Tíminn - 04.01.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.01.1994, Blaðsíða 6
Bankar í Frankfurt - tugmilljónir atvinnuleysingja á Vesturlöndum eru ömurlegur veruleiki á bak vib þann glœsileika. Þreytumerki á Vestur- löndum, þjóðernis- hyggja og Austur-Asía uppleið a Nokkrir stubningsmanna cebstaráös Rússlands vib Hvíta húsib í Moskvu í októberbyrjun, er átök stóbu yfir milli æbstarábsins og jeltsíns forseta. S riö 1993 hófst með því að Tékkóslóvakía var lögð nið- .ur formlega, þegjandi og hljóðalaust eins og ekkert væri um að vera. Engar fréttir eru góö- ar fréttir, var einhvemtíma sagt, og Tékkar og Slóvakar mega eiga það að þeim tókst að skilja manndrápalaust. Það er eitthvað annað en með Júgóslavíu, annað meistaraverk Versalasamning- anna. Tékkóslóvakía var að almennu mati ívið gæfulegri en flest önnur ríki í austanverðri Miö-Evrópu og á Balkanskaga, lengst af þess tíma sem hún var og hét. Hún var þró- aori í atvinnumálum, menntun og lýðræbi en flest hin. Akkilles- arhæll hennar var frá upphafi ab þjóöunum sem í henni bjuggu kom aldrei nógu vel saman. Hún var búin til úr löndum úr þrota- búi keisara- og kpnungsríkisins Austurríkis-Ungverjalands, sem líklega var, þrátt fyrir alla galla, meb best heppnuðu fjölþjóblegu ríkjum sögunnar. Tékkóslóvakía var í byrjun svo fjölþjóðleg að hún minnti í því á Austurríki- Ungverjaland. En aðeins ein þjóba hins nýja ríkis, Tékkar, haföi verulegan áhuga á því að það yrði stofnaö og héldi áfram að vera til, enda ljóst að þeir sem fjölmennastir þjóöa þess myndu ráða þar mestu. Meinleg örlög Annað fjölmennasta þjóberni landsins, Þjóðverjar, var innlim- ab nauðugt í þetta nýja ríki og þar af leiðandi óánægja Þjóöverj- anna, sem Hitler færði sér í nyt, varö því að falli eftir tvo áratugi. Eftir heimsstyrjöldina síðari, þeg- ar Tékkóslóvakía var endurreist, var reynt að styrkja innviðu hennar með þjóðarhreinsun, þ.e. meö því að reka allt fólk af þýsku þjóðemi úr landi. En ekki dugöi það. Slóvakar, sem þó tala mál náskylt tékknesku og eru kaþól- ikkar eins og Tékkar, voru aldrei hressir meb samfélagiö vib þá og leiddi það um síðir til skilnaðar- ins fyrir rúmu ári. Örlög Tékkóslóvakíu eru heldur dapurleg niburstaba fyrir þá, sem hafa viljað trúa því ab aubvelt sé fyrir fóík af margvíslegum upp- mna aö lifa saman stórvandræöa- laust í einu og sama ríkinu. Harmsaga fyrrverandi Júgóslav- íu hélt áfram á síðasta ári og er ekki séð fyrir endann á henni enn. Miðab vib sumt af því sem haft er eftir forustumönnum Bo- sníumúslíma hafa þeir ekki enn sætt sig við annaö en að Bosnía- Hersegóvína verði öll eitt ríki. Þar sem múslímar eru fjölmennastir hinna þriggja þjóba landsins yrðu þeir valdamestir í slíku ríki. Að vera í ríki þar sem múslímar réðu mestu er nákvæmlega þaö sem hvorki Bosníu-Serbar né Bo- sníu-Króatar, samanlagt meiri- hluti landsmanna, taka í máTog út af þeim ágreiningi var það sem Bosníustríðið braust út. Ekki er óhugsandi ab stjóm Bosníumúsl- íma geri sér enn vonir um að meb því aö draga stríðib á lang- inn takist henni ab koma Vestur- löndum í það meö sér. Með því aö viðurkenna þá stjóm sem lög- lega stjórn Bosníu-Hersegóvínu allrar skuldbatt raunar heimurinn - undir fomstu Vesturlanda - sig til stuðnings viö Bosníumúslíma í deilu þessari. í ársbyrjun uröu forsetaskipti í Bandaríkjunum er Bill Clinton tók við af George Bush. Forseta- frúr þarlendis hafa hingað til fyrst og fremst verið konur á bak við manninn, en ljóst virbist aö núverandi Fyrsta lafði (First La- dy) Bandaríkjanna, Hillary Clin- ton, sé „ekki bara" það. Er kannski ekki ólíklega til getið að hún sé valdamesta forsetafrú til þessa í sögu Bandaríkjanna. Og kannski - miðað við það aö Bandaríkin eiga að heita heims- ins eina risaveldi - voldugasta kona mannkynssögunnar. Þreyttlr á forustu- hlutverki Allt frá því aö kalda stríbinu lauk hefur veriö merkjanlegt hik á Bandaríkjunum í því nýja hlut- verki ab vera eina risaveldi heimsins og þar með fomstuveldi hans, og þab hik virbist heldur hafa færst í aukana á árinu en hitt. Vandræöi heima fyrir, örð- ugleikar í efnahagsmálum, glæp- ir, hatur milli kynþátta o.fl. o.fl. eru á bak við þaö, en einnig gangur ýmissa mála fyrir Banda- ríkjamönnum erlendis, líklega einna helst í Sómalíu. Eitt síðasta verk Bush var að senda þangað í samráði við Sameinuðu þjóðirnar her til ab bjarga Sómölum, önn- um köfnum vib ab útrýma hver öbrum með marghliða borgara- stríði og hungursneyð, hverjum frá öbmm. Talað var þá af nokk- urri hrifningu um Vonarendur- reisn, eins og þessi aðgerð Banda- ríkjanna var nefrtsem fyrirboða þess ab S.þ. yrbu, með drjúgri hjálp voldugustu ríkja, að virkara ríkjabandalagi en hingab til og jafnvel færi senn að hilla undir það ab þær yröu bandaríki heims- ins alls. Þegar slíkt fyrirkomulag væri komið á myndi reynast auð- veldara en fyrr að stööva hungur- neyðir, styrjaldir og margskonar hrylling annan hvarvetna í heimi. Bandaríkjaher stöbvabi að vísu sómölsku hungursneyðina í bráð- ina, en landiö reyndist samt ekki eins „doable" og Bush hafði hald- ið. Af því að í Sómalíu er lítiö um fmmskóg töldu bandarískir hers- höföingjar að hægðarleikur yrbi fyrir þá ab elta uppi flokka stríbs- herra þar á vígþyrlum og tortíma þeim, ef þeir gerðust óþjálir. En Mohammed Aideed, einn stríðs- herrann, lét þar koma krók á móti bragði með því ab ráðast á her S.þ., þar á meðal Bandaríkj- anna, inni í borg. Borgir hafa reynst mörgum voldugum sókn- arher háskalegur vígvöllur, sé varnarlið borganna ekki að setja það fyrir sig að þeim og íbúum þeirra sé tortímt að miklu eða mestu leyti. Var þá svo komið ab Bandaríkjaher virtist eiga um það að velja að leggja í eyði með stór- skotahríð og sprengjukasti þann hluta Mogadishu, sem byggöur er ná- og fjarskyldu frændfólki Ai- deeds, eða gefa upp stríöiö gegn honum. Eftir ab fjölmiblar voru famir að sýna myndir af Sómöl- um ab skemmta sér við ab draga nakin og misþyrmd lík banda- rískra hermanna um götur höf- uðborgar sinnar tóku Bandaríkin síðarnefnda kostinn. í því fór stjóm þeirra að vilja bandarísks almennings, sem viröist gerast æ frábitnari því aö ungir Banda- ríkjamenn séu látnir hætta lífi sínu hingaö og þangab um hnöttinn í þágu markmiöa, sem ab mati almenningsins koma Bandaríkjunum kannski lítið eða ekkert við eða eru meira eba minna skýjaborgakennd. Þetta er túlkaö sem ósigur fyrir Bandaríkin og S.þ. og útópían um Bandaríki Heimsins er vegna þess og annars enn fjarlægari en var fyrir ári. Nokkrar horfur eru taldar á aö vonbrigðin meb Von- arendurreisn leibi til þess að Bandaríkin láti af þesskonar um- svifum erlendis og færi sig nær einangmnarstefnu í alþjóðamál- um. Vonarendurreisn kann því ab hafa markab tímamót í al- þjóðastjórnmálum, en á annan hátt en vonast var til fyrir ári. i efnahagsmálum á alþjóðavett- vangi náðu Bandaríkin einhverj- um árangri með GATT- og NAFTA -samkomulögum (sem varla em þó fullkomlega í höfn enn). Frá því að heimskreppunni miklu lauk, sem hófst 1929, hef- ur sú skoðun verið ofarlega hjá bandarískum áhrifamönnum að Bandaríkjunum vegni varia nógu vel í efnahagsmálum nema heim- urinn sé eitt markaðssvæði. Þab atribi var mikilvægt á bak vib stefnu Bandaríkjanna í kalda stríðinu. Tvennar sögulegustu sættir árs- ins 1993 eru líklega að flestra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.