Tíminn - 15.07.1995, Síða 11
Laugardagur 15. júlí 1995
19
Orgelleikari frá Lyon á sum-
artónleikum Hallgrímskirkju
Sunnudagskvöldið 16. júlí leik-
ur franski orgelleikarinn Thierry
Mechler frá Lyon, Frakklandi, á
þriðju orgeltónleikum tónieika-
raðarinnar „Sumarkvöld við
orgelið" í Hallgrímskirkju. Tón-
leikarnir hefjast kl. 20.30 og er
efnisskrá þrískipt. Fyrsti hlutinn
er þýskt barok þar sem Thierry
Mechler leikur tvö verk eftir Jo-
hann Sebastian Bach. í>á koma
verk eftir þrjú frönsk tónskáld
frá síöari hluta 19. aldar og fyrri
hluta 20. aldar: Charles-Marie
Widor, Louis Vierne og Charles
Arnould Tournemire. Að lokum
leikur hann verk eftir Edouard
Andres, en það var samið sér-
staklega fyrir Thierry Mechler,
auk þess sem hann leikur af
fingrum fram spuna yfir fyrstu
hendingar sálma séra Hallgríms
Upp, upp mín sál og Gefðu að
móðurmálið mitt.
Um Tokkötu og fúgu í d-moll
(dórísku) segir Thierry Mechler
að áhrifa ítalska konsertsins
gæti í tokkötunni. Bach sýni
hljómborðabreytingar, sem gefi
áheyrandanum hugmynd um
hversu mikill orgelsnillingur
hann var. Hann líkir tokköt-
unni við straummikið fljót,
óþrjótandi hreyfingu sextándu-
parta. Hjarðljóö Bachs geymir
líka áhrif ítalska skólans, en þar
dregur Bach upp myndir frá
fæbingu frelsarans: Aðdáun fjár-
hiröanna, vitringarnir þrír,
krossinn og englarnir.
8. sinfónía Widors var skrifuð
undir áhrifum af konsert eftir
Wagner, en úr henni leikur
Mechler þættina Scherzo og Mo-
derato Cantabile. Widor vefur
þema konsertsins inn í mib-
raddir síðari þáttarins á meðan
fyrri þátturinn er fullur birtu og
hraða. Áhrif hins þekkta stefs
Big Ben, sem reyndar má einnig
heyra frá turni Hallgrímskirkju,
eru greinileg í verki Viernes
Klukknaspil Westminster. Sálma-
ljóð Tournemires Sjö orð Krists á
krossinum sýna mjög hvernig
tónskáldið reyndi í tónsmíöum
sínum ab upphefja sál áh'eyr-
enda sinna. Mechler leikur hér
síðasta ljóðib, „Það er fullkomn-
að", og um það segir hann að
það sýni óendanleikann og tjái
það sem ekki er hægt ab segja.
Ummyndun Krists, sem tón-
skáldið Edouard Andres tileink-
aði Thierry Mechler, er verk sem
byggir á miklum andstæðum:
Röb hljóma, tóntegundaskipti,
endurómun, litaáhrif, greinileg
þemu í fótspili og glæsileg tokk-
ata.
í lok tónleikanna leikur Thi-
erry Mechler af fingrum fram.
Hann fær tvö þemu til að vinna
með: fyrstu hendingarnar í
sálmum séra Hallgríms Upp, upp
mín sál og Gefðu að móðunnálið
mitt. Það er rík hefð meðal
franskra organista að leika af
fingrum fram í messunni og
fylgir Mechler þeirri hefð, sem
franskir organistar hafa skapað
er þeir leika á Klais-orgelið í
Hallgrímskirkju.
Thierry Mechler fæddist árið
1962 í Mulhouse í Frakklandi.
Hann hóf tónlistarnám í heima-
bæ sínum, en hélt síðan til
Strassborgar þar sem hann
stundaði píanónám hjá Helene
Boschi og nám í orgelleik hjá
Daniel Roth. Árið 1981 vann
hann fyrstu verölaun í Alþjóð-
legu tónlistarkeppni Parísar og
eftir það stundaði hann nám í
París hjá Marie-Claire Alain og
síðar einnig í spuna hjá Jacques
Taddel. Thierry Mechler hefur
hlotið margar viðurkenningar
fyrir leik sinn á orgel og fyrir
tónsmíðar. Sem kennara í orgel-
leik hefur honum á hverju ári
veriö boðið, bæði innan Frakk-
lands og til Þýskalands og Eng-
lands, til að halda námskeib í
orgelleik, auk þess sem hann
hefur haldið tónleika víðs vegar
um Evrópu og komið fram á
fjölmörgum tónlistarhátíðum.
Þá hefur leikur hans verið gef-
inn út á fjölda hljómdiska.
1986-89 kenndi Thierry Mec-
hler orgelleik vib tónlistarskól-
ann í Annecy, en varð síðan
organisti basilíkunnar í Thier-
enbach. Frá árinu 1991 hefur
hann verib organisti og tónlist-
arstjóri í dómkirkju Jóhannesar
skírara í Lyon og árið 1993 var
hann skipaður umsjónarmaður
CavailléColl- orgelsins stóra í
Maurice Ravel-tónlistarsalnum í
Lyon. ■
PAGBÓK
IVJVA7UUUVAAJ\JUUVJI
klukkustundar fresti. AFS-sam-
tökin bjóða alla hjartanlega
velkomna á fjölskylduhátíð út
í Viðey þennan dag (á morg-
un).
X
196. dagur ársins -169 dagar eftir.
28. vika
Sólris kl. 03.39
sólarlag kl. 23.26
Dagurinn styttist
um 6 mínutur
Félag eldri borgara
í Reykjavík og ná-
grenni
Dansað í Goðheimum, Sig-
túni 3, sunnudagskvöld kl.
20.
Dagsferb í Þórsmörk 19. júlí.
AFS-fjölskylduhátíö
í Viðey
Skiptinemasamtökin AFS
halda sína árlegu fjölskyldu-
hátíð í Viðey á morgun,
sunnudag, frá kl. 14.
í Viðey verður heitt í kolun-
um allan daginn, leikir og létt
gaman fyrir unga sem aldna.
Fjölmennt verður í staðar-
skoðun undir leiösögn staðar-
haldara og einnig er möguleiki
á reiðtúr um eyjuna. Áætluð
brottför út í Vibey er með ferj-
unni frá Sundahöfn kl. 14, en
eftir það gengur ferjan á
Árbæjarsafn:
Finnsk listakona
sýnir bandavefnab
Finnska listakonan Barbro
Gardberg sýnir margvísleg
bönd ofin í bandgrindum og í
spjöldum á Árbæjarsafni á
morgun, sunnudag. íslenskir
vefarar verða einnig á staðn-
um og svara fyrirspurnum um
vefnað. Að auki verður sýndur
refilsaumur og kniplað að
hætti heldri kvenna um síð-
ustu aldamót.
Þjóödansafélag Reykjavíkur
mun líka sýna íslenska þjóð-
búninga og þjóðdansa vib
hina nýju Hólmsverslun á
safnsvæðinu kl. 15.
Tvær myndlistar-
sýningar á Akureyri
Glugginn er sýningarými í
verslunarglugga Vöruhúss
KEA, sem rekið hefur verið í
tengslum við Listasumar á Ak-
ureyri. í Glugganum sýna
listamenn viku í senn og er
skipt á föstudögum.
í gær hófst sýning Sigurdísar
Hörpu Amarsdóttur í Gluggan-
um. Hún stundaði myndlist-
arnám við Myndlistarskólann
á Akureyri og Iauk námi það-
an vorið 1994. Sigurdís er
starfandi myndlistarmaður á
Akureyri og hefur haldið tvær
einkasýningar, á Akureyri og í
Vestmannaeyjum.
Verkið í Glugganum er
TIL HAMINGJU
Þann 1. júlí 1995 voru gefin saman
í Kópavogskirkju af séra Pálma
Matthíassyni, þau Þóra Möller og
Halldór Jónsson. Þau eru til heim-
ilis að Álfatúni 29, Kópavogi.
MYND, Hafnarfiröl
„innísetning" unnin úr 600
eintökum af litaðri ljósmynd.
Í dag, laugardag, opnar Dag-
ný Sif Einarsdóttir myndlistar-
sýningu á Café Karólínu á Ak-
ureyri.
Dagný nam myndlist við
Myndlistarskólann á Akureyri
og útskrifaðist þaðan vorið
1993, úr málaradeild. Hún
hefur síöan haldið tvær einka-
sýningar og tekið þátt í sam-
sýningum.
Sýninguna á Café Karólínu
kallar hún „Fjölskyldumynd-
ir" og eru verkin unnin með
blandaðri tækni á pappír.
Sýningin stendur til 4. ág-
úst.
Fréttir í vikulok
Vandræöi vib Noregsstrendur
Flugafmæli meb stórri tertu
Haldið var uppá 50 ára afmæli íslensks millilandaflugs í vik-
unni. Starfsmönnum Flugleiða var boðin tertusneið í tilefni ,
dagsins._____________^ _____________________
Tvö banaslys
Tvö banaslys urðu um síðustu helgi. Ungur maður fórst í bíl-
veltu í Landeyjum og svifflugmaður fórst á Melgeröismelum í
Eyjafirði er sviffluga hans ofreis.
Gjaldþrot á Neskaupstab
Kaupfélagið Fram í Neskupstað er gjaldþrota. Heildarskuldir
eru 150 milljónir kr.
Togaranum Má var meinað ab koma inn til hafnar í Honn-
ingsvág í Noregi og leitað þar aðstoðar eftir að net flæktist í
skrúfu skipsins. Síðar var fallið frá þeirri kröfu, en þá vildu
norskir björgunarkafarar ekki taka verkið að sér vegna hótana
norskra sjómanna. Loks tók norski sjóherinn verkiö ab sér og
málið er Ieyst.
Seglskúta í Reykjavíkurhöfn
3ja mastra seglskúta frá Úkraínu lá við festar i Reykjavíkur-
höfn í vikunni. Sjötíu sjóliðsforingjaefni voru um borb.
íshellisgerb í Langjökli
Unnið var í vikunni aö gerð íshellis í Langjökli á vegum
Kristleifs Þorsteinssonar í Húsafelli. Bjóða á ferðamönnum
ýmsan viðurgjörning í þessum magnaöa helli.
Frystingin meb tapi
Nær 10% taprekstur verður af rekstri fyrstihúsanna í landinu
á þessu ári. Hækkandi hráefnisverö er helsta ástæba þessa.