Tíminn - 15.07.1995, Qupperneq 2
2
-----
MWlI iCTw 1
Laugardagur 15. júlí 1995
Steingrímur j. Sigfússon: Vandinn þeim mun verri sem lengur dregst aö takast á vib hann:
Stjórnvöíd taki málib
til alvarlegrar skoðunar
„Þaö er algerlega óraunhaeft
annab en ab stjómvöld taki
þennan vanda fískvinnslunnar
alvarlega og til skobunar. Hann
verbur bara þeim mun verri
sem lengur er dregib ab takast á
vib þab verkefni ab skapa grein-
inni einhvem starfsgmndvöll.
Vib þekkjum vel afleibingar
þess ab keyra vinnsluna meb
tapi, þab verbur þá einhver
tímabundin skuldasöfnun og
svo komast menn í þrot," sagbi
Steingrímur J. Sigfússon, for-
mabur sjávarútvegsnefndar Al-
þingis, er Tíminn ræddi vib
hann um hugsanleg úrræbi
vegna vanda fískvinnslunnar.
„Ég held ab menn eigi eftir aö
hrökkva upp vib þaö, að þótt
sjávarútvegurinn hafi búið viö
skárri afkomu núna nokkur miss-
eri, þá hafa grundvallaraðstæð-
umar, því mibur, ekki breyst
hvað þab snertir að skuldastaðan
er alveg gífurlega þung og má því
ósköp lítiö út af bera. Með 100
milljarða á bakinu þolir greinin
raunvemlega ekkert tap. Þannig
að mér fundust fyrstu viöbrögð
manna, að vilja svona eins og ýta
þessu frá sér, ekki mjög trúverð-
ug. Það kemur þá bara í kollinn á
mönnum síðar meir".
Abvaranir um að frystingin
hverfi að mestu út á sjó segir
Steingrímur í raun ekki koma á
óvart. Þessi þróun hafi staðið
lengi og margir varað vib aö það
mundi enda með ósköpum ef
ekki yrði breyting á. Afkoma sjó-
frystingarinnar sé mun skárri og
því eðlilegt að menn óttist enn
eitt stökkið, verði ekkert að gert.
„Þá kemur spurningin: Vilja
menn eða þora menn að taka
Steingrímur /. Sigfússon.
einhverja pólitíska stefnu í þessu
máli, eða láta þetta bara vera til-
viljanakennt eins og hingað til?"
Steingrímur segist lengi hafa
verið þeirrar skoðunar að menn
eigi ab móta einhverskonar land-
vinnslu- og fullvinnslustefnu,
sem miði að því að sem hæst
hlutfall aflans sé unnið í landi og
fullunnið sem mest. „Þannig að
ég væri tilbúinn til að taka þátt í
því að einhver stefnumörkun
lægi til grundvallar einhverju því
fyrirkomulagi eða ívilnandi að-
gerðum sem styddi við bakið á
landvinnslunni, eða a.m.k.
bremsaði af þá þróun að hún
haldi áfram að flytjast í stóraukn-
um mæli út á sjó. Því ég held ab
allir viðurkenni að því fylgja
bæði miklar hættur og ókostir".
Til að byrja meb sagði Stein-
grímur kannski hyggilegast að
stöðva útgáfu frekari vinnslu-
leyfa til sjófrystinga, á meðan
Sjávarútvegsrábherra: Fiskverkendur þurfa aö skoöa sín mál í Ijósi
kostnaöarhœkkana sem þeir hafa tekiö á sig heima fyrir:
Fullvinnsla á sjó
engin ákveðin lausn
„Þab er ljóst ab þab er
rekstrarvandi bæbi í bæbi
veibum og vinnslu á botn-
fiski. Sumt af þessum þátt-
um lýtur ab fyrirtækjunum
sjálfum. Ab einhverju leyti
hafa þau veriö aö taka á sig
kostnabarhækkanir hér
heima fyrir og þau þurfa
náttúrulega ab skoba sín
mál í því ljósi. En vib mun-
um væntanlega eiga samtöl
vib þeirra forystumenn og
heyra hvab þeir segja,"
sagbi Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsrábherra er
Tíminn spurbi hann um
hugsanlegar abgerbir vegna
þess mikla taps á botnfisk-
vinnslu sem forsvarsmenn
frystihúsanna hafa vakib
máls á og abvarana þeirra
um ab þetta leiöi til þess ab
frystingin flytjist ab mestu
eöa öllu leyti út á sjó.
„Það eru vitanlega þeir
sjálfir sem taka ákvörðun um
að fara með þessa vinnslu út
á sjó," sagði Þorsteinn.
Þannig að sjái menn þá leiö
helsta út úr vandanum að
breyta yfir í sjófrystingu þá
verði slík þróun bara sjálf-
krafa?
Þorsteinn bendir á að að-
staöan í sjávarútveginum sé
mjög misjöfn. „Það er ekkert
hægt ab tala um sjávarútveg-
inn sem eina heild og heldur
ekki hægt að horfa á full-
Leiðrétting
Vegna umfjöllunar Tímans í
blaöinu í gær um framkvæmdir
Kristleifs á Húsafelli í Langjökli
er rétt að taka það fram að Spari-
sjóðirnir og Samband sparisjóða
taka ekki þátt í þessu verkefni,
eins og sakir standa. ■
vinnslu úti á sjó sem ákveðna
lausn. Það er fyrst og fremst
vinnsla ákvebinna tegunda
sem hefur gengið úti á sjó og
skilað góbri afkomu. En það
er ekki endalaust hægt að
auka framboðið á þeim
mörkuðum og ekki öll
sjóvinnsla sem gengur með
sama hætti. Það er því ekkert
einhlítt í þessum efnum".
Þorsteinn Pálsson.
menn væm að skoða málið og
móta einhverja stefnu. Síðan sé
það bara spuming um það hvort
einhver pólitískur vilji sé fyrir því
að tryggja ab starfsgrundvöllur
vinnslu í landi jafnist þannig
gagnvart vinnslu á sjó að það sé
tiltölulega hlutlaust. En svo sé
ekki í dag, þar sem sjófrystíngin
njótí mun betri afkomu.
„Víst geta menn sagt ab hún sé
þar með hagkvæmari fyrir við-
komandi útgerð. En hún er ekki
endilega hagkvæmari fyrir þjóð-
arbúið í heild sinni þegar endan-
leg verðmæti hafa öll verið met-
in. Menn hafa velt fyrir sér ýms-
um hlutum eins og skattalegum
aðgerðum eða hugsanlega t.d.
einhvers konar kvótaálagi fyrir
þann hluta aflans sem unninn er
úti á sjó. Það eru auðvitað til
ýmsar aðferðir, ef pólitískur vilji
er fyrir hendi." Steingrímur segir
eðlilegt að menn forðist í lengstu
lög ab fara að stýra þessu beint
eöa skammta sjófrystingu. „Og
ég er vissulega í þeim hópi sem
finnst þab ekki spennandi til-
hugsun. En menn verða samt að
velta hlutunum fyrir sér þegar
svona aðstæður eru að koma
upp," sagði Steingrímur J. Sigfús-
son.
Bersöglisvísur
Sighvats Björgvinssonar
Sighvatur vildi draga
íslenzka sjúklinga og
lækna, að mati Arna
Bergmanns, inn i aust-
rænan miðstýringar-
kommúnisma.
/SZIDCSRÐO /?Ð O/Sk'LfR
SÉ ÓHÆTT /?Ð G/9A/6/)
V/Ð Hl/Ð/N/) /) ££/M ?
Sagt var...
Sú var tíb
„Sannleikurinn er harður húsbóndi.
Þeir sem halda að þeir geti haft
hann að fífli með hugsunarþoku
og hentistefnu, lenda fyrr en varir í
hafvillum. Sannleikurinn er sá að ís-
land var á öndverðri öldinni hag-
vaxtarríki á hraðferð, sem sprengdi
af sér fjötra fortíðar."
Jón Baldvin Hannibalsson í Alþýbublabinu
í gær ab vanda 1 n fyrir þeim sem klappa
fyrir nítjándu ölnni í þjóöhátíbarræöu
Davíbs Oddssor r.
Sumarskemmtun sú
„Okkar gamli og gegni íslandsvin-
ur Benny Hinn var á leiðinni og
ætlaði að skemmfa landanum með
nokkrum laufléttum kraftaverkum.
Að sögn forráðamanna skemmtun-
arinnar er reikna með að tveir
blindir öðlist sýn, átta haltir muni
ganga, einn Ifkþrár verði heill og
tvær vergjamar fái fylli sína. Ef vel
gengur er hugmyndin að halda
upp í Gufunes og reisa einhverja
upp frá dauðum."
Nafnlaus höfundur dálksins „Dásamlegt
líf" í Vikublabinu í gær.
Ergjó!
„Við erum að verða okkur úti um
upplýsingar um þetta mál þannig
að það er ósköp lítið sem ég get
sagt um þetta á þessari stundu
annað en það að Procter & Gam-
ble eru að vinna í málinu og vænta
má yfirlýsingar frá okkur."
Ummæli sem Mogginn hefur eftir Pétri
Jónssyni, markabsstjóra hjá innflytjanda
þvottaefnisins Ariel, um auglýsingaherferb
Friggjar í kjölfar rannsóknar Ibntæknistofn-
unar sem leiddi í Ijós ab Maraþonib frá
Frigg væri „fyllilega sambærilegt" vib Ari-
el.
Um refilstigu ástarinnar
„Hann á oft erfitt með að treysta
konum því að móðirin hefur
brugbist honum. Hann er reyndur í
kynlífi og á mörg skyndikynni að
baki. Konan er óreynd að þessu
leyti en hún er heilsteyptari mann-
eskja og reynir að lækna manninn
af bernskumeinum hans. Árangurs-
ríkasta meðferðin eru æbisgengnar
samfarir."
Lýsing á stöblubum persónugerbum í bók-
menntalegri úttekt Morgunblabsins í gær
á ástarsögum nútímans.
í heita
pottinum...
í Þingholtunum í Reykjavík munu
nokkrir húseigendur hugsa Gub-
jóni Fribrikssyni sagnfræðingi
þegjandi þörfina. Ástæðan er nýja
bókin hans Guðjóns, „Indæla
Reykjavík" en þar eru lesendur
lóðsaðir um Þingholtin í sex
gönguleiöum, og má f bókinni lesa
um merkileg hús á leibinni. Bókin
hefur fengib gríðargóðar vibtökur
og er algengt ab sjá fólk spásséra á
kvöldin meb bók f hendi og virða
fyrir sér húsin í þessu gamla hverfi.
Reiðu húseigendurnir búa hins veg-
ar f þeim húsum þar sem bókin tal-
ar um ab fróölegt geti verib ab
skyggnast bakvið eða að forvitni-
legt sé ab fara undir undirgöng og
skoða þennan og hinn óvenjulega
gluggann. Sumstaðar mun fjöldi
ókunnugs fólks f bakgörbum vera
farinn að fara í taugarnar á húsráð-
endum sem kunna ekki vib að hafa
forvitna hverfisbúa inni á gafli hjá
sér.
í pottinum var verið að segja frá
þvf ab skynmatshópur vísinda-
manna frá Rannsóknarstofnun fisk-
ibnabarins hafi farið á nýtt veitinga-
hús í Reykjavfk þar sem landsfræg-
ur kokkur sér um matseld. Fékk
fólkið sér humar í forrétt en humar-
inn bragbabist ekki rétt. Var humr-
inum skilað og eitthvab annað
pantað f stabinn, en einn vfsinda-
mannanna tók meb sér sýnishorn
af humrinum og efnagreindi í vinn-
unni daginn eftir. Niðurstaðan var
sláandi, þetta var ekki boðlegt sem
mannamatur mibab við staðla, og
var því hringt í kokkinn og hann
látinn vita um þessi afleitu gæbi
hráefnisins sem hann var að nota.
Kokkurinn varð orðlaus um stund
en frekar en þegja f skömminni
sagbist hann einmitt hafa tekið eftir
að humarinn virtist dálítib gamall,
þess vegna hefði hann marinerað
hann lengur en venjulega!