Tíminn - 26.02.1994, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 26. febrúar 1994
Hagyr&ingaþáttur
Bræbrabylta
Búvörulögin að laga
þeir leitast við nœtur og daga.
Einn heimtar ávallt sitt, •
annar stöðugt hitt.
Þeir samlyndið sundur naga.
(Þjóstólfur)
Tryggur lesandi Tímans hefur áhyggjur af langæj-
um hremmingum blaðsins og segir í bréfi að mörg-
um framsóknarmanni þyki leitt að nú sé Tíminn í
fóstri hjá íhaldinu, en fylgist samt í eftirvæntingu
með gengi blaðsins.
Hann skrifar að Hreiðar Karlsson, til skamms tíma
kaupfélagsstjóri á Húsavík, var á dögunum að lesa
Timann sinn og rakst þar á orðmyndina „snjallur".
Þá kvað hann:
Ekki er Tíminn allur
né undir stjómina hallur.
Reisn hans á ný
getur ráðist af því
hve ritstjórinn verður snjallur.
Limran var send blaðinu með leyfi höfundar og
eru bæði höfundi og sendanda sendar þakkir fyrir.
Meira um skriffinna, því Hringfari sendir:
í Reykjavíkurbréfi Mbl. s.l. sunnudag ægir ýmsu
saman og stílbrögðin eftir því. Menn geta deilt um
hvort greinin sé hugflæði eða heilaspuni, en allir
ættu að geta séð að hún ber ekki höfundareinkenni
Styrmis Gunnarssonar. Því varð til þessi vísa:
Um val á skugga-skriffinni
skekkti matið Styrmir.
Heilaspuna úr Hólmsteini
hossar nú og þyrmir.
Aðalsteinn Sigurðsson sendir ferskeytlu, sem ekki
þarf skýringar við:
Hátekjumönnunum hlífa,
hina í neyðina drífa.
Þeir fyrmefndu flokksvél knýja,
fátœka er auðvelt að rýja.
Höfðingjalimrur
Búi yrkir limrur um höfðingja heimsins:
Mikið ei sinni fœr sinnt kvon,
sú virðist mönnum út-þynnt von,
ötull ogglaður
annríkismaður
heimsbyggðarkóngurinn Clinton.
Mildur sem hálfþomað heymor
í heiminn markar ei djúp spor
góðmennið fríða
með brosið sitt blíða
í Dáningstrít mínister Meyjor.
Botnlaus byrjun
Sap yrkir eftirfarandi botn:
Við byrjun þessa botn ei fcest,
svo brengluð em orðin.
Samt má reyna. Góða skemmtun.
Botnar og vísur sendist til Tímans
Stakkholti 4.
105 Reykjavík. P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA!
Símbréf: 16270 Góöa skemmtun!
HEIÐAR JÓNSSON
SNYRTIR SVARAR:
Hvernig
áégað
vera?
Er karlinn púkó?
Kona leitar ráöa vegna
klaeöaburðar eiginmannsins.
Vandræöi hennar eru þau að
maöurinn vill alltaf ganga í
sömu fötunum og þegar hún
fær hann til að kaupa ný vel-
ur hann þau alltaf eins og þau
gömlu. Maðurinn segir föt sín
vera sígild að sögn konunnar,
en henni finnst heldur púka-
legt að hann skuli vera eins
þegar aðrir karlmenn breyti
um stíl.
Nú vill hún fá ráð til að fá
manninn sinn til að breyta
eitthvað til í klæðaburöi.
Heiðar: í sambandi við
klæðaburð karlmanna þurfa
þeir náttúrlega aö fylgjast vel
með sínum eigin formum,
stærð og breidd, því sniðin
fara auðvitað mikið eftir því.
Fatnaðurinn á íslenskum
karlmönnum er yfirleitt í
nokkuð góðu lagi. Menn hafa
fundið sitt snið, sitt form og
vilja ekki breyta út frá því.
En þá má nota nokkra fjöl-
breytni í skyrtum og bindum
og ættu frúmar að geta hjálp-
að þeim í því. Breyta má til í
litum í skyrtunum og háls-
taui.
Ef um grannan mann er að
ræða getur hann sem best
skipt yfir í tvíhneppt föt, ef
hann hefur vanist á að ganga
í einhnepptum.
Aftur á móti er sá sem farinn
er að þykkna um miðjuna
méð aldrinum betur settur í
einhnepptum fötum en tví-
hnepptum. Svo er náttúrlega
sú tískubreyting að þetta
gamla íslenska ullarblöndu-
efni, þéttofið, er að víkja fyrir
lausofnari efnum. Það er
kannski helsta tískunýjungin.
Jakkafatasnið er orðið gamal-
dags og sá sem ekki vill skipta
er nokkuö vel settur í dag
með sinn gamla stíl, sem er
þá í senn njhískulegur og
klassískur.
í einhnepptum fötum er töl-
um að fjölga og eru þær nú
þrjár eða fjórar í stað tveggja
framan á herrajökkum.
Það er dálítið erfitt að fást
við fastheldninga hjá okkur
strákunum, en ef frúin getur
komið manninum sínum til
að nota sama lit í sokkum og
skómir hans em þá er mikið
unnið.
Leitíb
sérfræbinga
Tvær spumingar um húð.
Stúlka hefur áhyggjur af
skorpinni húð á höndunum
og hmkkum sem af leiða.
Heiðar: Það em til mjög góð-
ir, nærandi handáburðir.
Gott er að bera á nærandi
handáburð á kvöldin og setja
upp bómullarhanska utan yf-
ir og sofa með þá yfir nóttina.
Á sumum snyrtistofum er
hægt að fá handmeðferð. Sér-
fræðingar í handsnyrtingu
kunna góð ráð við vandamál-
um sem upp koma varðandi
hendur og ættu allir þeir sem
eiga við slík vandamál að
stríða að leita sér ráðlegginga
hjá þeim aðilum.
Ef eitthvað er að húð hand-
anna er ekki nóg að kaupa
bara einhvem handáburð,
heldur þarf hver og einn að fá
rétta meðferð og er ekki hægt
að gefa nein ráð í eitt skipti
fyrir öll.
Ljósalampar
flýta fyrir öldrun
Hvaöa áhrif hafa ljósalamp-
ar á húðina.
Heiðar: Þeir hafa meiri áhrif
en sólin til hins verra. Þessir
útfjólubláu og innrauðu
geislar em svo miklu nær
húöinni undir ljósalampa.
Slæmu áhrifin sem ljósa-
lampamir hafa á húðina fel-
ast bara í einu orði. Öldmn.
Að nota ljósalampa. Að nota
ljósalampa einstaka sinnum
yfir veturinn og breiða yfir
andlitið á ekki að skaða svo
mikið. En manneskja sem er
orðin brún í andliti af ljósa-
lampa er búin að flýta mikið
fyrir öldmn.
Leiörétting
Misritun var í minningargrein
sem birtist í limanum í gær um
Guðmund Jónsson. Gubmund-
ur var frá Kjaransstöðum í Bisk-
upstungum en ekki frá Kjama-
stöbum eins og stóð í blaðinu.
Aðstandendur em beðnir vel-
virðingar á þessum mistökum.
DÓMS- OG
KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Auglýsing um framlagn-
ingu kjörskrár við kosn-
ingu vígslubiskups í
Skálholtsstifti
Kjörstjóm vegna biskupskosninga hefur í samræmi við
reglugerö um kosningu vígslubiskupa samið kjörskrá
vegna kjörs vígslubiskups í Skálholtsstifti.
Kjörskráin liggur frammi til sýnis á biskupsstofu og hjá
próföstum í umdæmi vígslubiskups í Skálholti (Múla-,
Austfjarða-, Skaftafells-, Rangárvalla-, Árness-, Kjalar-
ness-, Borgarfjarðar-, Snæfellsness- og Dala-, Barða-
strandar-, Isafjarðar- og Reykjavíkurprófastsdæmum) til
7. mars 1994.
Kærur til breytinga á kjörskránni þurfa að hafa borist
formanni kjörstjórnar í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu
fyrir kl. 13.00 7. mars 1994.
Reykjavík, 24. febrúar 1994.
Þorsteinn Geirsson
Esther Guðmundsdóttir Jón Bjarman