Tíminn - 13.08.1994, Síða 6
6
'UuKJhMM'AlliMr
Laugardagur 13. ágúst 1994
FLUGMÁLASTJÓRN
Námskeið
í flugumferðarstjórn
Námskeið í flugumferðarstjórn verður haldið næsta
vetur. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og stendur
grunnnámskeiðið frá því í október 1994 fram í maí
1995.
Umsóknarfrestur er til 1. sept. n.k., en stöðupróf í
íslensku, ensku, stærðfræði og eðlisfræði verða
haldin í september. Umsækjendur skulu vera á
aldrinum 20-30 ára, hafa lokið stúdentsprófi, tala
skýrt mál, hafa gott vald á enskri tungu og standast
tilskildar heilbrigðiskröfur.
Umsóknareyðublöó liggja frammi hjá Flugmála-
stjórn á annarri hæð flugturnsbyggingarinnar á
Reykjavíkurflugvelli og á skrifstofu flugvallarstjóra,
Leifsstöö, Keflavíkurflugvelli, einnig á umdæmis-
skrifstofum Flugmálastjórnar á Akureyri, ísafirði,
Egilsstöðum og í flugturninum í Vestmannaeyjum.
Umsóknum ber að skila fyrir 1. september 1994,
ásamt staðfestu afriti af stúdentsprófi og sakavott-
orði.
Kynningarfundur fyrir umsækjendur veröur haldinn
í skóla Flugmálastjórnar mánudaginn 22. ágúst kl.
20.00.
ÚTBOÐ
F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í
verkið:
„Nesjavaliaheimreið — klæðning"
Verkið felst í að endurbæta og leggja efra burðarlag og
klæðningu á um 800 m kafla af Nesjavallaheimreið á
Nesjavöllum. Einnig skal koma fyrir Ijósastólpum og
ganga frá veglýsingu ásamt lagningu rafstrengja með-
fram vegarkaflanum.
Helstu magntölur eru:
Neðra burðarlag 2.000 m3
Efra burðarlag 500 m3
Tvöföld klæðning 5.000 m2
Ljósastólpar 22 stk.
Verkinu skal lokið 1. nóvember 1994.
Útboðsgögn verða afhent, á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi
3, Reykjavík, gegn kr. 15.ooo,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 24.
ágúst 1994, ki. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
(REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
FORVAL
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað
eftir verktökum til að taka þátt í forvali vegna lokaðs út-
boðs á byggingu þjónustusels eldri borgara að Þorra-
götu 3.
Um er að ræða byggingu einnar hæðar þjónustusels að
um 385 m2, brúttó.
Helstu magntölur eru:
Mótasmíði
Steypa
Steypustyrktarstál
Utanhússklæðning úr áli
Þakfletir með pappa og einangrun
Forvalsgögn liggja frammi á skrifstofu vorri.
Lysthafendur skili forvalsgögnum til Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, í síðasta lagi fimmtu-
daginn 18. ágúst 1994 fyrir kl. 16.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
(REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800
1.680 m2
265 m3
15,7 tonn
260 m2
340 m2
Páll Pétursson, alþm.:
Sameining
félagshyggjufólks
Félagshyggjufólki á íslandi eru
boðuö heilmikil fagnaðartíðindi
þessa dagana. Það hefur eignast
áberandi sameiningartákn, þau
Jóhönnú Sigurðardóttur og Olaf
Ragnar Grímsson. Þau hafa farib
mikinn í fjölmiðlum undanfarið
og sameinab og sameinað.
Nýjasta sameiningaraðgerðin
var aö kaupa Skáís til að gera
skoðanakönnun í Reykjavík sem
síban hefur verið túlkuð á lands-
vísu. Stofnaður var ímyndabur
stjórnmálaflokkur Jóhönnu og
Óíafs, Kvennalistanum stolið
eins og hann lagbi sig og lagbur
undir þau, að Kvennalistanum
forspurðum.
Fólk var spurt um fylgi við hinn
nýja flokk. Reykvíkingum gebj-
aðist vel að hugmyndinni og
svörin gáfu til kynna að hér væri
rísandi stjarna sem skákaði Sjálf-
stæðismönnum. Vantar nú bara
herslumuninn að þau séu komin
í Stjórnarrábið.
Rausnarlegt
heimbob.
Ólafur Ragnar hefur af lítillæti
sínu bobið Framsóknarmönnum
að slást í hópinn og brugöist
ókvæða við þegar Framsóknar-
menn hafa hikað við ab þiggja
þetta kostaboð.
Við Framsóknarmenn megum
raunar þakka fyrir ab okkur
skyldi ekki vera stolið eins og
Kvennalistanum. Að vísu virbist
svo sem nokkuð af kjósendum,
er í síbustu alþingiskosningum
studdu Framsóknarflokkinn í
Reykjavík, hafi heillast af hug-
myndinni. í síðustu alþingis-
kosningum fékk Framsóknar-
flokkurinn 10.1% atkvæða í
Reykjavík, en í skoöanakönnun
Skáíss einungis 7.7%.
Flokkur meb
hlutverk
Framsóknarflokkurinn er ekki
orðinn til fyrir tilviljun. Þar hef-
ur skipað sér saman fólk meb
svipaðar lífsskoðanir og áþekkt
gildismat. Við höfum mótaða
stefnu í þjóömálum og henni ber
okkur, sem valist höfum til for-
ystu, að framfylgja.
Nú er þab ekki á okkar valdi í
framkvæmdastjórn Framsóknar-
Páll Pétursson
flokksins að ákveða þab ab leggja
flokkinn niður. Það yrði að
ákveðast á flokksþingi og sam-
eiginlegt framboð á landsvísu
yrbi ab samþykkjast á öllum
kjördæmisþingum.
Sigurganga
Reykjarvíkurlistans
Sameiginlegt framboð félags-
hyggjuflokkanna í sveitarstjórn-
arkosningunum í Reykjavík tókst
vel. Reykjavíkurlistinn, sem skip-
aður var fulltrúum tilnefndum af
félagshyggjuflokkunum, sigraði
Sjálfstæbisflokkinn og hefur far-
ið vel af stað vib stjórn borgar-
innar.
Þetta er þó ekki sambærilegt við
sameiginlegt framboð til Alþing-
is. Málefni þau sem fulltrúar fé-
lagshyggjuflokkanna þurfa að
koma sér saman um við stjórn
sveitarfélags eru miklu færri og
einfaldari heldur en málefni sem
þarf ab taka afstöðu til við land-
stjórnina.
Borgarstjórn Reykjavíkur þarf
ekki að taka afstöðu til Evrópu-
samrunans, Nató, veiðileyfa-
gjalds, hömlulauss innflutnings
landbúnabarvara eða byggða-
stefnu svo fátt eitt sé nefnt af því
sem stjórnmálaflokkur þarf að
gera upp.
Dirigentar
sameiningar
Sameiningartáknin, Jóhanna
Sigurðardóttir og Ólafur Ragnar
Grímsson, eru e.t.v. líkleg til að
endurskapa flokkakerfi á Islandi.
Ólafur Ragnar hefur af mikilli
óeigingirni unnið að því að
reikna saman félagshyggjumenn
á íslandi um tvo áratugi. Hann
hefur verið í forustusveit þriggja
stjórnmálaflokka á þessu tímabili
og hefur þó ekki lokiö sínu göf-
uga verkefni. Jafnvel örlar stund-
um á að hann hafi ekki komið á
varanlegum fribi í núverandi
flokki sínum. Jóhanna Sigurðar-
dóttir hefur setið í ríkisstjórn
Davíbs Oddssonar þar til fyrir
nokkrum vikum og m.a. stjórnað
vinnumarkaðsmálum. Ekki hef-
ur verib mikill félagshyggjublær
á verkum þeirrar ríkisstjórnar né
ástand á vinnumarkaði verið
með sérstökum velferðarsvip.
Jóhanna Sigurbardóttir ber
ábyrgb á öllum verkum ríkis-
stjórnar Davíðs Oddssonar,
ásamt öðrum rábherrum, allan
þann tíma er hún átti þar sæti.
Þar var því miöur félagshyggjan
ekki alltaf höfð að leiðarljósi.
Traustari
sameining
Vel má vera að æskilegt sé að
koma á tveggja flokka kerfi á ís-
landi þar sem félagshyggjumenn
skipuðu annan flokkinn en
frjálshyggjumenn hinn. Þetta
þarfnast þó ennþá vandaðri und-
irbúnings en verið hefur hjá
þeim Ólafi Ragnari og Jóhönnu. í
sjálfu sér er göfugt markmið að
berjast gegn Sjálfstæbisflokknum
en hitt er þó miklu meira um
vert fyrir hverju er barist.
Ef stuðla á að sameiningu fé-
lagshyggjufólks í einum stjórn-
málaflokki væri eblilegast að það
gerðist með þeim hætti að félags-
hyggjuflokkar tækju saman
höndum við stjórn landsins að
kosningum loknum. Ef sú ríkis-
stjórn sem þannig væri mynduð
reyndist starfhæf og samhent þá
kæmi e.t.v. til greina að fara fram
í kosningum undir einu merki í
framhaldi af vel heppnubu
stjórnarsamstarfi þar sem allir
þátttökuflokkar hefðu fundið sig
heima.
Framsóknarflokkurinn er ekki
hættur störfum.
Athugasemd frá Halli Magnússyni:
Stefnir á 3. sætiö
Mig tekur það sárt að svo vand-
aður fjölmiöill sem Tíminn skuli
hafa ummæli mín rangt eftir í
frétt um framboðsmál Framsókn-
arflokksins í Reykjavík. í frétt
Tímans segir að ég stefni ákveðið
á 2. sæti listans. Mér er kunnugt
um að ummæli mín voru tekin
upp á segulband, en þau vom
færb í fréttastíl svo ekki færi milli
mála um hvað væri að ræða. Um-
mæli mín voru orðrétt þessi:
„Hallur Magnússon fyrrverandi
varaborgarfulltrúi og blabamaður
segist stefna ákveðið á 3. sætib,
en hefur ekki tekib afstöðu til
þrýstings yngra fólks í flokknum
sem vill sjá fulltrúa yngri kyn-
slóðarinnar í 2. sæti fyrir alþingis-
kosningar, eftir rýran hlut á R-
listanum."
Ég vænti þess að mistök Tímans
verði leiðrétt í blaðinu á morgun
og vil af því tilefni taka fram ab í
þau 10 ár sem ég hef starfað í
Framsóknarflokknum hef ég bar-
ist fyrir jafnrétti kynjanna og ver-
ið talsmaður þess ab konur skipi
annað tveggja efstu sæta fram-
boðslista floldcsins, svo fremi sem
hæfar konur fáist til frambobs.
Þó ég hafi ekki strax vísað á bug
áskorunum um að keppa um 2.
sæti listans, þá tel ég enn ab hæf
kona eigi að skipa það sæti. Ég tel
einnig að unga kynslóðin í
flokknum, sem óneitanlega varð
útundan á R- listanum, geti verið
vel sæmd af 3. sæti á framboðs-
lista Framsóknarflokksins til Al-
þingiskosninga. Slíkt myndi
styrkja Framsóknarflokkinn.
Ég tók þá ákvörðun að bjóða mig
fram í þaö sæti eftir að hópur
yngra fólks hafði hvatt mig til
þess og reyndara fólk innan
flokksins lýst yfir stuðningi við
þær hugmyndir. Þessi hópur hef-
ur einnig bent mér á aö í ljósi 10
ára virks starfs innan flokksins og
í tengslum við borgarstjóm, fjöl-
breytilegrar menntunar og mikill-
ar reynslu miðað viö aldur, þá
standi ég jafnfætis aðilum þeim
sem verið hafa í umræðunni sem
mögulegir frambjóbendur í efstu
sætin og eru 7-15 árum eldri. Því
mun ég ótrauður stefna á 3. sæti
framboðslista Framsóknarflokks-
ins í Reykjavík.
Með vinsemd og virðingu
Hallur Magnússon