Tíminn - 07.04.1995, Page 14
14
ðfnstfiti
Föstudagur 7. apríl 1995
Halldor Eyjolfsson:
Snjómokstur
Hugleiöingar um samgöngumál á útmánuöum
Rangæingum og Skaftfellingum
gefst nú í komandi Alþingiskosn-
ingum kostur á aö sameinast um
stuöning viö þann frambjóöanda
sem treystir sér til aö taka sam-
göngumál byggöarlaganna til gagn-
gerörar endurskoöunar á næsta
þingi og láta endurskoöa núgild-
andi vegaáætlun umdæmisins meö
tilliti til þeirra mistaka og bráöa-
birögalausna sem geröar eru á
hverju ári en leysa lítinn vanda
þrátt fyrir umtalsveröan kostnaö.
Síöasta dæmiö er á þjóövegi 26,
Landvegi, en endurbygging hans
frá Laugalandi aö Skarösfjalli hófst
fyrir nokkrum árum á því að skipt
var um jarðveg í gömlu krókóttu
hestvagnaslóöunum, þó mölbornir
væru, meðfram hólum og hæðum
en þar er aðfenni aö sjálfsögðu
mest.
Þó gekk yfir vegfarendur á haust-
dögum 1994, þegar endanleg staö-
setning og hönnun vegarins við
svonefnda Pululaut var mönnum
ljós; en þar vax farið yfir dalverpi og
síðan grafiö niöur í gegnum dálitla
hæö sem skapar snjómoksturstækj-
um ómæla vinnu, en vegfarendum
aukin vandræöi og útgjöld á kom-
andi árum, nema að núverandi
vegstæöi á þessum slóöum verði
breytt.
Framtíöarskipulag á umræddum
vegi bráðvantar með tilstyrk stað-
VETTVANGUR
„Ný brú á Þjórsá suður við
Traustholtshólma myndi
draga mjög úr því öngþveiti
sem skapast hefur á þjóð-
vegi 1, við Ölfiisárbrú hjá
Selfossi. Selfossbcer hefur
nú á síðustu árum þrengt
svo að þjóðveginum með ,
húsbyggingum, bílastœð-
um, trjárœkt og blómabeð-
um að haetta stafar af, sér-
staklega hjá stórum flutn-
ingavögnum og tcekjaflutn-
ingadráttarvögnum, sem
gerast sífellt fyrirferðar-
meiri. Staðreynd er að fœra
verður þjóðveginn út úr Sel-
fossbœ."
kunnugra.
Brýr vantar víða í héruðum, þar
' ber þó hæst nýja brú á Þjórsá á allra
næstu árum, annaö hvort viö
Nautavað, um Vaðhólma meö
tengingu á veg 26 og 32, eða um
Traustholtshólma ca 4 km frá sjó,
. en þar mun framtíbarhraðbautar-
línan liggja um milli Faxaflóasvæð-
isins og Austurlands með brú á
er slæm fjárfesting
1995
Hólsá neöan Djúpóss en ofan
byggöar í Þykkvabæ, sbr. veginn við
Eyrarbakka. Einnig þarf ca 700 m
jarðgöng syðst i Reynisfjalli þannig
ab ekki þurfi lengur aö aka yfir f jall-
ib.
Núverandi brú hjá Þjórsártúni
hefur eina akrein, auk þess slæma
aökomu, brekku og blindbeygju.
Brú á þjóðvegi 1, meö þeim umferö-
arþunga sem þarna er orðinn, þjón-
ar ekki nútímakröfum vegfarenda,
enda.fjölgar umferöaróhöppum ár-
lega, bæöi á og viö brúna.
Brúin mun þó geta þjónað inn-
anhéraðsumferö á komandi árum,
ef ekkert óvænt kemur fyrir. Hugs-
anleg framkvæmdaröö: Könnun
brúarstæöa árið 1995, brúarbygging
á Þjórsá ásamt vegalagningu ofan
Stokkseyrar árin 1996-1998, brúar-
bygging á Hölsá ásamt vegalagn-
ingu ofan Þykkvabajjar árin 1998-
1999, jarðgöng í Reynisfjalli og
vegalagning vestur að Loftstööum
árin 1998-2000.
Framtíðarþjóðbraut
um Suðurland
Ný brú á Þjórsá suður viö Traust-
holtshólma myndi draga mjög úr
því öngþveiti sem skapast hefur á
þjóbvegi 1, við Ölfusárbrú hjá Sel-
fossi. Selfossbær hefur nú á síöustu
árum þrengt svo ab þjóðveginum
með húsbyggingum, bílastæðum,
trjárækt og blómabeðum ab hætta
stafar af, sérstaklega hjá stórum
flutningavögnum og tækjaflutn-
ingadráttarvögnum, sem gerast sí-
fellt fyrirferöarmeiri. Staðreynd er
aö færa verður þjóðveginn út úr Sel-
fossbæ. í ljósi þess mun umferð-til
fjarlægari héraöa beinást um
Þrengslaveg 39, Óseyrarbrú og aust-
ur slétturnar ofan Eyrarbakka og
Stokkseyrar, á væntanlega brú yfir
Þjórsá með tilheyrandi tengingum
viö hlibarvegi 305 og 275, sem er
Ásvegur, en hann liggur beint að
Landvegamótum á þjóöveg 26,
Landveg. Um veg 275 gætu vikur-
flutningavagnar farib, frá Heklu-
svæðinu til Þorlákshafnar, en fyrir-
sjáanleg er gífurleg aukning á víkur-
útflutningi.
Ekið til nýrrar aldar
Byggja þarf nýjan veg af Ásvegi
275, austur slétturnar ofan Þykkva-
bæjar að Hólsárbrúarstæbi neöan
Djúpóss, en mjög hagstætt vega-
stæöi er á þessum slóðum. Þarna
mun vegur 175 tengjast vegi 252,
Landeyjavegi, en hann tengist á
þjóðveg 1 vestan við Hemlu. Þétt-
býlin tengjast um áöur gerða vegi,
Hvolsvöllur um þjóðveg 1, ca 5 mín
akstur, veg 275, ca 15 mín akstur.
Aöalvegir, hraðbrautir, hljóta að
færast út úr þorpum og þéttbýlis-
stöðum (milli fjóss og bæjar), á op-
in og afmörkuð svæöi eftir víöátt-
um suðurstrandarinrtar, allt til
Hafnar í Hornafirði, með nýrri brú
frá Holti yfir Hornafjarðarfljót í
Skógey, austur yfir hana en sunnan
flugvallarins, um Hólmanes beint á
végamót Hafnar og Austurlands-
:ivegar, sem er framtíðarhugsýn
Hornfirðinga og jafnvel Austfirð-
inga.
Ætlast verður til af þeim sem
kjörnir verða til ■ Alþingis næsta
kjörtímabil á suðurlandi, að þeir
auki verulega fjárframlög til brúa og
vegagerðar á næstu árum, þar sem
vegir eru eini samgöngumöguleiki
íbúanna.
Höfundur er áhugamabur um umhverfis-
og samgöngumál.
að gæta bróður míns?"
Magnús Óskarsson:
Flestum Islendingum mega vera í
fersku minni hörmungarnar, er
uröu í Súbavík við Álftafjörö vestur
fyrr á þessu ári, þegar snjóflóð olli
þar miklu tjóni, bæði á mannvirkj-
um og mönnum. Var þetta litla en
fengsæla samfélag sem lamað fyrst
á eftir, enda lostið þungum harmi
missis ástvina og nágranna; en ís-
lendingar allir minntir óþyrmilega
á, hve margt við eigum enn ólært í
samskiptum manns og náttúru og
hversu erfitt land ísland er til bú-
setu frá hendi náttúrunnar, sérílagi
þegar höfuðskepnurnar fara ham-
förum.
Sleitulaust var unnið að því
vestra að bjarga því sem bjargað
varð og lögðu þar margir hönd á
plóginn, bæði heima og heiman,
opinberir abilar og frjáls félaga-
samtök. Brátt var hafin fjársöfnun
um land allt og jafnvel erlendis
líka til styrktar Súðvíkingum, enda
mikið endurreisnarstarf óunniö á
staðnum, þar eð færa verður meg-
inbyggbina um set á annaö svæöi
þar sem ekki gætir snjóflóða.
Því var hreyft fyrst eftir hörm-
ungarnar í Súöavík að réttast væri
að leggja staðinn niður, þar væri
vart byggilegt hvort eð væri. Sem
betur fer urbu þær raddir fljótt hjá-
róma og þögnuðu, þegar ljóst varð
að hugur meginþorra íbúanna stóð
til þess að reisa sín fyrri heimkynni
úr rúst, enda vandséb hvar finna
megi öruggt skjól fyrir öllum veör-
um og viridum, hér á landi sem
annarstabar. Og trauölega verða
gæði lands og sjávar í víðari skiln-
ingi nýtt nema með búsetu. Ekki
skapar gegndarlaus samþjöppun
valds, peninga, stofnana og byggö-
ar neinn þjóðarauð, sem byggja má
á til framtíðar, nema síöur sé.
Nokkrum tíðindum sætti, að
safnast skyldu fjármunir úr Noregi
til endurreisnarstarfs í Súðavík.
Létu meðal annarra gamlir sjó-
menn þar í landi, er veitt höfðu á
íslandsmiðum ungir menn, fé af
VETTVANGUB
„Þess er skemmst að minn-
ast, að leifar fellibyls rifu hús
afgrunnum sínum í Fœreyj-
um og misstu margir við það
heimili sín. Mér er ekki
kunnugt um að nokkur að-
stoð ellegar hjálp hafi borist
frá íslandi í sambandi við
þœr hörmungar."
hendi rakna til söfnunarinnar.
Söfnun þessi ytra ætti að verða
hvatning til stjórnvalda, bæöi í
Ósló og Reykjavík, um ab finna
sanngjarna lausn á hvimleiðri út-
hafsfiskveiöideilu þessara frænd-
þjóða — lausn sem báðir aðilar
geta sætt sig við. Ennfremur má á
það minna, aö Norömenn lögðu á
sínum tíma umtalsverða fjármuni
til endurreisnar í Heimaey eftir eld-
gos þar átið 1973.
Enn meiri tíðindum sætti þó,
hversu mikiö fé safnaðist í Færeyj-
um handa Súövíkingum, en einsog
flestir vita eru ríkisfjármál eyjanna
í gjörgæslu hjá stjórn Danmerkur.
Miklir fjárhagsöröugleikar hrjá og
atvinnulíf og almenning þar á eyj-
unum, en margt fólk, einkum á
besta aidri, hefir flúið land og
komiö sér fyrir annarstaðar, aðal-
lega í Danmörku.
Rausnarleg fjárhagsaöstoð
frænda vorra í Færeyjum handa
Súðvíkingum, þrátt fyrir mikla örð-
ugleika heimafyrir, vekur upp ýms-
ar áleitnar spurningar um þab,
hversu góðir nágrannar við íslend-
ingar erum sjálfir, þegar eitthvaö
bjátar á meðal næstu nágranna er-
lendis. Að vísu hafa þjóðkirkjan og
Rauöi krossinn verið ötul við aö
safna fé, fötum og mat handa fólki,
er býr við neyð, í fjarlægum heims-
hornum. Sömuleiðis hefir Þróunar-
samvinnustofnun Islands veriö að
kenna Afríkubúum að veiða og
verka fisk og sitthvað fleira og er
ekki nema gott um það að segja. En
höfum við íslendingar rétt grönn-
um okkar í Færeyjum hjálparhönd,
þó ekki nema í litlu væri, í þeirra
vandræðum undanfarin misseri?
Því miður er ég hræddur um að lít-
ið fari fyrir því, en ef svo er hefir
það farið furðu hljótt.
Ríkisstjórnir íslands hafa á hinn
bóginn verið býsna iðnar við að
skeröa veiöiheimildir færeyskra
fiskveiðiskipa innan 200 mílna
efnahagslögsögu okkar — á sama
tíma og Norðmenn hafa veitt Fær-
eyingum nokkuð rúmar veiði-
heimildir víba í norskri lögsögu.
Mér finnst nú sem við íslendingar
mættum vera ögn rausnarlegri í
garö Færeyinga að þessu leyti, ekki
síst meðan þeir eru að vinna bug á
því efnahagsöngþveiti er nú hrjáir
eyjarnar. En eins og flestir vita er
atvinnulíf í Færeyjum mun ein-
hæfara en á íslandi og köllum við
þó ekki allt ömmu okkar í þeim
efnum.
Þess er skemmst að minnast, að
leifar fellibyls rifu hús af grunnum
sínum í Færeyjum og misstu marg-
ir vib það heimili sín. Mér er ekki
kunnugt um aö nokkur aðstoð ell-
egar hjálp hafi borist frá ísiandi í
sambandi við þær hörmungar.
Við íslendingar emm mjög
ferbaglöð þjóð; spókum okkur
gjarnan á sólarströndum suðlægra
landa og fömm oft til nálægra stór-
borga erlendra í því skyni aö versla
ódýrt, einsog það heitir. Hugsan-
lega gætum viö sleppt svosem
tveim sólarlandaferðum og ef til
vill einni verslunarferð.og flykkst
til Færeyja í staðinn í fríunum og
skilið þar eftir einhverja fjármuni í
leibinni. Um slíkar Færeyjaferöir
þyrfti að skapast breið þjóðarsam-
staða og gætu meira að segja ýmis
hérlend félagasamtök tekið málið
uppá arma sína. Og eyjarskeggja
mundi áreiðanlega muna um
minna!
Þá má alls ekki gleyma „Föroya"-
bjórnum á sófaborðið fyrir framan
skjáinn á föstudags- og laugardags-
kvöldum á íslenskum heimilum;
hann er hreint afbragð!
En víkjum nú sögunni aftur vest-
ur á firði þar sem hún hófst. Þeim,
sem fylgst hafa meb fjölmiðlafrétt-
um í vetur, hlýtur aö hrjósa hugur
við þeirri ógn, er margir Vestfirö-
ingar búa viö yfir vetrarmánuöina
viö ákveðin veðurskilyrði, þegar
snjóflóðahætta vofir yfir og fólk
neyðist til þess að yfirgefa og/eöa
rýma híbýli sín er minnst varir,
kannski oft að vetrinum. Tvímæla-
laust veröur aö hyggja betur aö
landsvæöum vestra, sem laus eru
við snjóflóðahættu, þegar ný
byggðahverfi em skipulögð, enda
þótt þaö kunni að reynast örðugt
sökum skorts á landrými. Sömu-
leiðis verður að bregöast viö þessari
vá með auknum snjóflóðavörnum
þar sem byggð er þegar risin á snjó-
flóðasvæöum og kemur þá mörg-
um eflaust í hug járn og stein-
steypa. En vegna þess að um dýr
efni er ab ræða, mætti þá ekki
einnig hugsa sér að gróðursetja
skógarhríslur í snarbröttum hlíð-
um og giljum, er vita að byggö á
snjóflóðasvæöum? Ef til vill væru
þessar hríslur orönar að vöxtuleg-
um skógi, næst þegar snjóflóð
dyndi yfir, og gætu þjónað sem
brjóstvörn fyrir byggðina að þessu
leyti. Trúlega mætti finna einhver-
staðar á skógarsvæðum heimsins
trjáafbrigði er þola særok og seltu
og eru fljótsprottin, kannski á Falk-
landseyjum ellegar í Vestur-Nor-
egi. Hver veit? En gaman væri að fá
álit sérfróbra aðila á þessum
punkti.
Ég hrökk ónotalega í kút um
daginn, þegar ég heyröi í fréttun-
um að hæstvirt fjármálayfirvöld
hygðust breyta Fagranesinu, ferju
þeirra Djúpmanna og annarra er á
noröanverðum Vestfjöröum búa, í
skólaskip. Vita þessir háu herrar
ekki, að samgöngur geta lagst af í
lofti og á landi svo dögum og jafn-
vel vikum skiptir yfir vetrarmánuð-
ina þarna norðurfrá og ekki á neitt
annab að treysta en skip í sam-
göngulegu tilliti? En því miöur ger-
ist það alltof oft, að íslenskir valds-
menn týna gersamlega áttunum,
þegar þeir hafa ekki lengur mið af
Esju og Keili, einsog þetta litla
dæmi af Vestfjörðum ber glöggt
vitni um.
Ég læt svo þessum pistli iokið
meb þá von og ósk í brjósti, að íbú-
ar á norðlægum slóðum beri gæfu
til þess að standa saman og styðja
við bakið hver á öðrum í blíöu og
stríðu. Ekki síst á tímum, þegar vib-
skipta- og hagsmunabandalög ríkja
spretta upp einsog gorkúlur og
öfgasamtök, er kenna sig ranglega
við náttúruvernd, vaða uppi með
ofbeldi víða í heiminum. Samstað-
an flýtir ekki aðeins fyrir því að
leysa aðkallandi mál og vekur trú á
framtíðina, heldur gefur lífinu
óneitanlega mikib gildi.
Höfundur er bóndi.