Tíminn - 04.01.1994, Síða 10

Tíminn - 04.01.1994, Síða 10
10 Þribjuudagur 4. janúar 1994 BAKSVIÐ Stríð Kúrda og Tyrkja Vonir um friðsamlega lausn kallaðar draumsýn í suðausturhluta Tyrklands — tyrkneska Kúrdistan — ráða skæruliðar Verkamarinaflokks Kúrdistans stórum landsvæðum að mestu. Þar hefur síðan 1984 geisað vægðarlaust stríð milli skæruliða þessara og hers og lögreglu Tyrk- lands. Stríð þetta nær einnig til annarra hluta Tyrklands og þess gætir í Evr- ópu, einkum í Þýskalandi, þar sem bæði Kúrdar og Tyrkir eru fjöl- mennir. Þar hefur komið til átaka milli Kúrda og Tyrkja og yfirvöld þar óttast að þau færist í aukana. í Frakklandi og Þýskalandi hefur Verkamannaflokkur Kúrdistans verið bannaður, trúlega ekki síst í greiðaskyni við Tyrki. Þj óðemiskommúnistar Verkamannaflokkur Kúrdistans heitir á kúrdnesku Partiya Karker- en Kurdistan og er þekktastur und- ir skammstöfun þess heitis, PKK. Hann segist vera marxískur eða kommúnískur og er jafnframt mjög þjóðemissinnaður. Bæði í hugmyndafræði og þjóðemis- hyggju er hann róttækari en aðrir helstu flokkar. og samtök Kúrda. Önnur kúrdnesk samtök í Tyrk- landi segjast Iáta sér nægja að beij- ast fyrir því að þeirra fólk fái rétt- indi í menningarefnum og rétt til að beijast fyrir þeim á friðsamlegan hátt. Flokkar Kúrda í Norður-írak segjast gera sig ánægða með sjálf- stjóm. PKK krefst hinsvegar fulls sjálfstæðis fyrir Kúrdistan. Það, sem af PKK er sagt, bendir í heild sinni til þess að hann sé vægðarlausari og óhlutvandari en aðrir flokkar Kúrda. Að sögn þýskra blaða fjármagnar hann sig mikið til með eiturlyfjasölu og Ijár- kúgun með mafíuaðferðum. BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Vægðarleysi hans kemur ekki að- eins fram gegn tyrkneskum stjóm- völdum og þeirra liði, heldur og að því er virðist gegn Tyrkjum yfirleitt og einnig Kúrdum þeim, sem hann grunar með réttu eða röngu um að vera á bandi stjómvalda eða a.m.k. ekki á bandi flokksins. Talið er að PKK hafi nú um 10.000 vopnuð- um skæruliðum á að skipa og njóti mikils fylgis meðal Kúrda bæði í Tyrklandi og erlendis. Þýsk yfirvöld grunar að samúð með flokknum sé allútbreidd meðal Kúrda þarlendis, sem em um 400.000 (af um hálfri milijón Kúrda í Evrópu alls). PKK hefur harðan aga á liðs- mönnum sínum og margra mál er að menn gangi ekki úr þeim flokki sér að lífshættulausu. Vera kann því að þtti við flokkinn sé ein af skýringunum á miklu eða verulegu fylgi hans. Önnur og að líkmdum þungvægari ástæða í því sambandi er kúgun sú, sem Kúrdar í Tyrk- landi hafa sætt svo að segja frá upphafi tyrkneska lýðveldisins. Á þeim tíma hefur þeim lengst af ver- ið neitað um öll réttindi sem þjóð, stjómvöld hafa markvisst reynt að útrýma menningu þeirra og tungumáli og þangað til nýlega viðurkenndu stjómvöld ekki opin- beriega að það væm nokkrir Kúrd- ar til. í samræmi við það var bann- að að kalla Kúrda Kúrda. Austur og vestur í Tyrklandi Þar að auki er austurhluti Tyrk- lands langt fyrir neðan vesturhluta landsins í efnahagsþróun og lífs- kjömm. Sá munur var fyrir sköm- mu áberandi, þegar ferðast var eftir landinu endilöngu. Vesturhlutinn minnti þá mikið á Balkanskaga — hús, klæðnaður fólks, það sem sást af búskap o.a. f austurhlutanum vom hús í þorpum leirköfar, karl- menn flestallir með derhúfur og kvenfólk vafið inn í strigabrigði. (Kúrdneskir þjóðbúningar, sem Kúrdar í frak og íran ganga al- mennt í hversdaglega, sáust ekki, enda bannaðir eins og annað kúrd- neskt.) Sennilega er munurinn á menntunarástandi og heilsugæslu milli austurs og vesturs í Tyrklandi eitthvað eftir þessu. Með hliðsjón af þessu þarf ekki á óvart að koma að krafa PKK um sjálfstæði fyrir Kúrda og fyrirheit flokksins um sósíalískt Kúrdistan með góðum lífskjörum og kjara- jöfnuði fái hljómgrunn hjá mörgu fólki af þeirri þjóð. Ekkert dró af PKK við hmn sovétkommúnism- ans. Vera kann að fólk í tyrkneska Kúrdistan — svæði skammt frá Evrópu landfræðilega séð, en fjar- lægt henni í félagslegum efnum — líti á það sem mál Evrópumanna, sér óviðkomandi. Ekki er heldur ósennilegt að margir þeir, sem fylgja PKK að málum, geri það einna helst vegna þess að hann hefur orðið Tyrkjum skæðastur allra kúrdneskra flokka eftir heims- styijöldina síðari. Leiðtogi PKK heitir Abdullah Öc- alan og er néfndur Apo („frændi") af sínum mönnum. Hann er tæp- lega hálffimmtugur að aldri og stýrir baráttunni, að talið er, frá Damaskus, höfuðborg Sýrlands, eða íraskri herstöð skammt frá Mo- súl. Víst er að hann hefur lengi not- ið meiri eða minni stuðnings frá Sýrlandsstjóm. Kúrdistan skiptist á Öcalan „frændi": sagður óhlutvandari en aðrir Kúrdaleiötogar. milli Tyrklands, írans, íraks og Sýr- lands og þótt þau séu öll sammála um að Kúrdum skuli haldið niðri, hafa þau aldrei getað stillt sig um að nota tækifæri þau til að gera Jólaalmanak SUF Eftirfarandi viningsnúmer hafa verið dregin út: Vinninga ber að vifja innan árs. 1. des. 4964 3563 10. des. 2018 372 19. des. 1527 5658 2. des. 4743 1467 11. des. 650 5508 20. des. 887 730 3. des. 1464 5509 12. des. 5808 104 21. des. 370 5890 4. des. 1217 3597 13. des. 2726 4705 22. des. 5364 5995 5. des. 1367 1363 14. des. 5087 3702 23. des. 4187 2544 6. des. 3983 1739 15. des. 719 1937 24. des. 3528 1171 7. des. 3680 1064 16. des. 2710 612 8. des. 1225 5819 17. des. 3262 4965 9. des. 2724 2019 18. des. 1109 649 Upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins I sfma 91-624480 / Slys gera ekki boð á undan sér! OKUM EINS OG MENN! IUMFERÐAR RÁÐ Kúrdneskur drengur á vergangi: 850 þorp lögð I eyði. tyrkneski herinn engu nema rammlega víggirtum stöðvum sín- um, „einmanalegum eyjum í kúrd- nesku þjóðarhafi", eins og frétta- maður frá Der Spiegel orðar það. í sumum hlutum Diyarbakir þora hermenn ekki út á götur nema margir saman, þrælvopnaðir og helst í brynvögnum. „Þegar dimm- ir, er allur tyrkneskur myndugleiki upphafinn" af Diyarbakir, skrifar nýnefndur þýskur fréttamaður. Tyrknesku stjórnmálaflokkarnir hafa fyrir löngu lokað skrifstofum sínum þar. Að sögn varnarmálaráðherra Tyrklands eru nú um 250.000 manns í felum til að komast hjá þjónustu í tyrkneska hemum. Tyrknesk blöð minnast í því sam- hengi til samanburðar á Alsírstríð Frakka og Víetnamstríð Banda- ríkjamanna. Tyrknesk stjómvöld, sem hafa um 200.000 manna her- og lögreglulið á átakasvæðunum, sýna síst minni grimmd í stríði þessu en PKK. Sennilegt er að meirihluti látinna af völdum þess séu óbreyttir borg- arar, sem herinn hefur drepið vegna grunsemda um stuðning við PKK og/eða til að hræða fólk frá stuðningi við þann flokk. Kúrd- nesk mannréttindasamtök halda því fram að á síðustu þremur árum hafi Tyrkjaher lagt í eyði yfir 850 sveitaþorp í tyrkneska Kúrdistan og þar með rekið yfir 100.000 Kúrda á vonarvöl. Andskæruliðar Auk hers og ýmiskonar lögreglu beita sér í stríði þessu af Tyrkja hálfu svokallaðir „andskæruliðar', sem Kúrdar óttast ekki síður en Tyrkir PKK. Kúrda gmnar að þær liðssveitir hafi verið stofnaðar eftir fyrirmyndum frá alræmdum dauðasveitum Rómönsku Amer- íku og sé þeim ætlað, líkt og fyrir- myndunum, að vinna verk sem her og lögregla vilji helst ekki láta orða sig við. Tyrkneskir andskæm- liðar kváðu sumir vera óeinkennis- klæddir lögreglumenn (í samræmi við rómanskamerísku fyrirmynd- Ciller: .Hún heldur sennilega áfram aö reka fólk á vonarvöl." hvert öðm óskunda, sem sjálf- stjómar- eða sjálfstæðisbarátta Kúrda hefur boðið upp á. „Eyjar í kúrdnesku þjóðarhafi" Giskað er á að um 10.000 manns hafi verið drepnir í umræddu stríði Tyrklandsstjómar og PKK, sem nú hefur staðið í næstum áratug. Ekki er mikið í því um stórar orrustur. PKK gerir skyndiárásir á her- og lögregluflokka, sprengir í loft upp lögreglubfla eða samkomuhús her- foringja o.s.frv. Skæruliðar flokks- ins — sem eins og kúrdneskir skæruliðar í írak nefnast pesh- merga (sem þýðir: reiðubúnir að deyja) — auðsýna heldur enga vægð þeim Kúrdum sem þeir telja hlynnta Tyrkjum. Bakara, sem kom með brauð til herbúða, tóku PKK-peshmerga af b'fi. Fyrir sköm- mu fyrirskipaði flokkurinn starfs- mönnum útvarps- og sjónvarps- stöðvarinnar í Diyarbakir (stærstu borg tyrkneska Kúrdistans, með um 700.000 íbúa) að leggja niður vinnu, þar eð með málflutningi sínum tæki stöðin þátt í „óþverra- stríði ríkisins". Engjim starfsmanna stöðvarinnar þorði að óhlýðnast banninu. Með aðferðum af þessu tagi, auk annars, hefur PKK þegar náð þeim árangri að í sumum héruðum í suðausturhluta Tyrklands ræður

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.