Tíminn - 04.01.1994, Blaðsíða 18

Tíminn - 04.01.1994, Blaðsíða 18
1 Q rMr 18 wmtmm Sveinjón Ólafsson frá Skálakoti Fæddur 7. júlí 1924 Dáinn 22. desember 1993 Nú, daginn eftir vetrarsól- hvörf, daginn sem misréttiö í Suður-Afríku er afnumið á þingi þeirra, þá er Sveinjón frændi allur. Það er kannski táknrænt að þessi heimssögu- legi viðburður gerist og frændi sofnar svefninum langa í von um að nú batni veröldin. Ég held aö Sveinjón hafi kosið að tala sem minnst um hinn dapra hejm, þó svo að hann þekkti hann. Hann kaus að sýna hina hliðina, sjá þaö skoplega við tilveruna. Hann kunni ótal sögur af mönnum og málefnum, einkum úr sínu eigin umhverfi. Og oft var hlegið að þeim sögum og þeim myndum, sem hann dró upp. Hann hafði auga og eyra fyrir því spaugilega, þó honum væri ef til vill ekki endilega alltaf gáski í huga. í sama anda var leiklistin, þar gat hann skemmt öðrum. Má raunar segja að leikarahæfi- leikar voru honum í blóð bomir. Ein minning, sem ég á úr barnæsku, er umtal um leikritið Skugga-Svein (Úti- legumenn Matthíasar), sem þá var leikið í ungmennafélaginu heima undir Eyjafjöllum (U.M.F. Trausta). Þá held ég að Sveinjón hafi leikið sitt fyrsta hlutverk, en þar lék hann Grasa-Guddu. Eg fékk ekki að fara á leikritiö, enda aðeins fjögurra ára. Mér fannst Svein- MINNING jón ekki alveg af þessum heimi eftir þetta, ég gat enganveginn skilið hvernig hann gæti bæði verið Sveinjón og Grasa- Gudda. Þau áttu hinsvegar eftir að verða mörg leikritin sem hann lék í undir Eyjafjöllum. í þá daga tíðkaðist ekki að fara í leikhúsferðir til Reykjavíkur, enda Þjóðleikhúsið ekki til þá. Var talað um „leikritið" sem árvissan atburð og held ég að ekki sé rangt með farið að Sveinjón frændi hafi leikið í nær öllum leikritum, sem upp voru færð hjá ungmennafélagi sveitarinnar eftir það, svo lengi sem leikið var á heima- slóð. Nú er slík skemmtun fengin utanfrá, en mér er til efs að slíkt skilji meira eftir, þó tækn- in sé meiri og leikarar skólaðri. Ég held að hér eigi við að „hollt er heima hvat". Sveinjón var mjög félags- lyndur og var um margra ára skeib í stjóm ungmennafélags- ins heima, lengi formaður. Oft hef ég heyrt talað af lítilli virð- ingu um ungmennafélags- hreyfinguna eftir að ég flutti á mölina, én um þab má segja „fyrirgefiö þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra". Ung- mennafélögin vom menning- arvaki í hinum dreifðu byggð- um landsins og þar fékk marg- ur sína fyrstu þjálfun í félags- málum. Þar var heldur ekki krafist peningagreiðslu fyrir hvert viðvik, enda ekki upp- fundið orðið „hagræöing" í nútíðarmerkingu. Það er ég reyndar sannfærður um að meiri arður hefur orðið vegna þeirrar hreyfingar hérlendis, en af þeirri nýfrjálshyggju sem ræbur ríkjum nú um stundir. Við Sveinjón unnum saman, eftir ab ég komst í vinnandi manna tölu, mörg haust í slát- urhúsinu í Djúpadal. Hann vann þar áratugum saman, en ég aðeins í sjö haust. Frændi var skotmaður allan þann tíma og reyndar miklu lengur. Þetta starf hans olli síðar mik- illi skerðingu á heym hans og gerði honum erfitt fyrir zL fylgjast með umræöum manna hin síðari ár. All lengi unnum við á mörk- um lífs og dauða: Ég skrifaði inn fjölda kinda og nafn eig- anda, Sveinjón vann sitt skyldustarf og svo hinir, uns skrokkur var festur á krók. Nú þykir fínt að tengjast hópum sem andmæla aflífun dýra. Sveinjón frændi hafði víðari sjóndeildarhring en svo að honum dytti í hug að á íslandi væri hægt að lifa án snertingar við lífkeðjuna. Hann vissi eins og allir með viti, aö ef enginn drepur engan þá deyja allir. Þessi staðreynd hefur gleymst mörgum, sem kenna sig við náttúruvernd. Sveinjón var fæddur í Skála- koti undir Eyjafjöllum og ólst þar upp í hópi sex systkina og voru veraldleg efni af skom- um skammti. Átti hann þar heima lengst af. Bjó hann þar hjá Bjarna bróður sínum og konu hans, Katrínu Magnús- dóttur, uns þau brugðu búi. Þá flutti hann að næsta bæ, Ásólfsskála, til frænda síns, Viðars Bjarnasonar, og konu hans, Jónu Guðmundsdóttur, og átti þar heima síðan. Er skylt að þakka þessum fjöl- skyldum báðum hversu góð heimili þau bjuggu Sveinjóni. Þar vann hann öll algeng störf, þegar hann var ekki við störf utan heimilis, hann var reyndar farandverkamaður eins og nú er sagt. Hann fór í ver til Vestmannaeyja, eins og margir Eyfellingar hafa gert fyrr og slðar, stundaði ýmsa vinnu í Reykjavík, vann við vegagerð, málaði kirkjur svo eitthvað sé nefnt. Alls staðar þar sem hann vann tókst hon- um að vekja kátínu með sög- Þriðjudagur 4. janúar 1994 um og eftirhermum. En hugurinn var á heima- slóöum, þar leið honum best og þar vildi hann vera. Það sannaðist á honum „að römm er sú taug er rekka dregur föð- urtúna til". Sveinjón var ekki þurftafrek- ur og barst ekki mikið á. Hann var kátur í hópi vina sinna og tók þá gjaman lagið, enda söngmaður góður eins og margir af Skálakotsættinni. Ein bemskuminning mín er þegar bræðumir, Bjarni, Kjart- an og Sveinjón, sungu lag Ása í Bæ: „Við brimsorfna kletta bámmar skvetta o.s.frv." Þá vom þeix nýkomnir úr verinu. Þetta hefur verið mér uppá- haldslag síðan. N Síðasta sumar tókum við hjónin á leigu landspildu und- ir Eyjafjöllum. Þar em gamlar fjárhústóftir og er ætlunin að endurhlaða þær. Hugöi ég gott til glóðarinnar að fá faglegar ráðleggingar Sveinjóns um það verk, því hann var hleðslumaður góður. En margt fer öðmvísi en ætlað er, því í ljós kom seinni hluta þessa árs ab Sveinjón hafði tvö illkynja krabbamein, sem nú hafa lagt góðan dreng að velli. Þó lítið færi fyrir Sveinjóni í daglegri umgengni, svo lítið að feimni mátti teljast, þá em Eyjafjöllin fátækari að honum gengnum. Skálakrókurinn er ekki samur eftir. En lífið heldur áfram og nýj- ar kynslóðir koma og er það von mín að þær sýni landinu sömu tryggð og Sveinjón frændi gerði. Aö lokum þess- ara fátæklegu minningarorða um góðan dreng votta ég að- standendum samúð mína. Alli Hermann Sigurösson frá Langholtskoti Fæddur 16. júlí 1922 Dáinn 17. desember 1993 Mitt í undirbúningi jólahá- tíbar, hátíðar gleði, ljóss og friðar, ber sorgin að dymm. Kær vinur minn, Hermann Sigurösson frá Langholtskoti, hefur kvatt lífið hér á Hótel Jörö. Ég man það eins og það hefði gerst í gær, þegar ég hitti hann í fyrsta sinn. Eg var þá, sumar- ib 1974, 12 ára gömul, borgar- bam á leið í sveit í fyrsta sinn. Var rétt komin út úr rútunni aö Flúðum, áhyggjufull, þar sem ég var að yfirgefa for- eldrahús fyrsta sinni til að dvelja hjá fólki sem ég hafði aldrei hitt Þá rennur í hlaðið hvítur Land-Rover og út stigur blíðlegur maður og segir: „Er einhver að Langholtskoti hér?" Ég gaf mig fram og Her- mann flutti mig heim ab Langholtskoti. Ég tel það vera eitt af stóru lánum í lífi mínu að hafa átt þess kost að kynnast þeim sæmdarhjónum Hermanni og Katrínu ,í Koti og dvelja hjá þeim að sumri til í nokkur ár. Ég segi „heim", því þar var mitt annað heimili, ég til- heyröi þeirra fjölskyldu með- an ég dvaldi þar og tel mig gera enn. Hjá þeim læröi ég að sjá og meta lífið frá nokkuð öðm sjónarhomi en ég hafði gert ábur. Þar öölaðist ég reynslu og þekkingu sem hef- ur verið mér dýrmæt síöar á lífsleiöinni. Hermann átti ekki síst þátt í því. Ég tel þaö ein- stakt er ég lít til baka, hversu góðum tengslum hann náði MINNING við mig, stelputáning úr Reykjavík. Það var margt í fari Hermanns sem minnti mig á föður minn og þeir vom báðir fæddir sama dag, 16. júlí, enda kallaði ég hann oft Her- mann-pabba. Hermann var myndarlegur maður, alveg einstakt ljúf- menni, hrekklaus, glettinn á Menn hafa sett á ræður um það í tilefni af 75 ára afmæli íslenska ríkisins hvað sé full- veldi. Nýjasta dæmið er grein Guðmundar Hálfdanarsonar, „Hvað er fullveldi?", í blaöinu á aðfangadag. Margt er þar athyglisvert, en kjami málsins frá sjónarhóli almennings held ég sé annar og hann komi fram í því, sem var ágreiningsatriði í sam- bandslögunum 1918. Með þeim var Dönum tryggður réttur á íslandi til að stunda og reka þar vinnu til jafns við íslendinga. Tveir þingmenn, Benedikt Sveinsson óg Magn- ús Torfason, greiddu atkvæði stundum og ekki man ég til þess að hann hafi skipt skapi nema einu sinni. Það var þeg- ar við krakkamir fómm óvar- lega í kringum traktorinn og hefðum getað skaðað okkur alvarlega. Mér er þetta í fersku minni í dag. Hermann var bóndi góður og búskapur þeirra Katrínar ein- kenndist af einstakri snyrti- mennsku, hvort sem um var að ræða híbýli manna eða dýra, innan húss sem utan. LESENDUR gegn samningnum af þessari ástæðu, þótt sami réttur félli íslendingum í skaut í Dan- mörku. Þessi réttur féll niður, þegar ísland varö lýðveldi. Nú, 75 ámm síðar og mánuði betur, er heldur betur snúið við blaöinu með gildistöku EES-samningsins. Þar er jafn- réttisákvæöi líkt og var 1918. Enginn vafi er á því, að al- menningur hefði hafnað því, hefði hann mátt ráða, eins og þeir Benedikt og Magnús gerðu. Fólk metur einfaldlega Það segir meira en mörg orð. Ég á margar góðar minningar um Hermann. Ein af fallegri myndum í huga mér er, þegar ég sé hann fyrir mér ríða út á Blæ, tignarlegan. Ég bar mikla virðingu fyrir Hermanni og er þakklát fyrir að hafa kynnst honum. Þakklát fyrir allan þann kærleik sem hann gaf mér, traust og vináttu. Löngþá sjúkdömsleiðin verður, lífið hvergi vcegir þér. Þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann afraunum sigur ber. Drottinn lceknar, Drottinn vak- ir daga og ncetur yfir þér. meira þá hagsmuni, sem það nýtur nærri sér, en tækifæri til vinnings í fjarlægu umhverfi. Þessi réttur, sem nú á að af- nema, hvetur til ábyrgðar og framtaks, því að fólk fer nærri um hverjir muni njóta góðs af atvinnuuppbyggingu. Slíkum rétti til handa heimamönn- um, hvar sem er í heiminum, mundi trúlega fylgja aukin at- vinna um allt og af því drægi úr aðsókn annars vinnuafls en þess, sem er velkomið. Þessi einfaldi skilningur væri hollur þeim ráðamönnum í Vestur- EvTÓpu, sem leitt hafa yfir þjóðimar atvinnuleysi, sem er svo geigvænlegt, að viðeig- Þegar œviröðull rennur, rökkvar yfir sjónum þér, hrceðstu eigi hel né fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og ncetur yfir þér. (Siguröur Kr. Pétursson) Elsku Katrín mín, Unn- steinn, Valdís og aðrir ástvin- ir: mínar innilegustu samúð- arkveðjur sendi ég ykkur. Guð styrki ykkur á þessari stundu. Hermanni mínum færi ég hinstu kveðju. Hvíli hann í friði. Esther Sigurbardóttir andi er að kalla samninginn um evrópskt efnahagssam- vinnusvæði samninginn um evrópskt atvinnuleysi. Ófriðarefnin 1 heiminum em mörg. Réttindaskerðingu fylg- ir aukin ólga og ófriður. Það fer því best á því, ef menn vilja vinna að friði meðal þjóða, ab réttur manna til að ráða brýn- ustu hagsmunum sé virtur. Rétturinn til að ráða því, hve- nær abkomumenn megi ganga í vinnu, er mikilvægt framlag til friðar og atvinnu- uppbyggingar. Bjöm S. Stefánsson Það, sem vantaði 1918, vantar aftur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.