Tíminn - 26.02.1994, Blaðsíða 17

Tíminn - 26.02.1994, Blaðsíða 17
Laugardagur 26. febrúar 1994 WfHtlliW 17 t ANDLAT Sigríöur Brynja Pétursdóttir lést á Landspítalanunm aö- faranótt föstudagsins 18. febrúar. Gísli Gíslason, fyrrverandi verkstjóri, Flókagötu 23 er látinn. Þóröur Vígkonsson kaupmaöur Akurgeröi 15, andaðist á heimili sínu 17. febrúar sl. Helga Bjömsdóttir Brekastíg 24b, lést á Sjúkra- húsi Vestmannaeyja 17. febrúar. Sr. Jón M. Guðjónsson, fyrrverandi prófastur, Akranesi, er látinn. Guörún Jóhannsdóttir, Maríubakka 22, lést á Land- spítalanum 17. febrúar. Stefán Guömundsson Kleppsvegi 4, andaðist að- faranótt 19. febrúar. Jóna Björg Jónsdóttir, Stigahlíð 2, lést á Landspítal- anum 17. febrúar. Bergþóra Hallbjömsdóttir, Hólagerði 2, Sandgerði, lést 19. febrúar á Sjúkrahúsinu í Keflavík. Gylfi Hjálmarsson lést á Landakotsspítala að morgni sunnudagsins 20. febrúar. Elínborg Guömundsdóttir frá Hnífsdal lést á Fjóröungssjúkrahúsinu á ísafirði 19. febrúar. Ragnhildur Jónsdóttir, Hagaflöt 2, Garðabæ, lést 20. febrúar. Gunnar Pétur Lámsson andaðist á hjartadeild Land- spítalans 19. febrúar. Andrés Karlsson (Kurt Karl Andreas Blumenstein), fyrrverandi byggingaeftirlits- maður, Tómasarhaga 45, lést á heimili sínu 20. febrúar. Ágúst Snorrason lést á hjartadeild Borgarspít- alans 10. febrúar sl. Utförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hulda Elsa Gestsdóttir, Heiðarholti 19, Keflavík, lést á Landspítalanum 20. febrúar. Eggert Sveinsson, Fálkagötu 29, lést á Landspít- alanum 19. febrúar. Dagur Siguröarson skáld er látinn. Alda Bjömsdóttir, Bauganesi 17, lést á Borgar- spítalanum 20. febrúar. Siguröur Karlsson, bifreiöasmiöur, Hvassaleiti 42, lést á Land- spítalanum 19. febrúar. Ágústa Sveinsdóttir, Dalalandi 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum 19. febrúar sl. Jökull Sigurösson, Vatni, Haukadal, Dalasýslu, varð bráðkvaddur 20. febrúar. Sigurgeir Sigurösson, Hrauntúni 14, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 20. febrúar. Sigrún Kristjana Stígsdóttir frá Homi, Víghólastíg 5, Kópavogi, andaðist á Landa- kotsspítalanum 19. febrúar. Elínrós Sigmundsdóttir dvalarheimilinu Hlíð, Akur- eyri, andaðist á Fjóröungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 19. þ.m. Þorbjörg Þórarinsdóttir Bender lést á St. Jósefsspítala 22. febrúar. Gunnþórunn Pálsdóttir lést að kvöldi 13. febrúar. Út- förin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Herborg Hjálmarsdóttir, Rauöarárstíg 28, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt 20. febrúar. Sverrir Vilhjálmsson flugumferöarstjóri, Akureyri, lést 21. febrúar. Sigríöur Svanlaugsdóttir, Hörðalandi 4, lést að kvöldi 22. febrúar. Björgvin Sigurösson hæstaréttarlögmaður lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli að kvöldi 22. febrúar. Þorleifur Ámi Reynisson, Miðskógum 24, Álftanesi, lést af slysförum þriðjudaginn 22. febrúar. Aöalheiöur Magnúsdóttir, Hjallavegi 31, andaðist á Landspítalanum 24. febrúar. Regína Gunnarsdóttir, Fannborg 7, Kópavogi, lést á heimili sínu 23. febrúar. Hákon Kristgeirsson, Hjarðarhaga 8, lést á Landa- kotsspítala 24. febrúar. ■ FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVlKURBORGAR Síðumúla 39-108 Reykjavík ■ Sími 678500 • Fax 686270 Félags- og þjónustumiðstöð aldraðra að Lindargötu 59 Óskað er eftir starfsfólki í eftirtalin störf: 1. 2 stöður leiðbeinenda í félagsstarfi aldraðra. Óskum eftir fjölhæfu fólki til ýmiskonar fræðslu og föndurkennslu. 2. Hárgreiðslumeistara. Unnið er samkvæmt verktakafyrirkomulagi. 3. Fótaaðgerðafræðingur. Unnið er samkvæmt verktakafyrirkomulagi. 4. Sjúkraliði. Til aðstoðar við böðun og aðhlynningu. 5. Fulltrúi. Starfsmaður vinnur við innheimtu og bókhald, ásamt afgreiðslu og skrifstofustörfum. Reiknað er með að starfsemi hefjist í apríl/maí n.k. Nánari upplýsingar gefur Edda Hjaltested forstöðumað- ur í síma 15355 milli kl. 10.00 og 12.00 virka daga. Umsóknarfrestur um störfin er til 9. mars n.k. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Meistarakokkarnir hantéra forrétt, sem er m.a. búinn til úr gulllaxamarningi vöfbum inn i söl. Meistarakokkar í Perlunni Talsmenn bœnda komu á stabinn og hér má sjá Hauk Halldórsson, for- mann Stéttarsambandsins, virba einn réttanna fyrir sér. Vib hlibina á hon- um situr Málmfríbur Þórarinsdóttir, kennari vib Tœkniskólann í Reykjavík, en eiginmabur hennar er Sigurgeir Þorgeirsson, abstobarmabur landbún- abarrábherra. Tímamyndin C5 Meistarakokkar voru á ferð í Perlunni í Reykjavík í vikunni og buðu til sælkeraveislu þar sem réttimir vom unnir úr ís- lensku hráefni, sem alla jafna er lítið notað eða ekki talið gefa til- efni til veislumatar. Sumu af hráefninu, sem notað var, er jafnvel hent undir venjulegum kringumstæðum. Dæmi um þetta eru veisluréttir úr slögum, nýrum, hjörtum, lifur, bóg og fleiru. Auk þess var vannýtt sjávarfang, svo sem humarskelj- ar, gulllax og fleira, notaö í mat- argerðina. Það var rúmlega þrjátíu manna landslið íslenskra matreiðslu- manna sem sá um að elda þessa sælkerarétti undir dyggri for- ystu Þórarins Guölaugssonar i Meistaranum og Gísla Thorodd- sen matreiðslumeistara í Perl- unni. Þessi veisla markaði lok kynningarherferðar um landið, í SPEGLI TÍMIANS en sælkeraveislur hafa verið haldnar á sex stöðum í vetur, vítt og breitt um landið þar sem héraðshöfðingjar hafa komið og snætt og víkkað sjóndeildar- hring sinn gagnvart möguleik- um á matargerð úr sauðkind- inni. í Perlunni voru m.a. mætt- ir þingmenn og aðrir frammá- menn í þjóðfélaginu og féllu réttimir augljóslega í mjög góð- - an jarðveg. Steingrímur Hermannsson og Edda Cubmundsdóttir, kona hans, voru mebal veislugesta. Á næsta borbi fyrir aft- an þau má sjá Salóme Þorkelsdóttur, forseta Alþingis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.