Tíminn - 04.01.1994, Page 19

Tíminn - 04.01.1994, Page 19
19 Þribjudagur 4. janúar 1994 Einvígi Évgení Ónegín TONLIST Évgení Ónegín eftir Tsjækovskí, 25. verkefni Islensku óperunnar frá stofnun 1979, var frumsýnt 30. desember viö mikla hrifn- ingu áhorfenda. Enda var ekkert til sparaö fremur en fyrri daginn aö gera sýninguna sem best úr garöi. Aö þessu sinni sá hópur gamalla vina og samstarfs- manna frá Covent Garden- óperunni í Lundúnum um hljómsveitarstjóm (Robin Stapleton), leikstjóm (John Copley), dansa (Terry Giibert) og búninga (Michael Stennett), en leikmyndina gerði Robin Don; hún er aö hluta til byggö á mynd úr sýningu sem Rostróp- óvitsj stjómaði og hlaut gull- verölaun í Prag árið 1980. Allir leystu þessir menn sitt verk vel af hendi, og ekki síöur bera þeir íslensku óperunni vel söguna fyrir kunnáttu blandna eld- móöi. Eftir leikstjóranum Copl- ey er þaö haft, en hann stjómar ekki ópemm annars staöar en I heldri húsum — London, New York, Berlín, San Francisco, Sydney, Reykjavík — að hér sé þaö m.a. óvenjulegt hve prýöi- legir leikarar söngmenn ís- . lensku ópemnnar em. Hér kann aö gæta áhrifa stálhanska Þór- hildar Þorleifsdóttur frá liðnum ámm. Óperan Évgení Ónegín er byggö á samnefndum kvæða- bálki Púshkíns, sem í rússnesk- um bókmenntum skipar svipað- an sess og Njáluhöfundur og Jónas Hallgrímsson til samans. Bálkurinn, sem er um 800 blaö- síöur, er harðrímaður meö sér- stökum hætti, skyldum son- nettunni. Ópemtextinn er að sjálfsögöu miklu styttri, en í sumum atriöum er kvæöið óbreytt. Þennan texta þýddi Þorsteinn Gylfason á einum mánuði 1 sumar, trúr þeirri stefnu ab halda bragarhættin- um, en þó þannig aö sönghæft væri og fyllílega skiljanlegt. Þor- steinn hefur unnið þama merkilegt hagleiksverk, sem prentaö er í heild sinni í veg- legri leikskrá. Því miöur er þaö auðvitað svo, að talsvert af text- anum fer fyrir ofan garð og neð- an hjá áheyrendum, því sung- inn texti viíl vera torskilinn. Þó em sumir söngvaramir mjög skýrmæltir og ber sannarlega að lofa þaö. í leikskrána skrifa að vanda margir kunnáttumenn læröar ritgeröir um Púshkín, Tsjækovskí og Ónegín, sem of- langt yröi upp að telja. Söguþráöur ópemnnar er svo einfaldur, aö sumum þykir hann ómerkilegur. En þrátt fyrir þaö hafa bæöi kvæöi og ópera reynst óbrotgjörn vegna snilli- gáfu skálds og tónskálds. Rúss- nesk kona, sem ég hitti á sýn- ingunni, sagðist hafa veriö látin læra allar 800 blaðsíðumar ut- anbókar í skóla. í stuttu máli segir óperan, meö orðum Áma Bergmann í leikskránni, frá ungum tískusnáp, Ónegín, lífs- leiðum fyrir aldur fram, sem lætur þaö fara svo í taugamar á sér aö Tatjana, ung og saklaus sveitadama, játar honum í sak- leysi ást sína, aö hann spillir ást- um vinar síns, skáldsins róman- tíska, Lenskís, og Olgu, systur Tatjönu. Og verður skáldinu að bana í heimskulegu einvígi. Hittir svo Tatjönu nokkmm ár- um síöar og hrífst af henni yfir- máta og ofurheitt, en er vísað frá, því hún er öömm manni gefin og ætlar sér aö vera hon- um trú. Ólöf Kolbrún Haröardóttir syngur Tatjönu og vinnur mjög eftirminnilegan sigur. Ýmsir höfðu taliö aö hlutverkið sómdi sér betur í höndum yngri söng- konu, vegna þess að Tatjana er ung stúlka í fyrri hluta óper- unnar. En gegn því vom mörg rök: í fyrsta lagi er Tatjana full- þroska kona í þriðja þætti, í ööm lagi ræður engin ung söng- kona við þetta hlutverk, allra síst „bréfsönginn" í fyrsta þætti, og í þriðja lagi er Ólöf ótrúlega ungleg í æskugervi Tatjönu. Nú um stundir henta Ólöfu best dramatísk hlutverk sem þetta, enda vom bæði leikur hennar og söngur mjög glæsileg. Bergþór Pálsson er Ónegín. Hann sómir sér sömuleiðis vel í sínu hlutverki, er prýbilegur leikari með mjög skýran texta- framburð. Hið dramatíska loka- atriði ópemnnar er samt full- öfgakennt hjá þeim Ólöfu og Bergþóri, sönglega séð, og sömuleibis var kvartett þeirra Tatjönu, Ónegíns, Lenskís og Olgu í fyrsta þætti mjög mis- heppnaður, líkastur því sem Ga- lína Vishnjefskæja lýsir söngn- um í Scala- ópemnni þar sem hver beljar sem mest hann má án tillits til heildarsvips. Þar þyrfti söngstjórinn að taka til hendi. Besti einsöngvarinn í ópemnni er vafalaust Gunnar Guðbjöms- son í hlutverki Lenskís; sannur atvinnumaður og sómi hvers ópemhúss. Olgu, yngri systur Tatjönu og unnustu Lenskís, syngur Ing- veldur Ýr Jónsdóttir, ung söng- kona sem starfar í Vínarborg. íngveldur er lífleg söngkona og hæfir hlutverkinu vel. Gubjón Óskarsson uppfyllir nú þær vonir, sem margir festu við hann þegar hann fyrst kom fram í smáhlutverki í Toscu fyrir nokkmm ámm. Nú syngur hann Gremín fursta, fremur lít- ib hlutverk, en með einni fræg- ustu bassaaríu rússneskra tón- bókmennta, og gerir þar afar vel. í minni hlutverkum em m.a. Hrönn Haflibadóttir (Fi- lipévna), Sieglinde Kahmann (Larína), Sigurður Bjömsson (Monsieur Triquet) og Bjami Thor Kristinsson (Zeretskí). Öll skapa þau eftirminnilegar per- sónur í leik og söng; hin þrjú fyrstnefndu em kunn af fyrri af- rekum, en Bjami Thor er vafalít- ið meðal efnilegustu bassa- söngvara vona. Kórinn frægi, kór íslensku ópemnnar, bætir hér ennþá einni fjöður í hatt sinn með því ab skapa íslenska dansflokkn- um harða samkeppni auk mjög fallegra söngatriða. Dansahöf- undurinn Terry Gilbert hefur vafalaust unnið afrek í sínu starfi; þó hefur þessum pistla- höfundi jafnan verib ofarlega í minni þokkafullur ballettdans ópemsöngvaranna Guðmundar Jónssonar og Más Magnússonar í forsýningu íslensku ópemnnar árið 1978 eða svo, þannig að lengi skal manninn reyna. Þess var ábur getib að leik- myndin vann gullverðlaun 1980, og þarf vart að fara fleiri orðum um hana. Búningamir em sömuleiðis fallegir og smekklegir; Hulda Kristín Magnúsdóttir var aðalhönnubi til aðstoöar. Vel heppnað var veisluatriðið í síðasta þætti, þar sem allir vom í samlitum fötum aðrir en furstahjónin Tatjana og Gremín, til aö undirstrika abal- og aukapersónur. Hugsanlega hefði mátt gera eitthvað svipaö í fyrsta atriði ópemnnar. Jóhann B. Pálmason er ljósa- meistari, en Zbigniew Dubik leiðir hljómsveitina. Meðal ósýnilegra aðstandenda sýning- arinnar em hins vegar Kristín S. Kristjánsdóttir sýningarstjóri, Iwona Jagla æfingastjóri og Garðar Cortes kórstjóri, auk fjölda annarra. „Svo sem þér sjáið, svo munuð þér uppskera," sagbi Frelsarinn, og eins er það meb þessa sýn- ingu íslensku ópemnnar. ís- lendingum henta víst jafnan best harðar tangarsóknir, og hér hefur verib unnið af miklum krafti og alúð í allt haust, frá því þýðandinn lauk sínu verki í byrjun september og menn fóm að læra hlutverkin, og allt til fmmsýningar fjómm mánub- um seinna. Útlendir ópem- merin, sem vissu hvað til stób þegar byrjaö var aö þýða text- ann í ágúst, héldu að fmmsýn- ingin ætti að verða árib 1995 eba ‘96. Hér hefur íslenska óper- an sannlega lyft ennþá einu Grettistaki með glæsibrag. Sig. St. Stjörnuspá Stefngeitin 22. des. - 19. jan. Þú skalt ekki geyma þab til morg- uns sem þú getur gert í dag. Gam- all kunningi mun reyna að ná sambandi við þig en þú græðir ekkert á því þótt honum tákist þab. Vatnsberinn 20. jan. -18. febr. Þetta getur orbið útlátasamur dagur, en óþarfi er ab örvænta því fjármálin munu komast í lag þótt síðar verði. Tlminn er þér hagstæöur ef þú kannt að not- færa þér tækifærin sem bjóðast. Fiskamir 19. febr. - 20. mars Best er að láta sem minnst á sér bera í dag og hefja engin meiri háttar verk. Það þýðir samt ekki að framtíðin sé ekki björt því margt kann að breytast á skömm- um tíma. h. Hrúturinn 21. mars -19. apríl Vinátta sem er þér mikils virbi getur bebið hnekki ef ekki er var- lega farib. Ákvarðanataka er erfið en samt verbur ab standa við gef- in heit. Nautib 20. apríl - 20. maí Þetta er góður dagur til ferðalaga og til ab sletta úr klaufunum. Samt er réttast ab ganga hægt um gleðinnar dyr því skammt kann ab vera milli hláturs og gráturs. Tvíburamir 21. maí - 21. júní Rækta ber fjölskyldutengsl betur en gert hefur veriö undanfarib. Erfiðleikar í sambúð eru ekki ný- lega til komnir en þá má bæta meb góðum vilja ef allir leggjast á eitt. HSt Krabbinn 22. júní - 22. júlí Þú hefur áhyggjur af vinnunni og ættir ab einbeita þér meira ab vinum þínum en daglegu striti. Ef þú ert heppinn hlýturðu óvæntan glaöning næstu daga. Ljónib 23. júlí - 22. ágúst Hafa ber í huga að misstíga sig ekki í fjármálum því margar hættur eru á sveimi. Hins vegar eru tækifærin góð en vandinn er sá ab velja og hafna. Ef rétt er val- ið er framtíbin björt. Meyjan 23. ágúst - 22. sept. Mikið reynir á dómgreind þína í dag. Trúðu ekki öllu sem sagt er og farðu ekki að rábum annarra nema ab vel athuguðu máli. tl Vogin 23. sept - 23. okt. Þú færb tiiboð sem erfitt er ab hafna og láttu bjartsýni rába gjörðum þínum. Ef einhver býð- ur þér út skaltu þiggja þab. Sporbdrekinn 24. okt.-21. nóv. Góður vinur kemur á óvart og er það undir þér komið hvort þab verbur til góðs eða ills. Varast ber ferðalög eða afdrifarikar ákvarð- anir. Bogmaburinn 22. nóv.-21. des. Þetta er góður dagur fyrir þá sem eru bjartsýnir en getur verið vara- samur fyrir abra. En bjartsýni og skyndiákvarðanir geta leitt þig á villigötur

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.