Tíminn - 21.10.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.10.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. október 1995 Mmkmí Kristjana Bergsdóttir: Konur í framsókn Tímamynd CS Um þessa helgi stendur yfir landsþing Landssambands framsóknarkvenna. Landsþing hafa verið haldin annað hvert ár frá stofnun LFK 1981 og verið vettvang- ur umræðna um stjórnmálaástandið og stefnumótunar í málefnum líðandi stund- ar. En landsþingin eru einnig sá vettvangur sem framsóknarkonur hafa til að ráðgast um aðstöðu sína til aukinnar stjórnmála- þátttöku. Því eins og segir í lögum LFK er hlutverk sambandsins m.a. að vinna að „stóraukinni þátttöku framsóknarkvenna í stjórnmálum". í þessu markmiði LFK speglast það á- stand er ríkti í Framsóknarflokknum árið 1981. Þá sat engin kona á þingi fyrir Fram- sóknarflokkinn og hafði raunar aðeins einu sinni veriö kosin kona á þing fyrir flokk- inn, en það var Rannveig Þorsteinsdóttir áriö 1949. Kvennaáratugurinn: vett- vangur jafnréttisumræðu Allan kvennaáratuginn 1975-1985 var mikil umræða um stöðu kvenna í stjórn- málum og fór svo að lokum að konur stofnuðu sín eigin stjórnmálasamtök, kvennaframboðin 1982 og Kvennalistann árið 1983. Þetta var auðvitaö áfellisdómur yfir stjórnmálaflokkunum, sem höfðu ekki hirt nægilega um þá jafnréttisumræðu sem átti sér stað á alþjóðavettvangi, né heldur svöruðu kalli tímans með því að skipa kon- ur innan sinna raða til forystustarfa í stjórnmálum. Árið 1979 sátu aöeins 3 konur á Alþingi af 60 þingmönnum, eða 5%. Innan Framsóknarflokksins fundu konur sér farveg í jafnréttisbaráttunni með stofn- un LFK 1981, eins og fyrr segir, og hófu markvissa sókn til aukinna áhrifa kvenna með öflugu félagsstarfi og námskeiðum til hvatningar konum, einnig með því að krefjast fulltrúa á þingflokksfundum, í framkvæmdastjórn og öðrum valdastofn- unum flokksins. Það liðu þó sex ár þar til Framsóknar- flokkurinn skipaði konu í öruggt sæti á framboðslista og Valgeröur Sverrisdóttir náði kjöri í Norðurlandskjördæmi vestra í kosningunum 1987. Var þá langþráðum á- fanga náð, að mati LFK. Hefðum viljab sjá fleiri konur í þingflokknum Síðan þá hefur ein kona bæst í hóp þing- manna Framsóknarflokksins í hverjum kosningum, Ingibjörg Pálmadóttir 1991 og Siv Friðleifsdóttir 1995, og eru þær því orðnar þrjár. Við hefðum svo sannarlega viljað sjá fleiri konur í þingflokknum eftir síðustu kosningar, en telj- um það jafnframt mjög mikilvægt að í ríkisstjórn- inni gegnir framsóknar- kona embætti heilbrigðis- ráðherra og tvær konur eru í stjórn þingflokksins, þar af önnur formaður. Það var einnig afar mikil- vægt skref í jafnréttisátt að á síðasta flokksþingi voru konur kosnar í embætti ritara og gjaldkera framkvæmdastjórnar flokksins, svo og konur sem varamenn þeirra. jafnréttisþróunin veitur á baráttugleði kvenna LFK hefur náð því markmiði að „stór- auka þátttöku framsóknarkvenna í stjórn- málum" á þeim fjórtán ámm sem liðin em frá stofnun. En það er langt frá því að jöfn- uður ríki á milli kynjanna og ennþá veltur það á baráttugleði kvenna og samtökum þeirra hvort þróunin verður áfram í jafn- réttisátt. Okkur konum hefur stundum fundist hann þungur þessi kross að bera, sérstaklega undir þeim brýningarorðum „að konur verði bara að standa sig jafn vel og karlarnir". Staðreyndin er sú að á íslandi býr fjöldi karla og kvenna, sem hæf eru til forystu í stjórnmálum, en bara miklu færri konum en körlum gefst tækifæri til að sanna sig á því sviði. Þaö er með ýmsum ráðum hægt að bæta tækifæri kvenna, t.d. meö því að jafna stöðu kynjanna í störfum, ráðum og nefndum á vegum flokkanna, þingsins og ráðuneytanna, svo eitthvað sé nefnt. jafnréttisáætlun í flokksstarfi Framsóknarkonur hafa sett sér það verk- efni á þessu landsþingi að vinna að út- færslu jafnréttisáætlunar í flokksstarfi Framsóknarflokksins, sem veröur lögð fýrir og vonandi samþykkt á flokksþingi á næsta ári. Vel útfærð áætlun, þar sem markmiðið — jafnrétti kynjanna — er skilgreint, svo og hvernig því skal náð á- samt tímasetningum við áfangamarkmið og lokatakmark, er löngu tímabær. Ef samkomu- lag næst um slíka áætl- un í flokknum, þá get- um við fyrst farið að tala um jafnrétti af al- vöru, fyrr ekki. Landsþing LFK er að þessu sinni haldið á merkum tímamótum, þar sem það ber upp á 50 ára afmæli fyrsta félags framsóknar- kvenna, en það var stofnað í Reykjavík 18. október 1945. Þannig tengist umræða okk- ar nú um jafnrétti í flokksstarfi hálfrar ald- ar baráttu framsóknarkvenna fyrir aukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum. Ég gluggaði í Tímann frá árinu 1945 í þeirri von að finna eitthvað um stofnun þessa merka félagsskapar. Þar var ekki minnst á stofnun félagsins né yfirleitt fjall- að um félagsstörf kvenna. Raunar er þar ekki minnst á konur nema í minningar- greinum. Konur skrifa ekki greinar í blaðið, en þetta ár er framhaldssaga í Tímanum eftir Vilhelm Moberg sem heitir „Eigin- kona" þar sem líklega er verið að höfða til kvenkyns lesenda. Margt hefur breyst á þessum 50 árum og tækifæri kvenna til að hafa áhrif og koma skoðunum sínum á framfæri hafa stórlega aukist, svo mikið að vart er hægt að bera saman aöstöðu kvenna þá og nú. Þó er hið hefðbundna skipulag innan heimilanna þar sem konan tekur ábyrgð á „heimilis- störfunum" við lýði í dag á svipaðan hátt og var fyrr á öldinni, þrátt fyrir breyttan hugsunarhátt og viðhorf yngri kynslób- anna. Þetta skipulag leggur konum á herðar tvöfalt vinnuálag í því samfélagi, sem við lifum við í dag, og gerir það að verkum ab þær njóta ekki sömu tækifæra og karlar al- mennt, þó annað niegi virðast við fyrstu sýn. Konur bera sig saman við karla Sá mælikvarði, sem íslenskar konur nota í dag á jafnrétti, er fólginn í samanburði á stöðu kynjanna almennt í samfélaginu á borgaralegum og stjórnmálalegum réttind- um, til starfa, launa, menntunar og til á- hrifa í stjórnmálum. Þær hindranir, sem konur verba að yfirvinna áður en þær geta notið tækifæranna, snerta minnst atgervi kvenna og hæfileika. Þær snerta hins vegar það hvernig við deilum ábyrgðinni á heimilishaldinu, á uppeldi barnanna, hvernig við metum hin hefðbundnu kvennastörf til launa og hvernig við hvarvetna í þjóðfélaginu fram- fylgjum því jafnrétti í raun, sem bundib er með lögum og samþykktum jafnt íslensk- um sem alþjóðlegum. Þessar hindranir yfir- vinna konur ekki einar og sér. Þetta eru málefni er varða bæði kynin, og því er sátt og samvinna kynjanna grundvallaratriði til að breytinga megi vænta. Á landsþingi LFK um helgina munu verða fjörugar umræbur um þessi mál og fleiri, er varða mannréttindi kvenna og tækifæri nú í lok viðburðaríkrar aldar og hvað við veröum með í farteskinu yfir í nýja öld. Höfundur er forma&ur Landssambands framsóknarkvenna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.