Tíminn - 18.10.1994, Page 10

Tíminn - 18.10.1994, Page 10
 Þri&judagur 18. október 1994 10 Ekki eru allir sammála um hvernig standa skuli aö vali í yngri landsliö íslands í knattspyrnu: Landsbyggðarpólitík ræbur vali í yngri landslibin segja þeir Lárus Grétarsson, Halldór og Sigurbur Þórir Þorsteinssynir, unglingaþjálfarar hjá Fjölni og Fylki Unglingaþjálfararnir í knattspyrnu: Halldór Þorsteinsson (lengst til vinstri), Siguröur Þórir Þorsteinsson og Lárus Grétarsson segja stefnu KSÍ ívali á yngstu landsliöum íslands vera gagnrýnisveröa. Tímamynd cs „Hæfileikamótun KSÍ hefur verið í gangi í nokkurn tíma og stefnan með henni er ab byggja upp sterk landslið í framtíðinni. KSÍ á skilið hrós fyrir ab koma þessum hóp á laggirnar, en ekkert er svo gott að það sé gallalaust. Það, sem við erum ósáttir með, er hvernig stabiö er að vali í þennan hóp," segja þeir Lárus Grétarsson, yfirþjálfari yngri flokka Fjölnis, og bræðurnir Sigurbur Þórir og Halldór Þor- steinssynir, sem þjálfa yngri flokka Fylkis. Slakur árangur yngri landsliða íslands á þessu ári hefur hreyft aðeins vib mönnum, og segja þeir félagar að nokkur tengsl séu að finna á milli þess hvernig haldið er á unglingamálum hjá KSÍ og ár- angursins. Molar... ... Eyjólfur Sverrisson og félagar í Besiktas komust í efsta sæti í tyrknesku knatt- spyrnunni eftir 2-0 útisigur á Petrolofisi. Eyjólfur sagbi vib Tímann ab þó hann hefbi ekki skorab, þá væri hann ánægbur meb sína frammistöbu f leiknum. Miklar kröfur eru gerbar til leikmanna Besiktas og kem- ur ekkert annab til greina en meistaratitill. ... Besiktas leikur á heima- velli vib franska libib Aux- erre í Evrópukeppninni á fimmtudag og bjóst Eyjólfur vib mjög erfibum leik. Hann hefur aidrei fyrr leikib gegn frönsku libi ábur. ... Þórbur Gubjónsson var besti mabur vallarins þegar lib hans Bochum gerbi 2-2 jafntefli vib 1860 Múnchen í þýsku 1. deildinni um helgina. Ekki tókst honum þó ab skora. ... Þorvaldur Örlygsson og félagar í Stoke gerbu 1-1 jafntefli vib Millwall í ensku 1. deildinni. Ekki gerbi Þor- valdur mark. ... Ólafur Jóhannesson þjálfar FH- inga á komandi tímabili í knattspyrnu, en hann þjálfabi libib á árunum 1988-1991. Abeins ÍBK á nú eftir ab rába þjálfara í 1. deild. ... Þórhallur Víklngsson leikur meb Fram á næsta » ári. Hann hefur verib und- anfarin ár í herbúbum FH- inga, en þar ábur var hann hjá Fram. ... Padova vann stórlib AC Milan 2-0 óvænt f ítalska boltanum á sunnudag og gerbi Bandaríkjamaburinn Alexi Lalas annab markib. ... Bodö/Glimt, lib Kristjáns Jónssonar og Antonys Karls Gregory, slapp vib fall úr úr- valsdeildinni í Noregi eftir 1 -1 jafntefli vib Sogndal. Landsbyggöar- pólitík ræöur vali í hæfileika- mótunina „Öll félög á landinu fá einn leikmann í þennan hæfileika- mótunarhóp KSÍ og eru þeir aþir sendir í úrtakshóp á Laug- arvatn. Þessi aðferð stillir okk- ur þjálfurunum upp vib vegg. Við þurfum að gera upp á milli stráka sem enginn munur var á. Sum félög höfðu jafnvel úr 6-7 framúrskarandi leikmönn- um ab velja, sem hefðu allir sómab sér vel í þessum hópi. Á móti kemur svo að lið ein- hverstaðar á landinu er frekar slakt og enginn leikmaður þess er framúrskarandi, en vegna þessarar landsbyggðar- stefnu þá verður að gjöra svo vel að senda einn úr liðinu. Það sjá allir að svona fyrir- komulag gengur ekki. Hins vegar má ekki gleyma að það er alltaf gott ab auka áhugann á knattspyrnunni á lands- byggðinni, en þab má ekki koma niður á vali í landslið eða úrvalshóp. Vib erum þeirr- ar skobunar ab ef eitthvert lið er afburðagott, þá á ekki að hegna því heldur verblauna þab. Ef þaö eru 11 frábærir ein- staklingar í einu liði, þá á að velja þá alla. Kvótakerfi innan knattspyrnuhreyfingarinnar gengur aldrei upp. Menn virð- ast ekki alltaf velja þá bestu, vegna hræðslu um að verða gagnrýndir. Þessi lausn, að velja einn úr hverju libi, gerir KSI auðvelt fyrir, en kostar okkur þjálfarana hjá félagslið- unum mikil átök, sem geta haft þær afleiðingar að leik- menn leiti annað til þess ab eiga möguleika á að komast í úrvalslið, eins og dæmi eru til um. Spaugilega hliðin á þessu máli er sú ab þegar ábyrgðinni er varpaö svona yfir á þjálfar- ana um að velja leikmenn, þá reyna þeir náttúrlega að velja besta manninn, en það getur farið svo að það séu t.d. aðeins markmenn og sóknarmenn sem veljast, en varnar- og miðjumenn gleymast! Það er sem sagt lítil sem engin stjórn- un á þessu." Úrtakshópa um allt land og svo velja í lokahóp „Okkar hugmynd er sú ab vera meb úrtakshópa um allt land og fleiri en einn leikmað- ur úr hverju félagi kæmist í þann hóp. Fylgst væri með æf- ingum og leikjum á svæðinu og drengjalandsliðsþjálfarar og trúnaðarmaður svæðfsms væru í mjög nánu samstarfi. Þjálfarar drengjalandslibsins ferðuðust ab sjálfsögðu um landib til ab fylgjast með leik- mönnum. Því næst væru vald- ir leikmenn úr þessum hóp- um, sem myndu svo samein- ast á Laugarvatni. Ef svo kæmi þar fram að bestu leikmenn- irnir kæmu úr einum lands- hluta, þá ætti ekki að hika vib að velja þá alla. Þessi aðferð kæmi ekkert verr út fyrir liðin úti á landi, því þau lið væru búin að fá sína hæfileikamót- un í sínu heimahéraði. Þeir hjá KSÍ myndu sjálfsagt segja að þetta kostabi alltof mikla pen- inga og tíminn, sem færi í þetta, væri of mikill, en það á ekki að fórna góbum leik- mönnum fyrir nokkrar krón- ur." Ekki fylgst nægi- lega vel meö leik- mönnum „Við viljum sjá þá, sem hafa með val í U16 ára landsliöið að gera og koma ab skoða leik- mennina, gefa sér meiri tíma. Þab er ekki nóg að þe;r komi einn og einn hálfleik eða jafn- vel síðustu tíu mínúturnar í einhverjum leik til að mynda sér skoöun á leikmönnum. Það er alltof lítiö. Með þessu týnum við mörgum góðum strákum einfaldlega vegna þess ab þab er farið í valið í alltof miklum flýti. Það á líka að hafa samband vib félögin og fylgjast með æfingum hjá þeim. KSÍ þarf að gefa sér lengri tíma, ef markmibib er að byggja upp landslib frá gmnni. Árangur yngri lands- liðanna í ár í Evrópukeppn- inni er alls ekki góður og næg- ir ab skoba tölfræði síðustu ára í því sambandi. Árangurinn er að hluta afleibing þess hvernig haldið er á málunum hjá KSI og þó þar sé margt gott, þá eru þau talsvert frá því að vera í fullkomnu lagi." Of mikiö lagt á heröar Ásgeirs og Gústafs „Ásgeir Elíasson er fær þjálfari og hentar A-landsliðinu vel að okkar mati, og Gústaf Björns- son er mjög góbur með hon- um með 21 árs liðið. En það er ekki veriö að gera þeim neinn greiöa meb því að láta þá einn- ig sjá um 16 ára landsliðið og hópinn í hæfileikamótuninni. Þarna er verið að leggja mfklar byrbar á Ásgeir og Gústaf, sem KSÍ segir þó ab þeir hafi nógan tíma fyrir. Þeir eiga að geta einbeitt sér að A-landsliðinu og ekki vanþörf á því núna, miðað vib síðasta leik. Það á bara að vera sérvalinn maður, eða menn, sem hafa umsjón með 14-16 ára hópunum og Ásgeir og Gústaf geta komiö sem gestir inn í það dæmi." KSÍ hálfgert „hvíldarhelmili'' „Margir innan stjórnar KSÍ eru ágætismenn, en aðrir eru orðnir mjög þreyttir. Stundum er talað um KSÍ sem hálfgert „hvíldarheimili" fyrir þá sem lengi eru búnir að vera í stjórn annarra félaga. Þab er margt til í því, en í raun er kominn tími á að yngri menn fái þarna að- gang meö ferskar hugmyndir, því það verbur ab segjast eins og er að margar hugmyndir þessara „þreyttu" manna eru orðnar ansi úreltar í dag, bæði hvað snertir þjálfun og annað. Það hlýtur að vera stefna KSÍ í unglingamálum ab finna góða og efnilega stráka, sama úr hvaða félagi þeir koma, sem geta haldið merki íslands hátt á lofti, en ekki að strákar úr liðum stjórnarmanna komi fyrst fram. Stóru félögin ráða mestu innan KSÍ og það er engin spurning ab það skemmir ekki fyrir þeim félög- um, þegar valið er í landslib- in." KSÍ veröur aö bregöast viö samkeppninni „Það er mikill uppgangur í körfuknattleik, sem er að skjótast fram úr fótboltanum. Okkur finnst KSÍ ekki taka nægilega á þeirri samkeppni sem er um krakkana í íþrótt- um. Við erum að missa krakka úr knattspyrnunni yfir í körfu- bolta einfaldlega vegna þess ab það er betur staðið að mál- um hjá Körfuknattleikssam- bandinu, sem er með t.d. götukörfuboltakeppni til að reyna að auka áhuga yngri kynslóðarinnar. Það mætti al- veg eins búa til mót á vegum KSI, sem væri á svipuöum nót- um þar sem keppt væri þrír á þrjá, eða fjóra á fjóra, á litlum velli og þá strax væri búið að bregðast við samkeppninni. Einnig hafa verið uppi hug- myndir um að setja á Iaggirnar skallatenniskeppni. Þessar hugmyndir hafa lítib sem ekk- ert verib ræddar vib okkur yngriflokkaþjálfarana og í raun vantar svolítið upp á að tengslin milli KSÍ og þjálfar- anna séu nægilega góð. Það er stundum eins og KSÍ fylgist ekki nægilega með." ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.