Tíminn - 26.02.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.02.1994, Blaðsíða 10
10 mre—t-- HWWilW Laugardagur 26. febrúar 1994 F.h. Reykjavíkurhafnar, er óskað eftir tilboðum í hol- ræsalagnir í Vesturhöfn. Verkið nefnist: Vesturhöfn, fráveita — 1. áfangi. Helstu verkþættir eru: Fráveitulögn 06OO ST. 240 m Fráveitulögn 08OO GRP 40 m Útrás 08OO GRP 80 m Grjótvöm 140 Im Grjótútvegun 6.500 m3 Fyllingar: endurfylling 4.000 m3 aðkeyrð grús 8.000 m3 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá og með mánudeginum 28. febrúar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 15. mars 1994, kl.'11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræöings, er óskað eftir til- boðum í smíði 6 færanlegra kennslustofa ásamt 3 tengi- göngum. Helstu magntölur: Heildarflatarmál kennslustofa 360 m2 Heildarflatarmál tengiganga 30 m2 Verkinu á að vera lokið 29. júli 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miövikudaginn 16. mars 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 ftifffii ektö plwi mmqm i tóktásvörtii m! Mikilvægt er að standa vörð um þann mikla árangur sem náðst hefur í tóbaksvömum á undanfömum árum. Hjartavernd og Krabbameinsfélagið vara því við öllum breytingum á innflutningi, sölu og dreifingu tóbaks sem ætla má að geti orðið til að auka tóbaksneyslu í landinu, ekki síst meðal ungs fólks. Verði slíkar breytingar samt sem áður gerðar leggja félögin þunga áherslu á að jafnhliða þeim verði gripið til ráðstafana í því skyni að koma í veg fyrir að tóbaksneysla aukist. Tryggja verður m.a. að tóbaksverð lækki ekki og bann við beinum og óbeinum auglýsingum verði virt. Þess er sérstaklega vænst að fmmvarp til nýrra tóbaksvarnalaga verði sem fyrst lagt fram og tekið til meðferðar á Alþingi. Löngu er orðið tímabært að kveða skýrar á um rétt fólks til reyklauss andrúmslofts og lögfesta ýmis önnur ný úrræði í tóbaksvömum. Krabbameinsfélagið Hjartavernd Blóbsúthellingar í gubshúsi Palestínumenn og Gybingar bibjast fyrír í „ Helli œttföburíns " í Hebron þar sem tugir Palestínumanna voru myrtir í gcer. Byggingin er talin standa á gröf Abrahams, ættföbur ísraelsmanna. Bœnahúsib er helgistabur bœbi ísraels- manna og íslamstrúarmanna. Fjöldamorb á Palestínumönnum Hebron, Vesturbakkanum, Reuter ísraelskur ofstækismaöur myrti í gær að minnsta kosti 48 Palest- ínumenn og særði tugi til við- bótar, þegar hinir myrtu voru við bænahald í mosku í borg- inni Hebron á vesturbakka Jórd- anár. Aldrei áður hafa jafn margir Pelestíniunenn verið drepnir í einu á Vesturbakkanum frá því aö ísraelsmenn hertóku hann í sex daga stríðinu 1967. Morðinginn, Bamch Gold- stein, hafði búið í ísrael síðast- liðin 11 ár og var fylgjandi ofsa- trúarsöfnuði Meirs Kahane, sem var myrtur í New York árið 1990. Félagar Goldsteins úr söfnuðinum. sögöu að svokall- aðar friðarviðræður hefðu lagst mjög þungt á hann. Goldstein, sem var 42 ára og læknir að mennt, taldi sig þurfa áð verja ísraelsríki fyrir ágangi Araba. Morðin hafa verið fordæmd um allan heim og Rabin forsæt- isráðherra ísraels hringdi í Ara- fat, leiðtoga Frelsissamtaka Pal- estínumanna, PLO, og vottaði honum samúð sína. Palestínu- menn krefjast þess að svokallað- ir landnemar, ísraelar sem hafa tekiö sér bólfestu á herteknu svæðunum, verði afvopnaöir. ÚTLÖND Jasser Abed-Rabbo, einn af stjómarmönnum PLO, segir að fjöldi landnema hafi tekið þátt í morðunum, en vitni halda því fram að Goldstein hafi verið einn að verki. Morðin komu á óheppilegasta tíma, því nú standa yfir viðræð- ur PLO og ísraelsstjómar um sjálfsstjóm Palestínumanna í Jeríkó og á Gazasvæðinu. Talin er hætta á að þau geti orðiö til þess að viðræðunum verði slit- ið. Til mikilla óeirða kom á her- teknu svæðunum í gær og sagt er aö ísraelskir hermenn hafi drepið að minnsta kosti fjóra Palestínumenn í Hebron og þrjá á Gazasvæðinu. Palestímunenn segja aö tugir manna hafi særst alvarlega á Gazasvæðinu, þegar ísraelskar hersveitir skutu á fólk, sem var aö mótmæla morðun- um í Hebron. Umboðs- mabur mann- réttinda Ákveðið hefur verið að Jose Ay- ala Lasso, fastafulltrúi Ekvador hjá Sameinuðu þjóðunum, verði gerður að umboðsmanni mannréttinda. Hann tekur við embætti 28. febrúar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.