Tíminn - 04.01.1994, Blaðsíða 9
Þriðjuudagur 4. janúar 1994
S'ílHÍllB
9
Gott fjölskyldulíf -
öörum lífsgæöum ofar
Áramótaávorp forseta íslands
Góðir íslendingar.
Góðan dag og gleðilegt nýtt ár.
Á árinu sem léið voru 75 ár liðin
síðan ísland varð fullvalda ríki.
Það geröist hinn fyrsta desem-
ber áriö 1918 og þann dag öðl-
aðist íslensk þjóð í raun á nýjan
leik það sjálfstæöi sem hún
hafði átt í árdaga. Meö fullveld-
inu fékk hún allan rétt til að
stýra eigin málum ein og ó-
studd, þótt hún gerði um leið
nýjan sáttmála við Dani um að
hafa sama konung og þeir um
sinn og að Danir skyldu fyrst í
stað sinna utanríkismálum og
landvarnarmálum og æðsti
dómstóll landsins yrði í Kaup-
mannahöfn. Hæstiréttur var
stofnsettur í Reykjavík áriö 1920
og utanríkismál sín tóku íslend-
ingar í raun í sínar hendur á
stríösánmum síðari. Fullveldiö,
sem þama var fengið, var svo að
sínu leyti beint framhald þess
sem gerst hafði hinn fyrsta febr-
úar árið 1904 þegar við fengum
heimastjóm og við getum nú að
réttum mánuði liðnum minnst
níutíu ára afmæli þess merka á-
fanga. Frelsi sitt eignuðust ís-
lendingar með fullveldissamn-
ingnum árið 1918, frelsi sem
síðan endanlega var staöfest
með sjálfstæði íslands meðal
þjóða heims við stofnun ís-
lenska lýðveldisins hinn 17.
júní 1944. Fimmtíu ára afmælis
þess fögnum við nú á því ári
sem gengið er í garð.
Saga íslendinga síðustu öldina
einkennist miklu fremur af stór-
um stökkum en hægri þróun.
Þjóð sem um aldir hafði búiö
við kröpp kjör lagöi ofurkapp á
að afla sér veraldlegra gæða og
tryggja velferð sína og bama
sinna. Við höfum unniö hörð-
um höndum að því í öll þessi ár
frá því í byrjun aldarinnar að
byggja upp sjálfbjarga ríki og
síðan velmegunarþjóðfélag.
Dugnaður fólksins hefur ekki
síst tengst þeim metnaöi sem
það hefur átt í hjarta sínu fyrir
hönd barna sinna - þau áttu aö
eignast ekkert minna en sjálfa
lífshamingjuna. En þessu fylgdi
þversögn, sem einmitt er í því
fólgin að þetta vildu menn gera
meö því að gefa nýrri kynslóð
þegar í stað allt það sem þeir
sjálfir höfðu ekki notið.
Viðfangsefni handa öllum
verkfúsum höndum hafa verið
gæfa þessarar þjóðar mestan
hluta sjálfstæöistímans og lýö-
veldisáranna. Oft hefur meira
aö segja skort vinnuafl í land-
inu. En nú kreppir að. Atvinna
er ekki nóg, og framtíðar-
götumar reynast ekki eins sjálf-
gengnar til auðsældar og áður
sýndist. Okkur sem enn njótum
fullrar atvinnu hlýtur öllum að
vera ljóst að atvinnuleysi og sár
fátækt, sem við vitum af em
blettir á samfélagi okkar, blettir
sem okkur ber siðferðileg skylda
til beita öllum ráðum til aö
afmá. Enginn íslendingur getur
unað því aö horfa á meðbræður
og systur líða fyrir atvinnuleysi.
Til þess erum viö of fá, fjöl-
skyldubönd okkar of sterk, á-
byrgð okkar hvers á öðm of aug-
Ijós.
Á góðum stundum höfum við
hugsað til þess með gleði og
nokkm stolti aö á íslandi sé að
finna bæði hreint land og gott
mannlíf. Við höfum trúað á
samræmi milli landsins hreina,
loftsins tæra og mannlífs í ör-
yggi. Við höfum lifað við ótta-
leysi og traust til grannans, og
mörgum sem stærri ból byggja
hefur þótt við öfundsverð í
þeim eftium.
En skyndilega hrökkvum við nú
upp sem af draumi við ótíðindi
af ofbeldisverkum, tíðari og
hörmulegri en okkur áður
uggði. Fjölmiölar greina um
hverja helgi frá fólskulegum
misþyrmingum og segja okkur
jafnframt fregnir af mönnum
sem gera sér unglinga og böm
að féþúfu og skirrast ekki viö að
pranga inn á þau hverskyns ó-
lyfjan. Menn spyrja að vonum
sjálfa sig og aðra: Hvað er hér að
gerast?
Ekkert svar er einhlítt. Sumir
leita svara í vaxandi hörku lífs-
baráttunnar, í bágum atvinnu-
horfum, sem hér sem annars
staðar láti ungu fólki finnast
sem enginn spyrji framar eftir
hæfileikum þess, getu og kunn-
áttu. Aðrir leita skýringa í of-
beldisdýrkun sem gerst hefur
fyrirferðarmikil í afþreyingar-
iðnaði síöustu ára. Sú ofbeldis-
dýrkun er nú áhyggjuefni víða
um lönd, svo ráðamenn stór-
þjóða lýsa hver af öðmm óhug
sínum og hvetja til andófs.
En viö getum einnig spurt að
því hvort ekki þurfi að skoða
þann heimafenginn bagga sem
hverju barni og hverjum ung-
lingi ætti að vera hollur. Um
aldir vom fjölskyldulíf og heim-
ili kjölfesta í siðferði og siðfræöi
allra þjóöa. Þar kenndu for-
dæmin umferðarreglur allra
mannlegra samskipta. Hræring-
ar síðusm ára, tæknibylting nú-
tímans og hömlulaust lífsgæða-
kapp virðast hafa leitt til þess að
þessi kjölfesta fjölskyldunnar
hefur raskast.
Hér er brýnt að hyggja í eigin
barm og skoða þá ræktun til-
finninga og gilda sem hefur
með einhverjum hætti mistek-
ist. Okkur má öllum ljóst vera
að heimiliö er það tilfinninga-
lega athvarf sem allir menn vilja
og þurfa aö eiga. En viö getum
líka spurt okkur hvort ekki væri
æskilegt að skólar okkar væm
bemr í stakk búnir til að miðla
því sem heimilin kenndu áður.
Við hljótum aö spyrja hvort það
geti veriö bömum okkar og
bamabörnum til velferðar ef við
vanrækjum að tryggja þeim
hvort tveggja í senn, menntun
og siðmenntun, ef viö svíkjumst
um aö veita þeim þá siðferöi-
legu þjáimn sem felst í þvi að
aga dómgreind sína. Engum
gemr dulist að við höfum í
þjóðfélagsumrótinu þokað upp-
eldisskyldum okkar yfir á skól-
ana. Hversu sem aö okkur kann
að þrengja í efnalegu tilliti get-
um viö aldrei varið fyrir sam-
visku okkar að skera framlög til
þessara uppeldisstofnana svo
við nögl að það komi niður á
menntun og um leið framtíð
næstu kynslóða. Þá hömm við
keypt eigin stundarsælu of dým
veröi.
Árið 1994 er að framkvæði Sam-
einuðu þjóðanna kallað „Ár
fjölskyldunnar". Við hugsum
fæst nógu oft og mikib um þá
staöreynd, að fólk vill í rauninni
ekkert fremur en gott fjöl-
Vigdís Fmnbogadóttir, forseti Islands
skyldulíf. Það setja menn, þegar
um er spurt, öðram lífsgæðum
pfar.
Á heimilum okkar er lagöur
grannur að framtíðarheill
landsins barna. Böm heyra allt
Áramót
1993-94
og skynja allt, tileinka sér allt.
Þess vegna er gott uppeldi ekki
umfram allt fólgið í boði og
banni, eins þótt skynsamleg
séu, heldur öðra fremur í fyrir-
myndum: Að við hömm fyrir
bömum og unglingum það líf
sem við viljum að þau lifi. Það
stoöar lítib að búa til óskamynd
af hegðun og breytni og ætla
börnum okkar' að falla inn í
hana ef athafnir okkar, hinna
fullorðnu, benda í allt aðra átt.
Og það hljótum við að viður-
kenna að umgengnisreglur okk-
ar í mannlegu félagi hafa ragl-
ast. Því þurfum við að spyrja
okkur af hreinskilni og hlífðar-
leysi:
Hver axlar þá ábyTgb að breyta
rangri þróun í rétta?
Hver annast börnin okkar ef viö
bregöumst þeim?
Höfum við gefið okkur tíma til
að hlusta og tala við bömin?
Höfum við sýnt skóla þeirra
þann áhuga og þá virðingu sem
böm okkar eiga skilið og veitt
honum og sjáimm okkur um
leið það aðhald sem að gagni
má veröa?
Hömm við virt þann góða kost
að fjölskyldan getur skemmt
sjálfri sér, feröast sáman um eig-
ib land, notið svo margra hluta
saman?
Eða hömm við gert allt sem við
hömm getað til að flétta þeirri
einföldu vitneskju inn I tilfinn-
inga- og vitsmunalíf ungling-
anna, að sá er ekki sterkasmr
sem hefur barefli eöa vanstillta
hnefa á lofti, heldur hinn sem
kemur fram viö aöra menn með
þeirri virðingu og tillitssemi
sem honum sjáimm verbur dýr-
mætust?
Hvað viljum við? Stöðugan ótta
við grannann, varðhunda við
hvert hús?
„Án er ills gengis nema heiman
hafi" segir í Gísla sögu Súrsson-
ar. Ekkert gerist af sjáim sér. Það
er omrbjartsýni ab ætla ab böm
drekki í sig meb móðurmjólk-
inni arfleifö sína og tungu, og
þann innri siðferðisstyrk sem
hjálpar þjóðum jafnt sem ein-
staklingum aö bera höfuðið
hátt.
Þótt mesm varði framlag okkar
sjálfra sem einstaklinga og fjöl-
skyldna þurmm við líka öfluga
samstöðu í uppeldismálum. Og
þar verður stærsti félagsskapur
okkar, sjálft samfélagib, einnig
að bæta fyrir sínar vanrækslu-
syndir meðal annars með því aö
standa betur viö bakið á foreldr-
um í vibleitni þeirra og áhyggj-
um - til dæmis í því að koma á
samfelldum skóladegi, vinna
gegn því ab börn séu á hrakhól-
um, leggja þeim lið sem erfiðast
eiga.
Eg gat þess í upphafi að við vær-
um nú stödd mitt á milli þjóð-
minningardaga, fýrsta desem-
ber þegar minnst var 75 ára mil-
veldis og 17. júní þegar lýðveld-
ið er hálfrar aldar.
Þjóbminningardagar geta vel
orðið leiðigjarnir, ef við gerum
þá að vana einum saman. En
vib gemm líka átt okkur þá
virku forvitni um fortíð okkar
og minningar sem gera þá að
kærkominni hátíð. Við læröum
það sem böm, aö í ævintýram
er ekkert verra en að missa
minnið, það era versm álögin;
sá sem fyrir verður er ekki leng-
ur hann sjáimr og ef til vill gerir
hann eitthvað sem aldrei skyldi.
Viska ævintýrsins sagði okkur
líka, að það var svo sigurinn
mesti að endurheimta minnið -
verba maður sjálfur aftur.
Sagt er að ekki skuli menn og
þjóðir einatt horfa um öxl. En
við getum með góðri samvisku
lagt rækt við hib þakkláta
minni, sem segir okkur að leiö
þjóðarinnar var löng og gangan
einatt ströng og lýsir viröingu
við þá sem raddu brautir, minni
sem sækir styrk í þab líf sem lif-
að var og veit að ekkert sem er
nokkurs virði fæst án fyrirham-
ar og baráttu. Það minni gerir
ökkur kleift að þakka einstak-
lingum og heilum stéttum það,
sem vel hefur verið gert, elju-
semi þeirra sem hefur gert okkur
mögulegt að komast af í þessu
landi. Þá mun okkur takast að
sækja styrk í þann dugnað og
útsjónarsemi feðranna sem til
þessa hefur leyft okkur að taka
við nútímanum á eigin forsend-
um. En síst af öllu megum viö
gleyma því að manngildið er
öllu æðra.
Á merku afmælisári hljóttim við
ab þurfa að draga skynsamlega
lærdóma af skyndileika breyt-
inganna á okkar tíð og því aö
tengsl okkar viö umheiminn
era miklu meiri og virkari en
nokkra sinni fyrr. Okkur er
brýnt að minna okkur sjálf á þá
ábyrgö sem á hverju okkar hvíl-
ir: aö skila til framtíbarinnar því
líö sem vib kjósum að lifa í
þessu landi; þá miklu ábyrgð ab
varbveita tungu okkar, mynd-
ríka og kröfuharöa, sem er sjálf-
ur kjaminn í sérleika okkar, og
minningar okkar sem hvorki
við né umheimurinn viljum að
gleymist eöa verði settar á safn
fyrir fáa forvitna.
Góðir landar mínir. Á þessari
sttmdu er mér ofarlega í huga að
þakka alla þá velvild og gestrisni
sem mér hefur verið sýnd hvar
sem mig bar að garði á nýliðnu
ári. Ég sendi öllum þeim inni-
legar samúðarkveðjur sem
harmur og raunir hafa sótt
heim. Ég bið þeim allrar bless-
unar sem era að stíga sín fyrstu
skref í tilveranni. Megxun við
öll njóta samhygöar, gagn-
kvæms trausts og kjarks sem
verði þjóbinni til velfarnaðar á
nýbyrjubu ári, afmælisári ís-
lenska lýðveldisins og á ókomn-
um tímum.
Guð blessi ísland og íslendinga.