Tíminn - 26.02.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.02.1994, Blaðsíða 4
4 WffWlliil Laugardagur 26. febrúar 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 105 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiöja Frjálsrar fjölmi&lunar hf. Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 125 kr. m/vsk. Ríkisstjórnin er óstarfhæf og á ab segja af sér Deilumál stjórnarflokkanna vegna landbúnabarmála eru komnar á mjög alvarlegt stig. Tíminn hefur áður bent á það að trúnaðartraust er horfið í stjómarsam- starfinu. Sannleiksgildi þess hefur komið berlega í ljós síðustu dagana. Formaður Alþýðuflokksins ber samstarfsmönnum sínum í Sjálfstæðisflokknum það á brýn að verið sé að svíkja pólitískt samkomulag um lausn málsins, sem gengið var frá um síðustu helgi. Forsætisráð- herra og aðrir fomstumenn flokksins standa að baki formanns landbúnaöamefndar í vinnslu málsins, sem Alþýðuflokkurinn hefur lýst fullkominni and- stöðu við. Það, sem vakið hefur mesta athygli í framvindu mála þessa viku, er það sambandsleysi sem er á milli utanríkisráðherra og forsætisráðherra. Sá síðamefndi virðist fara undan í flæmingi í málinu, segist varla skilja það og samstarfsflokkurinn ræöi það í annar- legu hugarástandi. Fundum foringja flokkanna um framkvæmd „samkomulagsins" frá því á sunnudag- inn var ítrekað frestað. Það „samkomulag" var um að sitja. Hins vegar er það deginum ljósara að ríkisstjórn, sem gengur fram með þeim hætti sem verið hefur nú þessa viku, á ekki að sitja. Hún er óstarfhæf og á að segja af sér. Málið er því alvarlegra af því að ástandið í þjóðfé- laginu leyfir ekki ríkisstjórn, sem er ófær um að leiða til lykta deílumál á einu sviði atvinnumála. Fram- undan em miklir erfiðleikar á sviði sjávarútvegsmála vegna niðurskurðar á aflaheimildum, sem koma af fullum þunga fram næstu mánuöina. Afkomumál fyrirtækja em á þann veg að gjaldþrotum linnir ekki. Atvinnuleysi var í janúar það mesta sem mælst hefur og hefur vaxið hratt síðusm mánuðina. Tímabund- inn kippur í loðnufrystingu kann að breyta mynd- inni eitthvað í febrúar, en það má ekki blekkja hvorki ráðamenn né almenning í landinu. Þótt oddvitar ríkisstjórnarinnar haldi því fram að hún sé að gera góða hluti, byggjast hagtölur frá liðnu ári — svo sem lág verðbólga, samdráttur í innflutn- ingi og lítil fjárfesting — á hættulegri kreppu og sam- drætti, sem ekki hefur tekist að rífa sig frá. Hins vegar blasir það við að afli var meiri á síðasta ári heldur en ráð var fyrir gert og útflutningstekjur drógust ekki saman. Allt annað er uppi á teningnum nú. Aflabrögð em víða góð um þessar mundir, en það gengur hratt á þorskkvótana og þegar þá þrýtur þarf styrka stjórn og úrræði fyrir þau byggðarlög, sem illa veröa úti af þessum sökum. Ríkisstjórnin er ófær um að taka á þessum vandamálum eða veita sjávarút- vegsráðherra sínum þann bakstuðning sem þarf til þess. Sama er uppi á teningnum um vandamál ann- arra atvinnugreina. Kokhreysti um að allt sé í lagi og það sé verið að gera góða hluti hljómar einkennilega hjáróma og bendir til flótta frá vemleikanum. Ástandið innan ríkisstjórnarinnar er orðið hættu- legt. Þegar slík eilífðarmál koma upp sem landbún- aðardeilan, fara allir kraftar í að takast á um það mál og ekkert gengur. Önnur mál, þar á meðal málefni landbúnaðarins, sitja á hakanum. Þegar ástandið er orðiö þannig, á slík ríkisstjórn ab segja af sér. Þvælt um keisarans skegg Oddur Ólafsson skrifar Umfangsmesta umræbuefni síöustu daga og vikna eru deilur stjómarflokkanna um búvömlög. Ríkisstjómin ræö- ir máliö fund eftir fund, Alþingi fjallar um þaö aftur og enn á ný, sérstakir ráöherrafundir em haldnir til lausnar ágreiningnum, landbúnaöarnefnd og vösk sveit útvalinna lögspekinga fara yfir málin og sérfræöingar fleiri ráöu- neyta leggja fram þekkingu sína og samningsfærni tfi aö leysa — hvaö? Þaö lá viö aö manni létti þegar Davíö Oddsson forsætisráöherra kom í enn eitt sinn fram í sjón- varpi til ab svara spumingum um ágreininginn, og sagöi skýrt og skorinort ab alþingismenn skildu ekki um hvað máliö snérist og tæpast hann sjálfur. Það láöist aö spyrja hverjir það væm eiginlega sem skildu um hvaö var veriö aö deilá. Upplýsingin mikla Mikil fjölmiðlun hefur veriö um ágreininginn um búvömlögin. Blööin skrifa um hann heilu blað- síöumar, í fréttaformi, í leiöumm og fréttaskýringum. Loftmiölam- ir segja rosafréttir af framgangi mála á klukkustimdar fresti og andlit ráöherranna okkar tala og tala á skjánum og búsældarlegt andlit formanns landbúnaöar- nefndar Alþingis er aö verða viö- varandi heimilisprýöi í sjónvarps- stofum. Miklar spumingar liggja í loft- inu, eins og sú hvort ríkisstjómin sé aö springa á ákvöröunum land- búnaöarráöuneytisins um niöur- rööun tollskrámúmera eöa nefndaráliti landbúnaöamefndar og svo er skírskotað út í GATT og suður í EES og franskar kartöflur og veiöarfærasölur í Kanada og grálúöu í Frans og báglega stöðu íhaldsins í komandi borgarstjóm- arkosningum og hvort landbún- aöarráöherra og formanni land- búnaöamefndar tekst aö útrýma krötum úr stjómmálalífinu. Allt þetta og margt fleira er í um- ræöunni miklu um búvörulögin. Léttir Von var aö mörgum létti, þegar forsætisráðherrann tilkynnti aö hvorki hann né alþingismenn skildu um hvað veriö er aö deila. Samt veitir ýmsum betur í þeim alvarlegu klögumálum, sem ganga á víxl, og til em þeir sem jafnvel taka afstöðu meö eða móti búvörulögum og niöurrööun toll- skrárnúmera landbúnaöarráöu- neytisins. Upplýsingaöldin er gengin í garb og berst vitneskja og fróöleikur ótt og títt um samfélagið. Varla má á milli sjá hvort ríkisrekna upplýsingastreymiö eða þaö, sem lýtur öömm rekstrarformum, stendur sig betur í aö miðla frétt- um af átökunum um búvömlaga- fmmvarpið. En hvað er svo af því að frétta? Einn er sá sem telur merkustu fréttina af öllu þvi upplýsinga- magni sem út gengur um efniö vera þá, þegar forsætisráöherra upplýsti að hvorki hann né al- þingismenn skildu um hvað deil- umar snémst. Flóknar spurningar — einföld svör Er hér veriö að deila um keisarans skegg eöa er hér málefnalegur ágreiningur á ferbinni eða skiptir umdeilt oröalag fmmvarpsdraga að búvömlögum yfirleitt nokkm máli? Ef til em einföld svör viö svona spurningum eba einhverj- um álíka, liggja þau ekki á lausu. En flókin svör og enn flóknari málatilbúnaöur meö skírskotun til samninga utan lands og innan, þar sem bent er á að eitt rekist á annars horn, flækjast innan um pólitískar heitstrengingar og vangaveltur um stjómarsamstarf og svo framvegis. Allur sá hrærigrautur hug- myndafræða og stjórnmálaiegur glundroöi, sem deiluefniö og fréttaflumingur um þaö einkenn- ast af, bera upplýsingaöldinni ekki fagurt vitni. Ekki sýnist það heldur lýsa mikl- um stjómmálaþroska aö rífast vikum saman um málefni sem þeir, sem um fjalla, vita ekki um hvað snýst. Me& og móti Eins og annað varöandi þessa stjómmáladeilu, sem hún vænt- anlega er, er erfitt aö koma auga á hvaöa hagsmuna er verið ab gæta og hver ber hverra hagsmuni fyrir brjósti. Ef til vill er það rétt til getið að ágreiningurinn snúist um grund- vallaratriöi, að standa þurfi viö geröa samninga eöa kosningalof- orö eöa guö má vita hvað. Margir telja sjálfsagt aö taka af- stööu meö öörum hvomm, eöa einhverjum, deiluabilanum án þess aö gera sér nema óljósa grein fyrir um hvað ágreiningurinn stendur. Því ef aö þingmenn og forsætisráöherra skilja lítið í flóknum deilumálum innan ríkis- stjómarinnar, er varla von til að Pétur og Páll úti í bæ geri sér glögga grein fyrir málefnum, ef einhver em. Enginn skilningur Þáttur fjölmiblanna er mikill í þeirri upplýsingu, sem engin er og dynur látlaust um efni, sem fæstir skilja og enn rninna eftir því sem meira er um fjallað. En þeir starfa undir því boðorði að hafa einhverja upplýsinga- skyldu viö almenning og upplýs- ingamar skal hann fá, þótt eng- inn skilji hverjar þær em. Þegar hér var komið skrifi þess- ara hugrenninga um hugmynda- fræöi stjórnmála og fjölmiöla um skilning og túlkun á deilumálum, heyrðist í útvarpi sem forsætis- ráöherra var leiddur í. Þar sagöi hann skorinort, aö deilan snérist alls ekki um gmndvallaratriði, heldur einhver smáatriöi. Og um málið allt sagði maöurinn orörétt: „Þvæla um þetta mál, sem enginn maður skilur." Þar meö er ljóst aö meira að segja formaður landbúnaðamefndar skilur það ekki og alla sérfræöina, sem lunvefur málatilbúnaðinn, kallaöi Davíö „kartöflulögfræði". Örfáum mínútum síðar ávarpaöi utanríkisráðherra þjóöina og til- kynnti að allur fyrirgangurinn væri ekki annar en sá, að formað- ur landbúnaöamefndar væri aö búa til vandamál til aö spilla stjórnarsamstarfinu. Kartöflulögfræbi Þetta er sem sagt sá pólitíski vem- Ieiki, sem viö búum viö á upplýs- ingaöld. Þaö hefði oröið til um- talsverös skilningsauka, ef forsæt- isráðherra heföi skýrt hreinskiln- islega frá því í byrjun deilunnar um búvömlögin, aö allt væri það mál þvæla sem enginn maður skilur. Eöa ef formaður Alþýöu- flokksins hefði sagt strax, aö valdamikill þingmaöur væri að búa til vandamál í annarlegum tilgangi. Lögspakir sérfræöingar iðka kart- öflulögfræöi, sem enginn skilur fremur en neitt annaö sem viö- kemur öllu fárinu kringum stjómarfmmvarp um búvömlög. Viðurkenning á skilningsvana þvælunni hefði sparaö mikil heilabrot þeirra, sem rembast viö aö fylgjast meö gangi þjóömála og stjóm og þing og embættis- menn hefðu kannski fundiö sér eitthvaö gagnlegra aö sýsla en að þvæla vikum saman um mál sem „enginn maður skilur". Stjómmál em ekki flókin og lagasmíö og samningagerð ekki heldur. Þaö em tilbúnu vanda- málin og kartöflulögfræöin sem gera flest mál aö þvælu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.