Tíminn - 26.02.1994, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.02.1994, Blaðsíða 15
Laugardagur 26. febrúar 1994 S'fjniimi 15 Jökull Sigurösson Vatni, Haukadal, Dalasýslu Fæddur 24. október 1938 Dáinn 20. febrúar 1994 Elskulegur faðir okkar, tengda- faðir og afi, Jökull Sigurösson, er látinn. Þær harmafregnir bárust okkur síöla dags þann 20. febrú- ar að okkar yndislegi faðir hafi orðið bráðkvaddur við messu í Snóksdalskirkju, þar sem hann var staddur ásamt kórfélögum sínum. Það var eins og syrti fyrir aug- um og hyldýpi sorgarinnar helltist yfir. Af hvequ elsku pabbi okkar? Hann sem var enn á besta aldri, alltaf svo hraustur og lífsglaður. Við systkinin höf- um ekki aðeins misst hlýjan og ástríkan föður, sem við elskuð- um svo heitt, því viö öll, böm og tengdaböm, horfum nú með djúpum söknuði á eftir kæmm vini og skemmtilegum félaga yf- ir móðuna miklu. Jökull faðir okkar útskrifaðist liölega tvítugur frá íþróttakenn- araskólanum að Laugarvatni. Eftir það kenndi hann tvö ár í Reykjavík og síðan sex ár við Al- þýöuskólann aö Eiðum. Þaðan fluttist hann ásamt eiginkonu sinni, Hugrúnu Björk, og okkur bömunum vestur í Dali og tók hann ásamt móður okkar við býlinu á Vatni í Haukadal að fööur sínum, Sigurði Jörunds- syni, látnum. Fljótlega eftir vesturkomuna hóf hann störf sem kennari á Laugum í Sælingsdal þar sem fjölskyldan hafði búsetu um tíu ára skeið. Eftir að hafið var mik- iö uppbyggingarstarf á Vatni, bæði á jörð og húsakosti, fluttist Jökull ásamt fjölskyldu sinni þangað. Jafnframt færði hann sig þá um set sem kennari og hóf að kenna við grunnskólann í Búöardal, þar sem hann starf- aði allt fram til síðasta dags. Jökull faðir okkar helgaði sig snemma félagsmálastörfum í sýslunni og má segja að hann hafi ekki látið sitt eftir liggja til að félagslíf gæti orðið blómlegra í Dölunum. Hans mim löngum verða minnst fyrir hnyttnar sögur, Ijóöagerð og skemmtileg- an frásagnarstíl og varla var sú árshátíð, þorrablót eða önnur gleöisamkoma haldin í Dölun- um, að faðir okkar hafi ekki troöiö upp með einhverjum hætti. Söngur var hans líf og yndi og mun skarð hans innan sem utan kirkjukórsins líkast til seint verða fyllt. Ætla má að okkar elskulegi faö- ir sé ekki aðeins syrgður innan fjölskyldunnar, því líklega er söknuður sveitunga, samkenn- ara, nemenda og annarra vina einnig mikill. Flestir þeir, sem urðu þess aðnjótandi að kynn- ast honum betur, sáu hve góö- an, um allt fróðan og skemmti- legan mann hann hafði að geyma. Af fáu hafði hann eins gaman og aö setja saman vísur og jafnvel heilu ljóðabálkana. Við í fjölskyldunni erum sam- mála um aö hann hafi einmitt veriö í mikilli sókn á þessu sviði hin síöari ár. Missir okkar í fjölskyldunni er mikill og sár. Allt frá fyTstu tíð hefur hann verið okkur svo mikil stoö og stytta. Elsku pabbi var ekki bara félagsmálamaður út á við, því hann hafði líka ein- stakt lag á að halda fjölskyld- unni og ættingjunum saman. Hann var aldrei eins glabur og þegar hann gat haft okkur öll í kringum sig, ástkæra eiginkonu sína, böm, tengdaböm og bamaböm að ógleymdum systkinum hans, systkinaböm- um og öbram vinum, sem alla tíb hafa haldið svo mikilli tryggð viö hann og fjölskylduna á Vatni. Hann var höfuð ættar- innar, sá sem meb traustum armi hélt okkur öllum saman, ræktaði ættar- og vinartengslin. Nú, þegar fabir okkar, tengda- faöir og afi er horfinn úr okkar t MINNING jaröneska heimi, viljum við bömin hans þakka fyrir þann tíma sem viö höfum fengið að hafa hann hjá okkur héma megin. Þótt hann sé nú ekki lengur hér hjá okkur, þá trúum við þvi staðfastlega að einhverj- ir aðrir hafi þarfnast hans meira og að hans hafi beöið meira að- kallandi verkefni í einhverri annarri tilvera. Vib trúum því að í þeirri tilvera sé bjart og hlýtt og að þar muni hann bíða okkar hinna. Hinum sára sökn- uði, sem við beram í brjósti, veröur eigi með oröum lýst. Hið stóra skarð, sem myndast hefur í fjölskyldu okkar, verður seint fylit. Þegar komið er að því að kveðja föður okkar, sem var alla tíð styrka stoðin í fjölskyldunni, virðast orðin hjóm eitt. Þar sem hann var mikill gleðinnar mab- ur, sem naut sín hvað best vib söng og glens, höfum vib kosiö ab minnast hans sem slíks. Þótt sál hans sé nú upphafin til ann- arrar tilvera, mun minningin um hann lifa björt og fögur í huga okkar allra. Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi. Okkur finnst við hæfi að kveðja þig með ljóðinu sem við sungum svo oft öll saman hér á Vatni, ljóðinu sem þér þótti svo vænt um. Megi Guö gæta þín, elsku pabbi, vib elskum þig og hugsum til þín alla tíð. Við biðj- um góðan Guð að styrkja okkar yndislegu móður í hennar miklu sorg. Undir Dalanna sól við minn einfalda óð hefég unað við kyrrláta fór, undir Dalanna sól hefég lifað mín Ijóð, hefég leitað og fundið mín svör, undir Dalanna sól heféggœfuna gist, stundum grátið, en oftast í fógnuði kysst. Undir Dalanna sól á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arin, minn svefnstað og skjól. (Hallgrimur Jónsson frá Ljárskógum) Sóley, Óli Bjami, Jörundur, Sigrún, Sigurður Hrafri, Helga, Auður Edda, Hanni. Bamabömin Jökull Sigurösson, bóndi á Vatni í Haukadal, lauk við að syngja fyrsta erindi Passíusálm- anna í kirkjukómum í Snóks- dalskirkju, gekk þá út og var bráðkvaddur, 56 ára gamall. Upp, upp, mín sál og allt mittgeð, upp mitt hjarta og rómur með, hugur og tunga hjálpi til, herrans pínu eg minnast vil. (H. Pétursson) Kalliö kom skyndilega og öll- um á óvænt. Ég bjóst við ab þeg- ar komungir synir mínir stálp- uðust fengju þeir að nema Njálu af vöram Jökuls í miðjum hey- önnum — líkt og ég fékk þegar ég var þar í sveit — syngja meö honum íslensku sönglögin og ræða við hann um bókmenntir og heimspeki, jafnvel siðfræði, því að Jökull var vel ab sér í þeim efnum og hafbi gott hjarta. Það var óhætt aö hlýða leiðsögn slíks manns. Eftir á að hyggja finnst mér undarlegt að Jökull hafi gefið sér tíma til að skeggræða við óharðnaðan ungling um lífsgát- urnar, þótt það hafi sannarlega verið eftirminnilegt og þrosk- andi. En ástæðan er blátt áfram sú að hann kom fram við alla sem jafningja. Þess vegna var hann vinsælí og er nú sárt sakn- að. í Jökli og Hugrúnu Þorkelsdótt- ur, konu hans, fann ég einlæga vini og tengdist bömum þeirra vináttuböndum sem ekki rofna. Hvenær sem ég kom vestur í Dali, lét ég aldrei hjá líða að líta inn hjá þeim á Vatni. Eftir að ég flutti utan til Svíþjóðar urðu heimsóknimar óhjákvæmilega stopulli, en enginn efaðist um að nægur tími væri til stefnu. Rödd Jökuls er þögnub, en hún hljómar í minningunni: Þar er- um við enn á ferð að skila hesti á Brjánslæk, gefa á jötu í fjár- húsinu nýja eða skjóta út sil- ungsnetum. í minningu minni mun hann ávallt lifa. Þegar Jökull nú er til moldar borinn dvel ég því miöur fjarri, en hugur minn og hjarta era á Vatni hjá Hugrúnu og bömun- um, Sigrúnu Sóleyju, Jörandi, Sigurði Hrafni og Auði Eddu og fjölskyldum þeirra. Ég og fjöl- skylda mín vottum ykkur djúpa samúð. Gub styrki ykkur í sorg- inni. Blessuð sé minning Jökuls. Ragnheiður Traustadóttir Absendar greinar, afmælis- og minningargreinar sem birtast eiga í blaöinu þurfa að hafa borist ritstjórn blabsins, Stakkholti 4, gengib inn frá Brautarholti, tveimur dögum fyrir birtingardag, á disklingum vistabar í hinum ýmsu ritvinnsluforritum sem texti, eba vélritabar. SÍMI (91) 631600 DAGBOK Laugardaqur ié febrúar 58. daqur ársins - 307 dagar eftir. 8. vika Sólrís kl. 8.46 sólariag kl. 20.36 Dagurinn lengist um 7 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nagrenni Abalfundur félagsins verbur á morgun, sunnudaginn 27. febrúar, kl. 13.30 á Hótel Sögu, Súlnasal. Venjuleg aðalfundarstörf, laga- breytingar og stjómarkjör. ÖÚ spilamennska fellur niður í Ris- inu sunnudag. Dansab í Gobheimum kl. 20 sunnudagskvöld. Mánudag: Opib hús í Risinu kl. 13- 17. Söngvaka er í Risinu kl. 20.30 mánudagskvöld. Stjómandi er Ei- ríkur Sigfússon og undirleik annast Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir. Les- hópurinn um Sturlungu kemur saman kl. 17 á mánudag í Risinu. Laugardælakirkja Messa sunnudag kl. 14. Prestur Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Frístundahópurinn Hana-nú, Kópavogi Á mánudagskvöldið þann 28. febrúar nk. kl. 20.00 er Kleinukvöld hjá Hana-nú í félagsheimilinu Gjá- bakka, Fannborg 8. Sýnd verður vídeómynd frá starfinu í haust, síb- an verba bomar fram nýsteiktar kleinur og rjúkandi kaffi og ab lok- um verbur stiginn dans við ljúfa harmónikkuhljóma. Snæfellingar og Hnappdælir Árshátíö Félags Snæfellinga og Hnappdæla verður í Breiðfirbinga- búb, Faxatúni 14, Iaugardaginn 5. mars n.k. Gestir frá Grundarfirði sækja félagiö heim og skemmta. Heiðursgestir: Ingibjörg Kristjáns- dóttir og Guðmundur Runólfsson útgerðarmabur. Hátíðin hefst meb fordrykk kl. 19. Miöasala í Breibfirð- ingabúð þriðjudaginn 1. mars og miðvikudaginn 2. mars kl. 17 til 19. Miðaverð kr. 3.200, en eftir borð- hald kr. 1.000. Félagar eru hvattir til að tryggja sér miða í tíma og taka með sér gesti. Laugardagskaffi Kvenna- listans í laugardagskaffi Kvennalistans í dag verbur fjallab um breytinga- skeiðið. Kristín Einarsdóttir, lífeölis- fræðingur og þingkona, fer yfir líf- fræðilega þætti breytingaskeiðsins og stýrir almennum umræbum. Kaffiö er á Laugavegi 17, 2. hæð, og hefst klukkan 11. Allir velkomnir. ^RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð 94002 Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að byggja lager-, verkstæðis- og skrifstofuhús við Vesturtanga 8- 12 á Siglufirði. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagns- veitna ríkisins við Suðurgötu 4, Siglufirði, Ægisbraut 3, Blönduósi, og Laugavegi 118, Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 24. febrúar 1994 gegn kr. 15.000 í skilatryggingu. Verkinu á að vera að fullu lokið föstudaginn 28. október 1994. ■ Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins á Blönduósi fyrir kl. 14:00 mánudaginn 14. mars 1994 óg verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðend- um sem þess óska. Tilboöin séu í lokuöu umslagi, merktu: „RARIK-94002 Siglufjörður— Húsnæði". Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi118, 105 REYKJAVÍK. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða í eftirtalin störf á leikskólann Steinahlíð við Suðurlandsbraut: Yfirfóstru í fullt starf. Matráðskonu í 75% starf. Báðar stöðurnar losna 1. maí n.k. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 33280. Þá vantar sérhæfðan starfsmann í 50% stuðn- ingsstarf á leikskólann Drafnarborg við Drafn- arstíg. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 23727. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.