Tíminn - 06.08.1994, Side 10

Tíminn - 06.08.1994, Side 10
10 &£--1- Laugardagur 6. ágúst 1994 / Tansaníu hefur stjórnarfar veriö meö mannúölegasta móti afAfríkuríki aö vera, en miöstýrt efna- hagskerfi hennar misheppnaöist herfi- lega Margra mál er að svo- kölluð þróunaraðstoð við þriðja heiminn hafi ekki náö tilætluðum ár- angri og munu sumir telja það vægt að orði kveöið. Austur-Afr- íkuríkið Tansanía er gjarnan nefnt sem dæmi um það. Fyrir rúmum þremur áratugum varð landsvæöi þetta sjálfstætt ríki og hefur síðan fengið sem svarar um 1000 milljörðum ísl. króna í þróunarhjálp. Samt fer því fjarri að það geti séð fyrir sjálfu sér. Næstum helmingur þess fjár, sem varið er þar til þróunar og atvinnureksturs, er gjafafé frá útlöndum. Bœndur hœttu ab framleiba nema handa sjálfum sér. Hrun Ujamaa Vinsæll landsfaðir Tansanía átti áratugum saman fremur auðvelt með að verða sér úti um hjálp ab utan, því að hún hafði álit á sér með besta móti. Julius Nyerere, fyrsti for- seti landsins og landsfaðir þar lengi, naut mikilla vinsælda heimafyrir og kom Vesturlanda- mönnum fyrir sjónir sem upp- lýstur, mannúðlegur og fram- sýnn leiðtogi. Hann foröaðist að ánetjast hvort heldur var vestur- eða austurblökk kalda stríðsins, varð þó vinsæll í þeim báðum og fékk eftir því abstob frá báðum. Alþjóöabankinn, Norburlönd, Sovétríkin og Kína kepptust um við að hjálpa hon- um til að gera Tansaníu ab afr- ísku fyrirmyndarríki. Stefna Nyereres var ab endur- skipuleggja land sitt á grund- velli einskonar sósíalisma, sem hann kallaði Ujamaa. Eins og algengt er um Afríkumenn töldu Tansanar sér trú um, að fyrir komu hvíta mannsins hefbi Afríka sunnan Sahara ver- ið vandamálafátt velferðarsam- félag þar sem ríkt hefbi einskon- ar sósíalismi eða samvinnu- stefna. Þegar Tansanar tækju upp Ujamaa væru þeir því ekki ab flytja inn hugmyndir, heldur ab hverfa aftur til síns upphaf- lega fyrirmyndarástands. Þetta var að sumu leyti klókt hjá Nyerere. Sovétblökk og Kín- verjar létu sér vel líka, því ab þeim sýndist að hér væri verib að koma upp sósíalisma í lík- ingu við þeirra eigin. Vestur- blökk var einnig nokkuð ánægð, því ab Nyerere kallaði fyrirætlanir sínar ekki sósíal- isma. Og jafnaðarmenn Norb- urlanda, ekki síst samvinnu- menn meðal þeirra, urbu hvað hrifnastir allra, því að þeir sáu ekki betur en ab Nyerere væri því sem næst einn af þeim. Á skandinavískum blöðum varð stundum ekki betur séð en að í Ujamaa fælist að gervallri Tansaníu væri breytt í eitt stórt samvinnusamband. Nauðungarflutningar Nú kallar Poul Grosen, fram- kvæmdastjóri danskrar hjálpar- stofnunar, Ujamaa „eitt það skelfilegasta, sem í því landi hefur gerst". Liður í því var að árib 1977 áttu sér stað einhverj- ir stórfelldustu naubungarflutn- ingar á fólki, sem vitað er um í Afríkusögu. Um 14 milljónir sveitafólks voru fluttar í sérstök Ujamaa-þorp. Var þessi gagn- gera endurskipulagning á byggð í landinu framkvæmd með það fyrir augum að almenningur hefði betri aðgang að vatni, læknishjálp og skólakerfi. Mikill samdráttur í matvæla- framleibslu varb afleibing þess- arar umbyltingar, en önnur þungvæg ástæða til þess var að stjórnin hélt með tilskipunum verblagi á landbúnabarafurðum niðri, til ab tryggja borgarbúum lágt verð á nauðsynjum. Hið sama gerbu mörg önnur Afríku- ríki og afleiðingar þess uröu víð- asthvar þær sömu, þ.á m. í Tansaníu: ab bændur hættu ab framleiða matvæli nema rétt til eigin nota. Snemma á níunda áratugnum var svo komib ab mestallur sá matur, er borgarbú- ar í Tansaníu neyttu, var fluttur inn fyrir erlent gjafafé. „Hvað sem um Nyerere má segja, slær enginn honum vib sem betlara," hafði skandina- vískur blaðamaður þá eftir heimildarmanni í Dar es-Sala- am, höfuöborg Tansaníu. Mikil miðstýring var í efna- hagslífi landsins og stjórnin einbeitti fjárfestingum að því að koma á þungaiðnaði. Áður- nefndur Grosen segir ab á bak við það hafi verið kreddutrú sovéskrar ættar á þá leib, ab ef þungaiðnaður kæmist upp, myndu aðrar atvinnugreinar sjálfkrafa hefjast upp á eftir. En í margar framkvæmdir var ráö- ist af lítilli fyrirhyggju, mörg nýstofnuö fyrirtæki stóðu ekki undir sér og þá þurfti meiri er- lenda hjálp til að halda þeim í gangi. Vöntun á hreinskilni Erlendir hjálparaðilar — ríkis- stjórnir, alþjóðastofnanir, aðrar stofnanir og einstaklingar — hafa varla komist hjá því að sjá að ekki var allt með felldu meb efnahagsmál Tansaníu, en fundu ekki ab við stjórnvöld þar, a.m.k. ekki opinberlega. í skýrslú frá Alþjóðabankanum BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON segir, að ein helsta ástæðan til þess hafi veriö að þessir aðilar hafi ógjarnan viljab tala hrein- skilnislega við stjórnina um mistök hennar. í grein í dönsku blaði um þetta segir að hjálpar- stofnanir víða í Afríku eigi enn við þetta „vandamál" að stríða. Nú hefur Tansanía ákveðið að skipta um stefnu í efnahagsmál- um og hefur til þess fulltingi og stuðning Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hvernig það gengur á eftir að sjást. Þótt illa hafi gengiö í Tansaníu í efnahagsmálum, er hún enn í allgóðu áliti af Afríkuríki að vera. Á mælikvaröa þeirrar álfu hefur veriö lítið þar um harð- stjórn og ofbeldi. Landsmenn skiptast samkvæmt einni heim- ild skandinavískri í 122 „stammer" (þjóðir, þjóðflokka, ættbálka), en samlyndið þeirra á meðal hefur verið heldur gott. í skóla- og heilbrigbismálum urbu þar snemma á sjálfstæöis- tímanum miklar framfarir, en að vísu kvað grunnskólakerfið nú komib í hraba hnignun vegna fjárskorts. Snemma á ní- unda áratugnum birtist í fjöl- miblum samanburður á Bangla- desh og Tansaníu, sem þá voru í skýrslum talin álíka fátæk og meöal fátækustu landa heims. Þar var sagt að 75% íbúa Bangladesh væru vannærðir, en næringarskortur hverfandi í Tansaníu. Rúandamenn hafa undanfarið flúið í hundruðþúsundatali til Tansaníu, en þarlendum stjórn- völdum og öðrum aðilum hefur tekist allvel að ráða fram úr þeim vanda, miðað við aðstæð- ur. Það er annað en í Saír, þar sem saman fer harbstjórn og óstjórn, sem hvortveggja er í meira lagi miðað við það sem gerist í heiminum í dag. ■ Sumarferð framsóknar- manna í Reykjavík FJallabaksleið syðri Sumarferð framsóknarmanna I Reykjavlk verður farin laugardaginn 13. ágúst. Farið verður I gegnum Fljótshllðina, Fjallabaksleið syðri og I gegnum Skaftár- tungu. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framsóknarflokksins I slma 624480.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.