Tíminn - 04.01.1994, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.01.1994, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 4. janúar 1994 wtmmm 13 Lœkkun matarskattsins: Verö á matvöru undir smásjána „Ég treysti kaupmönnum til að standa með okkur launamönn- um, eins og þeir gerðu svo vel hér um árið. En ef þeir bregðast okkur þá munum við svo sann- arlega láta í okkur heyra," segir Leifur Guöjónsson hjá verðlags- eftirliti Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Að frumkvæði ASÍ stóð Sam- keppnisstofnun fyrir könnun á verði matvæla í hátt í 200 versl- unum í nóvember sl. ábur en áhrifa frá jólatilboðum kaup- manna fór að gæta í verðlagn- ingunni. En sameiginleg neftid ASI, BSRB og Neytendasamtak- anna, ásamt Samkeppnisstofn- un, fýlgist með því að lækkun matarskattsins skili sér til neyt- enda. „Matvömverð í verslunum um land allt verður kannað á nýjan leik fljótlega og þá mun það koma í ljós hvemig lækkun matarskattsins hefur skilað sér til hins almenna neytanda og heimilanna í landinu," segir Jó- hannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Meðal samtaka launafólks og Neytendasamtakanna hefur ekki verið tekin ákvörbun um frekari skref, s.s. að koma á fót kvörtunarþjónustu eða al- mennri auglýsingaherferð. Jó- hannes segir að það sé hinsveg- ar ekkert útilokað í þeim efn- um. „Þab er stefna þessara aðila að reyna ab tryggja þab með að- haldi að lækkun matarskattsins skili sér. En það má ekki gleyma mikilvægasta aðhaldinu í þessu efnum sem er almenningur sjálfur. Ef neytendur fylgjast vel meb vömverði og láta vita í sinni verslun og hjá sínu félagi, þá hef trú á því að þaö verði hægt ab tryggja ab lækkunin skili sér. En til aö svo verði þarf góða aðstoð almennings," segir formaður Neytendasamtak- anna. -grh Stjom SVR fær ekki nyja skrifstofu Ekkert verður af áformum meiri- hluta borgarstjómar Reykjavíkur um að innrétta skrifstofu fyrir stjómamefnd SVR hf. í Mjódd. Kostnaöur við innréttingamar var áætlaður um 20 milljónir króna. Sigrún Magnúsdóttir borg- arfulltrúi gagnrýndi þessi áform harðlega og sagði fráleitt að breyta SVR í hlutafélag til þess eins aö auka vib yfirbyggingu í fyrirtækinu. Stjómamefnd SVR hf. mun eftir sem áður fá eigin skrifstofu. Skrif- stofan veröur í gamla Morgun- blaðshúsinu við Aðalstræti. -EÓ A fyrsta vinnudegi afmælisárs lýöveldisins var Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, Davíb Oddssyni for- sœtisráöherra, og Salome Þorkelsdóttur, forseta Alþingis, afhent merki Þjóöhátíöarársins 1994 í viöhafnarútgáfu. Merkiö er hannaö af jóni Ágústi Pálmasyni teiknara. Formaöur Þjóöhátíöamefndar, Matthías Á. Mathiesen, af- henti þeim merkiö. Tímamynd cs Róleg áramót í Reykjavík Hátíðarhöld um áramót í Reykjavík fóm vel fram og fóm menn almennt rólega í sakimar við ab skemmta sér að sögn lög- reglu. Tilvik þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af fólki vegna ölvunar vom þó nokkuð fleiri en um síðustu áramót. Tvö útköll bámst vegna bmna á gamlárskvöld. Tilkynnt var um eld í sinu á þaki húss við Sil- ungakvísl um miðnætti, en skemmdir reyndust óvemlegar. Þá kviknaði í garðhúsi við Bleikjukvísl og skemmdist hús- ið talsvert. Talið er að kviknað hafi í út frá rakettu sem farið hafi undir þakskegg garðhúss- ins. Veður var mun betra nú í Reykjavík á gamlársdag og ný- ársnótt heldur en í fyrra, sem m.a. sýndi sig í því að hafa þurfti afskipti af 25 ökumönn- um fyrir of hraöan akstur á móti einum um áramótin 1992/1993. -ÁG Tvö börn létust Tvö böm létust þegar íbúð- arhús brann á bænum Stöllum í Biskupstungum á nýársnótt. Þau hétu Pétur Steinn Freysson og ísabella Diljá Hafsteinsdóttir. Pémr Steinn var átta ára og ísa- bella Diljá fjögurra ára. Ekki hefur verið skorið úr um hvað olli eldsupptök- unum en lögreglan á Sel- fossi ásamt slökkviliði og rafmagnseftirliti vinna að rannsókn málsins. Húsið er talið gerónýtt eftir bmn- ann. -AG Sumir halda • • • En rétt er... ...að mikil veisla bíði íslendinga ef óheftur innflutningur á erlendum landbúnaðarafurðum verður heimilaður. ...að þúsundir íslendinga sem starfa við landbúnað og þjónustu í tengslum við hann munu missa atvinnu sína og erlendar landbúnaðarafurðir munu kosta þjóðina milljarða króna í erlendum gjaldeyri - höfum við ráð á því? ISLENSKUR LANDBUNAÐUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.