Tíminn - 26.02.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.02.1994, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 26. febrúar 1994 wKtÍHMgÐÍfllMPlnflí Stefnir í metþátttöku á landbúnaöarsýningu Ingvars Helgasonar hf.: Bændur leggja undir sig Hótel ísland Um 500 bændur hafa þegar skráb sig á „árshátíb bænda" á Hótel íslandi, fimmtudaginn 3. mars. Árshátíðin er hluti af landbúnabarsýningu, sem Ingvar Helgason hf. stendur fyrir fyrstu dagana} mars, en vibbrögb bænda vib þessu framtaki hafa verib mun meiri en ráb var fyrir gert. Ingvar Helgason hf. hóf vib- skipti með búnaöartæki og vinnuvélar fyrir um ári síðan, þegar fyrirtækiö keypti Jötun hf., sem var arftaki búvéladeild- ar SÍS. í næstu viku stendur fyr- irtækið, fyrst einkaaðila, fyrir viðamikilli landbúnaðarsýn- ingu. Hér er reyndar um meira en landbúnaðarsýningu ab ræða, því bændum og fjölskyld- um þeirra verður boöið upp á öfluga dagskrá dagana 1.-3. mars. Þessi uppákoma er kynnt und- ir slagorðinu „Hátíð í bæ", en uppistaöan í sýningrmni er kynning á þeim dráttarvélum, bílum og búvélum, sém fyrir- tækið hefur á boðstólum. Á staönum verða sérfræðingar frá öllum framleiðendum búvéla, sem tilgreindir em. Þeir verða tilbúnir til skrafs og ráðagerða og bjóða sýningargestum upp á fræðslu um notkun á þeim tækjum og vélum, sem til sýn- ingar verða. Búnabarþing, hestadagar og landbúnabarsýn- ing Sýning Ingvars Helgasonar tengist óbeint öðmm viðburð- um, sem snerta bændur. Á sama tíma hefst búnaðarþing Búnað- arfélags íslands á Hótel Sögu og í Reiðhöllinni verða haldnir „Norblenskir hestadagar" 1., 2., 4. og 5. mars. í samráði við nokkur fyrirtæki og stofnanir bænda verbur boöið upp á fróð- leik og afþreyingu í tengslum við landbúnaðarsýninguna. Þannig verður Goði hf. með matvælakynningu í húsakynn- um Ingvars Helgasonar á meb- an á sýningunni stendur og boðiö verbur upp á kynningar- ferðir í Osta- og smjörsöluna og Mjólkursamsöluna á tímabil- inu. í Perlunni í Öskjuhlíð verða tískusýningar, snyrtivöm- kynningar og fleira sem tengist konum alla daga landbúnaðar- sýningarinnar. Þá verður á boð- stólum sérstakt hlaðborb í Perl- unni miðvikudagskvöldið 4. mars. Hlaðborðið kostar 2750 krónur á mann. Hugmyndafrœöingar og upphafsmenn landbúnaöarsýningarínnar. Guöjón Haukur Hauksson, hjá véladeild Ingvars Helgasonar, og Helgi Ingvarsson framkvcemdastjórí. TímamyndGS Arshátfb bænda „Árshátíð bænda" á Hótel ís- landi fimmtudaginn 3. mars er einn athyglisverðasti þáttur landbúnaðarsýningarinnar. Þetta er eftir því sem best er vit- að fyrsta árshátíð sinnar teg- undar, þ.e. sameiginleg hátíð bænda. Það er reyndar nokkuð merkilegt að sá aðili, sem hefur framkvæðið að þessari hátíð, skuli vera innflutningsfyrirtæki, en ekki samtök bænda sjálfra. Viðtökur hafa vægast sagt ver- ið jákvæðar. Um 500 bændur em þegar búnir að panta miða, þó svo ab árshátíðin hafi ekki verið auglýst öðmvísi en meb dreifibréfi. Búist er vib 800-900 gestum á skemmtistaðinn Hótel Island, öll herbergi á hótelinu sjálfu em upppöntuö. Helgi Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Ingvari Helgasyni, setur hátíðina, en veislustjóri veröur Haukur Hall- dórsson, formabur Stéttarsam- bands bænda. Landbúnaðarráð- herra, Halldór Blöndal, flymr ávarp og Baldvin Kr. Baldvins- son syngur einsöng við undir- leik Juliet Faulkner. Sumargleð- in skemmtir ásamt söngkon- unni Sigríði Beinteinsdóttur, en ab skemmtiatriöum loknum heldur skagfirski sveiflukóngur- inn Geirmundur Valtýsson uppi fjörinu. Þá verður Elite tískusýning á árshátíðinni og sýndir subur- amerískir dansar ásamt 1994- „árgerðunum" af undirfötum. Dregið verður í happdrætti, en meöal vinninga em ferðir meö Flugleiðum til Amsterdam og Kaupmannahafnar. Á milli at- riba verður efnt til fjöldasöngs. Það liggur mikil vinna og skipulagning að baki landbún- aðarsýningunni. Samib var við fjölda fyrirtækja um lækkun á verði og þjónustu til þess að gera bændum auðveldara fjár- hagslega að nota tækifærið og lyfta sér upp. Öllum opib Samið var vib Flugleiðir hf. um 40% afslátt af fargjaldi til og frá Reykjavík og 30% afslátt af tengiflugum. Gestunum býðst fast verð á hótelum Flugleiða, 2800 kr. hver nótt í einbýli og 3500 kr. nóttin í tveggja manna herbergi í tvíbýli. Þeim, sem kjósa ab aka frá Noröurlandi, býbst 15% afsláttur á veitíngum í Staðarskála. Rétt er að taka fram í lokin að bæði landbúnaðarsýningin og uppákomur í tengslum við hana — s.s. „árshátíð bænda", tískusýningamar og hlaöborðið í Perlunni — em ekki einungis fyrir bændur, heldur öllum opnar. -ÁG í heimsókn hjá Oddgeirí Sigurjónssyni, ostameistara hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri: „Gæöaframleiðsla á heimsmælikvarða" Mjólkursamlag KEA á Akureyri framleibir að stærstum hluta osta. Árlega fara 65-70% af innveginni mjólk í samlaginu til ostageröar. Nú vinna á milli 60 og 70 manns hjá samlaginu, en stærstur hluti ostsins, sem þar er framleiddur, fer á mark- ab á höfuöborgarsvæðinu. Oddgeir Sigurjónsson, osta- meistari hjá Mjólkursamlagi KEA, var kjörinn ostameistari ársins 1993 á dögunum, en þá viöurkenningu hlaut hann fyrir rjómamysuost. En þeir Eyfirð- ingamir em ekki bara að búa til góban mysuost. Samlagið hefur áöur hlotið þessa viðurkenn- ingu, bæði fyrir kotasælu og gaudaost. Meb fríverslunarsamningun- um EES og GATT breytist sam- keppnisstaða landbúnaðarins á íslandi vemlega, þó að menn viti í raun ekki fyllilega hver framvindan verður. Eitt af því, sem landbúnaöurinn verður að búa sig undir, er að þurfa að keppa vib innfluttar mjólkuraf- uröir. Þórarinn E. Sveinsson, samlagsstjóri á Akureyri, segist ekki óttast samkeppnina, sé hún á heiðarlegum gmndvelli og undirbobum ekki beitt. Gæðalega standi þeir vel. Undir þetta tekur ostameistarinn. „Ég persónulega er ekkert hræddur við innflutning á osti gæbalega séð, langt því frá," segir Oddgeir. „Ég tel aö við stöndum framarlega á heims- mælikvarba hvað gæöi snertir. Vib emm að minnsta kosti vel í hælunum á þeim sem standa fremstir, ef ekki nánast í sömu. spomm." Stærstur hluti þess osts, sem framleiddur er í Mjólkursamlag- inu á Akureyri, er gaudaostur, en hann er um 80% af fram- leiðslunni. Abrar tegundir sækja þó á. Fyrir nokkmm árum hóf samlagib framleiðslu á s.k. skólaosti, sem er mildur mjólkurostur. Sala hans hefur aukist jafnt og þétt og sömu sögu er að segja af gráðaostin- um. „Framleiðslumynstrið hefur breyst mjög mikið í gegnum tíð- ina," segir Oddgeir. „Þegar við vomm á sínum tíma að fram- leiða ost til útflutnings, þá vor- um vib oft ab framleiða upp í útflutningskvóta af hinni eða þessari tegundinni. Þannig að hið eiginlega neyslumynstur ís- lendinga er fyrst núna að koma fram í framleiðslunni, þar sem vib framleiðum eingöngu fyrir innanlandsneyslu." -ÁG/Tímamyndir ÁG Oddgeir Sigur- jónsson osta- meistari ílager- húsnœöi sam- lagsins meö sína nýjustu af- urö, „ísbúann". Þaö er tiltölu- lega stutt síöan osturínn var settur á mark- aö, en undir- tektir lofa góöu. Vatnsútflutningur hefur veriö aukabúgrein hjá Mjólkursamlagi KEA síöan samlagiö keypti átöppunar- og fram- leiöslutceki af AKVA, en þessi deild hefur ekki skilaö hagnaöi enn sem komiö er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.