Tíminn - 04.01.1994, Blaðsíða 7
Þribjudagur 4. janúar 1994
7
Óttinn vib kjamavopn fór vaxandi á ný.
ins 1993 eru líklega að flestra
mati samningar sem tókust meö
ísraél og Frelsissamtökum Palest-
ínu (PLO) og í Suöur-Afríku miLLi
stjómar hvítra manna þar og Afr-
íska þjóöarráösins (ANC), öflug-
ustu samtaka þarlendra blökku-
manna. ÝmisLegt bendir til aö
hvaö ísrael og PLO viövíkur hafi
veriö samiö fyrst og fremst tiL aö
gera samning. Enda hefur síðan
verið að koma á daginn aö ekki
er aiveg ljóst hvaða veruleiki er á
bak viö þann samning. Um suö-
ur-afríska samkomulagið er enn
óljóst hvort þaö Leiðir til ein-
hverskonar þjóöarsáttar þar eða
vaxandi óaldar og stríös.
Annaö vestur-asískt vandamál
var í vexti á árinu; stríð Tyrk-
Landsstjórnar og Verkamanna-
flokks Kúrdistans (PKK). Þaö er
ööru fremur stríö milii tveggja
þjóða, Kúrda og Tyrkja. Á næstu
grösum viö þaö er stríð Armena
og Asera, en í því hafa Armenar
undanfariö haft betur. Nokkrar
Líkur eru á aö stríö þessi tvö teng-
ist á einhvern hátt, fieiri ríki
dragist inn í þau og jafnvel aö
allt þaö Leiöi til meiriháttar
landamærabreytinga á þeim slóö-
um.
Undir lok ársins 1993 jukust lík-
ur á því aö endir jrði bundinn á
óöldina í Norður-Irlandi, sem er í
raun þjóöa- og trúarbragðastríö
skoskættaöra mótmæienda þar
og írskra kaþólikka. Friðarvonin
þar er helst tengd vaxandi sam-
stööu stjórna Bretlands og ír-
Lands í þvi máli. Mikilvæg ástæöa
til að breskum yfirvöldum hefur
ekki tekist að uppræta írska lýö-
veldisherinn (IRA) er aö aldrei
hefur lánast aö koma í veg fyrir
innstreymi vopna og sprengiefna
til hans gegnum írska lýðveldiö.
Líkleg skýring á því er aö írar í
lýöveldinu og stjórnvöld þess
hafi ekki Iagt mjög mikiö kapp á
að stööva þá flutninga.
í Rússlandi var svo aö sjá sl.
haust ab JeLtsín forseta hefbi tek-
ist aö buga helstu andstæöinga
sína innanlands, en meö kosn-
ingunum á dögunum kom í Ijós
keppinautur, sem gæti orðið
honum enn óþægilegri en voru
þeir KhasbúLatov og Rútskoj,
þ.e.a.s. Zhírínovskíj. Mikið fylgi
hans vekur vaxandi ugg viövíkj-
andi Rússlandi, einkum í grann-
Löndum þess, og aö öllum líkind-
um ekki að ástæbulausu. Nú
blasa viö líkur á því aö Rússland
veröi innan skamms komiö með
útþenslusinnaban og aö margra
mati illútreiknanlegan leibtoga
sem réöi auk annars ööru mesta
kjarnavopnabúri heims. Gagn-
vart þeim horfum standa ekki
ýkja samhuga Vesturlönd. Banda-
ríkin létu á árinu í Ljós vissan
leiöa á nánum'tengslum sínum
viö vestanveröa Evrópu og þótt
Evrópska efnahagssvæðiö eigi aö
heita í höfn er spurning hvort
þaö vegur upp á móti brestum
sem sjást í Evrópusamrunanum,
á milli norðurs og suburs í Evt-
ópu, á milli Þýskalands og Frakk-
Lands, jafnvel innan sumra ríkja
þar, a.m.k. Ítalíu. NATÓ er enn í
óvissu meö sjálft sig eftir kalda
stríöib, hikandi um hvort það
eigi aö taka inn ríki í austan-
veröri álfunni, þeim og Vestur-
löndum til tryggingar gegn Rúss-
landi, eöa taka þau ekki inn til aö
auka ekki tortryggni Rússa. NA-
TÓ var stofnað sem vamarbanda-
lag fyrir vestanveröa Evrópu fyrst
og fremst og með minnkandi
áhuga Bandaríkjanna á Evrópu
vaknar spuming um hver afstaöa
þeirra verði í framtíöinni sem for-
usturíkis NATÓ.
Þegar á allt er litið viövíkjandi
Vesturlöndum veröur varla sagt
aö völlurinn á þeim sem heild sé
meiri nú en var fyrir ári. At-
vinnuleysi er þar gífurlegt (15
milljónir í Evrópubandalagi) og
líklegt ab þaö fari vaxandi. For-
stjóri eins stærsta fyrirtækis Ítalíu
sagöi fyrir skömmu í blaðavibtali
að hætta væri á aö atvinnuleysið
ylli því að fjöldi fólks segði þjóö-
félögunum upp hollustu. Vera
má ab margir hafi þegar gert svo,
meira eöa minna ákveöið.
Glæpaalda, eiturplága og félags-
leg upplausn sem hrjáir Vestur-
lönd er ab líkindum í nánum
tengslum viö atvinnuleysisbölið,
en fleira kemur þar vitaskuld til.
Áberandi merki þess ab þjóðir
Vesturlanda séu komnar nokkuö
á leiö með aö snúa baki við for-
ustukjörnum sínum eru úrslit
kosninga á árinu í Kanada og á
Ítalíu. I þeim hrundu gamalgróin
flokkakerfi til grunna.
1993 var oft vakin athygli á
efnahagslegri þenslu í Austur-As-
íu. Þar eru einkum Kínverjar í
sókn, og þá frekar þeir sem þjóö
en ríkið Kína. Greinilegur vottur
þeirrar þróunar á árinu var vax-
andi áhugi Bandaríkjanna á
Kyrrahafssvæöinu á kostnað
Norður-Atlantshafssvæðisins.
Einnig sáust aukin merki tregbu
Austur-Asíu á ab líta á Vesturlönd
sem forustusvæöi heimsins og
gildi þeirra sem sjálfsagöa fyrir-
mynd. Vaxandi kvíöa á árinu út
af kjarnavopnum gætti líklega
hvab mest í Austur-Asíu, þar sem
margir óttast aö rúmlega áttræö-
ur einræöisherra Noröur-Kóreu,
Kim Il-Sung, sé að koma sér upp
kjarnavopnum eöa þegar búinn
aö því. Margra hald er aö illa
stætt ríki hans standi ekki lengi
eftir hans dag, en ekki er taliö
útílokað aö hann reyni aö tryggja
framtíð þess og sérstaklega sona
sinna, sem fyrirhugaö er aö taki
við völdum af honum, meö því
að miöa kjarnaeldflaugum t.d. á
Japan.
UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM
Frá afhendingu bíisins til sambýlisins á Cauksmýrí.
SAUÐARKROKI
Gauksmýri
fær afhentan
bíl
Nýlega var heimilisfólkinu á
sambýlinu Gauksmýri afhent
formlega Toyota Hiace bifreib.
Ungmennasamband Vestur-
Húnavatnssýslu stóö fyrir söfn-
un vegna kaupa á henni. For-
mabur USVH, Eyjólfur Gunn-
arsson, sagöi að viröisauka-
skattur heföi verib felldur nib-
ur af sölu bifreiöarinnar og
heði þaö létt viö kaupin. Svo
vel tókst til meö söfnunina aö
hægt var ab borga hluta
kostnabar viö kaup á vetrar-
dekkjum og tryggingar á bif-
reibinni.
60 ára hiú-
V'
skaparafmæli
Nei, ætli þaö séu margir sem
ná þessum tímamótum. Þaö
getur varla verið eins og skiln-
aöir eru nú algengir," sagöi
Jódís Benediktsdóttir frá
Veðramóti en hún og maður
hennar, Guðmundur Einars-
son, áttu demantsbrúökaup,
eöa 60 ára brúbkaupsafmæli í
desember sl. Þau héldu upp á
tímamótin ásamt vinum og
kunningjum í félagsheimilinu
Ljósheimum í Skarbshreppi.
Jódís og Gubmundur hafa
búib á Vebramóti í rúm 50 ár
og mörg seinni ár hafa þau
verib í góöu skjóli sonar síns
og tengdadóttur. Þau eru
rúmlega áttræb aö aldri og
eru ennþá mjög ern og heils-
an þokkaleg. Þeim Jódísi og
Guðmundi varö fjögurra
barna auðið, tvö komust til
fullorðinsára, en tvö dóu ung.
SumQeitðka
SELFOSSI
Þoriákshöfn:
Seltzer sýnir
áhuga
„Fulltrúar Seltzer hafa skoöað
aöstæbur hér í Höfninni og
sýnt töluverðan áhuga á
staönum," sagöi Gubmundur
Hermannsson, sveitarstjóri
Ölfushrepps, í samtali við
Sunnlenska.
Þorlákshöfn er einn þeirra
staða sem koma til greina fyrir
verksmiöju Seltzer gosrdykkja-
framleiöandans verbi hún flutt
úr núverandi húsakynnum í
Reykjavík. Kostir Þorlákshafnar
fyrir starfsemi sem þessa eru
góö hafnaraöstaða og nægt
vatn til framleiðslunnar, auk
þess sem nóg er til af iðnaðar-
lóðum í Þorlákshöfn. Um 20
manns gætu fengib vinnu í
verksmiðjunni.
Forráöamenn Seltzer hafa
reyndar gengib frá leigu á
verksmibju þeirri sem áöur var
f eigu íslenks bergvatns hf.
fram í október á næsta ári,
þannig aö málib mun ekki
skýrast strax. Þorlákshöfn er
þó enn inni í myndinni. „Við
höfum unnið töluvert í málinu
og þetta er spennandi dæmi,"
sagöi Gubmundur Hermanns-
son.
Fjölbrautaskóli Suöurlands:
Brautskrábi
30 stúdenta
Fjölbrautaskóli Suöurlands
brautskrábi 50 nemendur fyir
áramót, þar af 30 stúdenta.
Fjölmenni var við brautskrán-
inguna og meðal gesta voru
fyrstu 10 ára stúdentar skól-
ans.
Alls stundubu um 670 nem-
endur nám í dagskóla F.Su. en
f öldungadeild og meistara-
skóla voru um 116 nemendur.
Skólinn starfrækir einnig útibú
á Litla Hrauni og farskóli Suö-
urlands og Skógakóli starfa í
tengslum viö hann.
í ræðu sinni viö brautskrán-
inguna varð Þór Vigfússyni
tíbrætt um kennarastarfið og
sagöi m.a.: „Einungis sá kenn-
ari sem reynir stöbugt aö ná
framförum hjá hinum eilífa
nemanda tekur sjálfum sér
fram og er ferskur í starfi."
Jóhann Grétarsson fékk verö-
laun skólanefndar fyrir besta
námsárangur nýstúdenta og
hann flutti einnig ávörp fyrir
þeirra hönd. Þá afhentu 10
ára stúdentar skólanum aö
gjöf myndir frá skólameistu-
um F.Su, þeim Heimi Pálssyni
Þrír nýstúdentar F.Su sem verblaun-
abir voru fyrír góban námsárangur.
F.v. írís Böbvarsóttir, lóhann Crétars-
son og Abalheibur Högnadóttir.
og Þór Vigfússyni og 5 ára
stúdentar gáfu 25 þúsund til
kaupanna.
Þess ber einnig aö geta ab
einn nemandi var útskrifaöur í
glerslípun og speglagerb, Sig-
uröur Ragnar jónsson. Mjög
fátítt er aö nemendur leggi þá
iön fyrir sig en Siguröur Ragn-
ar hefur m.a. stundab nám í
Þýskalandi.
Atvinnuleysi
aukist um
68%.
Atvinnuleysi á Suöunesjum
hefur aukist um 68% frá því f
október og er atvinnuástandiö
nú orbið eins og þab var í
sama mánuöi í fyrra eftir tals-
verban bata. Atvinnuleysib er
nú hlutfallslega mest á Suður-
nesjum, ásamt Noröurlandi
eystra og mest á meðal
kvenna á Suðurnesjum.
Meöalfjöldi atvinnulausra á
Suburnesjum er 441 eöa um
5,9% af áætlubu vinnuafli, en
var 3,4% í október sl. og er
þaö fjölgun um 68%.