Tíminn - 04.01.1994, Blaðsíða 5
Þribjudagur 4. janúar 1994
5
Steingrímur Hermannsson:
Þjób á tímamótum
Steingrímur Hermannsson.
Góðir Islendingar.
Þegar ég sest niður til að setja
enn á blað hugleiðingar um
áramót, sækja mjög á mig
fréttir af örbirgð og skorti,
meiri nú en nokkru sinni fyrr,
að mati hjálparstofnana. Þetta
eru afleiðingar vaxandi gjald-
þrota atvinnufyrirtækjanna og
vaxandi atvinnuleysis. Þessu
fylgir einnig vaxandi neysla
fíkniefna og afbrot.
Þessu ráða ekki einhver nátt-
úrulögmál, minni þorskur eða
erlend kreppa, eins og sumir
halda fram. Þetta eru mann-
anna verk eöa verkleysa. Stað-
reyndin er að oftrú á sjálfvirk-
an markað og erlendar fyrir-
myndir hefur á tveimur til
þremur árum fært þjóðina aft-
ur um áratugi, fært henni
meiri örbirgð og skort en þjóð-
in hefur þekkt í meira en hálfa
öld.
ísland er eina landið í Vestur-
Evrópu þar sem samdrætti er
spáð á næsta og jafnvel næstu
árum. Þó eru kostir til nýsköp-
unar í atvinnulífinu og hag-
vaxtar líklega fleiri hér en í
flestöllum löndum öðrum. En
þeir nýtast ekki af sjálfu sér,
heldur með samstilltu átaki at-
vinnulífsins og stjómvalda.
Þetta sanna löndin í Asíu þar
sem hagvöxtur er mikill og
stöðugur, enda skipulega og
markvisst unnið.
Hörmungamar hér á landi
em sjálfskaparvíti.
Um þetta ástand er að sjálf-
sögðu nauðsynlegt að ræða ít-
arlega. Það hef ég þó ekki hugs-
að mér að gera nú. Ég hef hug
á að fjalla um stöðu lands og
þjóðar í víðara samhengi en
einna áramóta. Ég ætla að leit-
ast við að lýsa þeirri mynd sem
ég sé af þjóð á tímamótum.
Gjörbreytt um-
hverfi
Á skömmum tíma hefur allt
umhverfi okkar íslendinga, og
reyndar allra þjóða, gjörbreyst.
Heimurinn hefur snarminnk-
að og við höfum flust um í
hann mibjan.
Við íslendingar höfum að
vísu lengi verið háðir erlend-
um kaupendum okkar afurða
og stundum orðið að lúta
þehra vilja. En við höfum þó
getað, þegar á heildina er litið,
ráðið málum eins og við töld-
um nauðsynlegt vegna ís-
lenskra aðstæðna, enda vilji
okkar til þess staðið.
Með víðtækum samningum
við erlenda aðila höfum við nú
takmarkað mjög eigin frelsi til
að skipa málum að eigin skapi,
vilja og þörf.
Segja má að þessi þróun hafi
hafist af alvöru á 8. áratugnum
meb inngöngu í Friverslunar-
samband Evrópu og með
samningum við Evrópubanda-
lagið. Stærsta skrefið er þó stig-
ið með aðild okkar að EES. Svo-
nefndir Gatt-samningar um
frjálsari viðskipti hafa einnig
rnikil áhrif í þessu sambandi.
Fleira hefur gerst sem breytir
mjög starfsumhverfi þjóða.
Vaxandi mengun stefnir öllu
lífríki jarðár í. hættu. Meiri
fólksfjölgun en jörðin fær fætt
er held'u engri þjóð óviðkom-
andl.
Þessar staðreyndir takmarka
sjálfsákvörðunanétt þjóða.
Engri þjóð má leyfast að spilla
hinu sameiginlega umhverfi
og víðtækir alþjóðasamningar
takmarka að sjálfsögðu einnig
réttinn til sjáífstæðra ákvarð-
ana.
Sumar af þessum takmörkun-
um eru óhjákvæmilegar og
hefðu mátt koma fyrr. Svo er
t.d. meb mengun umhverfis-
ins. Viðskiptasamningar eiga
hins vegar að heita hverri þjóð
í sjálfsvald settir. Um þá getum
við og höfum deilt. Eg er t.d.
enn þeirrar skoðunar að ís-
lenska stjómarskráin heimili
ekki það framsal valds sem
EES-samningurinn gerir ráð
fyrir. Það breytir engu í því
sambandi, að vel má vera að
okkur hefði reynst erfitt aö
standa utan hins evrópska
efnahagssamstarfs. Þá áttum
við að hafa manndóm til að
leyfa samninginn með breyt-
ingu á stjómarskránni.
Um þetta þýðir þó ekki að
deila lengur. EES-samningur-
inn er staðreynd og svo er
einnig það annab, sem ég hef
rakið og takmarkar rétt okkar
til sjálfstæðra ákvarðana. Mik-
ilvægast er að viðurkenna og
skilja sem best þá stöðu, sem er
orðin, og snúa sér af krafti að
því sem er framundan.
Ab láta reka
í stööunni em tvær leiðir.
Önnur er sú að láta nánast reka
á reiöanum og fela markaðsöfl-
unum og fjármagnseigendum
að ráða ferðinni, eins og nú er
gert.
Hin leiðin er að setja sér það
markmið að ráöa sjálfir okkar
framtíð, vera sjálfstæð þjóð í
eigin landi, eins og staðan í
heimsmálum frekast leyfir.
Verbi fyrri leiðin farin, mun-
um við fljótlega glata því sem
eftir er af oldkar fullveldi og
sjálfstæði.
Erlendir aðilar munu ná tök-
um á því sem þeir gimast hér á
landi. Síðasta ríkisstjóm setti
lög sem banna erlenda fjárfest-
ingu í sjávarútvegi og frum-
vinnslu sjávarafurða. Þegar er
mjög þrýst á ab leyfa erlenda
fjárfestingu í þessum greinum,
enda flest fyrirtækin í erfiðleik-
um og mikilli fjárþörf.
Orkulindimar vildum við
verja með einkarétti ríkisins til
að virkja. Núverandi ríkis-
stjóm boðar að breyta orkufyr-
irtækjum í hlutafélög. Þá verð-
ur skammt í það að erlendir að-
ilar eignist hlutaféb. Það verð-
ur varla stöðvað samkvæmt
jafnréttisákvæði EES-samn-
ingsins.
I vaxtaokrinu hefur gífurlegt
fjármagn safnast á fárra hend-
ur. Nú um áramótin verður að
mestu frjálst ab flytja fjármagn
úr landi. Fjármálaspekingar
em þegar famir að hvetja ís-
lendinga til að nýta sér þetta
nýja frelsi og fjárfesta sem
mest erlendis. Ekki mun það
auka framboð á fjármagni til
innlendra atvinnuvega, sem
þegar skortir mjög.
Vafalaust gætu þeir íslending-
ar, sem hér vildu vera, búið
sæmilega. Þeir efnuðu væm
meðeigendur erlendra stórfyT-
irtækja í íslenskum atvinnu-
rekstri, aðrir hefðu þar vinnu.
ísland gæti jafnvel orðið eins-
konar þjóð- og heilsugarður
Evrópu. Hingað sendu erlend-
ar ferðaskrifstofur og heilbrigð-
isstofnanir fólk til að endur-
nærast í hreinu lofti, útivist og
heilsulindum. Islendingar
mundu eflaust fá störf við að
þjóna þessu fólki.
Þegar fiskurinn er horfinn
munar Evrópu ekkert um að
halda lífi í mönnum hér með
atvinnuleysisbótum.
Kannast éinhver við þessa lýs-
ingu? Já, þannig er ástatt á Ný-
fundnalandi. Því þótti mér
fróðlegt að kynnast. Þar lifir
stór hluti íbúanna á styrkjum
frá Kanadastjóm og margur
unir hag sínum vel en metnað-
arlaust.
Viljum við íslendingar þetta?
Ég vona að svar flestra verði
neitandi. En þá er orðið afar
nauðsynlegt að taka hendur úr
vösum og láta verkin tala.
Hin leibin
Þegar við íslendingar gerð-
umst aðilar að EFTA, fengum
við mikið fjármagn frá Norður-
löndum sem nýta átti til þess
að styrkja íslenskan iðnað í
samkeppninni. Það nýttist illa.
Að stómm hluta fór það í verð-
bólgubrask, t.d. stórar, stein-
steyptar byggingar, enda fór ís-
lenskur iðnaður halloka í sam-
keppninni.
Nú er verið að opna langtum
stærri dyr. Tolllfjáls iðnvam-
ingur mun flæða inn, oft með
duldum niðurgreiðslum og
styrkjum.
Þetta nefni ég sem dæmi um
verkefnið framundan ef við ís-
lendingar kjósum hina leiðina,
að vera sjálfstæð þjóð í eigin
landi og ráða eigin framtíð
eins og frekast er unnt.
Það er einlæg von mín að leið
sjálfstæðisins verði valin. Við
höfum ekki góba reynslu af því
að þiggja brauðmola af borði
eriendrar þjóbar. Og til hvers
höfum við barist fyrir því að
vera sjálfstæð þjóð og standa á
eigin fótum?
Til þess að sigra megi í þessari
nýju sjálfstæðisbarátíu er
nauðsynlegt að hverfa frá nú-
verandi stjómarstefnu, stefnu
aðgerðaleysisins. Ná verður
þjóðinni saman um stefnu,
sem hefur það að markmiði að
verja íslenska atvinnuvegi með
öllum tiltækum ráðum.
Ákveða þarf langtímamark-
mið fyrir sjávarútveginn, end-
urreisn innlends ibnaðar og
fyrir landbúnaðinn við gjör-
breyttar aðstæður.
Nauðsynlegt er ab setja einn-
ig markmið fyrir nýsköpun í
atvinnulífinu, t.d. á sviði
ferðaþjónustu, hátækni og
fiskeldis, svo fátt eitt sé nefnt
af mörgum kostum sem þessi
þjóð á.
En það er ekki nóg að setja sér
markmið. Vinna verður skipu-
lega að því að ná markmiðun-
um. í því sámbandi er þátttaka
stjómvalda óhjákvæmileg.
Stjómvöld verða að skapa góð-
an starfsgmndvöll, aðgang að
fjármagni á viðunandi kjömm
og ekki síst að tryggja góða og
markvissa menntun og vís-
inda- og rannsóknastarfsemi.
Fmmskilyrði þess að þetta
megi takast er, eins og fyrr seg-
ir, að þjóðarsátt verði um átak-
ið. í því er þáttur stjómvalda
afar mikilvægur. Til þess að sátt
geti orðið er nauðsynlegt að
jafna kjörin og hreinsa burtu
þá örbirgb og fátækt sem nú er
orðin. Stjómvöld verða að
standa vörð um velferð og vel-
megun.
Ég er ekki í nokkmm vafa um
það að í sjálfstæðu landi má
búa íslendingum ágæt lífskjör,
fulla atvinnu og heilbrigt líf.
Það kemur hins vegar ekki af
sjálfu sér.
Mér er einnig ljóst að því mið-
ur em ýmsir, sem geta vel
hugsað sér að sitja sem þiggj-
endur við erlenda kjötkatla.
Styrk forusta
Fomstan í þessari sjálfstæðis-
baráttu kemur ekki frá öfgaöfl-
um til hægri eða vinstri. Hún
verður að koma frá frjálslynd-
um miðjuflokki, flokki sem er
öfgalaus gagnvart samstarfi við
erlenda aðila, en metur sjálf-
stæðið öðm fremur.
Slíkur flokkur verður að hafa
jöfnuð og velferð allra á
stefnuskrá sinni. Hann verður
ekki trúverðugur ef hann kýs
að hygla þeim sem betur em
stæðir, t.d. í sambandi við heil-
brigðisþjónustu og menntun.
Framsóknarflokkurinn er eini
flokkurinn hér á landi sem get-
ur skipað þennan sess. En til
þess verða framsóknarmenn
eins og aðrir, sem kjósa leið
sjálfstæðisins, að hverfa frá
deilum um fortíðina og viður-
kenna stöðuna eins og hún er
nú. Það er í þeim punkti sem
hin nýja sjálfstæðisbarátta
hefst.
Framsóknarmenn lyfta hins
vegar ekki Grettistakinu einir.
Til þess þarf sameiginlegt átak
allra frjálslyndra félagshyggju-
manna. Þeir menn em sem
betur fer margir hér á landi.
Við skulum vona að þeir beri
gæfu til að standa saman.
Góðir íslendingar
Þjóð okkar stendur á tíma-
mótum ekki ólíkum þeim sem
Hannes Pétursson skáld lætur
„Náttúmskoðarann" lýsa í
ljóðinu Vorgestur. Hann lýsir
tveimur leiðum. Önnur liggur
þangað sem heyrist
„aðeins vesöl gnístran tanna"
og
„Kvöldgustar kuía..."
Hin leiðin liggur til bjartari
framtíðar þar sem
„Enginn skal troðinn
undir annars manns fótum"
í þeirri einlægu von að vib ís-
lendingar bemm gæfu til að
velja síðari leiðina óska ég
landsmönnum öllum Guðs
blessunar, gæfu og gengis á
nýju ári. Flokksmönnum mín-
um þakka ég sérstaklega gott
samstarf á liðnu ári.