Tíminn - 13.08.1994, Qupperneq 15

Tíminn - 13.08.1994, Qupperneq 15
Laugardagur 13. ágúst 1994 15 Helga Steindórsdóttir Fitjum Helga Steindórsdóttir fæddist á Mælifelli í Lýtingsstaöahreppi í Skagafirði, 21. júlí 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 1. ágúst s.l. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Helga Magnús- dóttir og Steindór Kristján Sijg- fússon, bóndi á Mælifelli og síð- an í Hamarsgerði í Lýtingsstaða- hreppi. Faðir Helgu dó þegar hún var þriggja ára að aldri. Móðir Helgu giftist síðar Sigur- jóni Helgasyni frá Ánastöðum í Svartárdal og gekk hann Helgu í föðurstað ásamt bróður hennar Sigfúsi, sem var tveggja mánaða gamall er faðir þeirra lést. Helga ólst upp í Hamarsgerði til ellefu ára aldurs, flutti þá í Árnes í Lýt- ingsstaðahreppi með móður sinni og stjúpa og síðar í Nauta- bú í sömu sveit. Bræður Helgu eru Sigfús, búsettur á Sauðár- króki og Indriði, býr á Hvíteyr- um. Helga var á Húsmæðraskól- anum að staðarfelli 1937-38. Flutti til Siglufjarðar 1941 og giftist þar Sigurði Einarssyni vél- stjóra, f. 12.04.1906, d. 27.11.1968, frá Steinavöllum í Flókadal. Þau hófu búskap á Siglufirði þar sem þau bjuggu í fimm og hálft ár, fluttu þá í Nautabú í Lýtingsstaðahreppi þar sem þau áttu heima í tvö ár meðan verið var að byggja upp nýbýlið Fitjar í sömu sveit. A Fitjum var stundaöur hefð- bundinn búskapur, en einnig rak Helga barnaheimili þar í ald- arfjórðung. Síðustu árin rak hún þar ferðaþjónustu bænda, eða allt þar til hún lést. Helga og Sigurður eignuðust sjö börn: Steindór, búsettur í Njarðvík, kvæntur Kristínu Guðmunds- dóttur, eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn; Margrét Sigur- jóna, búsett á Sauðárkróki, gift Eiríki Sigurðssyni, eiga þau tvo syni og þrjú barnabörn; Anna, búsett í Njarðvík, gift Herði Karlssyni, eiga þau fjórar dætur og tvö barnabörn, auk þess sem Anna átti eina dóttur fyrir sem alin var upp hjá Helgu á Fitjum; Heiða, búsett á Sauðárkróki, gift Rúnari Gíslasyni, eiga þau tvö t MINNING börn og eitt barnabarn; Sigurð- ur, býr í Héraðsdal I, Skagafirði, kvæntur Auði Sveinsdóttur, eiga þau þrjú börn; Sigmundur Ein- ar, býr í Héraðsdal II, Skagafirði, kvæntur Ölmu Stefánsdóttur, eiga þau fjögur börn; Ástríður Helga, búsett í Keflavík, hún á tvö börn. Útför Helgu fer fram frá Mælifellskirkju I dag. Nú þegar vinkona mín og tengdamóðir hefur fengið lausn frá jarðvistinni og er gengin til æðri tilveru og til þess Guðs sem hún ætíð heiðraði á sinn sér- staka hátt langar mig til að minnast hennar með nokkrum fátæklegum orðum, því þótt orð mín geti aldrei orðið annað en skuggi verðskuldaðrar minning- ar um þá kjarkmiklu, þraut- seigu, eljusömu og auðugu konu sem tengdamóðir mín var, þá má ég til, því ég, og börnin mín og barnabörnin eig- um henni svo mikið aö þakka. Þó erum við aðeins örsmár hluti þess stóra hóps barna sem eiga henni svo mikið að þakka, því hve mörg eru ekki orðin börnin sem hún ól önn fyrir um lengri eða skemmri tíma á Fitjum? Og í því fólst kjarninn í auðæfum hennar, því þótt sárafátæk væri að veraldlegum efnum þá var auður hennar mikill, og af hon- um jós hún af slíkri mildi og slíkri hlýju að þeim fjölmörgu sem áttu þeirrar gæfu að njóta að koma á heimilið að Fitjum til styttri eða lengri dvalar varð hún sem móðir. Ég var 19. ára þegar ég kom fyrst að Fitjum með tilvonandi eiginmanni mínum. Það átti ekki fyrir okkur að liggja að setj- ast að í hinum fallegu sveitum Skagafjarðar, þótt hugur minn stefndi til þess, en ég varð þó þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að dveljast þar um hríð og mörgum sinnum síðar. Helga tók mér sem einu af börnum sínum og vorum við mjög samrýmdar. Hún bjó ekki í þá daga við mikil efni, en börnin voru mörg og þá verkin sem vinna þurfti, úti sem inni á heimilinu, en Sigurður húsbóndi þurfti að dvelja langdvölum við störf í öðrum landshluta. Ekki hef ég kynnst duglegri konu en Helgu. Hún gekk í öll þau störf sem vinna þurfti og féll aldrei verk úr hendi. Börnin voru hennar yndi, og ab þeim hlúbi hún og helgaði alla starfskrafta sína. Hún var góð við málleys- ingjana og hugsaði vel um skepnurnar sínar. Ekki bar hún trú sína á torg, en þegar eina kýr- in í fjósinu veiktist, þá bað hún Gub um að taka ekki mjólkina frá börnunum, en bíða meb að taka kúna þar til hún mætti bet- ur við því. Þegar síban svo bar við síöar ab tvær kýr dóu á Fitj- um, þá varb henni á ab segja að nú hefði heimilið mátt betur við því. Þannig var trú hennar. Helga var vel gefin kona, greind og víðlesin. Hún las allt sem hún komst yfir bæði af óbundnu máli og ljóðum. Þá lét henni vel að setja saman ljóð sjálfri þótt ekki færi hátt, en umfram allt fann hún lífsfyll- ingu í því að ala önn fyrir öðr- um. Jafnframt því að undirbúa sín eigin börn fyrir lífið rak hún heimili fyrir börn að Fitjum og gekk þannig í móburstað og kom til manns fjölmörgum börnum, einkum ef þau höfðu átt bágt á einhvern hátt. Þegar síðan um hægðist og ald- urinn fór að færast yfir hana, þá opnaði hún heimili sitt fyrir gestum og gangandi sem dvelja vildu næturlangt eða svo í sveit- inni í Skagafirði með því að opna gistiheimili ab Fitjum, því þannig gat hún fundið farveg sinni einstöku gestrisni og væntumþykju. Orð mín í minningu Helgu eru aðeins veikur ómur þess sem ég segja vildi, því orð segja svo lít- ið, en ég bið og ég veit ab sá óm- ur mun berast þangað sem orð eru óþörf. Kristín Guðmundsdóttir DAGBÓK r\n^nj\j\j\j\j\ju\J\J\JVJ 225. dagur ársins -140 dagar eftir. 32. vlka Sólris kl. 5.11 sólarlag kl. 21.48 Dagurinn styttist um'6 mínutur Brids í Risinu Bridskeppni, tvímenningur kl. 13 og félagsvist kl. 14 sunnudag í Risinu. Dansað kl. 20 til 23.30 sunnudagskvöld í Risinu, Hverf- isgötu 105. Lögfræðingurinn er til viðtals fyrir félagsmenn á fimmtudag, panta þarf tíma í s. 28812. Taflmót hjá Helli Taflfélagið Hellir heldur mán- aðarmót mánudaginn 15. ágúst n.k. kl. 20. Tefldar eru 7 umferb- ir eftir Monradkerfi, 10 mín- útna skákir. Þátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn en kr. 400 fyrir aðra. 60% þátttöku- gjalda er í verðlaun. Teflt er í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi og er mótið opið öllum. Vetrardagskrá félagsins mun hefjast mánudaginn 5. septem- ber n.k. og veröur kynnt betur síðar. Orgeltónleikar í Hallgrímskirkju Sunnudaginn 14. ágúst er kom- ið að sjöundu tónleikunum í orgeltónleikaröbinni Sumar- kvöld vib orgelið í Hallgríms- kirkju. Að þessu sinni leikur þýski organistinn Hannfried Lucke verk eftir Olivier messia- en, Nicolas de Grigny, Johann Sebastian Bach, Wolfgang Ama- deus Mozart og Charles-Marie Widor. Þetta er í þriðja skiptið sem Hannifried Lucke kemur hingað til lands. Hann kom fram á sumartónleikunum í Hallgrímskirkju á síðasta ári auk þess sem hann lék á tónleikum með Mótettukór Hallgríms- kirkju í nóvember á síbasta ári og á tónleikaferð hans um Mið- Evrópu í júní síðastliðnum. Þá hefur komið út geisladiskur þar sem hann leikur á Klais-orgel Hallgrímskirkju Hannfried Lucke fæddist 1964. Frá 1990 hefur hann verið dó- sent við tónlistarskólann Rhein- bergerhaus í Liechtenstein. Hann er mjög virkur konsert- organisti og hefur komib fram á tónleikum, sem einleikari og með minni hópum víða um Evrópu, í Bandaríkjunum, Aust- ur-Asíu og í Ástralíu. Af skáldkonum íslands Þann 16. ágúst nk. kl. 20.30 verður dagskrá í Norræna hús- inu í umsjá Þóreyjar Sigþórs- dóttur leikkonu. Þar flytur hún einleikinn „Skilaboð til Dimmu" eða „Meddelande till Dimma" eftir Elísabetu Jökuls- dóttur í þýðingu Ylvu Hellerud. Hún flutti verkið á Nordisk Forum í Finnlandi fyrr í mán- uðinum. Einnig verða flutt ljób eftir Elísabetu, Lindu Vilhjálms- dóttur, Kristínu Ómarsdóttur og Gerði Kristnýju á nýstárlegan hátt í samvinnu við Kristínu Bogadóttur ljósmyndara. Ylva Hellerud með aðstoð Gunnars Randverssonar og Inge Knutsson þýddu. Dagskráin verður á íslensku og sænsku og hefst kl. 20.30. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis. Indverska barnahjálpin Að gefnu tilefni vill Indverska barnahjálpin koma því á fram- færi að reikningsnúmer nefnd- arinnar er 72700 í Búnabar- bankanum við Hlemm. Fréttir í vikulok Haustkosningar úr sögunni Líkur hafa minnkað verulega á haustkosningum eftir að Dav- íð Oddsson kallaði formenn flokkanna á sinn fund í vikunni og greindi þeim frá stöðunni. Alþýðuflokkurinn vildi ekki ganga til kosninga og því mun rikisstjórnin að öllum líkindum sitja til næsta vors er kosið verður í apríl. Enn er ekki hægt að útiloka sameiginlegt framboð einhverra af vinstri flokkunum. Norðmenn kæröu Hágang ekki fyrir fiskveiöibrot Norbmenn gerðu Útgerð Hágangs II að leggja fram 2,2 millj- óna kr. tryggingafé vegna meintrar skotárásar á dögunum við Svalbarba en ekki verður kært fyrir fiskveibibrot. Réttarstaba Norðmanna virðist því óljós á svæðinu við Svalbarða og kann þessi niðurstaða að verða til þess að útgerðarmenn sendi skip sín í auknum mæli til veiða á svæðinu. Réttab veröur í máli stýrimannsins í byrjun næsta mánaðar. Sjávarútvegsráðherra, Þorsteinn Pálsson, hefur verib gagnrýndur fyrir ab kynna sér ekki málavöxtu áður en hann gaf í skyn að réttlætanlegt væri ab Norðmenn skutu á Hágang II. en göt komu á skipið eftir fallbyssukúlur Norðmanna. Umdeild ráöning Jakob Frímann Magnússon hefur verið skipaður forstöðumað- ur íslenska sendiráðsins í Lundúnum og hefur ráðning hans vakið miklar deilur. Helgi Ágússtsson sendiherra hefur verið kallaður heim um næstu áramót. Hannes Ágústsson, fyrrver- andi sendiherra, segir að þegar sendiherra sé kallaður heim og sendifulltrúi skipaður í hans stað sé það yfirleitt gert til að mót- mæla ofbeldi eba yfirgangi og aðgerðin samræmist því ekki diplómatískum venjurétti. Jón Baldvin Hannibalsson utanríks- ráðherra segir engin rök hníga að því ab óeðlilega hafi verið að málum staðið. Bygging íþróttahallar fyrir HM úr sögunni? Stórlega hefur dregið úr líkum á því að sænska fyrirtækið Electrolux muni byggja fjölnota íþróttahús í Laugardal sem nýst gæti íslendingum fyrir HM í handbolta 1994. Tilbobib hljóðaði upp á kaupleigu til tíu ára og átta prósenta vexti en borgarráð hefur hafnab þeim skilmálum og telur bæði atriðin óaðgengileg. Sala kindakjöts heldur sínum hlut Verbstríð og undirboð á svína- og nautakjöti hefur valdið auk- inni kjötneyslu landans um 2% en samt hefur kindakjöts- neysla íslendinga ekki minnkað. Kindakjöt er stærsti hluti neyslunnar og seldust 7660 tonn á einu ári en heildarkjötsala er rúmlega 16 þúsund tonn. Norömenn loka á íslendinga Norðmenn hafa gefið út nýja reglugerð um veiðar á Sval- barðasvæðinu og samkvæmt henni er íslendingum einum þjóða bannað að stunda þar fiskveiðar. í reglugerðinni eru strangari viðurlög við landhelgisbrotum en ábur og víðtækari heimildir fyrir norsku strandgæsluna að grípa til aögerða. Út- gerðarmenn beina því til íslenskra stjórnvalda að þau taki á málinu með festu og bregðist hart við. Lyfjalögin illa unnin Apótekarafélag íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur ab nýju lyfjalögin umdeildu, séu illa unnin og aö mörgu leyti afleit. Félagið kýs frekari viðræður og samstarf við stjórnvöld en frábiður sér ritdeilur. Noröurlandamót í keppni íslenskra hesta Norðurlandamótið í keppni íslenskra hesta hófst í vikunni og hefur árangur íslensku keppendanna verið mjög góður. Jafnvel er búist við sigri íslands á mótinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.