Tíminn - 26.02.1994, Blaðsíða 14
14
fíroíim
Laugardagur 26. feboiar 1994
Tvœr ungar lesbíur fórnuöu öllu fyrír ást sína:
Mamma verður
ab víkja
Þann 20. mars 1991, kl. 5.30
um morguninn í norðvest-
urhluta Miami, var haft
samband við lögregluna á staðn-
um. Þaö var óbreyttur borgari
sem hringdi og sagöist hafa
fundið lík í bifreið. Lögreglan
var komin á staðinn innan tíu
mínútna og William Saladrigas
rannsóknarlögregiumanni var
falin stjóm rannsóknarinnar.
Líkiö haföi fundist skammt frá
noröurhliö Bmnche-garðsins.
Það var í framsætinu á gömlum
4ra dyra Dodge, sem lagt var
skammt frá garðinum. Þegar Sal-
adrigas kíkti inn um framglugg-
ann, mætti honum hræöileg
sjón. Nakin blökkukona lá al-
blóöug í keng í framsætinu og
allar innréttingar í framhluta
bifreiðarinnar vom alblóðugar.
Saladrigas ávarpaöi manninn
sem fyrst hafði fundiö líkið, en
hann sagðist ekki vita annað en
aö hann hefði tekið eftir líkinu á
morgungöngu sinni, nokkmm
mínútum áöur. Svæðið hefði
verið mannlaust og hann hefði
strax hringt í neyðarsíma lög-
reglunnar.
Tilgangur
morðsins?
Látna konan hafði auösjáanlega
verið skotin allnokkmm sinnum
í höfuð og háls. Það vakti athygli
að verömæti í bifreiðinni, s.s.
fullkomin hljómflutningstæki,
vom ósnert og það útilokaði
ránstilgang. Öllu líklegra var að
konan hefði sætt kynferðislegri
árás, þar sem hún var allsnakin,
en læknisrannsókn ein myndi
geta staðfest það.
Bíllinn var skráður á Annie
Williams, 46 ára íbúa í Carol
City. Fómarlambið var auðsjá-
anlega á svipuðum aldri.
Itarleg vettvangsrannsókn
hófst, en hún var skammt á veg
komin þegar maður gaf sig fram
við Saladrigas. Bílnum hafði ver-
iö ekiö að garöinum um kl.
02.00, fyrr um morguninn. Öku-
maðUrinn hafði lagt honum og
stigið upp í bíl sem beið hans á
aðalbrautinni skammt frá. Mað-
urinn sagðist ekki hafa séö hvort
ökumaður var karl eða kona.
Hann gat hins vegar gefiö upp-
lýsingar um hinn bílinn, en það
var hvítur nýlegur Mustang.
Saladrigas gerði því strax skóna
að konan hefði veriö myrt á öðr-
um stað, en skilin eftir við garö-
inn til að villa um fyrir lögregl-
unni. Hann ákvað að fara strax á
fund aðstandenda hinnar látnu.
Híbýli fómarlambsins vom
fremur vistlegt einbýlishús í út-
hverfi. Á meðan Saladrigas beiö
þess að einhver kæmi til dyra,
tók hann eftir litlum polli við
hliðarvegg hússins. Vamið var
rauðlitað og reyndist vera frá-
rennsli þvottavélar. Einhver
hafði auðsjáanlega veriö aö þvo
um nóttina.
Er enginn kom til dyra, hafði
Saladrigas samband við ná-
granna. Þeir staðfestu að útlits-
lýsingin passaöi við Annie Willi-
ams. Að sögn grannans bjó hún
meö dóttur sinni, Cassöndm, og
sú reyndist eiga hvítan Mustang.
Saladrigas fékk þá lýsingu af
Þegar Saladrigas sagöi
Cassöndru loks aö
mamma hennar heföi
veriö myrt, vissi hann
ekki hvernig hún myndi
bregöast viö. En hann
átti þó alls ekki von á
þeim viöbrögöum sem
unga dóttirin sýndi:
„Hvaö þarfég aö gera í
sambandi viö líkiö og út-
förina?"
sorgarviðbrögð aöstandenda em
af ýmsum toga, þegar svona mál
koma upp, en Saladrigas hafði
aldrei kynnst þessum viðbrögð-
um fyrr af hálfu aöstandenda,
öðmvísi en viðkomandi hefði
óhreint mjöl í pokahominu. Eft-
ir spjalliö við nágranna Annie
hafði hann teiknaö í huganum
upp mynd af hinni fullkomnu,
kirkjuræknu unglingsstúlku, en
hann neyddist til að endurskoöa
afstöðu sína í þeim efnum.
„Ertu ekki aö koma inn?" var
kallaö úr gættinni. Saladrigas leit
Hér sœngabi Cassandra meb vinkonu sinni, móbur hennar til mikillar skelfingar.
mæðgunum að þær væm kirkju-
ræknar og heiðarlegar konur.
Annie hafði veriö ræstingar-
stjóri, en Cassandra var nemandi
í háskóla skammt frá. Nágrann-
ann minnti að hún ætti kærasta,
sem byggi á skólagaröi skammt
frá. Saladrigas fékk heimilisfang-
iö og hélt á fund dótturinnar.
Dóttirin
Þegar augu þeirra mættust fyrst,
fannst Saladrigas strax sem Cass-
andra hefði búist við honum.
Hún var ung og hraustleg stúlka,
íklædd gallabuxum og stutt-
ermabol.
Að sögn Cassöndm hafði hún
síöast séð móður sína morgun-
inn áður. Hún upplýsti lögreglu-
manninn um að móðir hennar
færi iðulega til kærastans eftir
vinnuna, en hún hefði ekkert
komið heim kvöldið áður, sem
væri harla óvenjulegt.
Nú bað Saladrigas Cassöndm að
koma út fyrir og tala við sig í ein-
rúmi. „Kærastinn þinn getur
beðið inni," sagði hann. Unga
konan svaraði engu, en fylgdi
honum út.
Þegar Saladrigas sagði Cass-
öndm loks að mamma hennar
hefði verið myrt, vissi hann ekki
hvernig hún myndi bregðast
við. En hann átti þó alls ekki von
á þeim viðbrögðum sem dóttirin
unga sýndi: „Hvaö þarf ég aö
gera í sambandi við líkiö og út-
förina?" Þetta stóíska svar kom
lögreglumanninum í opna
skjöldu og hann leit í augu
hennar, sem vóm skýr og til-
finningalaus; engin tár eða önn-
ur merki um geðshræringu vom
merkjanleg.
Nú er það staðreynd að fyrstu
Xoicwio A.iu loili.v.«,{
Lou , IH
m kA\ V', v'é. ,\V,oU.
5r‘ -« lÁío-' fli -V
0,(Yf cBíurClCJ OvC
OoWvA OSAirvW \ÓÍAV'C A-WWIæi
Wii jjajj .
Dóttir fórnarlambsins skrifabi þetta
bréf til ab vernda ástkonu sína.
upp og bjóst við aö sjá kærasta
Cassöndru, en svo var ekki. Sú,
sem talaði, var stúlka á svipuð-
um aldri og Cassandra. Hún hét
Valarie Rhodes, jafnaldra Cass-
öndm eða 19 ára gömul. Cass-
SAKAMAL
andra útskýröi aö hún væri besta
vinkona sín og bekkjarsystir. Sal-
adrigas tók eftir að þær bám
samskonar trúlofunarhringa.
„Eigið þið sama kærasta?" spurði
hann og benti á hringana til að
létta andúmsloftið. Svarið kom
honum á óvart. „Nei, en við eig-
um hvor aöra," sagði Cassandra
og þá loks rann upp ljós fyrir lög-
reglumanninum. Hann spurði
nokkurra spuminga í viöbót, en
kvaddi svo.
Framburöur
kærastans
Daginn eftir fór krafningin fram
og hún sannaði að Annie Willi-
ams hafði látist af völdum 6
byssuskota, hlaupvídd 38. Engin
merki vom um kynferðisafbrot.
Saladrigas haföi upp á mannin-
um í garðinum og baö hann að
aka með sér um borgina. Eftir
nokkum tíma keyrði hann fram-
hjá skólagörðunum, þar sem bíll
Cassöndm stóð, og þá benti
maðurinn strax og sagöi að
svona liti bíllinn út. Þar meö var
fyrsta áfanga náð.
Þegar Saladrigas hafði samband
við kærasta hinnar látnu, kom í
ljós að Annie Willams haföi ver-
iö í miklu uppnámi síðustu daga,
eftir aö hún hafði fundið bréf í
herbergi dóttur sinnar frá Val-
arie Rhodes. Hún hafði sýnt
honum bréfið og þar kom m.a.
fram að þær áttu í ástarsam-
bandi. „Þær em sem sagt lesbí-
ur?" spuröi Saladrigas. „Já," var
svariö, „og móöir Cassöndru
trylltist og meinaöi Valarie aö-
gang að heimilinu eftir þetta.
Hún brást svona harkalega við
vegna bókstafstrúar sinnar."
Hnúturinn leysist
Nú þurfti ekki frekar vimanna
við. Saladrigas keyrði samstund-
is á fund Cassöndm og Valerie
og fyrirskipaði þeim að koma
niöur á lögreglustöð til yfir-
heyrslu.
Á meðan Saladrigas yfirheyröi
Cassöndm, fór hópur manna til
að rannsaka heimili fómar-
lambsins. Saladrigas beitti strax
þrýstingi og fljótlega ókyrrðist
Cassandra og loks sagöi hún:
Cassandra Williams stybur hönd á
öxl bekkjarsystur sinnar, vinkonu,
ástkonu og morbingja móbur
hennar, Valarie Rhodes.
„Allt í lagi, allt í lagi. Ég skal við-
urkenna það. Viö gerðum það."
Síöan skýröi Cassandra frá því,
sem kærasti móður hennar hafði
áöur sagt, að móöir hennar hefði
orðið æf þegar hún fann ástar-
bréf frá Valarie, og hún hefði
sjálf orðiö að velja á milli móður
sinnar og vinkonunnar. „Það var
létt ákvöröun, ég elska Valarie,
þannig að mamma varð að
víkja," svaraöi Cassandra furðu
kotroskin. Síðan skýrði hún frá
þvi að þær stöllumar hefðu ætl-
að að nýta sér líftryggingu
Annie, upp á 25.000 dali, til að
hefja nýtt líf. Valarie hafði út-
vegaö byssu og sat síðan fyrir
henni á heimili Annie. Þegar
Annie kom heim, skaust Valarie
út úr klæðaskáp og hóf skothríð.
Cassandra sagði að Valarie heföi
sjálf séð um að bera líkiö út í bíl-
inn og síðan hefði hún keyrt
hann aö garðinum. Cassandra
fylgdi á eftir og saman hurfu þær
síðan af vettvangi á bíl Cass-
öndm. *
Sönn ást
Á sama tíma barst skýrsla frá
húsleitarmönnunum. Víða
höfðu fundist blóðblettir og sér-
staklega á þeim stað, þar sem
Cassandra sagði að Valarie hefði
myrt móöur sína. Þá fannst
morðvopniö í í húsinu. Glæpur-
inn hafði sýnilega veriö lítt und-
irbúinn og ekkert gert til að afmá
verksummerki.
Á meðal einkennilegra sönnun-
argagna var yfirlýsing frá Cass-
öndm, sem fannst í herbergi
hennar. Þar tók hún skýrt fram
að ef upp kæmist um morðið á
móður hennar, bæri hún fulla
ábyrgð á því og væri fyrst og
fremst sökudólgurinn í morð-
inu. Þetta hafði hún undirritað
til að vemda vinkonu sína. Val-
arie aftur á móti staðfesti að hún
hefði sjálf framiö morðiö og
Cassandra væri saklaus. Saladri-
gas hugsaði með sér að ást þeirra
væri óneitanlega sönn og óeigin-
gjöm, en afleiðingarnar hefðu
verið hryllilegar í þessu tilviki,
morð af ásetningi.
Við réttarhöldin þótti vonlaust
að gera upp á milli sektar stúlkn-
anna tveggja, en þær hlutu báð-
ar lífstíðarfangelsi. Þær afplána
nú refsingu sína í ríkisfangelsinu
í Flórída.