Tíminn - 04.01.1994, Blaðsíða 17

Tíminn - 04.01.1994, Blaðsíða 17
Þri&judagur 4. janúar 1994 sjávarafurðadeild Sambandsins í Reykjavík frá 1958 til 1964. Sumarið 1964 fluttist Guðjón til Lundúna og gerðist fram- kvæmdastjóri skrifstofu Sam- bandsins þar í borg. Þá og lengi síðan var skrifstofan með bland- aðan rekstur í þeim skilningi að hún sinnti annars vegar sölu á íslenskum afurðum, en hins vegar innkaupum fyrir deildir Sambandsins og fleiri aðila á ís- landi. Á fyrri hluta árs 1968 fluttist Guðjón aftur heim til ís- lands með fjölskyldu sína og gerðist framkvæmdastjóri Sjáv- arafuröadeildar Sambandsins í Reykjavík. Því starfi sinnti hann í sjö ár, en á vordögum 1975 varð hann við þeirri eindregnu ósk forsvarsmanna Sambands- ins og framleiðenda í frystiiðn- aði að flytja vestur um haf til að taka við yfirumsjón Iceland Products Inc., sem þá átti við mikla erfiðleika að stríða. Talað var um að Guðjón yrði tvö ár vestra, en liðið var langt á tólfta árið þegar hann og fjölskylda hans fluttust heim til íslands á ný. Hann tók við forstjórastarfi í Sambandinu 1. september 1986 og gegndi því til ársloka 1992, er hann lét af störfum af heilsufars- ástæðum. Þetta er í örstuttu máli starfs- saga Guðjóns hjá Sambandinu og fyrirtækjum þess. Þá em ótal- in stjómunarstörf í fjölmörgum fyrirtækjum, utan lands og inn- an, þar sem Guöjón átti hags- muna að gæta, en í langflestum þessara fyrirtækja var hann st j ómarformaður. Þegar Guðjón tók við stjórn Sjávarafurðadeildar árið 1968 voru miklir erfiðleikatímar, en hann var einstaklega vel í stakk búinn til að takast á við þaö erf- iba verkefni sem þarna beið hans. Hann þekkti deildina, framleiðendur hennar og afurð- ir þeirra frá fyrri störfum og þótt ungur væri að árum flutti hann með sér reynslu af markaðsmál- um, bæöi austan um haf og vest- an. Hér varð líka árangurinn svo sem efni stóðu til. Deildin efld- ist mjög undir stjórn Guðjóns og snemma á framkvæmda- stjómarferli hans var endanlega gengiö frá starfsfyrirkomulagi viö framleiðendur, sem átti eftir að verða mjög farsælt. Þeir stofnuðu með sér Félag Sam- bandsfiskframleiðenda, skamm- stafaö SAFF, en það félag gerði samning viö Sambandiö um 50% rekstraraðild að Sjávaraf- urðadeild. Þetta ágæta fyrir- komulag var við lýði frá 1. janú- ar 1969 til ársloka 1990, er fyrir- tækiö íslenskar sjávarafurðir hf. var sett á stofn. Árin, sem Guðjón var fram- kvæmdastjóri í Sjávarafurða- deild, 1968 til 1975, sátum við fyrst saman í framkvæmdastjóm Sambandsins. Fékk ég þá góða hugmynd um störf hans að framleiðslu- og markabsmálum, en Gubjón var einstaklega dug- legur við að halda okkur félög- um sínum upplýstum um það sem efst var á baugi í starfsvett- vangi hans. Þama kynntist ég fyrst að marki þeirri lifandi frá- sagnargáfu sem hann var gædd- ur. Líflegur fundur á Húsavík, tvísýnir loðnusamningar í To- kyo eða jafnvel hersýning á Rauða torginu, meban beðið var eftir því að Prodintorg boðaði til næsta samningafundar — allt varö þetta ljóslifandi fyrir okkur í litríkri frásögn Guðjóns. Árib 1975, þegar Guöjón hvarf vestur um haf til að taka vib stjórn þess fyrirtækis sem hann nokkm síðar gaf nafniö Iceland- ic Seafood Corporation, varö að ráði að ég tæki viö starfi hans í Sjávarafuröadeild. Qg nú fóm í hönd ár mikilla ævintýra; þau ár uröu ekki tvö, eins og upphaf- lega var fyrirhugaö, heldur tólf. Það er ekki of sterklega til oröa tekiö að Guðjón hafi tekið við þungu skipi er hann settist viö stjórnvölinn hjá Iceland Products Inc. á vordögum 1975. Fyrirtækiö haföi oröið fyrir miklum áföllum og var nú svo komið aö allt eigið fé var til þurrðar gengið og höfuðstóll orðinn neikvæður. Bandaríkja- markaður var þá ráðandi í mark- aðssetningunni og viðbúið að sölukerfi samvinnumanna myndi hrynja, ef ekki tækist að bjarga Iceland Products frá yfir- vofandi rekstrarstöðvun. Á ótrú- lega skömmum tíma tókst Guð- jóni að snúa þessu þunga skipi til réttrar stefnu. Fyrirtækið skil- aöi góðum hagnaöi strax á fyrsta heila árinu hjá Guöjóni og síðan á hverju ári á meðan hann var vestra. Þegar ég árum síðar minntist þessara tvísýnu tíma- móta varð mér á að vitna til orða, sem fyrir margt löngu vom viðhöfð um atburði sem einnig urðu í Vesturheimi: „Hér kom íslenskt afl og það hóf úr jörðu steininn." Svo sannarlega var hér Grettistaki lyft, til hagsbóta fyrir alla aðstandendur fyrirtæk- isins. Iceland Seafood Corporation, eins og fyrirtækið heitir nú, sinnir ekki aðeins markaðs- og sölustarfi, heldur starfrækir fyr- irtækið einnig stóra fiskrétta- verksmiðju. Þessi tvíþætta starf- semi á sér langa sögu. Góðan ár- angur Guðjóns má tvímælalaust rekja til þess að hann náði strax afburðagóðum tökum á þessum þáttum báðum. í stjórnunartíð hans vestra efldist sölustarfið mjög; í vaxandi magni jókst sal- an í margfeldinu 2 til 3, en í verðmætum um 4 til 5. Fram- leiðslu- og geymslurými var stækkað mikiö og eldri húsa- kostur endurnýjaður. Reist var vel búin þróunarstöð er gegndi lykilhlutverki við þróun nýrra afurða. Guðjón haföi mikinn áhuga á nýjungum í fram- leiðsluháttum og hafði vakandi auga með nýjum framleiöslu- tækjum sem á markaðinn komu. Það gat ekki farið fram hjá okk- ur, sem áttum samleib með Guðjóni, hverrar virðingar og trausts hann naut hjá öllum þeim sem skipti áttu vib Iceland Seafood Corporation. Þetta átti jafnt viö um þá, sem afurðir keyptu af fyrirtækinu, og hina sem lánuðu því rekstrarfé; og ekki skulu kollegar á markaös- torginu heldur undan skildir, þeir sem stýrðu fyrirtækjum í hliðstæöum viðskiptum. Guð- jón var eftirsóttur fyTirlesari á ráðstefnum þar sem fjallað var um frystiafurbir. Hjá honum fór saman yfirburðaþekking á við- fangsefninu og afburðagóður flutningur. Hann var stjórnar- maður frá 1981 til 1986 í Na- tional Frozen Food Association, bandarískum samtökum fyrir- tækja sem framleiða fryst mat- væli og versla með þau, og frá 1984 til 1989 var hann stjómar- formaður í NASA (North Átlant- ic Seafood Association), en það em samtök fiskveiðiþjóða við Norbur-Atlantshaf sem selja af- urðir sínar á Bandaríkjamarkaöi. Forvígismenn International Se- afood Conference, alþjóðlegrar rábstefnu um sjávarfurðir sem haldin er víða um lönd, sæmdu Guöjón sérstakri heiðursnafn- bót fyrir störf hans að markaös- málum sjávarafurða og sæmdur var hann Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu. Sá var háttur Guðjóns að halda einn stjómarfund á ári vestra og var hann haldinn að hausti til. Mér eru þessir fundir minnis- stæðir fyrir góðan faglegan und- WfSWfWil irbúning Guðjóns og samstarfs- manna hans; aubvitab jók það á ánægju okkar fundarmanna ab fréttirnar vom jafnan góðar og svo sannarlega nutum viö þess að sjá fyrirtækið eflast frá ári til árs. Og þá vil ég ekki síður minnast firábærrar gestrisni sem þau hjónin, Lúlú og Guðjón, auösýndu okkur við þessi tæki- færi. í því efni spöruðu þau hvorki sjálf sig né heimili sitt og var jafnan svo til hagað aö mannfagnaður yrði ekki einasta til gleði heldur og til gagns í því efni að skapa tengsl við þýðing- armikla kaupendur. Eins og fram hefur komið, gerðist Gubjón forstjóri Sam- bandsins 1. september 1986. Næstu árin urbu ár mikilla erfið- leika og mikilla átaka, sem víst er aö enginn gat séð fyrir þegar Guðjón hvarf frá því blómlega búi sem hann hafði skapað starfsfólki og eigendum Iceland Seafood Corporation. Fljótlega eftir forstjóraskiptin upphófust umræður um skipulagsmál Sam- bandsins og komu þegar fram af hálfu stjómarmanna hugmynd- ir um að breyta aöaldeildum þess í sérstök fyrirtæki. Þessar hugmyndir voru Guöjóni ekki að skapi og hygg ég að framtíð- arsýn hans hafi snúist um stórt deildaskipt fyrirtæki, þar sem hver aðaldeild byggi við mikið sjálfstæöi, stjórnunarlega sem fjárhagslega. Undir mitt ár 1990 komust stjórn Sambandsins og aðalfundur aö þeirri niðurstöðu að ráðlegast væri að breyta öll- um aðaldeildum Sambandsins í hlutafélög. Guöjón lýsti því þá yfir að hann mundi vinna heils hugar að framgangi skipulags- breytingar í þessa veru, enda væri hún byggö á lýðræöislegri ákvörðun stjórnar og aðalfund- ar. Við þetta fyrirheit stóð hann og sparaöi sig hvergi við það starf sem framundan var. Svo minnisstæður sem Guðjón er mér frá þeim tíma, er hann stóð á hátindi frama síns, þá mun mér og heldur aldrei úr minni líða hetjuleg barátta hans við erfiðan sjúkdóm. Með því hugrekki, sem þar gat að líta, mundi hver maöur vilja mæta örlögum sínum, en eins víst er hitt að það mun fáum gefib. Á kveðjustund minnist stjórn Sambandsins með þökk og virb- ingu starfa Gubjóns B. Ólafsson- ar fyrir Sambandið og fyrirtæki þess, bæði utan lands og innan. Fyrir hönd stjómarinnar og okk- ar Ingu votta ég Lúlú, börnum hennar og allri fjölskyldunni dýpstu samúð. Með miklum trega minnumst við hjónin þess tíma, sem liðinn er og aldrei verður endurheimtur. Guð blessi minningu Guöjóns B. Ól- afssonar. Siguröur Markússon Dagvist barna Greiðslur til foreldra vegna bama á aldrinum tveggja og hálfs árs til fjögurra og hálfs árs, sem ekki nýta leikskólaþjón- ustu á vegum Reykjavíkurborgar eöa aðra dagvist- arþjónustu styrkta af Reykjavíkurborg. Áfundi borgarstjórnar hinn 16. des. s.l. voru samþykkt- ar eftirfarandi reglur; 1. Greiðsluár skiptist í fjögur þriggja mánaða tímabil. Útborganir fara fram mánuði síðar en hverju tímabili lýkur, í fyrsta sinn 1. maí 1994. 2. Samkvæmt reglum þessum hafa þeir foreldrar rétt á greiðslum sem eiga börn sem verða tveggja og hálfs árs á viðkomandi tímabili og skulu greiðslurnar standa að óbreyttum forsendum þar til börnin ná fjögurra og hálfs árs aldri. 3. Greiðslur með hverju barni skulu nema þeirri upp- hæð, sem ákveðin er í fjárhagsáætlun hverju sinni sem rekstrarstyrkur fyrir hvert barn á einkaleikskóla og nemur nú kr. 6.000 á mánuði. 4. Sækja þarf sérstaklega um greiðslur fyrir hvert tíma- bil á þar til gerðum eyðublöðum. Umsókn verður að berast eigi síðar en viku eftir að greiðslutímabili lýkur. Til þess að auðvelda væntanlegum umsækjendum að staðfesta vilja sinn til þess að gerast aðilar að þessu nýja fyrirkomulagi hefur verið ákveðið að taka við pönt- unum á upplýsingum og umsóknareyðublöðum í síma Dagvistar barna 27277. Eyðublöð verða síðan send út, en þeim ber að skila eigi síðar en viku eftir að greiðslu- tímabili lýkur, þ.e. fýrir 7. apríl 1994, fyrir fyrsta tímabil- ið. ■ * Hringið í síma 27277 og óskið eftir að fá frekari upplýsingar og/eða umsóknareyðublað. Vinsam- legast gefið upp nafn og heimilisfang ásamt kenni- tölu umsækjanda og barns eða barna sem sækja á um greiðslu fyrir. Dagvist barna. Umhverfisráðuneytið LAUS STAÐA Umhverfisráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar stöðu skrifstofustjóra umhverfisskrifstofu ráðuneytisins. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi, hlotið haldgóða stjórnunarreynslu og hafa gott vald á íslensku og erlendum tungumálum, þ.á.m. ensku. Æskilegt er að viðkomandi hafi starfsreynslu úr opinberri stjórnsýslu, þekki til alþjóðasamstarfs eða hafi menntun/starfsreynslu á sviði umhverfismála. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist umhverfisráðuneytinu fyrir 22. janúar 1994. Happdrætti Styrktarfélags vangefinna Vinningsnúmer 1. vinningur: Corolla hatchback XLi kr. 1.200.000 nr. 29730. 2.-5. vinningur: Bifreiðar að eigin vali á kr. 450.000 nr. 7135 - 9297 - 17295 - 25691. Félagið þakkar veittan stuðning. Gleðilegt nýár. Styrktarfélag vangefinna RMTTU^vt RAUTT] tiós r* &r/V«l wfe UMFERÐAR ^ Uráð L/ÓS/ —s

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.