Tíminn - 04.01.1994, Blaðsíða 21

Tíminn - 04.01.1994, Blaðsíða 21
Þriöjudagur 4. janúar 1994 21 Endurhæfingarhappdrætti ))M Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra 1993. Dregið var 24. desember 1993. Vinningaskrá: Bifreið Nissan Primera 2.0 SLX kr. 1.775.000: 18082 Bifreið Nissan Micra 1.3 LX kr. 985.000: 22893 47191 69454 71196 80758 Vöruúttekt hjá Heimilistækjum hf. kr. 160.000: 2334 13935 41314 48304 69545 74553 6769 37763 43737 57835 73939 89342 3-5 daga ferðir fyrir tvo til heimsborga Flugleiða kr. 100.000: 66 10091 40451 50362 76690 79305 5400 12692 41918 51993 77066 80717 5882 21704 42099 55770 77758 82156 9434 24747 45325 62587 Helgarferðir fyrir kr. 30.000: tvo með Flugleiðum 847 20148 30418 42559 52329 69291 5094 20442 31865 43273 53921 70057 5212 22135 35937 44834 57235 72027 7277 23870 37224 45465 59137 72223 8122 26222 37637 45520 60112 73657 16235 26253 40103 45581 65291 85045 17489 29986 42239 51539 Birt án ábyrgðar. Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1994. Samkvaemt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361, 30. september 1977, er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verð- mæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Frið- lýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varð- veislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverð- mæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni i samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbót- arstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau." Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 1994. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðs- stjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, I síma (91) 699600. Reykjavík, 29. desember 1993. ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS^ Ferðamenn, athugið Með gildistöku EES-samningsins um áramótin geta þeir sem eiga lögheimili á Islandi átt rétt á aðstoð vegna skyndilegra veikinda eða slysa í öðru EES- landi, i samræmi við reglur í viðkomandi landi. Þeir sem ætla að ferðast til EES-lands snúi sér til Tryggingastofnunar ríkisins eða umboða hennar áður en lagt er af stað og fái þar sérstaka staðfestingu á að þeir séu sjúkratryggðir. Framvísun á staðfesting- unni tryggir framangreinda aðstoð. Eyðublöð vegna staðfestingarinnar munu liggja frammi á ferðaskrifstofum og á söluskrifstofum Flug- leiða. Eftirfarandi lönd eru aðilar að EES-samningnum: Belgía, Danmörk, Þýskaland, Grikkland, Spánn, Frakkland, Irland, Italía, Lúxemborg, Holland, Port- úgal, Bretland, Austurríki, Finnland, Island, Liechten- stein, Noregur og Svíþjóð. Staðfestingin er óþörf sé ferðast til Norðurlanda og Bretlands. Frekari upplýsingarfást hjá Tryggingastofnun ríkisins í síma 604526 og 604547. Þaö fór vel á meö Gorbatsjov- hjónunum og jámfrúnni Margréti Thatcher, sem þótti styðja umbótastefnu hans dyggilega á sínum tíma. Gorbatsjov lætur Ijós sitt skína Það hefur farið frekar lítið fyrir Mikhaíl Gorbatsjov frá því að hanrt lét af embætti forseta Sovét- ríkjanna og fáir landa hans virðast sakna hans. Hann hefur þó alltaf verið vin- sæll á Vesturlöndum og það virðist ekkert hafa breyst, því þar er harrn mjög eftirsóttur fyrirlesari. Nýlega var hann ásamt Raísu konu sinni á fyrirlestraferð í Bret- landi og hélt m.a. erindi í Edin- borg, Oxford og Lundúnum. Þar viðraði hann skoðanir sínar á stjórnmálaaðstæðum heima fyrir sem og á heimsvísu. Gorbatsjov var umkringdur fylgdarliði, en fremst í flokki og sú, . sem vekur jafnan mesta athygli, er eiginkonan Raísa. Hún handleggsbrotnaði nýlega, en lét það þó ekki aftra sér frá að ferðast með eiginmanni sínum. Áður en þau hjón lögðu af stað, krafðist hún þess að gifsumbúðir um brotið yrðu fjarlægðar og vart var hægt að greina á fasi hennar að hún hefði átt við meiðsli að stríða. í viðtali, sem þau hjón veittu í ferðinni, vakti athygli hversu um- hyggjusamur Gorbatsjov var. Hann var stöðugt að inna konu sína eftir líðan hennar og óttaðist greinilega að stíf ferðaáætlun ylli henni óþægindum. Þess má og geta að Raísa er sögð hafa fengið vægt hjartaáfall skömmu eftir sögulegt, en stutt valdarán harð- línuaflanna í ágústmánuði 1991. Svo virðist sem Raísa hafi jafnað sig fullkomlega eftir þessi áföll og þar fór kona greinilega hvergi bangin. Gorbatsjov-hjónin hafa verið gift í 40 ár og hjónabandið virðist traust. Þau kynntust í ríkisháskól- anum í Moskvu árið 1953, en þar voru þau bæði við nám. Raísa er doktor í heimspeki og hlaut nafn- bótina eftir að hafa lagt stund á fé- lagslegar rannsóknir á samyrkju- búum. Það voru fyrstu rannsóknir sem voru gerðar á félagslegum vandamálum sveitafólks. Það var fleira sem gerði Raísu sérstæðari en eiginkonur annarra Sovétleið- toga. Hún var sú fyrsta sem tók virkan þátt í heimsóknum eigin- manns síns til útlanda, og vakti aðdáun leiðtoga fyrir þekkingu og hæfni. Hún lét eigin frama víkja fyrir frama eiginmanns síns, sem hún helgaði alla sína krafta. í viðtali við Gorbatsjov segist hann aðspurður ekki hafa neinar áætlanir um að hrinda af stað þingkosningum á nýjan leik, en orðrómur hefur verið á kreiki um það. Þá kemur fram að nú helgar Gorbatsjov alla krafta sína stofnun sem ber nafn hans, og þá vinnur hann einnig að endurminningum sínum. Þau hjón segjast aðspurð hafa engu minna að gera en þegar Gor- batsjov var for- seti, því þessu til viðbótar eru þau tíðum er- lendis í fyrir- lestraferðum. Forsetinn fyrrverandi er inntur eftir því hvort hann telji sig hafa verið svikinn, í kjölfar valda- ránsins, í við- leitni sinni til að bæta líf al- múgans. Hann játar því að það sé hægt að kalla það svik þegar nánir samstarfsmenn fóru að vinna gegn honum í valdaránstil- r a u n i n n i. Hann segir þá hafa komið í veg fyrir und- irritun á sam- bandssamningi Sovétríkjanna, sem og að hægt væri að hrinda í fram- kvæmd að- gerðum til að koma í veg fyrir efnahagskreppu. Hann óttast ekki um framtíð Rússlands og telur að líf almúgans muni batna. Þá telur hann að breytingar muni eiga sér stað á stjórnmálasviðinu og menn muni draga lærdóm af reynslu síðustu tveggja ára. f þessari ferð hittu Gorbatsjov- hjónin gamlan vin, sem varla er hægt að telja með skoðanabræðr- um Gorbatsjovs, en það er engin önnur en fyrrum forsætisráðherra Breta, sjálf járnfrúin Margrét Thatcher, sem bauð þeim til há- degisverðar. Þaö var létt yfir Gorbatsjov-hjónum, sem heimsóttu nýlega Bretland, en þar hélt Gorbatsjov fynriestra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.