppe Fornaciari og Paolo Mandelli eru sennilega á fömm frá félaginu. í staðinn hefur hann áhuga á að fá unglingana Lee og de Waal frá Haarlem í Hollandi. A morgun leikur liðið án vamar- mannsins Giovanni Bucaro sem er í leikbanni. Lfldegt byrjunarlið: Mancini, Chamot, Nicoli, Sciacca, Di Bari, Bi- anchini, Cappellini, Di Biagio, Koli- vanov, Stroppa, Roy. SAMPDORIA - CAGLIARI Sampdoria sigraði frækilegan sigur á AC Milan um síðustu helgi og ætti ekki að eiga í erfiðleikum með Cagliari. Á morgun leikur liðið þó án bakvarðarins Marco Rossi, sem hefur legið veikur í rúminu þessa viku. Þá hefur Alberigo Evani einnig átt í meiðslum en vonast er til að hann verði tilbúinn í slaginn á morgun. Sampdoria hefur áhuga á að fá til liðsins Stefano Desideri frá Udinese en er tilbúið að láta Mauro Bertarelli, Giovanni Invemizzi og Ivano Bonetti fara frá félaginu. Lfldegt byrjunarlið: Pagliuca, Mannini, DallTgna, Gullit, Vierc- howod, Sacchetti, Lombardo, Kat- anec, Platt, Mancini, Evani. Cagliari gerði markalaust jafntefli við Trabzonspor á miðvikudaginn í Evrópukeppni félagsliða og komst áfram á mörkum skoruðum á úti- velli. Liðið seldi í vikunni Massimili- ano Cappioli til Roma fyrir um 240 milljónir ísl. króna. í staðinn hefur félagið áhuga á að fá Dario Marcolin frá Lazio og De Cresci frá Empoli. Einnig hefur verið nefndur sá möguleiki að láta Max Allegri fara til Udinese og fá annaðhvort Stefano Desideri eða Nestor Sensini í stað- inn. Lfldegt byijunarlið: Fiori, Villa, Pusceddu, Napoli, Bellucci, Firic- ano, Moriero, Bisoli, Valdes, Matte- oli, Oliveira. TORINO - REGGIANA Torino getur þakkað hinum smá- vaxna framherja, Benito Carbone, fyrir sigurinn gegn Aberdeen í Evr- ópukeppni bikarhafa á miðvikudag- inn. Hann stóð sig frábærlega og lagði upp bæði mörk Iiðsins í 2-1 sigri. Torino er ekki sagt hafa áhuga á að kaupa sér nýja menn en líklegt þykir að framherjinn Carlos Aguil- era, verði seldur aftur til Genoa. Þá er einnig líklegt að Paolo Poggi, Marco Sinigaglia og Marcelo Sara- legui séu á fömm. Lfldegt byrjunarlið: Galli, Mussi, Sergio, Annoni, Delli Carri, Fusi, Francescoli, Fortunato, Silenzi, Carbone, Venturin. Reggiana hefur áhuga á að fá sér nýjan framherja til að leysa Johnny Ekström af hólmi. Efstir á óskalist- anum em Portúgalinn Toni frá Porto og Kólumbíumaðurinn Freddie Rincon, sem er í eigu Parma en er í láni hjá Palmeiras í Brasilíu. Þá hefur Reggiana einnig áhuga á vamarmanninum Antonio Comi frá Roma. Á morgun leikur liðið án vamarmannsins Michele Zanutta en Stefano Torrisi tekur sæti hans. Lfldegt byijunarlið: Taffarel, Parl- ato, Torrisi, Chembini, Sgarbossa, Accardi, Esposito, Scienza, Pado- vano, Picasso, Morello. UDINESE - GENOA Udinese hyggur á miklar breytingar á liði sínu á næstunni. Liðið hefur þegar fengið til sín Danann Thomas Helveg, frá Odense og selt Luca Mattei til Pisa. Helveg er 22ja ára hægri bakvörður sem hefur staðið sig mjög vel í dönsku knattspym- unni og var í ólympíulandsliðinu í Barcelona á síðasta ári. Udinese hafði einnig áhuga á Tony Daley en vildi fá hann að láni til að byrja með og það var óásættanlegt fyrir Aston Villa þannig að ekkert verður af samningum. Frá Cagliari vill liðið fá Max Allegri, frá Genúa Eduardo Bortolazzi, Marco Nappi og John Van’t Schip og frá Udinese Fabrizio Lorieri og Alessio Scarchilli. í stað- inn er liðið tilbúið að láta Fabio Ros- sitto, Stefano Desideri og Nestor Sensini. Lfldegt bytjunarlið: Caniato, Pelle- grini, Montalbano, Sensini, Rossini, Desideri, Rossitto, Kozminski, Branca, Biagioni, Pittana. Genoa tapaði enn einum leiknum um síðustu helgi, 0-4, gegn Juvent- us og reynir nú hvað það getur að fá til sín nýja menn til að styrkja liðið. Liðið reyndi að fá Dejan Savicevic frá AC Milan en því hafnaði Milan al- farið. Næstir á óskalistanum em framherjinn Carlos Aguilera frá Tor- ino og Francesco Dell’Anno frá Inter og öllu líklegra er að þeir gangi til liðs við félagið. Á morgun leikur lið- ið án fyrirliðans Gianluca Signorini, og framherjans Roberto Murgita, sem báðir em meiddir. Þá er Vinc- enzo Torrente, varnarmaðurinn sterki, í leikbanni. Líklegt byrjunarlið: Berti, Petrescu, Lorenzini, Cavallo, Caricola, Gal- ante, Ruotolo, Bortolazzi, Skuhravy, Vink, Ciocci.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.