Tíminn - 08.07.1995, Side 7

Tíminn - 08.07.1995, Side 7
Laugardagur 8. júlí 1995 7 Egill Jónsson, formaöur Byggöastofnunar, á fundi á Egilsstööum, ekki til aö útdeila fjármunum í sínu heimakjördœmi: Stjórnin verbi virkt og sam- hent forystuafl í byggbamálum „Ég mun náttúrlega sérstak- lega leita eftir því a& stjórn Byggöastofnunar veröi virk og samhent forystuafl í byggöamálum á íslandi. Þaö veröur megin grundvallar- markmiöiö," segir Egill Jónsson á Seljavöllum, „og sameiginlega getum við hjálpast ab viö aö treysta góöa stefnu í byggðamálum og koma henni í fram- kvæmd." Egill er, eins og kunnugt er, nýorðinn for- maöur Byggðastofnunar, en af því tilefni ræddi Tíminn vib hann. Egill segir það vera ljóst aö þaö fjármagn sem Byggða- stofnun hafi haft til ráöstöf- unar hafi dregist saman. Þar af leiöandi hljóti menn að veröa aö finna leiðir til aö koma málum í góöan farveg: „Og það held ég að gerist m.a. meö því aö viö leitumst viö að stilla saman strengina," segir Egill. „Nú, þaö er líka augljóst að viö búum orðið við aðrar aö- stæöur í þessu þjóðfélagi. Ef viö t.d. berum saman upphaf síðasta kjörtímabils, þar sem forveri minn í þessari stjórn, Matthías Bjarnason, stóö í eldlínunni. Þá var þetta eilíf barátta aö leitast við að hjálpa byggðarlögum og fyrirtækjum aö halda velli, þetta kannast þú nú viö. Núna er oröiö miklu betra umhverfi í at- vinnumálum, þó þaö sé fjarri því aö allur vandi sé úti og verður seint. Viö veröum aö reyna aö snúa sveifinni með tilliti til þessara breyttu að- stæöna og erum aö leitast viö aö ganga viö hliðina á þeim, aö minnsta kosti, sem eru aö efla framleiöslu í þessu landi okkar. Við höfum núna betri aöstööu til þess að nýta auð- lindina til lands og sjávar, heldur en viö höfum áöur haft. Það er, eins og viö vit- um, grundvöllurinn að því hvernig okkur vegnar í þessu landi okkar. Ég trúi því aö það veröi gott samkomulag í stjórn Byggðastofnunar aö vinna á þessum grundvelli." Þegar Tíminn ræddi við Egil var hann staddur á Egilsstöð- um ásamt varaformanni Byggöastofnunar, Stefáni Guðmundssyni, forstjóra og fleiri fulltrúum stofnunarinn- ar á fundi meö aðilum af Austurlandi. „Hér er ég náttúrlega gríðar- lega ánægður. Það eru milli 20 og 30 manns á þessum fundi. Oddvitar eða þá full- trúar þeirra, af öllu Héraöi, at- vinnumálamennirnir hér af Egilsstöðum og Iðnþróunarfé- lagið á Austurlandi, þannig að viö erum þegar byrjaöir aö leitast við aö koma á góöu og trúverðugu sambandi á milli okkar og þeirra sem eru aö fjalla um þessi náskyldu mál. Ég get ekki lýst því hvaö mér þykir vænt um þessi viöbrögö hér fyrir austan." „Nei, nei, nei," svaraði Egill aöspuröur hvort hann væri, Egill jónsson. sem formaður Byggðastofn- unar, strax byrjaður aö út- deila fjármunum í sínu heimakjördæmi. „Ástæðan fyrir þessum fundi er sérstak- lega sú aö við erum hér stadd- ir á svokölluðu sauðfjársvæði. Ég þekki mig náttúrulega bet- ur hér en annars staöar og við Stefán Guðmundsson erum aö stíga hér fyrstu sporin, sameiginlega. Okkar boöskap- ur er sá að leitast við aö menn snúi hér bökum saman og viö viijum reyna að hjálpa, til þess aö þessar byggöir hafi einhverja fótfestu í þeim skelfingum sem framundan eru í sauöfjárræktinni. Þetta er nú tilgangurinn með því að fara hérna austur og menn mega kalla þetta pólitík hjá Seljavallabóndanum ef þeir bara vilja." — Afþví þú minntist á sauð- fjárbúskap — eru einhverjar hugmyndir uppi hjá stjórn Byggðastofnunar um lausn á þeim vanda sem þar blasir við? „Þaö er nú best að láta verk- in tala. Við höldum okkar fyrsta fund núna í næstu viku og þó maður hafi verið með ýmislegt í huganum, þá er nú best aö fá niðurstöðu á mála- afgreiðslu." TÞ Akureyri: Almenna tollvörugeymslan samein- ast Tollvörugeymslunni í Reykjavík Frá Þór&i Ingimarssyni, fréttaritara Tím- ans á Akureyri: Almenna tollvörugeymslan hf. á Akureyri hefur verið sameinuð Tollvörugeymsl- unni hf. í Reykjavík. Akvörö- un um sameininguna var tek- in á aöalfundi Almennu toll- vörugeymslunnar 22. júní síö- astliöinn. Þar var einnig gengiö frá áætlun um sam- runa fyrirtækjanna þar sem hluthafar í Almennu tollvöru- geymslunni fá í hendur hluta- bréf í Tollvörugeymslunni hf. í Reykjavík, í staö bréfa í fyrir- Við upphaf Skúlaskeiðs þann 1. júlí sl. 230 þreyttu Skúlaskeið Skúlaskeiöið, sem er 3ja km ganga, skokk eöa hlaup fyrir alla fjölskylduna, fór fram í Viðey í fyrsta sinn laugardaginn 1. júlí sl. 230 manns tóku þátt í skeið- inu. Ræst var viö Viðeyjarstofu og farinn hringur um Austurey og endað við Viöeyjarnaust. Þátttaka var vonum framar, miöaö viö hvernig viðraði fyrri- part dags. Mæltist þessi viöburð- ur vel fyrir og mun þetta veröa árlegt hér eftir. tækinu á Akureyri, og hin sameinubu fyrirtæki verba framvegis rekin undir merk- inu TVG. Þrátt fyrir þessa breytingu er fyrirhugaö aö rekstur fyrirtækisins á Akur- eyri veröi efldur og þjónusta þess aukin. Þegar eru hafnar viöræöur viö Flugleiöir um aö fyrirtækið flytji fraktaf- greiöslu sína aö hluta eba í heild til Tollvörugeymslunnar og einnig standa yfir viöræöur vib fyrirtækib Zimsen flutn- ingsmiblun í Reykjavík um aö þaö opni útibú á Akureyri. Einar Hjartarson, forstöðu- maður Tollvörugeymslunnar á Akureyri, sagði aö með samein- ingunni sé ekki verið aö flytja neina starfsemi frá Akureyri til Reykjavíkur. Þvert á móti verði stefnt að því að efla starfsemi TVG á Akureyri. Auk fyrirhug- abs samstarfs vib Flugleiðir og Zimsen flutningsmiðlun sé ætl- unin að koma á fót alhliða flutningsmiblun með afgreiðslu fyrir flutningabíla á flutnings- leiðunum milli Reykjavíkur og Akureyrar og einnig á milli Ak- ureyrar og Norðausturlands. Þá væri einnig fyrirhugab að breyta hinni hefðbundnu tollvöru- geymslu í svonefnt vöruhótel, sem hefði gefist mjög vel hjá fyrirtækinu í Reykjavík. Nýtt tölvuskráningarkerfi mun bráð- lega verða tekið í notkun hjá TVG á Akureyri, en með því verður unnt að fylgjast meb ferðum einstakra sendinga á milli staba og vita nákvæmlega um hvar þær eru á hverjum tíma. Þá er einnig ætlunin að fá leyfi fyrir svonefnt frísvæði fyrir TVG á Akureyri. Með því opnast meðal annars möguleikar til að Akureyri geti orbið birgðastöð fyrir dreifingu á áfengi, þegar breytingar verða á henni með haustinu. Með samruna Almennu toll- vörugeymslunnar hf. á Akureyri og Tollvörugeymslunnar hf. í Reykjavík í TVG hafa möguleik- ar á eflingu starfseminnar á Ak- ureyri aukist til muna, auk þess sem hluthafar í Almennu toll- vörugeymslunni hf. eignast nú hlut í fyrirtæki sem greitt hefur út arð frá árinu 1967, en hluta- bréf í Almennu tollvörugeymsl- unni hafa ekki borið arö eða verið seljanleg á sannvirði. Ab- eins hefur verið eitt stöðugildi við Almennu tollvörugeymsl- una á Akureyri, auk hlutastarfs yfir sumarið, en með samrunan- um og samvinnu við Zimsen flutningsmiðlun í Reykjavík munu skapast að minnsta kosti tvö stööugildi á Akureyri. ■ Nýr dagskrárstjóri á Stöö 2: Ur Súperstar í sjónvarpib Nýr dagskrárstjóri hefur veriö ráðinn á Stöb 2, Páll Baldvin Baldvinsson, en Lovísa Óla- dóttir, sem gegnt hefur starf- inu, fer í námsleyfi. Páll Bald- vin mun taka til starfa 1. sept- ember nk. „Þab verða alltaf einhverjar áherslubreytingar meb nýju fólki," sagði Páll Baldvin að- spuröur um hvort áhorfendur mættu vænta einhverra breyt- inga á dagskrá stöðvarinnar með tilkomu hans í stól dag- skrárstjóra. „Jú, ég hef áhuga á því ab gera ákveönar breytingar á dagskránni," segir hann. Páll Baldvin segir aö þessi til- færsla hans tengist því ekki að Sigurður Hróarsson er að hætta hjá Borgarleikhúsinu. „Þetta var til komib ábur en Sigurður Hró- arsson sagbi starfi sínu lausu." Páll Baldvin hefur starfað undanfarin ár við leiklist og fjölmiðlun. Hann starfaði sem innkaupastjóri hjá Stöð 2 í Páll Baldvin Baldvinsson hefur ver- ið ráðinn dagskrárstjóri Stöðvar 2 frá 1. september nk. fimm ár, en leikstýrir um þessar mundir Jesus Christ Superstar hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Páll Baldvin er einmitt sonur hins kunna leikara, Baldvins Hall- dórssonar. . TÞ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.