Tíminn - 04.01.1994, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.01.1994, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 4. janúar 1994 CTDtHlltMÍMfílil hafa lotiö aö moldu aö undan- förnu og hafa háir vextir vissu- lega komiö þar viö sögu. En þeir réöu ekki úrslitum um örlög Sambandsins. Flest felliu innanfrá, fyrirtæki, stofnanir, stefnur, ríki, heims- veldi. Og flest það sem er, á eftir aö falla, fyrr eða síöar. Þaö er lögmál lífsins. Þó aö hart væri löngum sótt aö Sambandinu aö utan og miklar kröfur til þess geröar, ekki síst af ríkisvaldinu, þá var hitt þó þyngra á metun- um aö kröfumar innan frá uröu sífellt háværari. Og undan þeim ■ kröfum var látiö í rikari mæh en aö undir yrði risiö. Það hefur löngum verið ein- kenni á íslenskri samvinnu- hreyfingu aö leggja áherslu á allsherjar framfarir, ekki síst á sviði atvinnusköpunar, fremur en aö leggja höfuðáherslu á verslun og viðskipti, eins og víö- ast annars staðar. Þegar tók aö halla undan fæti í framleiðslu- iönaöinum, ekki síst fyrir sókn fjarlægra þjóöa á því sviði, kom þaö hart niöur á Sambandinu eins og fleirum. Samdráttur varð í atvinnu við hefðbundna land- búnaöarframleiöslu. En í kjölfar- iö á þessu tvennu var sú krafa gerð til Sambandsins aö bæta þetta upp meö stuðningi viö uppbyggingu nýrra framleiðslu- greina, þar sem áhættan var oft mikil, og aö styöja greinar þar sem lítil von var um arð í nán- ustu framtíð. Jafnframt þessu jukust áhrif Suövesturlandsins í Sambandinu og þar meö fékk sú skoðun vaxandi fylgi aö Sam- bandið hefði vanrækt þann hiuta landsins. Úr því var talið að þyrfti að bæta. Margir sáu augljós hættumerki framimdan. Og það var einmitt þá sem Guðjón var kallaöur til. Þegar hann kom heim frá Amer- íku kom hann í efnahagsum- hverfi, sem var gerólíkt þvi sem hann hafði starfað í um hríð. Sjálfur hefur hann sagt að það hafi tekiö sig tvö ár að átta sig á málefnum Sambandsins. Það voru ár sem ekki mátti missa. Þeir, sem lögðu kapp á að hann kæmi heim árið 1986, væntu þess aö hann tæki þegar í stað þá forystu, sem á þurfti að halda, forystu í að breyta hugarfari, breyta viöhorfum innan Sam- bandsins og Sambandsfyrirtækj- anna. Aö hann snerist tÚ vamar, en blési jafnframt til nýrrar sóknar. En Guðjón var ekki á því augnabliki tilbúinn aö leggja til atlögu. Þar aö auki vom ekki allir tilbúnir að taka viö Guöjóni og þeim nýju viöhorfum sem þeir töldu aö hann flytti heim meb sér. En hinu má svo ekki gleyma aö þó að Sambandið hætti starf- semi, standa veigamiklir þættir starfseminnar eftir og blómstra í nýjum jarðvegi. Það skiptir ekki öllu máli að Sambandið hverfur af sjónar- sviðinu. Sá lagarammi, sem sam- vinnustarfi er settur, er orðinn of þröngur og þar með taka við ný rekstrarform sem búa við rýmri skilyrði. Þab, sem skiptir máli, er að sú hugsun lifi að mönnum sé farsælast að hafa samvinnu. Sú hugsun fleytti okkur drjúgum fram á veg á þessari öld á leiðinni frá örbirgð til efna. Sú hugsun hefur átt örö- ugt uppdráttar um skeiö,, hefur vikiö fyrir tískustraumum, sem væntanlega lifa ekki lengi. En lifa sennilega samt sem áður nógu lengi til þess að vib verö- um aö hefja nýja framfarasókn í byrjun nýrrar aldar, á sama hátt og um síðustu aldamót. Það er verðugt til umhugsunar yfir moldum Guöjóns B. Ólafssonar. í dag kveöjum viö Guðjón B. Ólafsson með miklum söknuöi. Ég átti viö hann langt og gott samstarf, sem var nánast á árun- um 1968-1975. í því samstarfi var Guöjón veitandinn og ég á honum mikiö að þakka. Hann var helsjúkur maður síðustu þrjú æviárin. Þrátt fyrir það bognaði hann ekki, því ab hann var þeirrar gerðar að brotna fremur en bogna. En þetta varð til þess að erfiðara var að fylgja honum eftir. Þess vegna urðu samskipti okkar minni en áður síðustu tvö árin, einmitt þegar hann þurfti mest á stuðningi að halda. Það verður mér ævinlegt harmsefni. Við hjónin sendum Guölaugu og fjölskyldunni samúðarkveðj- ur á þessari stund sorgarinnar. Þeir, sem mikið hafa átt, hafa mikiðmisst. Ámi Benediktsson Ástkær bróðir minn, Guðjón Baldvin Ólafsson, er látinn eftir nær þriggja ára baráttu við erfið- an og óvæginn sjúkdóm. Þó svo ég hafi vitað að hverju stefndi, er óumræðilega erfitt að horfast í augu við þessa stabreynd. Ég hef fylgst náið með hetjulegri baráttu hans, sem lengst af ein- kenndist af bjartsýni hans á að honum tækist að hafa betur. Hann tókst á við sjúkdóm sinn af mikilli skynsemi, gerði allt sem í hans valdi stóð til að auka líkur á bata, en gerði sér jafn- framt fulla grein fyrir alvöru sjúkdómsins. Baddi bróðir minn var frum- burður foreldra okkar, þeirra Fil- ippíu Jónsdóttur og Ólafs Kjart- ans Guðjónssonar. Hann fædd- ist í Hnífsdal 18. nóvember 1935 og bjó fyrstu æviárin ásamt for- eldním okkar á heimili föðurafa okkar og -ömmu. Aldrei heyrði ég talað um hann ööruvísi en sem sérstaklega ljúfan og góðan dreng, og þannig eru líka allar mínar minningar um stóra bróð- ur minn, sem var tæpum fimm- tán árum eldri en ég. Mér fannst ekkert eins dásamlegt eins og að eiga stóran bróður, sem var óspar á að sýna systur sinni ein- lægar tilfinningar, leika við hana og dekra á alla lund. Ein af mínum fyrstu minningum er þegar hann var í Gagnfræðaskól- anum á ísafirði. Hann kom brunandi út í Hnífsdal á mótor- hjólinu sínu til þess eins að svæfa mig, og fór síðan aftur inn á ísafjörð til ab spila á harm- onikkuna sína á skólaballi. Stuttu seinna var Baddi farinn að heiman, fyrst í skóla í Reykja- vík og síðan erlendis til starfa. Þaö var því beöið með óþreyju eftir jóla- og sumarfríum, að ógleymdum ófáum gjöfunum sem hann sendi mér frá útlönd- um. Við systkinin ólumst upp við mikið ástríki foreldra okkar og ömmu, sem lengi bjó á heimil- inu. í mínum huga lék þó aldrei vafi á hver væri bestur, það var Baddi bróðir. Þó svo að faðir okkar reyndi oft á sinn glettna hátt að fá mig til að segja ab hann væri betri en Baddi, tókst honum það aldrei. Ekki einu sinni þó hann gæfi mér sælgæti. í mörg ár sáumst við systkinin stopult vegna langvarandi bú- setu hans og fjölskyldu hans er- lendis. Nú hin síðustu ár höfum við fengið tækifæri til ab bæta okkur þennan aðskilnað upp og fundið að þræðimir, sem mynd- uðust milli okkar í upphafi, voru jafn sterkir og væntumþykjan jafn innileg og fyixum. Um jólin þegar ég var sjö ára, kom Baddi í fyTsta skipti heim með unnustu sína, Guðlaugu Brynju Guðjónsdóttur, sem síö- ar varð eiginkona hans og dygg- ur lífsförunautur. Lúlú mágkona mín hefur stabib meb manni sínum í blíbu og stríðu og hefur sýnt einstaka umhyggju og dugnað í veikindum hans. Sama er að segja um Bryndísi, dóttur þeirra, sem hefur verið stoð þeirra og stytta hér heima, og síðustu mánuðina fengu hin bömin þeirra fjögur, sem öll em í Bandaríkjunum, tækifæri til að vera nálægt föður sínum. Baddi var mikill fjölskyldumaður og sýndi það sig best í veikindum hans hve fjölskyldan mat hann mikils. Þá var hann umhyggju- samur og stoltur afi, en hann átti orðið tvo afastráka. Annar þeirra, Ólafur Friðrik, hefur ver- ið mikið á heimili afa síns og ömmu og saknar nú sárt afa síns. Baddi bróbir var tilfinninga- næmur maður, hafði einstaklega gott skap og var léttur í lund. Þessir eiginleikar hans hafa án efa hjálpað honum að takast á við veikindi sín. Frá því að hann veiktist hefur hann ekki einung- is þurft að takast á vib afleiðing- ar sinna eigin veikinda, því með- an hann háði sína baráttu létust báðir foreldrar okkar af völdum sama sjúkdóms. Þeim var hann afar kær sonur og sýndi hann þeim mikla umhyggju alla tíð. Nú, þegar ég er ein eftir af litlu fjölskyldunni okkar, verð ég að trúa því að þau séu öll sameinuð á ný. Um leið og ég bib Gub að styrk- ja Lúlú mágkonu mína, börn hennar, tengdadóttur og barna- böm, bið ég þess að minningin um yndislegan eiginmann og fjölskylduföður lýsi þeim áfram veginn. Blessuð sé minning míns kæra bróður. Ásgerður Ólafsdóttir Þegar ég heyrði um lát Guðjóns B. Ólafssonar kom mér fyrst í hug hetjuleg barátta hans við banvænan sjúkdóm síðustu árin sem hann liföi. Síðast þegar ég sá hann var svipur hans ákveðinn og stoltur. Það var engin uppgjöf í fasi hans, þótt hann vissi vel hvaö var framundan. Við, sem búum við þá gæfu ab takast á við lífið viö góða heilsu, berum mikla virðingu fyrir slíkum hetjuskap, án þess þó aö gera okkur fulla grein fyrir þeirri bar- áttu sem hann háði og almættið hefur nú gefið honum hvíld frá. Ég hitti Guðjón fyrst fyrir nær 30 árum, en hann var þá að flyt- ja búferlum til Bretlands og taka við skrifstofu Sambandsins þar. Ég var á heimleið frá Bretlandi og af einhverjum ástæðum fór ég að hjálpa til við að flytja bú- slóö inn í væntanlegt heimili hans. Ég man vel eftir hvað þetta starf var skemmtilegt og hvað þægilegt var að vera í ná- vist hans. Þaö gustaöi af honum og það var ekkert verið að hika við að ganga til verks og gera það sem framkvæma þurfti. Þeir, sem fylgst hafa með sjáv- arútvegi á Islandi í þessa þrjá áratugi sem liðnir eru, vita allir um þróttmikil störf hans í þágu sjávarútvegsmála. Á miklum erf- iðleikatímum tók hann að sér að reka verksmiðju Iceland Seafood í Harrisburg í Bandaríkjunum. Dugnaður hans og stjórnunar- hæfileikar nutu sín vel í því starfi og verksmiðjan varð stór- veldi í hans höndum á íslenskan mælikvarða. Guðjón skynjaði vel hvað sölustarfið skipti miklu máli og var oft óánægður meb það hvað framleiðendur á ís- landi höfðu lítinn skilning á ab sinna og þjóna viöskiptavinun- um vel. Hann taldi að vanræksla á Bandaríkjamarkabi gæti orðið dýrkeypt síöar meir. Þegar hvalamálið var ofarlega á baugi hér á íslandi, minnist ég þess vel hvað Gubjón taldi naubsynlegt að sýna festu í því máh. Hann gerði sér grein fyrir óþægindum sem fyrirtæki hans gæti orðið fyrir, en vissi jafn- framt að hér var um mál ab ræba sem íslendingar þurftu að ganga fram í af fullri einurð. Ég gerði mér grein fyrir því ab það var ekkert auðvelt að hafa þessa skoöun, en þar eins og annars staðar sýndi hann þann kjark sem alltaf einkenndi líf hans og störf. Guðjón fékk einróma lof fyrir störf sín í Bandaríkjunum og það voru bundnar við hann miklar vonir þegar hann kom heim til íslands til að taka við Sambandinu. Hann gekk til þeirra starfa af miklum krafti, en aðstæbur voru aðrar en hann hafði talið og margt varð til þess ab ýmislegt fór á verri veg en hann og aðrir höfðu vonaö. Það var honum þungbært og varð að sjálfsögðu til þess ab gera bar- áttu hans síöustu árin ennþá erf- iðari. Þeirri baráttu er nú lokið og fallinn er frá forustumaður í íslensku atvinnulífi, sem hefur markað djúp spor á alltof stuttri ævi. Foreldrar mínir, Ásgrímur og Gubrún, minnast Guðjóns af miklum hlýhug sem vinar og samstarfsmanns í marga áratugi. Við Sigurjóna þökkum góð kynni, vináttu og góðvild í okk- ar garð. Við sendum Guðlaugu og börnunum okkar dýpstu samúðarkveöjur og biðjum góö- an Guð að styrkja þau um alla framtíð. Halldór Ásgrímsson Það þurfti ekki að koma á óvart, að heyra andlátsfregn Guðjóns B. Ólafssonar þann 19. desem- ber s.l. Öllum, sem til þekktu, var kunnugt um að hann hafði háð hetjulega baráttu vib illvígan sjúkdóm í hartnær þrjú ár og eins og svo margir aðrir þurfti hann ab lúta í lægra haldi, þótt hann væri ekki nema 58 ára að aldri. Ég sá Guðjón fyrst þegar ég um nokkurra vikna skeið var starfs- maður Sjávarafurðadeildar Sam- bandsins fyrir mörgum árum. Hann var þá ungur maður og vakti athygli og aðdáun fyrir dugnað og hæfni í starfi og það hve mikil lífsgleöi og þróttur geislaði af honum í öllum hans athöfnum. Honum voru snemma falin veigamikil og vandasöm störf af hálfu forystumanna Sambands íslenskra samvinnufélaga. Hann veitti Lundúnaskrifstofu Sam- bandsins forstöðu um nokkurra ára skeið. Árið 1968 varð hann framkvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar Sambandsins og gegndi því starfi til ársins 1975, en hann lét þá undan eindregnum óskum um að taka að sér fram- kvæmdastjórn sölufyrirtækis Sambandsins í Bandaríkjunum, Iceland Seafood Corporation. Þegar Gubjón kom að því fyrir- tæki átti þab í miklum erfiðleik- um. Þar tókst að snúa hlutum til betri vegar undir traustri og ör- uggri forystu Guðjóns og trúlega hafa árin þar verib einn ánægju- legasti tíminn á starfsævi hans. Ekki einungis tókst ab snúa mál- um Iceland Seafood Corp. til betri vegar, heldur varð fyrirtæk- ib eitt af leiðandi fyrirtækjum í fisksölumálum í Bandaríkjunum og þótt víðar væri leitað. Eg minnist heimsóknar til Ice- land Seafood haustið 1976 í hópi margra annarra frystihúsa- manna frá íslandi. Móttökumar voru frábærar og kynningin á fyrirtækinu og starfseminni færbi okkur heim sanninn um aö stjórnandi þess væri réttur maður á réttum stað. Þekkingin, 15 krafturinn, öryggið, allt var þetta til staðar í ríkum mæli og viö hrifumst af því sem verib var ab gera. Þegar velja þurfti nýjan for- stjóra Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, þurfti ekki ab koma á óvart aö leitað væri til Gub- jóns. Hann hafði skapaö þá til- trú og náb þeim árangri í störf- um sínum, að margir töldu hann öðmm líklegri til að geta þar veitt styrka forystu í stöðu, sem flestir gerðu sér grein fyrir að hlyti að vera erfiö. Ég hygg að Guðjón hafi ekki gert sér nægjanlega glögga grein fyrir því umhverfi sem hann var að koma í, þegar hann tók við starfi forstjóra Sambandsins þann 1. september 1986. Hann hafði verið fjarverandi í 12 ár. Starfað í allt öðru umhverfi, þurft ab leysa annarskonar vandamál en hér var við að fást. Hugur hans var líka nokkub bundinn við fyrri störf. Hann hafði öðru fremur fengist við málefni sjávarútvegs og fisksölu á starfsferli sínum. Miklir erfið- leikar voru framundan í at- vinnurekstri á íslandi. Þetta setti svip sinn á rekstur Sambandsins ekki síður en annarra fyrirtækja. Aðgerðir til að snúa vöm í sókn tókust því ekki nema aö nokkm leyti og starf Guðjóns sem for- stjóra Sambandsins varð ef til vill öðm fremur vamarbarátta. Gubjóns B. Ólafssonar á eftir að verða minnst sem eins af frem- stu mönnum í markaðssemingu fiskafurða íslendinga. Eins af framvörðunum í mikilvægasta atvinnuvegi þjóðarinnar. Hann hefur þar skapað sér sess að verö- leikum. Að leiðarlokum vil ég færa fram þakkir fyrir hönd stjórna og starfsfólks íslenskra sjávarafurba hf. og sölufyrirtækja þess erlend- is, Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum og Iceland Se- afood Ltd. í Bretlandi. Við metum og þökkum störf hans og sendum eftirlifandi konu hans og börnum og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur. Hermann Hansson Tuttugasta öldin er að renna skeið sitt á enda. Meb henni hverfur margt af því, sem gjam- an er vitnað til á góðum stund- um. Einstaklingar urðu margir frægir á þessum tíma, en em nú gengnir, eftir að hafa lifað lang- an dag. Samt lifir minningin um þá ýmist af kynnum eða í bókum og má af því sjá hve miklu gegn- ir að skaphöfn sé heil og hand- tökin styTk. Eins er um stofnan- ir, sem hverfa og deyja að síð- ustu. í þeim er líka eftirsjá. En sagt er að annað komi í staðinn og ber að vona að það nýtist ein- hverjum. Þessi orð koma í hugann á síb- ustu dögum, þegar látinn er vestur í Harrisburg Guðjón B. Ólafsson, fyrrum forstjóri Sam- bands íslenskra samvinnufélaga, abeins 58 ára að aldri, eftir óvenjulega hetjulega baráttu við hættulegan vágest frá því í byrj- un árs 1991. Guðjóni sást þó hvergi bregöa, en bjóst til bar- daga við sitt banamein; lét eng- um steini óvelt og engum ferð- um ólokið í leit að nýjum vopnabúnabi í lokastríði. Sum- um fer þannig, að þeir bíða kvíðnir síns endadægurs og haf- ast ekki að. Þessu var ekki þann- ig farið meb Guðjón. Hann bauð til bardaga og dró hvergi af sér þangað til ferð hans lauk í Har- risburg, þar sem hann hafði unnið sín bestu verk um ævina við stjórn á framleiðslu og sölu sjávarafurða. Áður en til stríðsins við lang-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.